Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 31
MORGtÍNBLAÐIÐ SUNNUDAGUk 12. APRfL' 1992 Si - Þá viltu meina að efnið geti verið listaverk? „Ég sækist ekki eftir að fá stimpilinn „listaverk“ á efnin mín en ég vil að fólk geri sér grein fyrir að góð hönnun stendur jafn- fætis list. Ég er hreykin af að vera listhönnuður og þegar ég stilli efnunum mínum upp á lifandi hátt á sýningum er það ekki til að þykj- ast vera annað en ég er. Mér finnst það bara vera sjálfsagt mál að nota alla þá möguleika sem ég ræð yfir til að stilla efnunum skemmti- lega upp þegar ég býð fólki að koma að sjá þau. Þau sem fara i framleiðslu fá nógan tíma seinna til að liggja í ströngum við hlið annarra efna í verslunum. En svo lifna þau aftur við þegar fólk er búið að sjá hvernig það vill nota þau í híbýlum sínum eða í fatn- aði. Það má kannski segja að á því stigi sem listrænn hönnuður sýnir verk sín, standi þau nær listaverki en iðn, þau eru einstök áður en ákveðið er að fjöldafram- leiða þau og hönnuðurinn vill sýna þau þannig að sköpunin og list- ræna vinnan sem liggur á bak við njóti sín. Annars er þessi skilgrein- ing á milli listanna afskaplega erfið. og viðkvæm. Hér á Islndi þykir oft ekki nógu gott að vera listiðnaðarmaður vegna þess að listiðnin er álitin skreytilist og þess vegna sett skör lægra. Kannski er það þess vegna sem allir vilja vera listamenn og svo er listin auðvitað seld hærra verði heldur en listiðn,“ segir Helga og glottir góðlátlega. - Hvað verður svo um enfnin þín? „Markmið textílhönnuða er að koma þeim í framleiðslu. Ég seldi mest af munstrum til framleiðslu meðan ég var enn í Finnlandi. Luhta keypti af mér fataefni og Finleysson innanhússtextíla svo dæmi sé nefnt. Annars veit hönn- uðurinn sjaldnast hvað verður um þau en það er vissulega ánægju- le^t þegar það gerist að maður rekst á efnin skín í notkun. - Hefur ekki verið erfitt fyrir þig að vinna við textíliðnina sjálfa síðan þú komst heim? „Það háir mér auðvitað að hér framleiða engar verksmiðjur tau- þrykk og markaðssetning erlendis er erfið og kosntaðarsöm. En ég var svo heppin að komast inn á vinnustofu með fjórum öðrum listakonum í Garðabænum stuttu eftir að ég kom heim. Það er mjög gott að geta verið með öðrum á vinnustofu, bæði vegna þess að kostnaðurinn við það er lægri og svo getur það verið mjög hvetj- andi. Við höfum farið tvisvár á alþjóðlega textílkaupstefnu í Frankfuit til að freista þess að koma okkur á framfæri. Það hefur borið svolítinn árangur, en þetta er þungur róður. Svo héldum við samsýningu á verkum okkar í Hafnarborg í september í fyrra, sem gekk mjög vel. Ég reyni að vinna mestmegnis í mínu fagi yfir veturinn. Ég kenni dálítið við text- íldeild MHI, en vegna stöðunnar í arkaðsmálum, hef ég undanfarið einbeitt mér að því að búa sjálf til það sem ég hanna. Fyrir stuttu síðan opnuðum við nokkrar listiðn- aðar- og listakonur galleri sem við köllum Sneglu. Þar er ég með þrykk í ýmiss konar nýtjavöru og hluti eins og kviksjár og tréleik- föng sem sýna að smiðurinn blund- ar alltaf í mér. „Ég starfa líka sem smíðakennari hjá öldruðum hluta úr degi.“ - Það er sem sé ekki hægt að lifa af textílhönnun á Islandi í dag? „I rauninni hefur aldrei reynt á það algjörlega hjá mér vegna þess hve margskipt ég hef verið, en kannski fer að reyna á það núna,“ segir Helga að lokum og brosir kankvís. Höfundur er listfræðingur og býr i Pnrís. Brids__________________ Umsjón Arnór Ragnarsson Bridsfélag Breiðholts Nú stendur yfir vortvímenningur hjá félaginu. Staðaneftirtvökvöld: stig Haraldur Þ. Gunnlaugss. - Rúnar Einarss. 499 Baldur Bjartmarss. - Guðnmndur Þórðars. 462 Gunnar B. Kjartanss. - Valdimar Sveinss. 460 María Ásmundsd. - Stcindór Ingimundars. 450 Agnar 0. Arason - Gunnar Þ. Guðmundss. 449 Eftirtalin pör hlutu hæstu skor sl. þriðjudag: Gunnar B. Kjartanss. - Valdimar Sveinss. 273 Baldur Bjartmarss. - Guðmundur Þórðars. 236 Guðjón Jónsson - Axel Lárusson 236 Keppninni lýkur næsta þriðjudag. Bridsdeikl Rangæinga Staða efstu para í vortvímenningn- um fyrir síðasta kvöldið: KarlNikulásson-LofturPétursson 604 Jón St. Ingólfsson - Sigurður ívarsson 546 Páll Vilhjálmsson — Kristinn 501 EinarPétursson-HelgiSkúlason 496 Bragi Halldórsson - Hreinn Halldórsson 496 Hæsta skor sl. miðvikudag: Karl Nikulásson — Loftur Pétursson 231 Jón St. Ingólfsson - Sigurður ívarsson 196 Einar Pétursson - Helgi Skúlason 188 Frá Skagfirðingum Frekar rólegt var síðasta þriðju- dagskvöld. Spilaður var eins kvölds tvímenningskeppni. Úrslit urðu: Lárus Hermannsson - Óskar Karlsson 201 Ármann J. Lárusson - Ólafur Lárusson 194 Páll B. Bergsson - SveinnÞorvaldsson 171 Sigrún Jónsdóttir - Ingólfur Lilliendahl 171 Ásthildur Sigurgíslad. - Lárus Amórsson 170 Og eftir þriðja kvöld af fjórum í páskastigakeppni er staða efstu spil- ara orðin þessi: Lárus Hermannsson 66 Ármann J. Lárusson 44 Ólafur Lárusson 38 Óskar Karlsson 26 Garðar Jónsson 26 Siguijón Úlfar Guðmundsson 26 Páskakeppni lýkur næsta þriðjudag, með eins kvölds tvímenningskeppni. Allt spilaáhugafólk velkomið. Þriðju- dag eftir páska verður einnig eins kvölds tvímenningskeppni. Spilað er í nýja húsnæðinu í Stakkahlíð (gamla KRON) og hefst spilamennska kl. 19.30. Bridsfélag Reykjavíkur Lokið er 11 umferðum af 35 í tví- menningnum og er staðan þessi: Björn Eysteinsson - Magnús Ólafsson 91 Jón S. Gunnlaugsson - Magnús Torfason 80 Guðmundur Hermannsson - Helgi Jóhannsson 61 Ari Konráðsson - Kjartan Ásmundsson 53 Símon Símonarson - Sverrir Kristinsson 46 Guðlaugur Jóhannsson - Örn Amþórsson 46 Magnús Eymundsson - Gísli Hafliðason 44 SigfúsÖrnÁmason-JónHjaltason 44 Elvar Guðmundsson - Sveinn Þorvaldsson 44 Hæsta skor sl. miðvikudag: Guðmundur Baldursson - Guðbjöm Þórðarson 94 Jón S. Gunnlaugsson - Magnús Torfason 68 Gylfi Baldursson - Sigurður B. Þorsteinsson 61 Guðmundur Hermannsson - Helgi Jóhannsson 42 Guðlaugur Jóhannsson - Ö_rn Arnþórsson 37 Ari Konráðsson - Kjartan Ásmundsson 37 Ekki verður spilað nk. miðvikudag en sem kunnugt er hefst úrslitakeppn- in í íslandsmótinu í sveitakeppni þann dag. Tilboð í sumarbrids Bridssambandsstjórn hefur ákveðið að leita tilboða í sumarbrids 1992. Miðað er við að spilað verði fjórum sinnum í viku, mánudagskvöld, þriðju- dagskvöld, fimmtudagskvöld og laug- ardaga, eftir hádegi. Stjórnin áskilur sér rétt til að taka því tiiboði sem henni líst best á eða hafna öllum. Allar nánari upplýsingr eru á skrif- stofu Bridssambands Islands í síma 91-689360. Bridsfélag' Breiðfirðinga Kjartan Ásmundsson og Gylfi Gísla- son sigruðu í 30 para Butler-tvímenn- ingi sem lokið er. Lokastaðan: Kjartan Ásmundson - Gylfi Gíslason 131 Albert Þorsteinsson - Óskar Þráinsson 125 Óli Björn Gunnarsson—Valdimar Elíasson 119 Sveinn Þorvaldsson - Kjartan Jóhannsson 113 Halldór Már Sverrisson - Jón Ingþórsson 109 Guðlaugur Sveinsson - Lárus Hermannsson 101 Júlíus Thorarensen - lngvi Guðjónsson 95 Guðmundur Kr. Sigurðsson - Þórir Leifsson 69 Hæsta skor síðasta spilakvöld: Albert Þorsteinsson—Óskar Þráinsson 70 Sveinn Þorvaldsson - Kjartan Jóhannsson 51 Lovísa Jóhannsdóttir - Kristín Karlsdóttir 46 Jón ViðarJónmundson - Aðalbjörn Benediktss. 39 HaukurHarðarson-VignirHauksson 35 Námskeið i Fiskvinnsluskólanum i Hafnarfirði Kynnt verða og kennd notkun eftirtalinna hugbúnaðarkerfa: Prófastur framlegðarútreikningar, Lundi framlegðaráætlanir, Muggur hópbónus, Torfi aflauppgjör fiskiskipa og Birgir birgða- og umbúðahald sjávarafurða Leiðbeinendur: Jón Heiðar Pálsson, deildarstióri hugbúnaðarsöludeildar 5 Hörður Jóhannsson, kerfisfræðingur | Bjarni Bergsson, kerfisfræðingur a. ; Námskeiðin verða haldin frá 27. april til 8. mai, S í Fiskvinnsluskólanum, Trönuhrauni 8, Hafnarfirði 3 og verða frá kl. 10 til kl. 17. £ Námskeiðsgjald er kr. 14.900. O 5 Þátttaka tilkynnist til hugbúnaðardeildar Tæknivals. ^Tæknival HUGBUNAÐARDEILD SKEIFAN /7 ® (91) 681665, FAX. (91) 680664 TORE skrífborð 160x60, kf. 14.980,- • TORE skápur, kr. 9.250,* TORE kommóða, kr. 12.650, • TORE 44 bókahilla, kr. 3.950,- • RYD stóll, kr. 5.900,- FRANK skrifborðsstóll, kr. 9.950,- • SMED fatastandur, kr. 3.600,- HÚSGÖGN UNGA FÓLKSINS ÍKEA býður mikið úrval af húsgögnum fyrir ungt fólk, þar sem útlit, notagildi s og gott verð haldast í hendur. - engu öðru líkt KRINGLUNNI7 • SÍMI91-686650

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.