Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992 Nálgumst viðfangsefn- ið frá ýmsum hliðum í SJÓNVARPINU síðastliðið þriðjudagskvöld var farið af stað með nýjung í innlendri þáttagerð, en þetta eru svokallaðir „magas- ínþættir" eða „fjölinnihaldsþættir". Þættirnir eru sex talsins og fjalla allir um hár frá hinum ýmsu sjónarhornum, allt frá venju- legri umfjöllun upp í læknisfræðilega og listræna. „I fjölinnihalds- þáttum reynum við að kynna allt efnið á myndmáli og notum tónlist að einhverju leyti í stað þess að tala inn á þættina til út- skýringar," segir Hákon Már Oddsson, dagskrárgerðarmaður þáttanna. „Það er einnig sérstakt við þessa þætti, að þeir eru ekki persónugerðir, þ.e.a.s. það er engin ein persóna sem kemur alltaf fram í þáttunum og tengir þá saman.“ Hákon segir að ákveðin hefð hafi verið í þáttagerð hér á landi fram til þessa. Eitt viðfangsefni sé tekið fyrir í hveijum þíétti og því gerð ítarleg skil eða að rætt sé við einn eða tvo aðila, þótt auðvitað hafi verið á þessu undan- tekningar. „Myndformið' er hins vegar að breytast þannig að myndmálið er að verða hraðara. I þessu sambandi má til dæmis nefna rokkmyndbönd, þau eru klippt hratt og vaðið úr einu í annað, án nokkurrar skynsemi í raun. Þetta er algjör andstæða við til dæmis Fólkið í landinu." Hákon segir að að vissu leyti megi líkja fjölinnihaldsþáttum við þau tímarit sem eru á markaðn- um, því í þeim komi fram sérhæfð- ar upplýsingar í stuttu máli. „Þessir þættir hafa svipaðan til- gang, reynt er að nálgast efnið frá ýmsum hliðum; í léttari kant- inum, með fræðslu og frá fagur- fræðilegu sjónarhorni," segir hann. Félagar í Intercoiffure hafa unnid mikið starf Eitt og hálft ár er liðið síðan farið var að vinna að undirbúningi þáttanna og segir Hákon að félag- ar í samtökunum Intercoiffure hafi átt frumkvæðið. Hafi sýning þeirra í Borgarleikhúsinu í októ- ber sl. verið fyrsta skrefið í vinnslu þáttanna. Þar var hveijum aldurs- hópi gerð skil og sömu sögu er að segja í sjónvarpsþáttunum. I hverjum þætti er fulltrúi ákveðins aldurshóps tekinn fyrir og var fyrsti gesturinn Alfrún Ornólfs- dóttir 10 ára leikari. í næsta þætti kemur Laufey Bjarnadóttir og síðan Grétar Örvarsson, Val- gerður Matthíasdóttir, Bryndís Schram og Salóme Þorkelsdóttir. Kennslukona tekur gj örbreytingum Fylgst verður með kennslu- konu, Önnu Þóru Pálsdóttur, í öllum þáttunum, þar sem hún gjörbreytist í höndum meistar- anna. Hárgreiðslumeistararnir munu einnig fjalla um ímynd, tækni, efni, fræðslu og innlenda og erlenda strauma. Þá verður myndræn kynning á ýnússi tækni sem beitt er við litun, greiðslu, klippingu, þurrkun og permanent, og Rannveig Pálsdóttir læknir fjallar um hárið og algenga kvilla sem_ því tengjast. „í þáttunum verður einnig rætt við Alexandre de Paris, sem er einn virtasti hárgreiðslumeistari heims. Við fórum og heimsóttum hann til Parísar," segir Hákon. „Hann er alveg sérstakur „kar- akter“. Við fengum meðal annars að skoða einkasafn hans, en þar geymir hann lokka af ýmsu frægu fólki, sem hann hefur sinnt í gegn- um tíðina.“ - Kynntuð þið ykkur Parísar- tískuna í fatnaði? „Nei, ekki að öðru leyti en því, að við litum inn í tískuhús Hannae Hákon Már Oddsson dagskrár- gerðarmaður fékk sjónvarps- þjálfun sína m.a. á Italíu. Ný tegund þátta, „magasínþætt- ir“, hóf göngu sína síðastliðinn þriðjudag í Sjón- varpinu, en þeir fjalla um allt sem viðkemur hári Mori og heimsóttum Helgu Björnsson, sem er fatahönnuður hjá Luis Ferrault. Það er mjög athyglisvert, að úiún teiknar til dæmis fyrst hárið áður en hún hannar fötin.“ Nú setur Hákon upp skelfingarsvip og segir: „Hún gengur nú frá mér fyrir að segja þetta!“ Talið beinist að tísku og um- fjöllun um hana í íslenskum fjöl- miðlum. Hákon segir að slíkt umfjöllunarefni sé alltaf vinsælt Kennslukonan tekur iniklum breytingum í þáttunum. í hverjum þætti kemur gestur sem fulltrúi ákveðins aldurs- hóps. og bendir á að þegar hátískan sé kynnt sé fjallað um hana í frétta- tímum. „Hins vegar hefur Ríkis- sjónvarpið sinnt þessum þætti til- fallandi miðað við til dæmis að menning og listir hafa sinn fasta sess. Ég hef trú á því að tíska sé eitthvað sem alltaf er hægt að fjalla um. Það væri gaman að hafa fasta innlenda þætti, kannski á þriggja vikna fresti, þar sem komið væri inn á alla þætti tískunnar, því þótt keyptir séu erlendir þættir höfða þeir aldrei til íslenskra áhorfenda á sama hátt og innlend- ir. Það yrði ekki vandamál að fá fagfólk í hárgreiðslunni, því við eigum hárgreiðslufólk sem hefur staðið sig mjög vel og er þekkt á erlendri grund. Það fer utan oft á hveiju ári til að fylgjast með nýjustu straumum og til að keppa." Hákon segist hafa kynnst þessu fólki vel meðan á vinnslu þáttanna stóð og sérstaklega auðvelt hafi verið að vinna með því. Þetta væri sviðsvant fólk, skipulagt og litlar útskýringar hefði þurft fyrir hvert atriði. Vann við ítalska sjónvarpsstöð Hákon lærði kvikmyndaiðn við listaskóla í San Francisco og vann síðan við sjónvarpsstöðina Tele Monte Carlo á Ítalíu á fjórða ár. „Þar má kannski segja að ég hafi fengið sjónvarpsþjálfun mína, meðal annars öðlaðist ég reynslu við „magasínþætti“,“ segir hann. „Hér á landi erum við alltaf að keppa við erlenda þætti. Áhorf- andinn gerir kröfur um að inn- lendir þættir séu jafn vandaðir og þeir erlendu. Þarna er hins vegar mikill munur á fjármagni og veitt er 10 til 20 sinnum meira fé í erlendu þættina. Einnig er mikill munur á fjölda starfsmanna. Ég sá um vikulegan „magasínþátt" um viðskipti í ítalska sjónvarpinu og þrettán manns unnu eingöngu við þann þátt meðan ég sé einn um þennan þátt með tilfallandi aðstoð dagskrárgerðarfólks Sjón- varpsins og í samvinnu við hár- greiðslufólkið, sem hefur lagt fram mikla vinnu.“ Texti: Hildur Friðriksdóttir/ mynd: Júlíus Sig’irjónsson og Sjónvarpið. EINN AF BETRI FJALLABILUM LANDSINS ER TIL SÖLU ! LITIÐ BROT AF UTBUNAÐI Vélin er 351M V8 sem hefur ver- ið boruð út í 0,30, og ( hana sett- ur sveifarás úr 400 CID og er því í dag 6,6 lítra. í vélina var sett Ford Motorsport olíudæla, sér- smíðaður Crane rokkerarmar með keflalegum, portuð hedd og Ross sérsmíðaðir stimplar með þjöppu 10,9:1. Drifbúnaður: C-6 sjálfskipting frá TCI með extra lágum fyrstagír. Tveir millikassar, B&W 1456 og NP 203 milligír. ARB loftlæsing að framan og No-spin driflæsing að aftan, einnig er 9" afturhásing með sterkara húsi (N-Carrier). Fjaðarabúnaður er frá Rancho er lengir fjöðrun og sex Rancho RS7000 demparar, tveir spyrnu- demparar á afturhásingu. Einnig er 120AMP alternator, tveir 800AMP Optima rafgeymar - allskonar aukamælar - Mobira bílasími - Furno loran plotter - 40 rása CB talstöð - Pioneer út- varp m/geyslaspilara og aflmikill magnari - fjórir Flofit stólar - WarnXD9000 spil m/sérsmíðuð- um festingum úr áli - auka Ijós frá Warn - Dick Depek 44" dekk og Weld Racing 15x14 felgur og margt fleira. VERÐ 2,9 MILLJÓNIR FORD árgerð 1982 (1990) Keyrður 6000 km eftir breytingu ARATUGA REYNSLA IJEPPABREYTINGUM - VAGNHOFÐA 23 • SÍMI 685825 w rtVEITINCAHÓSID JAZZ ÁRMÚLA 7 (við hliðina á Hðícl íslandi) Opið fyrir matargesti allar helgar frá kl,18:00 - 23:30 SUNNUDAG: JAZZTONLEIKAR Martin van der Falk, Richard Corn, Andrea Gilfadóttir, Kjartan Valdiniarsson. leika frá kl.22-01. BORÐAPANTANIR ÍSÍMA: 68 16 61 VITASTÍG 3 T|n. SÍMI 623137 JHLj Sunnud. 12. april opið kl. 20-01. FRÍÐA SÁRSAUKI TONLEIKARNIR HEFJAST STUNDVÍSLEGA KL. 22.30 OG VERÐA HLJÓÐRITAÐIR MEÐ ÚT- GÁFUÍHUGA. PÚLSINN - þar sem tónleikar eru hljóðritaðir! 14. & 15. apríl: HIN FRABÆRA HOLLENSKA BLÚSROKKSVEIT „A GIRL CALLED JOHNNY" 16. apríl: 3 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ VINADÓRA - BEIN ÚTSENDING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.