Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. APRIL 1992 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Ráðhús Reykjavíkur * Aþriðjudag verður hið nýja ráðhús Reykjavíkur við Tjörnina opnað með mikilli við- höfn. Þar með er lokið — ekki fjögurra ára byggingarsögu — heldur margra áratuga deilum meðal borgarbúa um það hvort byggja skyldi ráðhús við Tjörn- ina. Margir hafa haft áhuga á að byggja ráðhús við Tjörnina en margir hafa líka verið því andvígir. Lengi var talið að það væri of mikil áhætta fyrir borg- arstjómarmeirihlutann í Reykjavík að byggja ráðhús á þessum stað. Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri, tók af skarið og fékk ákvörðun sína og meirihluta borgarstjórnar staðfesta með glæsilegum sigri í borgarstjórnarkosningunum 1990. Engu að síður era skoðanir skiptar um hið nýja ráðhús. Þótt deilan um það hvort ráðhús skyldi byggja við Tjörnina hafi verið til lykta leidd eiga enn eftir að vera deildar meiningar um það hvort hið nýja ráðhús sé fallegt og hvort það njóti sín við núverandi aðstæður. Þetta er myndarleg. bygging, sem þó mun ekki njóta sín til fulls fyrr en fjarlægð hafa verið sum af þeim húsum sem standa í ná- grenni ráðhússins og þrengja um of að því. Ekki skal dregið í efa að hart verður deilt um það hvort réttlætanlegt sé að rífa önnur hús til þess að ráð- húsið njóti sín. Hvað sem því líður lfeið tutt- ugasta öldin ekki svo, að höfuð- borgin eignaðist ekki ráðhús. Þetta hús hefur hins vegar kost- að mikla Ijármuni og þeir koma úr vösum borgarbúa allra, ekki bara sumra. Þess vegna hefði farið betur á því að ráðhúsið yrði opnað með þeirri viðhöfn að bjóða borgarbúum öllum að skoða það í stað þess að opna það formlega með tveimur veizl- um fyrir útvalda. Með sama hætti og ekki er farið í mannamun þegar útsvör eru innheimt, til þess m.a. að standa undir byggingarkostnaði ráðhússins, er ástæðulaust að velja úr lítinn hóp borgarbúa til þess að taka þátt í hinni form- legu opnun. Um þetta sjónarmið Morgunblaðsins verða vafalaust skiptar skoðanir ekki síður en um ráðhúsbygginguna sjálfa! Við getum þess vegna haldið áfram að rífast um ráðhúsið en þrátt fyrir það er full ástæða 'til að óska Reykvíkingum til hamingju með þessa myndar- legu byggingu, sem áreiðanlega á eftir að verða mikill miðpunkt- ur í borgarlífinu. Ferðin til Rio Við lifum á tímum kreppu, versnandi lífskjara og vax- andi atvinnuleysis. Þessum breyttu aðstæðum þjóðarinnar hefur fylgt annar tíðarandi. Fólk ypptir ekki lengur öxlum yfir sóun á almannafé. Þvert á móti gætir vaxandi reiði hjá almenningi vegna léttúðar í meðferð ráðamanna þjóðarinnar á íjármunum skattborgara. Það er ekki fremur ástæða til að senda á annan tug stjórn- málamanna og embættismanna á umhverfisráðstefnu í Rio en að bjóða á annað þúsund útvöld- um gestum til veizlu vegna opn- unar ráðhúss Reykjavíkur. Það verður ekkert betur séð um hagsmuni íslands á þessari ráð- stefnu með Ijölmennri sendi- nefnd en fámennri. Það er fár- ánlegt að þriðjungur ríkisstjórn- ar Islands sæki ráðstefnu af þessu tagi. Með sama hætti og ríkis- stjórn og Alþingi gera kröfur til þjóðarinnar um að hún þrengi að. sér vegna erfiðra aðstæðna á þjóðin þá kröfu á hendur stjórnmálamönnum og embætt- ismönnum að þeir fylgi því í framkvæmd sem þeir krefjast af öðrum. Forsætisráðherra á auðvitað að stöðva þessa vit- leysu. OG ENN • rifja ég upp svofellda hugleiðingu frá því í janúar 1961: Það er ekki hægt að taka skugga af lífi. Rússneskir kommún- istar eiga eftir að sannprófa þá hættulegu staðreynd. Þeir gátu hundelt Pasternak í lifanda lífi, þeir gátu svívirt verk hans, kallað hann svín og föðurlandssvikara. Allt þetta og miklu meira gátu þeir gert í skjóli 5 milljóna manna hers, sem virðist gegna því hlutverki einu að hindra fólk í að segja skoðun sína, verja hana af eindrægni og bera höfuðið hátt. Gegn slíku ofur- efli heldur enginn einstaklingur velli, jafnvel þótt hann eigi skáld- legt flug Pasternaks, hugrekki hans og óbilandi trú á ósigur harðstjórn- ar. En tíminn líður og valdahlutföllin breytast. Það hefur komið mörgum einræðisstjórnum í koll að trúa blint á herskara sína og gera ekki ráð fyrir öðru en eilífri þögn andstæð- ingsihs að honum dauðum. „Engu mótlæti tók hann með karlmennsku - nema dauðanum," segir Livius um Cicero. Þessi gamía stjórnmálakempa og heimspekingur hefur líklega haft hugboð um að þá fyrst gæti hann orðið höfuðand- stæðingi sínum, Antoníusi, eins skeinuhættur og efni stóðu til. Sagan hefur aldrei þreytzt á að sýna okkur að í dauðanum er mað- urinn oft sterkastur. Þar getur hann verið hættulegastur, einsog Cicero. Þá byrjar stríðið við skuggann sem aldrei er hægt að festa hönd á og koma öðru sinni fyrir kattarnef, hvorki með her manns né öflugustu vetnissprengjum. Ætli það hafí ekki verið vitundin um þetta sem réð bjartsýni Píusar páfa á sínum tíma, þegar hann átti í höggi við Stalín, en neitaði að viðurkenna styrk Rauða hersins og skírskotaði af full- kominni fyrirlitningu til sinna himn- esku hersveita. Skuggi Pasternaks verður ekki handsamaður. Honum verður ekki varpað hlekkjuðum í Lúbjankafang- eisið, hann verður ekki sendur aust- ur til Síberíu, það er ekki einu sinni hægt að taka hann af lífi. Hann vinnur starf sitt í kyrrþey og fer um allt Rússland, líklega miklu víðar en nokkurn sporhund stjóm- arinnar grunar, hann sezt að á heimilum fólks, hann talar við það af einlægni, hann huggar þá sem eiga í erfiðleikum, opnar augu ann- arra; hann er mesta póesía sem þessi öld þekkir: „En um miðnætti slær þögn á fólk og fénað þegar orðrómpr vorsins berst þeim: jafnskjótt og veður skipast í lofti má leggja dauðann að velli með undri upprisunnar.“ Skuggi Pasternaks, skuggi allra þeirra sem hafa lagt líf sitt í sölurn- ar fyrir hugsjón frelsisins, allra þeirra sem hafa ekki fengið af sér að afklæðast manndómi sínum með því að gera samning við einræðið, skuggi þeirra allra er “undur upp- risunnar“. Fá skáld hafa minnzt jafnoft á upprisuna og Pasternak. Hann trúði á hana og hann var hvergi smeykur. Hann vissi aðvísu að einræðið getur staðið lengur en góðu hófi gegnir, en þegar það hefur verið lagt að velli á það ekki fremur upprisu von en drekar í gömlum ævintýrum. SARTRE LENTI í SLAG- •togi með kommúnistum; hann varð samfylgdarmaður, með- reiðarsveinn eða nytsamur sakleys- ingi einsog margir aðrir rithöfundar og hugsjónaheitir menntamenn á þeim árum, bæði hér og erlendis. Marquez hinn suðurameríski er til- aðmynda enn að bera blak af Kastró: „Það eru ekki bara evr- ópsku lýðræðisríkin sem eru lýð- ræðisleg," segir hann í samtali við Aftenposten 10. marz sl. „Það eru til önnur lýðræðisleg stjórnarform sem geta verið réttlætanleg" - og átti þá við einræðið á Kúbu!! En hann er ekki verri rithöfundur vegna pólitískrar blindu. Ekki Sar- tre heldur þótt daður hans við kommúnista beri nú vott um ótrú- lega skammsýni og raunar með ólíkindum svo merkur hugsuður og boðberi mannlegrar reisnar og frelsis hafí fórnað hugsjónum sínum á háskalegum tímum fyrir ævin- týramennsku. Afstaðan markast af aðstæðum, segja vafalaust ein- hverjir. En aðstæður í kaldastríðinu voru lýðræðisríkjum í vil, en ekki stalínistum. Sartre afneitaði jafnvel Gúlaginu einsog fram kemur í sam- talsbók Simone De Beauvoir við hann, Kveðja til Sartres. En þar viðurkennir hann undir ævilokin að afstaða hans hafí verið mistök. Þú munt hafa verið samfylgdarmaður eða fellow traveller á máli Shakespeares en compagnon de route á tungu þín sjálfs og það var jafnvel einhver upgjöf í uppgjöf þinni til háifs. Það er víst lítill munur á compagnon de route og rauðköflóttum tóbaksvasaklút. M. (meira næsta sunnudag.) HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 11. apríl FYRIR skömmu TIL- kynntu Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, og Eið- ur Guðnason, umhverfis- ráðherra, að námaleyfí Kísiliðjunnar við Mývatn hefði verið endurnýjað til eins árs með sömu tak- mörkunum og verið hafa. Jafnframt skýrðu ráðherrarnir frá því, að gerð hefði verið sérstök rannsóknaráætlun fram til ársins 1995. Samkvæmt henni eiga niður- stöður úr rannsóknum á setflutningum að fást fyrir árslok 1992 en niðurstöður úr rannsóknum á áhrifum, setflutninga á líf- ríkið eiga að liggja fyrir um áramót 1994/1995. í hnotskurn snýst þetta mál um það, hvort starfsemi Kísiliðjunnar við Mývatn verður haldið áfram eða hvort verksmiðjunni verður lokað. Hér er um að ræða eina stærstu ákvörð- un í umhverfismálum, sem við íslendingar stöndum frammi fyrir. í grein, sem birtist um þetta mál í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins 1. marz sl. var Mývatnssvæðinu lýst á eftirfarandi hátt: „Frá náttúruvernd- arsjónarmiðum er Mývatnssvæðið einstakt á heimsmælikvarða. Vatnið er grunnt stöðuvatn, sem stendur undir stærri fugla- stofnum en finnast nokkurs staðar í norð- lægum löndum. Hvergi í Evrópu er meiri fjöldi anda eða fleiri tegundir, þ.á m. teg- undir sem hvergi er að finna annars stað- ar, eins og húsönd. Þá hefur silungsveiði í vatninu verið míkil í gegnum tíðina og Laxá, frá virkjuninni við Brúar að Mý- vatni, er mesta urriðaá landsins. Lífríki vatnsins breytist hins vegar frá ári til árs með mikilli veiði og fuglalífið í blóma sum ár en lægðum í dýralífinu önnur ár.“ í grein þessari segir blaðamaður Morg- unblaðsins ennfremur: „Undanfarin ár hefur veiði verið minni á svæðinu en nokk- urn tíma á þessari öld. Svipað er að segja um andastofna, sem verið hafa í meiri lægð nú en á undanförnum sjötíu árum. Meðalársafli fyrstu 72 ár þessarar aldar var um 32.000 silungar. A þessum 72 árum fór ársafli þrisvar sinnum niður fyr- ir 15.000, minnst í 13.000 silunga. Frá árinu 1972 hefur meðalafli hins vegar stór- lega minnkað og hefur íjórtán sinnum verið minni en 15.000 fiskar, minnst 3.000 silungar, sem er einsdæmi." Hver er skýringin á þessum breytingum í Mývatni? Um það sagði í fyrrnefndri umfjöllun Morgunblaðsins: „Sérfræðinga- nefnd um Mývatnsrannsóknir, sem skipuð var til að meta áhrif Kísiliðjunnar á lífríki vatnsins og skilaði skýrslu í súmar, nefndi umhverfisbreytingar á svæðinu, sem lík- legustu skýringarþætti. Þar á meðal þyngri veiðisókn, efnabreytingar og hitabreyting- ar tengdar umbrotum við Kröflu 1975- 1989, aukna áburðarnotkun í landbúnaði og tvöföldun íbúa á svæðinu, landris í norðurhluta vatnsins og veðurfar, sem verið hefði kaldara frá 1965 heldur en næstu fjörutíu árin á undan. Þá var námu- vinnsla Kísiliðjunnar úr botnleðju Mývatns talin einn af hugsanlegum skýringarþátt- um.“ Hingað kom bandarískur sérfræðingur á vegum hóps bænda við Mývatn og lýsti m.a. eftirfarandi skoðunum: „Þau áhrif kísilvinnslunnar í Ytriflóa sem eru verst eru truflanir, sem verða á setflutningum, sem eru næringargrundvöllur lífvera í fæðuvef vatnafugla ög fiska í vatninu og útfalli þess. Dælingin dýpkar vatnið og rýrir búsvæði vatnafugla. Aukin köfnunar- efnisákoma, sem er beint eða óbeint tengd kísilgúrvinnslunni, veldur hættu á breyt- ingum á tegundasamsetningu þess vatna- gróðurs, sem er ríkjandi frumframleiðend- ur vatnsins. Þessar rannsóknarniðurstöður gefa til kynna, að það væri óraunhæft fyrir stjórn- völd að leyfa dælingu í Syðriflóa vegna þeirrar ábyrgðar, sem þau bera á verndun svæðisins samkvæmt alþjóðasáttmála, Ramsar sáttmálanum, auk sérstakrar lög- gjafar frá áttunda áratugnum, þar sem kveðið er á um verndun lífríkis Mývatns og Laxár. Dælingu í Ytriflóa ætti að hætta í áföngum eins fljótt og auðið er og fylgja áætlun um vísindálegt eftirlit. Hugsanlegt er að bæta orðinn skaða að einhveiju leyti með því að jafna svæðið, sem dælt hefur verið af.“ Sérfræðinganefnd, sem skipuð var á árinu 1986 og skilaði áliti í júlí 1991, gekk hins vegar ekki svona langt en sagði: „Heildarniðurstöður þessara rannsókna eru þær, að starfsemi Kísiliðjunnar hefur breytt lífsskilyrðum í Ytriflóa með dýpkun á þriðjungi hans og breytingu á botn- gróðri og samfélagi botndýra. Fæðuöflun- arskilyrði vatnafugla á dældum svæðum hafa versnað. Sömuleiðis hefur orðið til- flutningur á seti innan Ytriflóa og tekið hefur fyrir útflutning á seti til Syðriflóa. Hins vegar hefur ekki tekizt að tengja þetta við þekktar stofnbreytingar á fugli og fiski. Ahrif setflutninga innan Ytriflóa og afleiðing þess, að Ytriflói flytur ekki út set eins og áður var gæti skipt máli. Það er verkefni frekari rannsókna, sem ekki hefur gefízt ráðrúm til eftir að þær staðreyndir komu í ljós.“ Að þeim rannsóknum verður nú unnið frekar samkvæmt þeim ákvörðunum, sem tilkynntar voru fyrir skömmu. í SAMTALI VIÐ Á að loka Kísiliðjunni? Morgunblaðið 1. marz sl. sagði Ró- bert B. Agnarsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar: „Eina staðreyndin sem ligg- ur fyrir, er að Mývatn mun í framtíðinni fyllast af kísilgúr. Aðrar kísilgúrverksmiðj- ur í heiminum taka einmitt hráefni sitt úr uppþornuðum stöðuvötnum. Allir skilja, að fiskar lifa ekki á þurru landi og endur kjósa gjarnan að vera í vatni. Það má því til sanns vegar færa, að við séum miklu frekar að bjarga vatninu en að eyðileggja það ... Náttúruverndarráð virðist skilgreina náttúruvernd á þann hátt að láta eigi nátt- úruna í friði. Við teljum hins vegar, að það sé náttúruvernd, þegar auðlindir, sem landið hefur upp á að bjóða, eru nýttar skynsamlega án þess að ganga svo nærri náttúrunni að hún bíði verulegan skaða af.“ Jón Árni Sigfússon, sem búið hefur við Ytriflóa Mývatns í 62 ár, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins sama dag: „Ég tel því engan vafa leika á því, að Kísiliðjan sé að gera vatninu gott og er sannfærður um, að ef Kísiliðjan væri ekki í Mývatnssveit, væri það nú brýnt mál hjá náttúruverndarsamtökum, hvernig bjarga ætti Mývatni frá því að fyllast af kísilgúr." Þorgrímur Starri Björgvinsson, bóndi í Garði í Mývatnssveit, er annarrar skoðun- ar í viðtali við Morgunblaðið 1. marz sl. Hann sagði m.a.: „Það mun ekki þurfa okkur bændurna við Laxá og Mývatn til þess að Kísiliðjunni verði lokað. Það verð- ur hreinlega ekki liðið Iengi, að verksmiðj- an raski því lífríki, sem á alþjóða vísu er talið svo dýrmætt, að ekki megi hrófla við því.“ Og Þorgrímur Starri sagði ennfremur: „Við erum ekki að fjandskapast við það fólk, sem býr hér og auðvitað kemur ekki til greina, að því verði hent út og það missi bæði atvinnu og eignir. En að leggja verksmiðjuna niður á fímm árum og skapa um leið atvinnu fyrir það fólk, sem nú byggir afkomuna á kísilgúrnáminu er eina leiðin til að leysa þetta mál með skynsemi og í friðsemd.“ Arnþór Garðarsson, formaður Náttúru- verndarráðs, sagði í viðtali við Morgun- blaðið sama dag: „Mývatn er afar óvenju- legt vatn og það liggja ekki fyrir neinar verkfræðilegar skoðanir á því, hvernig hægt sé að koma í veg fyrir þau umhverf- isáhrif, sem Kísiliðjan veldur. Rekstri hennar fylgir áhætta og á meðan ekki hafa verið fundnar leiðir til að draga mark- tækt úr henni er eina lausn málsins sú að loka verksmiðjunni." Um breytingarnar í vatninu, sem áður voru nefndar, sagði Arnþór Garðarsson: „Frá 1970 hafa menn hamrað á því, að breytingarnar séu eðlilegar og alltaf er verið að bíða eftir, að þetta lagist aftur. Frá Mývatni. Morgunblaðið/Svemr Langtímameðaltalið er hins vegar niður á við og það er ljóst, að lægðirnar í dag eru mun dýpri en fyrr á öldinni og hæðirnar ekki eins háar.“ EINS OG SJÁ MÁ Hvn A á q r| af l)ví> sem hér hef’ nvao a ao ur verið rakið eru gera? skoðanir mjög skiptar. Sérfræð- inganefndin frá 1986 telur, að ekki hafi tekizt að sýna fram á tengsl á milli breyt- inga í vatninu vegna starfsemi Kísiliðjunn- ar og stofnbreytinga á fugli og fiski, þótt hún segi hins vegar, að fæðuöflunarskil- yrði vatnafugla á dældum svæðum hafi versnað. Einmitt af þessum ástæðum var ákveðið að efna til frekari rannsókna. Bandaríski sérfræðingurinn, sem vitnað var til, er hins vegar afdráttarlausari í mati sínu á þeim niðurstöðum, sem liggja fyrir og bætir því við, að það hafi verið þjóðarslys að heimila kísilgúrnám á árinu 1967 án þess að umhverfisáhrif þess væru metin. Skoðanir þeirra, sem búa og starfa við vatnið eru bersýnilega mjög skiptar, eins og fram kom hér áðan. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps, sem ályktaði um málið í októbermánuði sl., lagði mikla áherzlu á þá skoðun sérfræð- inganefndarinnar, að ekki hefði tekizt með rannsóknum að sýna fram á tengsl á milli sveiflna í dýrastofnum vatnsins og starf- semi Kísiliðjunnar. Sveitarstjórnin lagði jafnframt mikla áherzlu á félagslegar af- leiðingar þess að loka Kísiliðjunni og sagði: „Af 520 íbúum Skútustaðahrepps byggja 150 til 200 þeirra afkomu sína á starfsemi fyrirtækisins. Þetta er um þriðj- ungur af íbúuni sveitarfélagsins. Um 40% af skatttekjum sveitarsjóðs eru frá starf- semi og starfsfólki verksmiðjunnar. Ekki er séð hvað getur komið í staðinn og ekki eru önnur störf í boði í sveitarfélaginu handa þeim, sem missa vinnuna. Fólk verð- ur hrakið frá eignum sínum verðlitlum eða verðlausum ... Kísiliðjan hf. nýtir stað- bundnar auðlindir, sem eru kísilgúrnáma og jarðgufa. Þjóðhagslegt tap við lokun fyrirtækisins næmi 0,5% af heildarútflutn- ingi íslendinga auk margfeldisáhrifa, sem felast einkum í kaupum á þjónustu. Stjórn- völd komast ekki hjá að meta hagræn og félagsleg áhrif þess að loka Kísiliðjunni, um leið og áhrif starfseminnar á náttúru- far eru metin.“ Það er auðvitað alveg rétt, sem Arnþór Garðarsson sagði í samtali við Morgun- blaðið 1. marz sl., þegar hann vísaði til þess tíma fyrir aldarfjórðungi, þegar Kísil- iðjan tók til starfa, að „á þessum tíma gerðu menn ekki ráð fyrir neinum um- hverfisáhrifum og því var farið af stað með rekstur verksmiðjunnar á þessum við- kvæma stað án tillits til þeirra. Það má í raun segja, að þetta hafi verið hluti af vanþróun okkar og frá þessum tíma hafa menn barið höfðinu við stein“. Að sjálfsögðu verður að huga að hags- munum þeirra, sem byggðu fjárfestingar sínar á ákvörðunum stjórnvalda fyrir ald- arfjórðungi í góðri trú um framhaldið og byggja lífsafkomu sína á rekstri verksmiðj- unnar. En spyija má, hvort það sé ekki ofmælt, að eignir við Mývatn verði verð- lausar eða verðlitlar, ef Kísiliðjan hættir störfum. Ef vel tekst til um verndun Mý- vatnssvæðisins er ekki óhugsandi, að hús- eignir þar verði jafnvel verðmætari en ella. Og jafnframt er ástæða til að íhuga, hvort ekki er hægt að koma á fót stóraukinni þjónustu við ferðamenn, með lífvænlegri afkomumöguleikum en Kísiliðjan býður upp á. Það er ekki endilega svartnætti framundan, þótt verksmiðjan loki. Þegar horft er um öxl er ljóst, að deilurn- ar um stækkun Laxárvirkjunar fyrr á árum voru einhver fyrstu meiriháttar pólitísku átökin hér um umhverfisvernd. Forystu- menn þingeyskra bænda á þeim árum á borð við Hermóð Guðniundsson, bónda í Árnesi, era í ljósi sögunnar einhverjir fram- sýnustu frumkvöðlar og hugsjónamenn um umhverfisvernd á þessari öld. Nú eru breyttir tímar. Þjóðir heims gera sér glögga grein fyrir þeim hagsmunum og verðmætum, sem eru í húfi að takast megi að vernda náttúruna og umhverfí okkar. Það er ekki lengur talið sjálfsagt, að meintir fjárhagslegir hagsmunir sitji í fyrirrúmi. Og hvernig ber að meta fjár- hagslega hagsmuni? Hveijir eru fjárhags- legir hagsmunir íslenzku þjóðarinnar af því að varðveita það náttúruundur, sem Mývatnssvæðið er? Er ekki hægt að líta svo á, að þeir séu margfalt meiri en þeir, sem tengjast áframhaldandi starfrækslu Kísiliðjunnar? Við höfum miklar og vax- andi tekjur af heimsóknum erlendra ferða- manna hingað. Þeir koma ekki til íslands ef við eyðileggjum fegurstu svæði landsins. Nýlokið er kosningum í Bretlandi. íhaldsmenn, sem unnu þar glæstan sigur, hafa rætt það í sínum röðum síðustu ár, hvort hægt væri að verðleggja umhverfíð með einhveijum hætti. Hvað myndu Bandaríkjamenn bíða mikið fjárhagslegt tjón af því að eyðileggja útsýni við Grand Canyon, t.d. með því að leggja þar há- spennulínur fram og aftur?! Við höfum einhvern tíma, en ekki mik- inn, til þess að taka ákvörðun um verndun Mývatns og framtíð Kísiliðjunnar. í um- ræðum um ástand þorskstofnsins og skipt- ar skoðanir um mat fiskifræðinga á stöðu hans, hefur Morgunblaðið látið í ljósi þá skoðun, að það væri einfaldlega of mikil áhætta fyrir þjóðina að taka ekki mark á niðurstöðum fiskifræðinga. Þeir sem telja, að fiskifræðingar séu á rangri braut gætu ekki risið undir því, ef ráðleggingum þeirra væri fylgt og af því leiddi auðn á Islandi. Með sama hætti má spyija: Getum við tekið áhættuna af því að hlusta ekki á sjónarmið þeirra sérfræðinga, sem telja, að námuvinnslan í Mývatni sé á góðri leið með að eyðileggja lífríki vatnsins? Hvort skiptir meira máli þegar horft er til fram- tíðar íslenzku þjóðarinnar á næstu öld, að varðveita Mývatn og náttúru þess um alla framtíð eða Kísiliðjuna einhver ár? „Með sama hætti má spyrja: Getum við tekið áhætt- una af því að hlusta ekki á sjón- armið þeirra sér- fræðinga, sem telja, að námu- vinnslan í Mývatni sé á góðri leið með að eyðileggja lífríki vatnsins? Hvort skiptir meira máli þegar horft er til fram- tíðar íslenzku þjóðarinnar á næstu öld, að varðveita Mývatn og náttúru þess um alla framtíð eða Kísiliðjuna einhver ár?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.