Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIINIIMINGAR SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992 Spítalahneyksli vestra: Sjúkum er nánast rænt af götunum Embættismenn í Texas í Banda- ríkjunum hafa að undanförnu verið að fletta ofan af víðtækum svikum á stórum spítala þar í rík- inu og bendir margt til, að aðeins sé um að ræða einn anga af gífur- legri spiliingu í öllu bandaríska heilsugæslukerfinu. Rannsóknin hófst á geðsjúk- dómadeild National Medical Enterprises Incorporated, NME, en það er annað stærsta spítalafyrir- tæki í Bandaríkjunum og eingöngu rekið á viðskiptalegum grundvelli. Hefur oft verið fjallað um árangur læknanna og stjórnenda spítalans en ekki í læknatímaritum, heldur í fjármálatímaritum, og nýlega kom það fram í Wall Street Journal, að „ævintýralegur vöxtur“ hefði verið hjá fyrirtækinu. . Nú er hins vegar hafin opinber rannsókn á starfsemi NME og raun- ar á þremur „gróðafyrirtækjum" eða spítalakeðjum að auki. Afleið- ingin er meðal annars su hjá NME, að sjúklingunum hefur fækkað og hlutabréfm lækkað í verði. Við því hefur verið reynt að bregðast með einhverjum umbótum og jafnvel með því að skipta um nafn á sjúkra- húsunum en stjórnendurnir neita aiveg alvarlegustu ásökununum. Þær eru i stuttu máli, að skilorðs- eftirlitsmönnum, lögreglumönnum og kennurum svo einhvijir séu nefndir hafi verið borgað jafnvel 70.000 ÍSK. fyrir að koma með sjúkling á geðsjúkdómadeild spital- ans. Þar er honum síðan haldið nauðugum en hrikalegir reikningar búnir til fyrir læknisþjónustu, sem oft hefur alls ekki verið veitt. Þetta hneyksli kemur upp á sama tíma og kreppa ríkir í bandaríska heilbrigðiskerfinu. Milljónir manna eru án nokkurra sjúkratrygginga og aðrir verða gjaldþrota við að reyna að borga læknareikningana. Það er heldur engin tilviljun, að þetta mál kemur upp_ í sambandi við geðlækningarnar. í þeirri grein var lengi vel mikil „veisla" eftir að Ronald Reagan, fyrrum forseti, heimilaði ríkisspítölunum að sleppa ijöldanum öllum af fólki, sem var þó sannanlega veikt, en-í kjölfarið ruku einkasjúkrahúsin upp eins og gorkúlur. Þau urðu hins vegar fljót- lega allt of mörg og samkeppnín milli þeirra er því mikil. Það hefur svo aftur leitt til þess, að reynt er með ýmsum og stundum vafasöm- um ráðum að „manna“ sjúkrarúm- in. Hjá NME komst hneykslið í há- mæli þegar geðlæknirinn Duard Bok var rekinn i ágúst sl. fyrir að mæta illa í vinnuna. Hann svaraði fyrir sig með því að höfða mál á hendur sjúkrahúsinu og lét þess um leið getið, að hann hefði verið þving- aður til að breyta sjúkdómsgrein- ingum til að framlengja dvöl sjúkl- inga og þar með greiðslunum. í framhaldi af þessu hefur ríkissak- sóknarinn í Texas höfðað mál á hendur sjúkrahúsinu. Sagt er, að jafnvel skólabörn hafi verið „sjanghæjuð“ með þess- um hætti á sjúkrahús eftir ábend- ingum kennara og ríkissaksóknar- inn í Texas og starfsmenn hans eru að kanna þær ásakanir. Við nýlega rannsókn kbm í ljós, að á geðsjúkra- húsunum fjölgaði innlögnum ungs fólks á aldrinum 10-19 ára um 43% á siðasta áratug og segja þeir, sem að rannsókninni stóðu, að 75% inn- lagnanna hafi verið óþörf. -CHRISTOPHER REED Blómastofa Friöfinm Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öllkvöld tilkl.22,- Gjafavörur. Áskriftarsíminn er 83033 Minning: Guðrún Halldórs- dóttir - Akureyri Fædd 14. ágúst 1903 Dáin 29. mars 1992 Mig langar til þess að skrifa fáein orð um hana Gunnu mína nú þegar hún hefur ^firgefið þennan heim og er komin á annað og æðra tilveru- stig. Nú veit ég að henni líður vel. Gunna var búin að eiga við mikla vanheilsu að stríða og síðustu árin. dvaldi hún á Seli, þar sem vel var annast um hana. Gunna var sérlega glaðlynd og góð manneskja. Oft var hlegið dátt að ótrúlegustu hlutum. Eg tel mikið lán að hafa fengið að njóta þess að hafa hana inni á heimilinu hjá okkur í sex sumur. Fyrir þann tíma erum við öll þakklát. Hún var fædd á Akureyri og átti alla tíð heima á Oddeyrinni, lengst af á Strandgötu 15, í húsi foreldra sinna. Það hús er nú horfið sjónum okkar. Hún var elsta barn foreldra t Faðir minn og tengdafaðir, GUÐNI VIGFÚSSOIM, Hátúni 10, Reykjavík, sinna, hjónanna Rósfríðar Guð- mundsdóttur, er lést 1969, og Hall- dórs Halldórssonar, söðlasmiðs, er lést 1964. Hann rak verkstæði sitt í kjallara hússins. Systkini Gunnu eru: Ingibjörg, fædd 29. október 1906, búsett á Akureyri, gift Magnúsi Bjarnasyni fyrrum skipaeftirlits- manni, þeirra börn eru Guðrún bú- sett í Reykjavík, gift Jóni Svein- björnssyni, guðfræðiprófessor, Hall- friður, þúsett á Akureyri, gift Arnari Daníelssyni, rafvirkjameistara, Ás- laug, búsett á Akureyri, gift Ragn- ari Haraldssyni húsverði Landsbank- ans á Akureyri. Þær systur Áslaug og Hallfríður starfa báðar hjá Raf- veitu Akureyrar. Bjarni, húsasmíða- meistari, búsettur í Reykjavík, sam- býliskona hans er Guðrún Gunnars- dóttir. Einn bróður átti Gunna, Stefán, fæddur 14. september 1913, lést 1978, vélstjóri, bjó um tíma á Hjalt- Minning: eyri. Eftirlifandi kona hans er Krist- ín Eggertsdóttir. Þau eiga tvö fóstur- börn, Guðlaugu Ástu, gift Ramon Waqeza, búsett í Bandaríkjunum, og Kjartan sem staddur er í Póllandi um þessar mundir. Lára er yngst þeirra systkina, fædd 6. júlí 1917. Hún var gift Kára Sigurjónssyni, prentara, sem lést 1970. Dætur þeirra eru Elín Ásta fóstra, búsett í Reykjavík, gift Lúter Kristjánssyni, húsasmíðameistara, Rósfríður, deildarstjóri á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, gift Magn- úsi Friðrikssyni, bókbandsmeistara. Hún Gunna kom til okkar að Brúnalaug í Öngulsstaðahreppi, fyrst vorið 1953 og vann í gróðurhúsunum hjá föður mínum. Einnig var hún móður minni mikil hjálp innanhúss í hennar lasleika. Gunna hafði sér- stakt yndi af öllum gróðri og ekki síður þeim gróðri sem vex úti í nátt- úrunni. Hún þekkti kynstrin öll af jurtum með nöfnum, og á gönguferð- um um nágrennið miðlaði hún okkur systkinunum af þeirri þekkingu. Eitt- hvað situr eftir af henni vona ég. Einnig var hún vel að sér um fugla. Gunna fékk það hlutverk að kenna okkur systkinunum að lesa. Þá tók hún okkur inn í sitt herbergi til þess að stauta. Stundum var erfitt að hætta lestrinum ef sögumar voru spennandi. En það var alltaf notalegt lést á Landspítalanum 10. apríl. Hann verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn 14. apríl kl. 15.00. Helga Guðnadóttir, Hilmar Antonsson. Jóhann K.S. Alberts- Bróðir okkar og frændi, MAGNÚS ÓLAFSSON, Æsufelli 6, er látinn. Hallveig Ólafsdóttir, Bergþóra Ólafsdóttir, Úlfhildur Úlfarsdóttir, Soffra Vilhjálmsdóttir. son, Höfn íHomafirði Fæddur 21. ágúst 1904 Dáinn 2. apríl 1992 í gær, laugardaginn 11. apríl, fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju útför Jóhanns Albertssonar, fyrrverandi hafnsögumanns, fósturföður okkar systra. Að okkur setti sáran söknuð er okkur var sagt að pabbi væri lát- inn. Við getum ekki lýst þeim sökn- uði sem við hans nánustu fundum fyrir. Það er stórt tóm sem hann skilur eftir í sálum okkar sem þekkt- um hann. Jóhann var hafnsögumaður á Hornafirði um áratugaskeið. Hann dvaldi síðustu vikur lífs sína á Skjól- garði, dvalarheimili aldraðra á Höfn. Þar fékk hann þá bestu aðhlynningu sem völ var á og starfsfólk og lækn- ar gátu veitt. Hann hafði skýra hugs- un til síðustu stundar er hann lést eftir langvinn veikindi. Við sem eftir lifum söknum hans en vitum þó að hann hefði viljað sjá okkur brosa og samfagna sér að mega nú loks ganga inn í dýrð Drottins. Við vonum að honum líði vel þar sem hann er og hugsum með þakklæti til hans fyrir IVKarim<ara,ii.<5 j an Legsteinagerð Höfðatúni 12, Sími 91-629955 að koma inn til Gunnu. Marga sög- una las hún fyrir okkur, söng og spilaði á gítarinn sinn. Hún kunni mikið af skemmtilegum söngvum. Hún heklaði og pijónaði dúkkuföt fyrir okkur systurnar. Sérstaklega er minnistæður dúkkustrákur sem hún pijónaði fyrir systur mína en hann hlaut nafnið Hemmi í höfuðið á dreng sem Elsa vinkona henna Gunnu á og var Hemmi mikið uppáhald. Hún Gunna giftist aldrei og eignaðist ekki börn, en ég veit að við erum mörg sem höfum notið góðs af kynnum okkar af henni. Henni þótti afskaplega vænt um fjölskylduna sína og marg- ar sögur sagði hún okkur af systkina- börnum sínum. Gunna spilaði bæði á orgeí og gít- ar, og hún kenndi mörgum að spila á gítar. Einnig var hún töluvert við verslunarstörf þar á meðal i verslun seni Ingibjörg systir hennar rak. Við garðyrkjustörf vann hún m.a. hjá Soffíu Sófaniasdóttur frænku sinni sem var sú fyrsta með plöntu- sölu á Akureyri. Þar hefur hún ef til vill fengið áhugann fyrir gróðrin- um. Hafi hún hjartans þakkir frá okkur öllum. Okkar bestu kveðjur til aðstand- enda Gunnu. Sigurbjörg Gísladóttir og fjöiskylda alla þá umönnun og elsku sem hann sýndi okkur alla tið. Hann var okkur sem faðir og betri föður en hann hefðum við aldrei getað fengið. Við kveðjum fósturföður okkar. Veri hann sæll og blessaður. Guð veri með honum. Fyrir hönd eiginmanna og barna okkar, Jóna og Elín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.