Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 27
i < (m ■ f, flAOI/l!i/li/l(M o'G\ is’'
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992
27
Minning’:
_
Ingi B. Arsælsson
Fæddur 24. júlí 1932
Dáinn 2. apríl 1992
Dóttir sem býr í fjarlægu landi
situr og rifjar upp minningar um
föður sinn, Inga Bjöi'gvin Arsæls-
son, mann sem hún sá ekki sólina
fyrir á barnsaldri og vár það gagn-
kvæmt. Getur verið að þessu sam-
bandi sem varað hefur, misjafnlega
náið, í 35 ár sé lokið? Hver á nú
að senda börnunum mínum þroska-
leikföng á hátíðum og sækja mig á
flugvöllinn?
Svona get ég verið barnaleg á
sorgarstundu'. Dóttir mín, sjö ára
tannfellingur, er að skrifa grískan
stíl. Hún starir á mig og segir:
,jMamma, af hveiju ertu að gráta?“
Eg var ári yngri en hún þegar Ar-
sæll afi í Bakkakoti dó og pabbi
kom frá Þýskalandi til að fylgja
honum. Mikið grétum við litlu
frænkurnar þá.
Allar bernskuminningarnar
tengjast Bakkakoti, en þar bjuggu
afi, Ársæll Jónsson, og arama,
Ragnheiður Guðnadóttir, ásamt
tveimur sonum sínum, Jóni og
Bjarna. Pabbi kemur og fer úr þeim
minningabrotum, því hann annað
hvort ók okkur systrunum alla leið
austur eða að minnsta kosti í rút-
una.
Stundum komu þau pabbi og
mamma í heimsókn til að líta á litlu
sveitavargana sína, pabbi svo mikið
borgarbarn að hann tók ekki einu
sinni með sér stígvél til að fara í
fjós. Alltaf svo mikið snyrtimenni
og í rauninni ekki með sveitablóð í
æðum. Samt bar það við að hann
fór úr jakkafötunum um hábjarg-
ræðistímann og tók til hendinni í
heyskap. Ég var hæstánægð með
að hann gat ekið vörubíl. Það var
meiri háttar að sitja í og hlusta á
hann syngja Yesterday með óperu-
röddu og finna að_ hann gat gert
gagn í sveitinni. Ég minnist líka
Guðna heitins bróður pabba, sem
stöðugt var að, en átti það líka til
að fara með krakkaskarann á eftir
sér niður í hestagirðingu, beisla
jálkana hlæjandi og leyfa okkur að
fara á hestbak að tilefnislausu.
Svona síðarmeir er yndislegt að
hafa fengið nasasjón af þeirri til-
veru sem pabbi var alinn upp í.
Breiðan barminn og mjúkt fangið
hennar ömmu, séi’viskuna hans afa
og samheidni systkinanna sex, sem
eru svo hjartahlýjar og vænar
manneskjur. Ég lifði yndislega
stund á fimmtugsafmæli pabba,
fyrir tæpum tíu árum, þegar Krist-
ín frænka hélt tölu og riljaði upp
aðstæður í Tungu þegar Ingi Björg-
vin fæddist. Já, þarna sátu þau öll,
Gurra, Guðni, Jón, Sigga, Bjarni
og pabbi og bæði hlógu og grétu
yfir þeim minningum.
Pabbi leyfði mér að kynnast út-
löndum þegar ég var ellefu ára. Þá
tók hann mig með sér á alþjóðlega
ráðstefnu þar sem ég sat og hlust-
aði í heyrnartækjum á mörg tungu-
mál töluð, borðaði kvöldverð á veit-
ingahúsi við Konungstorgið í Bruss-
el, bablaði ensku í kokkteilboði og
spólaði mig á Carnaby Street. Því-
lík upplifun fyrir smástelpuna sem
var hetja í skólanum í marga daga
á eftir. Það má mikið vera ef þarna
var ekki sáð þeim fræjum sem síðar
skutu rótum í lífi mínu.
Hvort spjallað var um óperur
Verdis og Mozarts eða vitnað í
Hómer og gríska goðafræði þá átt-
um við alls staðar að vera með á
nótunum. Oft var vitnað í Göethe
á frummálinu, ekki það að ég skildi
mikið framan af.
Ekki var nú alitaf logn í kringum
samskipti okkar pabba, sem senni-
lega má rekja til hins fræga kyn-
slóðabils. Hann sat þó á sér, bless-
aður, þegar hann rakst á mig
fimmtán ára sitjandi á Mokka í Che
Guevara-jakkanum mínum, reykj-
andi pípu. Ekki varð hann heldur
upprifinn þegar ég tilkynnti honum
fimm árum síðar að ég væri búin
að ráða mig sem au-pair-stúlku til
Frakklands. Það fauk náttúrlega í
hann, því að ég hafði ekki haft
hann með í ráðum.
En það var sumarið eftir sem
verulega slóst upp á vinskapinn.
Við brugðum okkur frændur og
frænkur saman í Þórscafé. Ég var
tuttugu og eins og brosti framan í
heiminn í útsaumuðum kjól sem
Gurra frænka saumaði á Hvera-
bakkaskóla. Hvort það var kjóllinn
sem honum þótti ekki passa við
þetta tækifæri, sandalarnir sem ég
var berfætt í, eða sígarettan sem
ég hélt á, hann var aldeilis ekki
ánægður með dótturina þetta kvöld.
Þegar ég hafði fengið nóg af að-
finnslum þá stillti ég mér upp fyrir
framan hann og sagði honum til
syndanna á meðan tárin spýttust í
allar áttir. Sagðist ekki vilja sjá að
hafa samband við svona hrútleiðin-
legan föður. Hann varð klumsa við
en dóttirin strunsaði inn á snyrt-
ingu, snýtti sér og hélt svo áfram
að dansa á neðri hæðinni. Eftir
þetta ríkti þögn á milli okkar og
pabbi hringdi ekki í sjö mánuði.
Vorið ’80 ætlaði ég að útskrifast
sem stúdent en saltaði tvo stærð-
fræðiáfanga, sem pabba fannst nú
lítið mál, og sat því heima kvöldið
sem skólafélagarnir settu upp húf-
urnar. Hringir þá bjallan og í dyrun-
um stendur enginn annar en pabbi,
sjarmörinn sjálfur, með rósir og
kampavín handa mér. Við eyddum
þessu kvöldi í upplestur á ljóðum
og fengum okkur síðan snúning í
Hollywood.
Eins þegar ég bjó í Svíþjóð. Þá
átti hann það til að hringja og lesa
fyrir mig ljóð, svo ég tali nú ekki
um símtölin á afmælum mínum
þegár hann rifjaði upp hversu stutt
væri síðan ég fæddist heima á Öldu-
götunni.
Já, þessi elska hafði öll einkenni
Suðurlandabúa í skapferli. Það
sýndi sig best þegar ég skírði son
minn ekki nafninu hans. Þá sagði
hann mér hreint út að ég hefði
brugðist skyldu minni. En ég bar
klæði á vopnin þegar ég skírði yngri
dóttur mína í höfuðið á honum og
kom gagngert með hana heim til
að setja hana í fangið á honum í
janúar í vetur. Þá var hann alsæll.
Pabbi naut sannarlega velgengni
í kvennamálum. Hann kvæntist
móður minni, Dagbjörtu Kristjáns-
dóttur, árið 1954 og eignaðist með
henni tvær dætur, Rós og undirrit-
aða. Árið 1972 kvæntist hann svo
Ragnhildi Bjarnadóttur og eignuð-
ust þau saman Bjarna Pál, sem var
pabba einstakur sólargeisli.
Síðustu árin bjó pabbi með Ellen
Júlíusdóttur, sem við systur viljum
þakka einstaka umhyggju og rækt-
arsemi við okkur og okkar fjölskyld-
ur. Systrum þabba og bræðrum
færum við einnig alúðarþakkir fyrir
ómetanlega tryggð.
Ingibjörg Ingadóttir.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
SIGURÐAR SIGURJÓNSSONAR,
Austurbrún 37A,
Reykjavík.
Vilborg Jónsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
BLÓM í BLÍÐU OG STRÍÐU
67 U 70
Kransar • Krossar
• Kistuskreytingar
Simaþjónusta - kreditkortaþjónusta -
sendingarþjónusta
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
ODDGEIRS BÁRÐARSONAR
fyrrverandi sölustjóra,
Hvassaleiti 56.
( Sesselja Kristín Kristjónsdóttir,
Jón Rúnar Oddgeirsson, Ásta Karlsdóttir,
Bára Björg Oddgeirsdóttir, Gunnar G. Þorsteinsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu
SIGURLILJU ÞORGEIRSDÓTTUR,
Miðleiti 7.
Sigurjón Sigurðsson,
Guðleif Sigurjónsdóttir, Ólafur Óiafsson,
Sigurgeir Sigurjónsson, Helga J. Gísladóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför föður míns, tengdaföður og afa,
SIGMUNDAR GUÐMUNDSSONAR,
Hlíf,
ísafirði.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahúss ísafjarðar.
Guðlaugur Fr. Sigmundsson, Guðný Emilsdóttir
og barnabörn.
Umhverfisvænar
Vegna þess að Libero bleiur eru T laga
og þær einu með teygju að ahan og
réttu buxnalagi
(PiLptijfr Lleiur eru óbleiktar
og ofnæmisprófaðar
NÝTT
Þær fóst nú einnig í stærðinni Maxi Plus
10-20 kg. Góð sem næturbleia
bleiur passa best
Kaupsel hf.
Heildverslun, sími 27770.
Hagstœtt verð ó Storno tarsímim
Vegna mikillar sölu á síðasta ári náðum viö mjög
hagstæðum samningum við framleiðendur og getum
nú boðið Storno farsíma á hreint ótrulega lágu verði.
Storno bílasími kr. 79-580 stgr. með vsk.
Storno burðarsími kr. 84.280 stgr. með vsk.
Burðarsíma fylgir 4 Ah rafhlaða.
PÓSTUR OG SÍMI
Söludeildir í Ármúla 27, Kirkjustræti, Kringlunni
og á póst- og símstöðvum um land allt