Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992 Verkfall mjólkur- fræðinga; Líkur á að mjólk skortí strax í dag Mikið muh vanta í vikunni eftir páska MJÓLKURFRÆÐINGAR boðuðu í gær þrjú eins dags verkföll í næstu og þarnæstu viku og í kjöl- farið hættu vinnuveitendur við að koma á sáttafund sem boðaður hafði verið síðar um daginn hjá ríkissáttasemjara. Þessi verkföll og stífari túlkun mjólkurfræðinga á yfirvinnubanni sínu sem staðið hefur frá því á föstudag hefur það í för með sér að í dag verður ekki hægt að dreifa aliri þeirri mjólk sem þörf er á. Alvarlegur mjólkurskortur verður þó ekki fyrr en í vikunni eftir páska. Verkfall mjólkurfræðinga er boð- að hjá Mjólkursamsölunni í Reykja- vík og Mjólkursamlagi KEA á Akur- eyri. Fyrsta verkfallið er boðað mið- vikudaginn 22. apríl, síðasta vetrar- dag, annað verkfallið föstudaginn 24. apríl og það þriðja mánudaginn 27. apríl. Annar fundur í kjaradeil- unni hefur ekki verið boðaður. Pétur Sigurðsson, tæknilegur framkvæmdastjóri Mjólkursamsöl- unnar, segir að mjólkurfræðingar hafi undanfarna daga notað þá möguleika sem þeir hafi til að herða að yfirvinnubanni sínu. Þeir neiti til dæmis skiptivöktum í útkalli um helgar og hafi það í för með sér að vinnudagurinn verði ódijúgur, hálfur dagurinn fari í að koma vinnslunni af stað og stöðva hana. Að sögn Péturs mun að öllum lík- indum vanta eitthvað af mjólk og rjóma í verslanir í dag. Lokað verður í Mjólkursamsölunni á morgun, skír- dag, en unnið á föstudag og laugar- dag og það ætti að duga til að pakka vörum fyrir páskahelgina. Hins veg- ar má búast við að vöntun verði á þriðjudag, ef ekki verður hægt að kalla út mjólkurfræðinga á annan í páskum, og á miðvikudag, fyrsta verkfallsdagi'nn, verður ekkert til af þeim vörum sem pakkað er hjá Sam- sölunni, það er mjólk, léttmjólk, undanrennu, súrmólk og ákveðnum pakkningum af ijóma. Býst Pétur við að þá viku verði ekki hægt að dreifa nema 50-60% af þeim mjólk- urvörum sem markaðurinn þarfnast. Morgunblaðið/Þorkell 18 fegurðardrottningar Fegurðardrottning íslands 1992 verður krýnd á Hótel íslandi 22. apríl nk., síðasta vetrardag. í ár taka 18 stúlkur þátt í keppninni og koma þær alls staðar af landinu. Þær hafa að undanförnu verið í ströngum æfingum fyrir keppnina og þær munu verða við æfíngar yfír páskana. Stúlkurnar 18 eru: Elínrós Líndal, fegurðardrottning Suðurnesja, Erla Dögg Ingjaldsdóttir, Sejtjarnarnesi, Fjóla Hermannsdóttir, Reykjavík, Hanna Val- dís Garðarsdóttir, fegurðardrottning Suðurlands, Heiðrún Anna Bjömsdóttir, Seltjamarnesi, Helga Rún Guðmundsdóttir, Vesturíandi, Hrefna Björk Gylfadóttir, fegurðardrottning Vesturlands, Hrönn Róbertsdóttir, fegurðardrottning Vestmannaeyja, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir, Garðabæ, Linda Karen Kettler, Reykjavík, Lovísa Ruth Olafsdóttir, Suðumesjum, Malen Dögg Þorsteinsdóttir, fegurðardrottning Austurlands, María Rún Hafliðadóttir, ljósmyndafyrirsæta Reykjavíkur, Margrét Knútsdóttir, Suðurnesjum, Pálína Halldórsdóttir, fegurðardrottning Norðurlands, Ragnheiður Erla Hjaltadóttir, Reykjavík, Ragnhildur Sif Reynisdóttir, fegurðardrottning Reykjavíkur, Þórunn Láfusdóttir, Mosfellsbæ. Sjömannanefnd um hagræðingn í mjólkurframleiðslu: Rætt uiii 5% framleiðsluskerð- ingu og 3% lækkun til bænda NEFND, sem undanfarna mánuði hefur leitað leiða til hagræðingar í mjólkurframleiðslu og mjólkur- vinnslu, mun að öllum líkindum skila tillögum til landbúnaðarráð- herra fljótlega eftir páska. Tillög- ur sem lagðar verða fyrir fund nefndarinnar í dag gera ráð fyrir að mjólkurframleiðslan verði dregin saman um 4,5-5% án bóta Skíðagarpar í vandræðum á Erni; Fóru upp með flugvél en treystu sér ekki niður ísafirði. TVEIR bandarískir skíðagarpar sem hugðust skíða fram af fjallinu Erni yfir ísafjarðarflugvelli, lögðu ekki í að skíða niður snarbratta fjallshlíðina, eftir að lítil skíðaflugvél hafði flutt þá upp á fjallið. Isfirðingur sem fór með þeim upp Iét sig hafa það og er þar með orðinn þriðji maðurinn sem skíðað hefur þarna niður. Bandaríkjamennirnir, sem eru gott, glaða sólskin og stillilogn var frá tímaritinu Skiing í New York, ákveðið að halda á fjallið Erni upp eru þrautreyndir skíðamenn, sem hafa skíðað mikið í Klettafjöllun- um. Þeir komu hingað til að skoða aðstæður til skíðaiðkana við að- stæður þar sem fáir eða engir hafa skíðað áður. Þeir byijuðu á mánu- dag með því að fara tvær ferðir af Eyrarfjallsbrúnum niður í gegn um skíðasvæðið á Seljalandsdal, sfðan létu þeir Örn Ingólfsson flug- mann fljúga með sig í tveggja sæta heimasmíðaðri vél sinni upp á Þverfjali yfír Breiðadalsheiði. Þaðan renndu þeir sér niður undir sjó í Önundarfirði. í gærmorgun flaug Örn með þá upp á Kubban, fjall fyrir botni Skutulsfjarðar. Það- an renndu þeir sér af kollinum nið- ur í Engidal. Eftir matinn fóru þeir svo út til Bolungarvíkur og renndu sér af brúnunum yfir Seljadal niður að Ósvatni, sem nú er allt á ís. En þar sem veðrið var af ísafjarðarflugvelli og skíða þar niður. Fyrr um morguninn höfðu þeir hitt Jón Theódórsson Nord- quist, en hann kom með morgun- vélinni að sunnan til að taka þátt í skíðavikunni. Eins og oft er með brottflutta fsfírðinga þegar þeir koma heim á Skíðaviku var tölu- verður fíðringur í Jóni. Hann hafði farið beint úr Fokkernum upp í smáflugvél og kastaði sér svo út í fallhlíf yfir flugvellinum. Þegar hann heyrði um áætianir Banda- ríkjamannanna óskaði hann eftir að fá að vera með er farið yrði á Eminn. Þeir voru því þrír sem Örn selflutti upp á fjallið. Síðan tók hann fréttaritara Morgunblaðsins sem ætlaði að mynda niðurförina. Þegar til kom lögðu Bandaríkja- mennirnir ekki í snarbratta hlíðina, jafnvel þótt Jón renndi sér af stað og stoppaði tvívegis í bröttustu brekkunni til að láta vita að þetta væri ekki svo afleitt. Þegar flugvél- in kom síðan til baka með Morgun- blaðsmanninn kom í ljós alvarleg bilun í vélinni, svo ekki var hægt að sækja mennina upp aftur. Öm flugmaður fékk þá lánaða eins manns heimasmíðaða vél sem var þarna á vellinum og flaug upp og reyndi að leiðbeina mönnunum yfír á austurhlíð fjallsins, þar sem lítill bratti er niður í Arnardal. Síð- an sendi hann vélsleðamenn af stað upp Arnardalinn til móts við þá. En skíðamennirnir voru ekki alveg á því að gefast upp og gengu inn fjallsbrúnina inn undir Fossahlíð í Engidal. Þar fundu þeir leið sem þeir töldu færa og voru komnir til byggða um líkt leyti og vélsleða- mennirnir komu á fjallið hinum megin frá. Bandaríkjamennirnir eru mjög ánægðir með dvölina hér vestra, en í dag hyggjast þeir fara um á vélsleðum áður en þeir halda til Akureyrar til að skoða skíðasvæðin þar. Úlfar úr ríkissjóði eins og um var að ræða varðandi sauðfjárframleiðsl- una. Þá lækki verð til framleið- enda um 3% og sömuleiðis taki mjólkurvinnslan á sig 3% lækkun á vinnslu- og heildsölukostnaði. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa þessar tillögur sem nú liggja fyrir mætt mikilli andstöðu fulltrúa mjólkurframleiðenda, sem telja að með þeim sé allt of skammt gengið í því að koma á hagræðingu innan mjólkuriðnaðarins. Tillögurnar eru unnar af fulltrúum Stéttarsam- bandsins, Vinnuveitendasambands- ins, Alþýðusambandsins og Vinnu- málasambands samvinnufélaganna innan sjömannanefndar, en auk þeirra eiga sæti í nefndinni fulltrúi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og fulltrúi landbúnaðarráðuneytisins. Fulltrúar í sjömannanefnd hafa samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins að fullu gefíst upp við að reyna að ná samkomulagi um nýtt skipulag fyrir mjólkuriðnaðinn, sem hefði í för með sér þá hagræðingu sem nauðsyn þykir að koma á, en ýmsar leiðir í því sambandi voru skoðaðar á vegum nefndarinnar fyrr í vetur. Telja mjólkurframleiðendur að þær kröfur sem gerðar séu til þeirra í fyrirliggj- andi tillögum séu mjög óvægnar, og að allt of litlar kröfur gerðar til mjólkuriðnaðarins. Hafa framleið- endur bent á að mjög mikil hagræð- ing hafi átt sér stað hjá þeim síðast- liðin 10 ár, þeim hafí fækkað um 700 og búin stækkað að meðaltali um rúmlega 20 þúsund lítra, en þrátt fyrir það sé kúabúskapur rekinn með tapi samkvæmt opinberum úttektum. Þá vísa þeir til þess að á þessu tíma- bili hafi verð til framleiðenda lækkað um 12%, en heildsölu- og dreifingar- kostnaður hins vegar hækkað um 12% og nánast öll mjólkursamlögin verið gerð upp með miklum hagn- aði. Finnst mjólkurframleiðendum því óeðlilegt að sömu kröfur um hag- ræðingu séu nú gerðar til þeirra og mjólkuriðnaðarins og á fundi búvöru- samninganefndar í fyrradag mót- mælti fulltrúi framleiðenda tillögun- um harkalega og lýsti ábyrgð á hend- ur fulltrúum Stéttarsambandsins ef þær næðu fram að ganga með þess- um hætti. Sá samdráttur sem gert er ráð fyrir í tillögunum þýðir væntanlega að þeir framleiðendur sem ætli sér að halda áfram búskap reyni að kaupa sér fullvirðisrétt í staðinn, og þá muni verð á hveijum lítra fara mjög hækkandi en það er nú 70-80 krónur. Talið er fyrirsjáanlegt að margir kúabændur muni bregða bú- skap. Landsbank- inn tekur við ÍSNO LANDSBANKI íslands hefur yfirtekið rekstur fiskeldisfyr- irtækisins ISNO hf. Bankinn hefur því fengið afhentan all- an eldisfisk fyrirtækisins upp í veðkröfur vegna afurðalána. Gengið var frá samningi við bankann á laugardag og gildir hann til 1. júlí, með möguleika á framlengingu. Landsbankinn hefur fengið alla aðstöðu og eignir í Lónum í Kelduhverfí til ráðstöfunar, ásamt seiðaeldis- stöð á Öxnalæk í Ölfusi. Um 100 tonn af laxi eru tilbú- in til slátrunar í Lónum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.