Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992 HANDKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIN Leikir liðanna ívetur Liðin sem mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar hafa mæst tvívegis í deildar- keppninni í vetur. Leikirnir hafa Skuh Unnar flestir verið jafnjr Svemsson v skrifar °S spennandl Og því má búast við skemmtilegum leikjum á næstu dögum. Hér á eftir verður farið lauslega yfir leiki liðanna í deild- inni. FH - Stjarnan 2:2 Hvort lið fékk tvö stig úr leikj- -únum tveimur. FH sigraði heima 31:28 en seinni leikinn unnu Garðbæingar hins vegar 27:24, eða með þriggja marka mun eins og FH vann fyrri leikinn. Hans Guðmundsson var atkvæðamest- ur í leikjunum, gerði 16 mörk, Krjstján Arason gerði 12, Gunn- ar Beinteinsson 10 og Þorgils Óttar Mathiesen 9. Hjá Stjörn- unni var Magnús Sigurðsson markahæstur í leikjunum tveim- ur, gerði 14 mörk, Patrekur Jó- hannesson gerði 12 og Skúli Gunnsteinsson 10 mörk. Mikill munur er á markvörslunni. Berg- sveinn Bergsveinsson varði 30 skot í leikjunum tveimur en þeir Ingvar Ragnarsson og Brynjar Kvaran vörðu alls 15 skot. Víkingur - Fram 4:0 Víkingur sigraði í báðum leikj- unum gegn Fram og fékk því ljögur stig. I Víkinni unnu Vík- ingar 23:22 og í Höllinni 31:29. Birgir Sigurðsson, línumaðurinn knái hjá Víkingum, var atkvæða- mestur þeirra í leikjunum, gerði 15 mörk. Bjarki Sigurðsson gerði 12 mörk og Björgvin Rúnarsson 10 mörk. Hjá Frömurum var leik- stjórnandinn ungi Gunnar Andr- ésson atkvæðamestur. Hann gerði 15 mörk eins og Birgir og þeir Karl Karlsson og Páll Þó- rólfsson gerðu 8 mörk hvor. Markverðir liðanna vörðu álíka mörg skot í leikjunum, Víkings- markverðirnir heldur meira þó, eða 27 skot á móti 21 skoti markvarða Fram. Selfoss - Haukar 2:2 Hvort lið fékk tvö stíg úr leikj- unum í deildinni. Leikirnir voru skemmtilegir og spennandi, sér- staklega leikurinn á Selfossi. Þar fóru heimamenn með sigur, 28:27 en í Hafnarfirði unnu Haukar 27:23. Skytturnar þijár í liði Hauka, Petr Baumruk, Halldór Ingólfsson og Páll Ólafs- son, gerðu 39 af 54 mörkum liðs- ins í leikjunum. Baumruk 15, Halldór 14 og Páll 10. Stórskytt- an Sigurður Sveinsson gerði 17 mörk fyrir Selfyssinga í leikjun- um tveimur og Einar Gunnar Sigurðsson 10. Markverðir Sel- foss vörðu vel, 32 skot en mark- verðir Hauka 23. KA-ÍBV 1:3 Leiknum á Akureyri lyktaði með jafntefli, 26:26, en Eyja- menn sigruðu hins vegar í Vest- mannaeyjum 27:25. Eyjamenn fengu því þrjú stig í leikjunum gegn KA en Akureyringar eitt. Stefán Kristjánsson gerði flest mörk Akureyringa í leikjunum, 14 talsins, og Sigurpáll Árni Aðalsteinsson gerði 11 mörk og Alfreð Gíslason 8. Hjá Vest- mannaeyingum skoraði Gylfi Birgisson 14 mörk og Zoltan Belany sjö í síðari leiknum en hann lék ekki með í fyrri leikn- um. Markverðir IBV vörðu 28 skot í leikjunum en KA mark- verðirnir vörðu 19 skot. Spennandi og skemmtileg - segirValdimarGrímsson um úrslitakeppnina ÚRSLITAKEPPNIN íhand- knattleik karla hefst á morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem slfk úrslitakeppni fer fram í hand- knattleik og binda menn miklar vonir við hana enda hefur þetta fyrirkomulag gefist vel í körfu- knattleiknum undanfarin ár. Það eru átta efstu liðin úr deild- arkeppninni sem taka þátt f keppninni og er leikið þar til annað liðið hefur unnið tvo leiki. Eg held að þetta fyrirkomulag sé mjög gott og úrslitakeppnin verður spennandi og skemmtileg,“ segir Valdimar Grímsson, fyrirliði Vals, en Morgunblaðið bað hann að spá í spilin. „Það er auðvitað alltaf hægt að finna að einhveiju og ég tel það galla að gera ekki ráð fyrir Evrópukeppninni. Það var ekki einu sinni gert ráð fyrir 32 liða úrslitum en við gerum kröfur um að eiga lið sem ná langt í Evr- ópukeppninni og við eigum að geta komið liði í undanúrslit þannig að það þarf að gera ráð fyrir því í skipulaginu,“ segir Valdimar. Hugmyndir hans um fyrirkomu- lag næsta ár er að leika ört í þijár vikur, taka síðan smá hvíld og þannig gætu komið fjögur eða fimm hlé í keppninni. „Það er mikilvægt fyrir félagsliðin að fá einhvern tíma til að leysa vandamál sem upp geta komið og einnig sé ég fyrir mér að landsliðið fengi tvö af þessum hlé- um. Félagsliðin þurfa að fá tíma, en eins og þetta er núna þá fær landsliðið þann tíma þegar hlé er á keppninni. Til að þetta sé mögulegt þarf að byija fyrr á íslandsmótinu. Varðandi úrslitakeppnina sem nú er að heijast má segja að heimavell- irnir skipti miklu máli, Grundvöllur- inn fyrir því að hægt sé að vinna útileik er reynslumiklir menn sem þola álagið sem fylgir _ sterkum heimavelli mótheijanna. Áhorfend- ur hafa áhrif, dómararnir eru ef til vill frekar hliðhollir heimaliðinu og ungir og óreyndir leikmenn þola oft ekki þá pressu sem skapast. Þessu getur einnig verið öfugt farið. Ungir leikmenn geta dottið niður á góðan leik þó leikið sé á góðum heimavelli mótheijanna, og leikið betur en þeir gera á eigin heimavelli. Af þeim liðum sem byija í úrslitakeppninni gætu Haukar og Stjarnan ógnað á útivelli og reynd- ar hafa Vestmannaeyingar sýnt að þeir geta það líka, en ég held að völlur að Eyjamönnum takist ekki KA-völlurinn sé það sterkur heima- að sigra þar,“ segir Valdimar. FH tapar fyrst heima en vinnur næstu tvo leiki Víkingur, Selfoss og KA leggja sína mótherja og komast áfram í keppninni KOSTIR OG GALLAR LIÐANNA is*íi Markvarslan, öflugur sóknarleikur og snagg- araleg hraðaupphlaup. Ágætur sóknarleikur og vel útfærð hraða- upphlaup. Mikið og sterkt sóknar- lið. Hefðin fyrir titlum vegur þungt. Ungir strákar sem eru ákafir og skora mikið af mörkum. Sterk vörn og besta markvarðarparið. Góð samsetning Þrjár góðar skyttur sem eru i góðri æfingu og geta ráðið úrslitum. Sterkur heimavöllur. Liðið á uppleið. Mikil breidd. Markvarslan og varnar- leikurinn. Ná upp góðri stemmningu. Varnarleikurinn hef- ur lagast en má vera betri. Vantar „karakter“ og stöðugleika í leik liðs- ins. Vörnin og markvarsl- an ekki nægilega sterk í vetur. Vörnin slök og stöðu- mat í leikjum ekki nægilega gott. Ákveðinn veikleiki í vörninni. Ekki nægi- leg breidd. Misjöfn markvarsla og of mikið byggt á tveimur mönnum. Markvarslan verið slök. Vantar þorstann eftir tilli. Lítil breidd og of mik- ið byggt á fáum lykil- mönnum. VALDIMAR Grímsson spáir hér í spilin og veltir fyrir sér mögu- leikum liðanna í úrslitakeppn- inni. Hann telur að í þremur af fjórum leikjum þurfi þrjá leiki til að knýja fram úrslit en Vík- inga telur hann eiga að vinna Fram ítveimur leikjum. FH-ing- ar tapa fyrsta léiknum heima gegn Stjörnunni en vinna næstu tvo leiki og komast þar með áfram, en skoðum hvað Valdimar hefur að segja um leikina fjóra. FH-ingar tapa fyrsta leiknum heima gegn Stjörnunni en vinna næstu tvo leiki og því 2:1 samanlagt,“ segir Valdimar um leik nágrannanna frá Hafnarfirði og Garðabæ. „Bæði lið leika hraðan sóknar- bolta og eru með ágætlega útfærð hraðaupphlaup og því verða gerð mörg mörk í þessum leikjum. FH- liðið er með betur útfærð hraðaupp- hlaup enda er Bergsveinn Berg- sveinsson markvörður geysilega fljótur að koma boltanum í leik. FH er með fljóta menn og þar eru reynslumiklir leikmenn sem bera boltann upp, sérstaklega Krist- ján Arason. Hans Guðmundsson er svo seinni bylgjan í hraðaupphlaup- unum og mikill skotmaður, en allt þetta byijar að sjálfsögðu hjá Berg- sveini í markinu. FH-vörnin er betri en oft áður enda hefur félagið ekki verið þekkt fyrir sterkan varnarleik. Liðið getur spilað vörn ef leikmenn leggjast allir á eitt, en þarna eru miklir sókn- armenn sem hugsa ef til vill þannig að það sé best að leyfa þeim að fara í gegn til að komast sem fyrst í sóknina. í Stjörnunni eru góðir handbolta- menn en aðalvandamálið hjá þeim er að það vantar stöðugleika og ákveðinn „karakter" í liðið. Það hefur háð þeim að þeir leika ágæt- lega einn daginn en eru svo með allt á hælunum í næsta leik. Þetta er orðið andlegt vandamál hjá þeim og ég er því miður hræddur um að þeir fari að missa af lestinni. Það má ef til vill-segja að Stjarn- an sé „litla FH“ því það voru FH- ingar sem sáu um þjálfun hjá þeim í upphafi og það er dálítill FH-brag- ur á liðinu. Þeir hafa ágætis vörn og markverði sem hafa reyndar ekki náð sér á strik í vetur. Leikget- an er til staðar hjá liðinu en það vantar samstöðuna.“ Hefðin hjá Víkingum fleytir þeim langt í keppninni „Það er erfitt að spá um úrslit í þessum leikjum og ég er nokkuð viss um að þeir verða jafnir. Ef Frömurum tekst að klára fyrri leik- inn komast þeir áfram en ég ég spái því að Víkingar fari áfram — þeir vinna 2:0,“ segir Valdimar um viðureignir Reykj avíkurfélaganna. „Fram er með ungt lið og ég held að hinir ungu leikmenn þoli ekki pressuna sem fylgir því ef Vikingur vinnur fyrsta leikinn. Lið- ið hefur verið að tapa leikjum í vetur á síðustu mínútunum og Vík- ingar eiga eftir að notfæra sér það. Það eru góðir handboltastrákar í Fram og þeir eiga ekki í vandræðum með að gera mörk. Vandamál þeirra er varnarleikurinn og stöðumat þegar í leikinn sjálfan er komið. Það er mikill kostur fyrir Víkinga að hafa hefðina með sér. Þeir eru með gott sóknarlið og Alexej Trufan bindur vörnina vel saman hjá þeim — en það er til betri vörn en hjá Víkingum. Þeir komast áfram vegna þess að þeir eru með gott sóknarlið og hefðin fyrir því að leika mikilvæga leiki og vita hvað það er að sigra á einnig eftir að fieyta þeim langt. Það gæti þó hjálpað Frömurum hvað Víkingar hafa tal- að mikið um að markvarslan hjá þeim hafi ekki verið nógu góð í vetur." Liðin mjög áþekk og það er þjálfaranna að klára dæmið „Hérna mætast ný stórveldi í handboltanum, sem hvorugt hefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.