Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. APRIL 1992 Fyrrum einvaldur Panama sekur fundinn um kókaínsmygl og íj árglæfrastarfsemi Umgjörð málsins og aðdragandi vekja eftir sem áður efasemdir Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. í Panama. Þeir segja einnig að Noriega hefði átt að vera undan- þeginn málsókn vegna þess að hann var þjóðhöfðingi. Sjálfur segist Noriega vera stríðsfangi og því sé ekki hægt að rétta yfir honum eins og ótíndum glæpamanni. Þá bannaði dómarinn verjendum að leggja frapi gögn um að Nori- ega hafi unnið með CIA og banda- ríska varnarmálaráðuneytinu þeg- ar sumir glæpanna voru framdir. Og að síðustu er atriði, sem vörnin hefur lagt áherslu á. Lögfræðingar Noriegas segja að stjórnvöld hafi brotið rétt skjólstæðings og verj- anda hans með því að hlera samtöl þeirra og láta í hendur saksóknara. Að síðustu hafa verjendurnir kvart- að undan því að innistæður Norieg- as á bönkum skuli hafa verið fryst- ar. Vegna þess hafí hann ekki get- að varið sig sem skyldi. Bandamaður og fjandi Fjórum dögum fyrir jól árið 1989 réðust Bandaríkjamenn inn í Pan- ama með 24 þúsund manna her. Rúmlega þrjú hundruð manns létu lífið. Meira en þúsund manns særð- ust. Mótstaða var lítil sem engin. Noriega leitaði hælis í sendiráði Páfagarðs og í fimmtán daga létu íbúar greipar sópa um verslanir. Þá gekk hann út í fullum herklæð- um og gaf sig Bandaríkjamönnum á hönd. Það var ekki lengra síðan en 1986 að Noriega hafði verið hátt metinn bandamaður Bandaríkja- hers, samstarfsmaður bandarísku fíkniefnalögreglunnar (DEA) á laun og veitt bandarísku leyniþjón- ustunni, CIA, upplýsingar. (Vörnin heldur því fram að Noriega hafi fengið 11 milljónir dollara frá hern- um og CIA, en bandarísk yfirvöld hafa gengist við því að hafa greitt honum 320 þúsund dollara). Hann Vetjendurnir sögðu að hann hefði verið „okkar bandamaður í barátt- unni gegn eiturlyfjum". Að sögn saksóknara var hann „spillt lögga“ í einkennisbún- ingi hershöfðingja og seldi sig Medellín-hringnum frá Kólumbíu gegn því að horfa fram hjá kókaíns- mygli um land sitt. Kviðdómurinn lét sannfærast af rökum saksókn- ara. Hvort tveggja má til sanns vegar færa um Manuel Antonio Noriega, fyrrum leiðtoga Panama. En það voru orð saksóknara sem vógu þyngra þegar kviðdómarar í Miami í Flórída kváðu upp úrskuð sinn á fimmtudag: sekur. Það hefur verið gagnrýnt að bandarísk dóm- svöld byggðu mál sitt á vitnisburði dæmdra glæpamanna og segja gagnrýnendur einnig að það bijóti í bága við alþjóðalög og sáttmála að hrífsa erlendan leiðtoga alþjóð- lega viðurkennds ríkis úr höfuðborg sinni með vopnavaldi til að draga hann fyrir dóm. Einnig er spurt hvað framtíðin beri í skauti sér ef Bandaríkjamenn ætla að teygja lögsögu sína um heim allan til að hafa hendur í hári glæpamanna. Eftir sjö mánaða réttarhöld var Noriega sekur fundinn um átta af tíu ákæruatriðum um eiturlyfjamis- ferli og fjárglæfrastarfsemi. Hann á yfir höfði sér allt að 120 ára fangelsisdóm, en verður sennilega dæmdur til að sitja inni í 20 til 40 ár. Noriega er 58 ára gamall og 20 ára dómur jafngildir því nánast ævifangelsi. Dómur verður kveðinn upp '8. júlí. George Bush Bandaríkjaforseti sagði á fimmtudag að sakfellingin markaði „stórsigur gegn eiturlyfja- kóngunum". Veijandi Noriegas, Frank Rubino, bað leiðtoga heims- ins að vara sig: „Ef þeir eru ekki reiðubúnir til að kijúpa einu sinni á dag og beina höfði í átt til Was- hington og lofsyngja Bush gætu þeir einnig lent í sömu stöðu og Noriega hershöfðingi.“ Óendurgoldin eftirvænting Réttarhöldin yfir Noriega stóðu í sjö mánuði. Aður en þau hófust Noriega verður áfram bak við lás ríkti nokkur eftirvænting og var búist við því að Noriega myndi reyna að koma saksóknurum í vandræði með því að hóta upp- Ijóstrunum um samstarf sitt við Bandaríkjamenn, sem stóð allt til ársins 1986, eða á sama tíma og glæpirnir, sem hann var sakaður um, voru framdir. Þessar upp- ljóstranir komu hins vegar aldrei fram og báru veijendur því við að bandarísk yfírvöld hefðu neitað að afhenda gögn, sem hefðu að sögn sýnt fram á að Noriega veitti Bandaríkjamönnum ómetanlega aðstoð. Alls kallaði saksóknari 46 vitni. Meðal þeirra voru fyrrum lífvörður Noriegas, sem sagðist hafa látið yfirmann sinn hafa mútufé frá eiturlyfjasmyglurum' og Carlos Iæhder Rivas, einn fyrrum for- sprakka Medellín-hringsins, sem bar því vitni að hafa greitt Noriega milljonir dollara fyrir að hafa bæki- stöðvar í Panama. Meðal vitnanna voru 20 dæmdir eiturlyfjasalar, sem höfðu gert samning við yfir- völd í þeirri von að dómar þeirra yrðu mildaðir gegn vitnisburði. Um tíma leit út fyrir að kviðdóm- urinn myndi ekki komast að niður- stöðu vegna þess að einn kviðdóm- aranna var á öndverðum meiði við hina. Ef svo hefði farið hefðu réttarhöldin sjálfkrafa orðið ómerk. En William Hoeveler dómari skip- aði kviðdóminum að reyna betur og 36 klukkustundum eftir að hann settist á rökstóla lá úrskurðurinn fyrir. Áfrýjun Verjendur Noriegas segjast ætla að áfrýja málinu. Þeir hafa ýmsar röksemdir til að byggja áfrýjun málsins á. Verjendurnir hafa frá upphafi haldið því fram að Noriega hafi verið handtekinn ólöglega í ólöglegri innrás Bandaríkjahers inn njósnaði um Fidel Castro, leiðtoga Kúbu, og aðstoðaði við skipulagn- ingu sóknar kontra-skæruliða á hendur sandinistum í Nicaragua. Árið 1986 hætti hann hins vegar að vera jafn samvinnuþýður og áður í stuðningi við kontrana. Á sama tíma var Iran-kontra- hneykslið að komast í hámæli og stjórn Rejigans vildi hafa sem hreinastaif skjöld. Því var klippt á naflastrenginn, sem tengdi Noriega viðWashington. Árið 1987 fór að syrta í álinn fyrir alvöru hjá hershöfðingjanum og meiðreiðarsveinum hans. Oeirðir brutust út í júní þegar herforingi undir stjórn Noriegas sakaði hann um þátt í pólitísku morði og kosn- ingasvikum og voru brotnar á bak aftur með hörku. í febrúar 1988 skáru kviðdómar í Flórída úr um að ákæra bæri Noriega fyrir aðild að samsæri um að smygla eiturlyfj- um til Bandaríkjanna og þiggja 4,6 milljarða dollara í mútur frá eitur- lyfjahringnum Medellín í Kólumbíu fyrir að horfa framhjá smygli um Panama. Síðar í sama mánuði reyndi for- seti Panama, Eric Arturo Delvalle, að svipta Noriega embætti yfir- manns panamíska varnarliðsins (PDF). Hluti þingsins fjarlægði Delvalle úr embætti sama kvöld og setti bandamann Noriegas, Solís Palma, í hans stað. Stjórn Ronalds Reagans Banda- ríkjaforseta veitti Delvalle friðhelgi og leit áfram á hann sem forseta. Stjórn Palma var sögð hafa komist til valda með ólögleguin hætti og því neitað um viðurkenningu. Hins vegar er rétt að geta þess að Del- valle varð einnig forseti fyrir at- beina Noriegas. Efnahagsþvinganir í kjölfarið sigldu efnahagsþving- anir. Fjármunir Panama í lög- sagnarumdæmi Bandaríkjamanna voru frystir, kippt á efnahagsað- stoð og greiðslur fyrir afnot af Panamaskurðinum lagðar inn á verðtryggðan reikning. Afleiðing- arnar létu ekki á sér standa, enda er Bandaríkjadollari gjaldmiðill Panama og þarlendir bankar vanir að geyma ijármagn sitt í banda- rískum bönkum. Það brast á fjár- magnsflótti, sem nam rúmlega 24 milljörðum dollara. Þjóðarfram- leiðsla féll um 17 prósent á einu ári og atvinnuleysi hækkaði upp í 25 prósent. Bandaríkjamenn héldu áfram að beita þrýstingi, en það var aðeins eitt annað ríki, sem neit- aði að viðurkenna stjórn Palmas, E1 Salvador. í maí 1989 voru haldn- ar forsetakosningar. Útsendarar Noriegas börðu á frambjóðendum stjórnarandstöðunnar og kjörnefnd gerði úrslitin ógild. Samtök Amer- íkuríkja (OAS) fordæmdu þessa atburði og skipuðu nefnd til að þrýsta á stjórnvöld í Panama að taka upp lýðræðisleg vinnubrögð. Lengra vildu samtökin ekki ganga. Noriega hélt áfram að ögra Bandaríkjamönnum og spennan milli ríkjanna jókst að sama skapi. 15. desember lýsti Noriega yfir því að stríðsástand ríkti milli Panarria og Bandaríkjanna og þingið gerði hannn að „æðsta leiðtoga" lýðveld- isins. Daginn eftir skutu hermenn úr Panamaher bandarískan her- mann til bana, særðu annan og misþyrmdu þeim þriðja við vegar- tálma og hótuðu eiginkonu eins þeirra nauðgun í yfirheyrslu. Eftir þetta átti sér stað atvik þar sem bandarískur hermaður særðu pa- namískan lögregluþjón skotsári. Innrás réttlætt Bush gaf fjórar ástæður fyrir innrásinni. Hann vildi gæta öryggis bandarískra ríkisborgara í Panama, aðstoða við að koma lýðræði á að nýju, standa vörð um sáttmálann um Panamaskurðinn og koma Nori- ega í hendur réttvísinni. Flestir alþjóðasáttmálar hafa skýr ákvæði um íhlutun eins ríkis í málefni annars. Stofnskrá Sam- taka Ameríkuríkja kveður á um að „ekkert ríki, eða hópur ríkja, hafi fyrir nokkrar sakir rétt til íhlutunar í hvorki innanríkis- né utanríkis- málum nokkurs annars ríkis, hvort sem það er með óbeinum eða bein- um hætti.“ í Ríó-sáttmálanum um öryggi á vesturhveli jarðar skuld- binda aðildarríki sig til að beita hvort annað ekki valdi. Stofnskrá Sameinuðu þjóðanna leggur blátt bann við hernaðaríhlutun og mælir fyrir um jafnræði fullvalda ríkja. (í alþjóðalögum telst ríki full- valda ef það getur tryggt landa- mæri sín, hefur fullt vald innan þeirra og stendur við alþjóðlegar skuldbindingar. Panama uppfyllti í þessi skilyrði. Áhyggjur Bush af Panamaskurðinum voru sennilega óþarfi því að tekjur Panamabúa af I honum eru meiri en svo að þeir geti leyft sér að loka honum. Hins vegar átti Panamabúi að taka við yfirumsjón skurðarins af Banda- ríkjamanni áramótin eftir innrás-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.