Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992
Fjölskyldan var í veiðiferð á Mekong.
Við komuna á flugvöllinn tekur Sia-
hnouk mildur og ungur á móti gest-
um.
PHNOM PENH
ERVÖKNUÐTIL
BROTHÆTTS FRIÐAR
„Guð minn, ég afber þetta ekki.
Þetta er svo skelfilegt." Svo var
hnippt í mig. „Við verðum að eiga
mynd héðan, viltu láta hauskúpurnar
sjást vel líka.“ Frú Brúnalda Ítalíufrú
og Jim Kanadamaður með þúsund
dollara gullkeðjuna um bumbuna
stilltu sér upp. Eg tók mynd af þeim
við minnisvarðann úti á Blóðvöilum
Kambódíu þar sem mörg hundruð
þúsund manns var útrýmt á stjórn-
arárum Pol Pots og Rauðu kmeranna
1975-1979. Þau sögðust bæði vera
í þann veginn að bresta í grát við
að horfa á allar þessar hauskúpur.
Þau höfðu meiri innlifunarhæfni en
ég, eða skammturinn var hreinlega
of stór. Umfang þessara hrottaverka
er svo voðalegt að það er óhugsandi
ég gæti melt það þessa stund.
Kannski þau hafi séð manneskj-
urnar sem voru í hauskúpunum en
mér tókst það ekki. Kúpurnar göptu
á móti mér, holar augnatóftirnar eins
og gjótur inn í dimmt gapandi tóm-
ið, og munnurinn eins og flenntur í
glotti. Þeim var raðað snyrtilega í
hillurnar fyrir innan glerið, líklega
mörg hundruð eða þúsund. Ég ein-
beitti mér að einni, reyndi að ímynda
mér hold strekkja sig yfir nektina,
sjá fyrir mér búlduleitar kinnar og
stór augu. í huganum reyndi ég að
setja á hana hár en það gekk ekki
heldur. Á mig horfði ekki andlit
neins. Hauskúpur eru
svo óþægilega óvirðu-
legar, allt að því af-
káralegar. Þær runnu
einhvern veginn sam-
an í einn óraunveru-
leika sem snerti mig
ekki. Ekkj fyrr en ég
reyndi að horfa á smá-
runnu. Og þar sem bæði ég og 3M
fundum aðeins „tísjört" á markaðn-
um sem kostuðu 20 dollara tók hann
málið í sínar hendur og útvegaði
nokkur stykki af mikilli hjálpfýsi og
fyrir sama verð. Þá höfðum við farið
til Siem Riep og stóðumst ekki
freistinguna þegar við sáum áletrun-
ina „I came face to face with Ang-
kor Wat“.
stúlkuna sem rölti
með mér um Blóðvellina. Eyrun skor-
in af, brúnt glansandi hár og augu
dauð og úr stungin, augu sem nú
voru glöð þó hún búi hér í grennd
við hauskúpurnar. Ég held að þá
haft ég fundið til, ekki með því að
horfa á pússaðar og vel lakkaðar
hauskúpur.
Texh og myndir: Jóhanna Kristjónsdóttir
„NÚ ER HÉR frelsi og friður og það ríkir mikill fögnuður hjá okkur
öllum. Allir hafa málfrelsi og athafnafrelsi og við erum að taka upp
markaðsbúskap og komum efnahagnum þar með í lag mjög fljót-
lega. Við erum lýðræðisríki og ætlum að hafa kosningar á næsta
ári. Við vonum að þið finnið að allir fagna ykkur enda þurfum við að
fá fleiri útlendinga til að þeir sannfærist um að' nú er öldin önnur
og betri hér í Kambódíu."
Við vorum á leiðinni
frá flugvellinum í
Phnom Penh og
Kim leiðsögumað-
ur flutti smáræðu-
stúf á leiðinni til
Hotel Cambo-
diana. Það er Qogurra stjömu hótel
og annað tveggja glæsihótela í Indó-
kína-löndunum, hitt er Saigon Float-
ing Hotel í Víetnam. Hótel Cambo-
diana stendur á bökkum Mekong og
útsýnið er dýrðlegt, herbergin rán-
dýr, stór og hrein, ekki meira af
húsgögnum en nauðsynlegt er. Þar
er frábær kínverskur veitingastaður
og bar og diskótek á neðstu hæðinni.
Þarna gista þessir fáu ferða-
mannahópar sem koma til Kambódíu,
kaupsýslumenn frá Japan og Singa-
pore og menn úr friðarsveitum Sam-
einuðu þjóðanna. Það er rekið af sin-
gaporískum eigendum og er varla
komið í fullan gang en verður til
mikillar fyrirmyndar ef tekst að hefja
uppbyggingu í landinu fyrir alvöru.
Kim leiðsögumaður var frá Phnom
Penh Tourist og tók á móti mér og
frönskum hjónum sem komum frá
Bangkok og 17 manna hópi sem var
að koma eftir að hafa verið dags-
stund í Laos. Eina ráðið til að fá
með sæmilega greiðlegu móti leyfi
til að koma til Kambódíu nú er að
vera í hópi. Þau sem komu frá Laos
voru á 8 daga yfirreið um löndin
þrjú og héldu síðan til Víetnam 3
dögum seinna. Þá hafði mér tekist
að fá leyfið mitt framlengt um 2
daga. En dýr mundi Kambódía öll.
Fyrir þessa fimm daga í landinu, að
sönnu með vist á Hótel Cambodiana,
fullu fæði og ferð til Siem Riep og
ferðum til Angkor Wat og Tom og
gistingu þar, borgaði ég 90 þúsund
krónur. Diethelm-ferðaskrifstofan í
Bangkok, sem hefur komið sér nokk-
uð vel fyrir í Indókína-löndunum,
setti mér þá kosti að ég greiddi sömu
upphæð og jjópurinn borgaði fyrir
alla þriggja landa ferðina.
Ég ákvað að láta það gott heita
og ferðafélagamir, sem allir voru
Evrópumenn nema Thailendingurinn
Wat sem var leiðsögumaður líka og
fylgdi hópnum allan tímann, var Jjör-
ugur og samhentur hópur. Þar á
meðal voru þrír írar sem allir hétu
Mike og í þeirra félagsskap undi ég
mér rétt dægilega. Einn þeirra rekur
krá í Dublin og sagði að íslenski inn-
rásarherinn vendi komur sínar til sín
og væru íslendingar hans skemmti-
legustu og eyðslusömustu viðskipta-
vinir.
Kim leiðsögumaður var fríður
maður útlits, hann sagði stund-
um brandara og hann talaði skfnandi
góða ensku. Sjálfsbjargaiwiðleitni
hans var í góðu lagi. Hann bætti
ýmsum liðum inn á dagskrána, báts-
ferð um Mekong þar sem við sigldum
framhjá bústöðum Cham-fólksins,
aukaferð á markaðinn og sitthvað
fleira og það fór ekkert á milli mála
í hvaða vasa þeir aukapeningar
Skammt frá minnisvarðanum eru
gryfjurnar sem líkum þúsunda
var kastað í, sums staðar í þeim eru
að vaxa upp blóm og runnar. Lífið
verður ekki stöðvað hvað sem iíður
helför og viðbjóðslegum atburðum
hér.
Áður en við fórum út á vellina
skoðuðum við Pyndingarsafnið í
Phnom Penh. Rauðu kmerarnir tóku
barnaskóla í borginni og breyttu
honum í fangelsi og pyndingarstöð
og nú héfur verið gert þar safn. I
klefunum eru myndir af fórnarlömb-
unum og pyndingartæki setn voru
notuð til að bijóta bein fanganna,
skera af þeim líffæri eða stinga úr
þeim augun. Rauðu kmerarnir höfðu
kannski gengið í smiðju til sögu nas-
ista því þeir héldu mjög ítarlega skrá
Frímínútur í skólanum.
Phnom Penh er vöknuð.