Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992 var eru þessi vegalausu börn, spyrja margir? — Hvaðan koma þau? — Er ekki verið að gera of mikið úr þessu? Þetta getur ekki verið verulegt vandamál hér á Islandi! Eitthvað þessu líkt var hugsað, áður en ég fór að kafa ofan í þessi mál, áður en veruleikinn, kaldur og miskunnarlaus blasti við. Síst af öllu er verið að gera of mikið úr málinu. Ástandið hefur hríðversnað á síðustu 5 árum að sögn for- ystumanna í skóla-, félags- og geðverndarmálum. Vegalaus- um börnum fjölgar stöðugt. Þetta hrikalega vandamál mun vaxa okkur yfir höfuð, ef ekkert verður að gert, ef ís- lenskt samfélag stendur ekki saman um að bregðast við með öllum tiltækum ráðum. í dag. Ekki á morgun!“ — Hvenær er barn vegalaust, spyrja eflaust margir? Barn sem á ekki fjölskyldu er getur veitt trausta forsjá og góð uppeldisskilyrði — telst vegalaust. Það vefst fyrir mörgum að svara, hvað sé traust forsjá. Sagt hefur verið við mig, að þessi börn skorti ekki „heimili" heldur foreldra! Jurt sem skortir næringu og vökvun er í hættu með að veslast upp. Eins er það með börn sem fá enga andlega næringu, hvorki hlýju, umhyggju né öryggi. Svo að ekki sé talað um kynferðislega misnotkun sem er miklu algengari en margan grunar, — oft undirrótin á bak við djúpstæðar, sálrænar truflanir hjá börnum og unglingum! Félagslegir og geðrænir erfiðleikar hlaðast upp hjá þessum einstakling- um, þar til enginn vill hafa þá. Og þeir hrekjast á milli ýmissa aðila og stofnana í úrræðaleysi. Næstum vikulega eru fréttir um, að brotist hafi verið inn í fyrirtæki, að maður hafi verið stunginn með hníf, að ráðist hafi verið á fullorðna konu og stolið af henni, að ungu stúlkubarni hafi verið nauðgað. Eftir að hafa kynnt VEGALAUS b6rn mér þær aðstæður sem vegalaus börn alast upp við, undr- ast ég að ekki skuli vera meira um slík mál. Trúlega eru fleiri sem aldrei komast í fjölmiðla. Allt er þetta samtengt og á eftir að margfaldast á næstu árum, ef ekki verður komist fyrir rætur vandans. Við heimsækjum almennan grunnskóla í Reykjavík, að * auki fjölskyldusambýli og sérskóla ríkisins og ræðum við nemendur sem eru að vinna sig upp úr erfiðleikunum. | um skól Oddnýju Sv. Björgvins GENG hægt eftir skólalóð. Frímínútur. Og krakkar, laus úr viðjum skólastofunnar hrópa og kalla hvert upp í annað. Orða- stangl bersttil mín. Saklaus orð, en líka hrollvekjandi, siðlaus munnsöfnuður sem fær mig til að vefja fastar að mér káp- unni. Engin slagsmál í uppsiglingu. Enda skín nú sól yfir þennan vel klædda, myndarlega krakkahóp. — Allt með sama yfirbragði og verið hefur um árabil. — Eða hvað? Hvað ertu að gera hér?“ spyr lítil stelpa. Eg horfí í sak- laus, örlítið leitandi bamsaugu. Já, af hverju er ég hér? — Til að reyna að skynja rætur illgresisins sem vef- ur sig utan viðkvæmu græðlingana pkkar, — nýja, uppvaxandi kynslóð íslendinga eins og þig, litia stúlka! Spurningin er bara hvort tekst að hreinsa burt illgresið með því að velta því upp á yfirborðið? Þau olnboga sig áfram! „Helvítis skepnan þín,“ hreytir smápolli út úr sér. Ekkert sérstak- lega að dyraverði eða blaðamanni. Miklu frekar að hindrun, dyrum sem lokast á hann í bili. „Þessi erfiðu börn olnboga sig áfram með ótrúleg- um munnsöfnuði, ef maður stendur í vegi fyrir þeim. Jafnvei með hnúum og hnefum, ofsaköstin eru slík. Lífs- reynsla margra þeirra er líka alveg ótrúleg," segir annar viðmælandi minn. Innan dyra eru hlýir litir. Og lista- verk barnanna prýða víða veggi. Hiýlegt og notalegt umhverfi sem börn ættu að þrífast vel í. Og hæft skólafólk með áratuga starfsreynslu situr fyrir framan mig. En eitthvað liggur í loftinu. Undir yfirborðinu, sem fær þau til að vera vör um sig og líta með tortryggni á blaðamann. — Skyldu þau vera búin að sjá of mikið, til að geta sagt frá því? — Eða eru þau orðin langþreytt á að velta upp vandamálum sem hingað til hefur lítið verið hlustað. Eg er stödd í einum af grunnskólum Reykjavíkur, hjá þeim „Ara og Lóu.“ í bili er þeim mikill vandi á höndum. í fyrra reyndist ‘A hluti sex ára barna, sem var að heíja skólagöngu hér, e\ga í mjög miklum erfiðleikum. „Eg er búinn að kenna í yfir 20 ár,“ segir Ari, „en ég hef aldrei haft jafnmörg börn jafnilla stödd. Mörg börn sem eru að hefja skóla- göngu koma verr og verr undirbúin. Ymsir þroskaþættir miklu slakari en fyrir 5 árum. Mörg eru algjörlega óöguð. Fara ekki eftir settum regl- um. Ráðast á skólafélaga að tilefnis- lausu. Það hefur orðið geysileg breyting á örfáum árum. Nú eru 6 og 7 ára börnin erfiðust. Ferli vegalausra barna — Úr hvernig umhverfi koma þessi börn? „Þau geta komið úr umhverfi sem skortir umönnun og reglufestu. Foreldrar þeirra hafa jafnvel sjálfir átt erfið uppvaxtarár og hafa því litla fyrirmynd að upp- eldi barna sinna.“ í öðrum skóla var hvíslað að mér, að til séu íbúðir þar sem ekkert er innan dyra. Engar myndir á veggj- um. Lítið um húsgögn. Enginn mat- ur í ísskáp. Og móðir í fíkniefnavímu langt utan við umhverfið. Lítið barn grætur til hliðar. En hættir smám saman að gráta, af því ekki er hlust- að á það. Sjálfsbjargarviðieitni er flestu yfirsterkara hjá manninum. Og smám saman rís barnið upp, fer að berjast áfram með kjafti og klóm, eins og .... „Við gefum upplýsingar til Fé- lagsmálastofnunar," heldur Lóa áfram, „sem veit oft um aðstæður Övenju rólegar frímínútur! þessara barna, en skortir mannafla og úrræði tii að taka á málunum." Þessi börn vekja athygli á sér strax á leikskólum," segir Lóa. „Strax þá fara fóstrur að biðja um aðstoð, en fá litlar úrbætur. Og ef foreldrar standa ekki undir kröfum leikskóia, kemur fyrir að barnið sé tekið þaðan." „Eg hef mestar áhyggjur af þeim börnum," segir Ari, „þau missa svo mikið úr í þroska. Við skólagöngu, verða þau svo hluti af stórri heild. Erfitt er að sinna trufluðum einstakling í fjöl- mennum bekk!“ „Við reynum að fínna úrlausn, þegar börnin hefja skólagöngu, en úrræðin ná ekki upp í brýna þörf,“ segir Ari. I vetur hefur verið sex vikna bið til að fá viðtal hjá Barna- og unglingageðdeild. En eitt viðtal bjargar litlu! Ef ekkert frekar er aðhafst, týnist barnið í kerfinu þang- að til mál þess er orðið mjög alvar- legt!“ Geysileg vanlíðan og togstreita — Þið talið um ofsafengin börn. — Hafið þið slasast í átökum? „Regl- an hjá okkur,“ segir Ari, „er að fara ekki í átök við nemendur." — Hvern- ig skyldi vera hægt að komast hjá því, spyr ég sjálfa mig? Og Lóa viður- kennir að hún hafi marist, þegar mest hefur gengið á. En bæði segja þau, að umhyggja og blíða séu bestu vopnin. Að yngri börnin þyrsti i blíðu og atlot. „Þau stökkva jafnvel upp í fangið á manni þegar þau róast," segir Ari brosandi. Sjálfsagt er varla hægt að gera sér í hugarlund vanlíðan þessara barna. Þau ná ekki sambandi við skólafélaga. Kunna ekki að þróa með sér áhugamál eða tómstunda- iðju. „Komið hefur fyrir,“ segir Ari, „að krakkar geta ekki farið heim til sín. Ástandið á heiniilinu er þannig. Þá er þeim komið fyrir tímabilsbundið í vistun úti í bæ. Síðan hefst tog- streitan, flakkið á milli vistunar og heimilis. Það er geysilega tímafrekt mál, þegar sú spurning kemur upp, hvort eigi að fóstra barn arinarstað- ar,“ segir Ari. „Vanlíðan bamsins er mikil á því tímabili. Annaðhvort lokar það sig inni í skel eða verður mjög illskeytt. Og þetta ástand reyn- ir á okkur öll hér í skólanum, börn jafnt sem starfsfólk." „Tilfinningalegir erfiðleikar barns geta orðið það miklir, að ekkert úr- ræði er til innan skólans sem getur gagnast því,“ segir Lóa. „Skólinn vísar þá málinu til Sálfræðideildar skóla. Síðan er samvinna milli félagsmálastofnunar og Barna- og unglingageðdeildar um viðunandi úrlausn fyrir barnið. En því miður, vegna fárra úrræða, þarf barnið oft að bíða lengi.“ Unglingar Síðan kemur að unglingastiginu. Báðir viðmælendur mínir segja, að unglingar sem búi við óöryggi og misnotkun vímuefna i foreldrahús- um á yngri árum, hætti til að fara sjálfir að nota vímuefni á bilinu 12-13 ára. Og sjálfsmynd stúlkna sem hafi verið misnotaðar kynferð- islega sé oft slæm. „Unglingsstúlkur sem missa sjálfsvirðingu sína, eru mjög illa staddar," segir Lóa. „Þær sækja oft í unglingahóp sem hefur svipaðan bakgrunn og líður tímabundið vel, því að þar eru þær ekki „öðruvísi! Hættan er sú, að vímuefnaneysla og fylgifiskar hennar fari úr bönd- um. Og þær sökkvi dýpra og dýpra í neyslu. Hætti að læra heima. Mæti illa í skóla og fari að sýna aðra andfélagslega hegðan. Það má sannarlega vara foreldra við helg- arsamkvæmum barna og unglinga. Þar á sér stundum stað mikil neysla og mikið rugl,“ segir Lóa. „Maður er líka hræddur um að sumir þessir krakkar séu að þróast í að verða afbrotamenn í tengslum við vímu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.