Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12, APRIL 1992
11
Yilja foreldra í meðferð
KRAKKARNIR í Einholtsskóla vilja ekki fela sig á bak við einhverj-
ar felumyndir. Þau eru orðin þreytt á þessum skuggamyndum í blöð-
unum. „Heldurðu að við vitum ekki, að þú ert að skrifa um vega-
laus börn,“ segja þau? „Blessuð góða, við höfum öll verið á kafi í
þessu. — Hvort þetta sé góður skóli? Jú, af því hér er ekki verið
að segja manni að halda kjafti! Manni er bara hjálpað til að læra.
Og viltu segja, að það séu foreldrar sem þurfi á meðferð að halda.“
Já, þau eru öll sammála um það.
Morgunblaðið/KGA
efnaneyslu," bætir Ari við.“
Og þau tala um mikilvægi þess,
að starfsfólk skólans þekki þessi ein-
kenni, svo hægt sé að grípa inn í
þróunina. Að ein leiðin sé að hafa
samvinnu við fagaðila utan skólans,
eins og t.d. félagsmiðstöðvar
Reykjavíkur þar sem reynt er að
hvetja unglinga til þátttöku í tóm-
stundastarfinu. Að Félagsmála-
stofnun reki einnig athvörf fyrir
unglinga sem hafa reynst mjög vel
og mættu vera fleiri.
Akveðin hætta fyrir hin!
— Er þetta ekki smitandi? „Vissu-
lega, fyrir krakka sem standa höllum
fæti félagslega," segir Ari. „Um leið
óg þetta er orðið ríkjandi viðhorf
innan ákveðins hóps, þá er það farið
að hafa áhrif til hinna sem eru veik-
ir fyrir. Sú tilhneiging er að skjóta
upp kollinum, að það sé „töff“ að
tengjast þessu. Við höfum töluverðar
áhyggjur, að þessi lágmenningar-
hópur smiti út frá sér. A sama tíma
og ekki er vinnufriður til að innræta
börnum það sem við viljum að berist
áfram með menningunni!"
Og Ari heldur áfram: „Það reynir
geysilega á að þurfa að hafa skadd-
aðan einstakling í bekk, innan um
„heilbrigð" börn. Mikil orka fer í að
halda friðinn. Ofsaköstin sem blossa
óhjákvæmilega upp, orsaka vanlíðan
hjá öllum krökkunum. Óttinn leggst
eins og mara yfir þau. Ótti við of-
beldissegg sem er algjörlega óút-
reiknanlegur."
Vissulega ömurleg skólabyijun
Istuttri samverustund með nokkr-
um krökkunum ber sitthvað á
góma. Sumt er of viðkvæmt til að
setja á prent. Annað þyrfti að fá fleiri
sjónarmið á. Þau eru nokkuð ör og
stutt í biturleikann. Samt eru mörg
þeirra búin að koma sér býsna vel
áfram. Dabbi vinnur á vélhjólaverk-
stæði. Kiddi er búinn að vera á sjó
og stefnir á vélfræðinám.
Sum búa núna hjá foreldrum.
Rakel segist aldrei hafa átt neins-
staðar heima. Hún er búin að vera
7 mánuði á Unglingaheimilinu. Ann-
ars segjast þau hafa gist á Rauða-
krossheimilinu, hér og þar og allstað-
ar. „Veistu," segja þau, „að á ís-
landi eru ofbeldishneigðustu ungling-
ar í öllum heiminum. Verri en í New
York.“ — Af hverju? Því geta þáu
ekki svarað. _
Baldvin Árnason, öðru nafni
Baddi, segist hafa verið í þessu eitt
sumar. „Ég svaf stundum úti,“ segir
hann. „Mig langaði ekki heim. Alltaf
þegar ég kom heim, var ég að rífast
við mömmu. Við gátum bara ekki
talað saman. Það var alltaf verið að
tala við hana frá skólanum, mér
gekk svo illa. Síðan voru viðtöl við
sálfræðinginn. Allt var svo leiðinlegt.
Nú fæ ég meiri hjálp. Ef manni
gengur illa hérna, þá fær maður
meiri aðstoð frá kennurum. Áður var
ég búinn að skrópa í skólanum í
hálft ár. Mig langaði ekki í skólann.
Fannst ég ekkert þurfa að gera þar.
Þess vegna hætti ég. Ég var rek-
inn,“ bætir hann við.
„Ég hef þroskast miklu meira síð-
an ég kom hingað," segir Baddi al-
vörugefinn. „Ég er mikið í tónlist.
Hef lært sjálfstætt á gítar og er í
hljómsveitinni „Intoxication". Við
erum 5 í henni.
Vandamálið er bara, hvað ég hef
Strákarnir við matseldina eins
og þeir hafi aldrei gert annað.
Krakkarnir fá mat í hádeginu
og elda hann sjálf í tengslum við
heimilisfræðikennslu.
misst mikið úr skólanum. Ég_ hef
flakkað svo mikið á milli skóla. Áður
en ég kom hingað var ég settur í
Bústaðaskóla, þar sem eru miklu
yngri krakkar. Ög ég byijaði að láta
eins og þeir. Fór að rífa kjaft við
fullorðið fólk á Laugaveginum. Veit
ekki hvernig ég fór að þessu. Ég lét
eins og hálfviti. Líka fáránlegt að
láta mig í skóla með yngri krökk-
um,“ segir hann með áherslu.
Nú gengur allt vel heima, af því
ég er hættur að haga mér eins og
hálfviti. Ef maður hagar sér almenni-
lega, fara foreldrar að treysta manni
og maður fær að gera það sem mann
langar til. Sumir krakkar hafa engan
stað að fara á. Ég vorkenni krökkum
sem eiga hvergi heima,“ segir Baddi
sem stefnir á tónlistarnám eða
rafiðn.
Snúið til framtíðar
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Reykjavík:
Hummelbúðin, Ármúla
Útilíf, Glæsibæ
Sportmaðurinn, Hólagarði
Trimmið, Klapparstíg
Akranes: Akrasport
Borgarnes: Kaupf. Borgfirðinga
Akureyri: Sporthúsið
Mývatn: Verslunin Sel
Egilsstaðir: V.A.L.
Selfoss: Skóbúð Selfoss
Keflavík: Sportbúð Óskars
Siglufjörður: Siglósport
Eskifjörður: Sportbúð Hákonar
Vestmannaeyjar: Mozart
Heildsöludreifing: Ágúst Ármann hf.
■
‘mmti
Nýtt
Algjör bylting
ENCAR REIMAR
Morgunblaðið/KGA
fyrir 6 ára barn, sem kemur kannski
heim með brotin gleraugu og tóma
tösku. Og barnið er skólaskylt á
hvei'ju sem gengur. „Við erum að
verða stífluð af þungum málum,“
segir Ari og raddblær hans ber með
sér, að engin úrlausn sé í sjónmáli!
Fjölskylduráðgjöf ekki til
„í vaxandi mæli finnst mér að
foreldrar séu óöruggir,“ segir Ari,
„um hvernig þeir eigi að annast
uppeldi barna sinna. Fjölskylduráð-
gjöf er ekki til! Ráðamenn Reykja-
víkur mættu setja töluverða upphæð
í markvissa, fyrirbyggjandi fjöl-
skylduráðgjöf. Einnig er afar mikil-
vægt að koma til móts við „venju-
lega“ foreidra.
Ef foreldrar elska börnin sín, þá
sýna þeir það best með því aga þau.
Það er eðlilegt að reglur séu virtar.
Foreldrar fá oft að heyra, að þeir
séu gamaldags og þröngsýnir. Börn
segja gjarnan til að fá einhveiju
framgengt, að allir hinir fái leyfi. —
Á þá að sleppa börnum lausum út
um allar grundir? Nei, það verður
að þrengja að þeim sem ryðja braut-
ina og fá hjörðina á eftir sér. — Eða
viljum við að agaleysi verði ríkjandi
í íslensku samfélagi eftir nokkur
ár?“ segir kennari í einum af grunn-
skólum Reykjavíkur.
■ ■
mSÍ