Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIBVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992 7 Jon Hendricks & Company á Rúrek ’92 BANDARISKA söngsveitin Jon Hendricks & Company kemur fram á tónleikum í Háskólabíói á djasshátíðinni Rúrek ’92 í maí nk. Jon Hendricks er einn fremsti djasssöngvari heims og hefur unnið bæði til Grammy- og Emmy-verðlauna og auk þess verið kosinn besti djasssöngvari ársins í tímaritunum Down Beat og Melody Maker. Kvikmyndin Ingaló verður sýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni KVIKMYNDIN Ingaló, sem gerð er eftir handriti Ásdísar Thorodds- ens og einnig leikstjórn hennar, hefur verið valin til sýninga á Can- nes kvikmyndahátíðina í Suður-Frakklandi í vor. Myndin verður ein af sjö kvikmyndum í fullri lengd sem sýndar verða á svokallaðri viku gagnrýnenda á kvikmyndahátíðinni. Með Hendricks syngur eigin- kona hans, Judith, dóttir hans, Aria, og sonurinn, Kevin Burke, en auk þeirra kemur til landsins hrynsveit. Jon Hendricks hefur gert fjölmargar hljómplötur og vann sú síðasta, Freddie Freelo- ader, til Grammy-verðlauna og fékk fimm stjörnur í einkunna- gjöf Down Bent. Með honum á þeim diski syngja A1 Jarreau, Bobby McFerrin, George Ben- son, Manhattan Transfer og auk þess syngur hann með Count Basie-stórsveitinni á disknum. Jon Hendricks Tvenn verðláun koma til greina fyrir Inguló. Annars vegar er um að ræða verðlaun fyrir bestu kvik- mynd vikunnar og hins vegar „Caméra d’or“-verðlaunin, sem veitt eru leikstjóra fyrir bestu frum- raun á kvikmyndahátíðinni. Ekki er þó um keppni um sjálfan gullpál- mann að ræða. „Það auðvitað mjög gott fyrir myndina að hafa verið á Cannes kvikmyndahátíðinni og maður verð- ur að nýta það vel ef tækifæri gefst,“ segir Ásdís. Þetta er í fyrsta skipti sem ís- lensk kvikmynd er sýnd á viku gagnrýnenda og í annað skipti sem íslensk kvikmynd kemst í keppni á Cannes kvikmyndahátíðinni. Stórmót í brids í maí: Fjórar bestu brids- þjóðir Evrópu keppa í Perlunni FJORAR efstu þjóðirnar á síðasta Evrópumóti í brids, þar af þrjár efstu þjóðirnar á síðasta heimsmeistaramóti, munu að öllum líkindum taka þátt í 50 ára afmælismóti Bridsfélags Reykjavíkur í lok maí. Hluti mótsins verður spilaður í Perlunni á Oskjuhlíð. Þá hefur alþjóð- leg sveit svonefndra „náttúruunnenda” sýnt áhuga á að spila tveggja daga einvígisleik við íslenska bridslandsliðið á íslandi en sveitin notar engar gervisagnir og vill leggja talsverðar fjárhæðir undir. Bridsfélag Reykjavíkur hefur boðið Pólvetjum, Svíum og Bretum, auk íslensku heimsmeistaranna, á afmælismót sitt og munu þessi lið meðal annars heyja sérstaka keppni innbyrðis. Svíar og Evrópumeistar- ar Breta hafa þegar þekkst boðið. Frá Svíþjóð koma Anders Morath, Sven-Áke Bjerregard, P.O. Sundel- jn og Björn Fallenius, og frá Bret- landi Tony Forrester, Andrew Rob- son, Tony Sowter og Roman Smolski. Ekki hefur enn komið staðfesting frá Pólveijum. íslensku heimsmeistararnir eru Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Guð- mundur Páll Arnarson, Þorlákur Jónsson, Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson. Þá hafa Robson og Forrester og Brasilíumennirnir Gabrie! Chagas og Marchelo Branco sýnt áhuga á að koma til íslands og spila tveggja daga einvígisleik við íslenska landsliðið. Fjórmenningarnir sendu á síðasta ári út almenna einvígis- áskorun og voru tilbúnir til að leggja jafnvirði fimm milljóna ís- lenskra króna að veði gegn hvaða sveit sem er en ekki er talið líklegt að slikar ijárhæðir verði i veði ef af leiknum við ísiendinga verður. Aðeins ein sveit hefur til þessa tek- ið áskoruninni, sveit bandarískra atvinnumanna og unnu Bandaríkja- mennirnir auðveldan sigur í einvíg- isleiknum sem fram fór í London í janúar. Afmælismót Bridsfélags Reykja- víkur fer fram 27.-31. maí og verð- ur meðal annars spilað í Perlunni á Öskjuhlíð en verðlaunaafhending verður í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fyrstu tvo dagana verður sveita- keppni þar sem öllum er heimilt að taka þátt og verða alls 300 þúsund krónur í verðlaun. Þriðja daginn verður sérstök keppni landsliðanna ijögurra en tvo síðustu dagana verður opin tvímenningskeppni þar sem verðlaunafé nemur alls 410 þúsund krónum. Skráning er þegar hafin í mótið hjá Bridssambandi íslands. Útboð Vegagerðarinnar: Lægstu tilboð 59-77% af kostnaðaráætlun FJÖRÐUR hf. á Sauðárkróki átti lægsta tilboð í lagningu kafla á Siglufjarðarvegi og Hegranes- vegi í sumar. Tilboð fyrirtækisins í Siglunesveg er 20,8 milljónir kr., sem er 59% af kostnaðaráætl- un, en hún hljóðar upp á 35,3 milljónir. Tilboð fyrirtækisins í Hegranesveg er 4,1 milljón kr. sem er 61% af 6,7 milljóna króna kostnaðaráætlun. Höttur sf. átti lægsta tilboð í endurlagningu Strandavegar um Kaldbaksvik og Kolbeinsvík, 10,6 milljónir, sem er 77% af 13,8 milljóna kr. kostnaðaráætlun. Kaflinn á Siglufjarðarvegi sem til stendur að leggja í sumar er 6,2 km að lengd og Hegranesvegurinn er 1,8 km. Tíu verktakar buðu í verkin og voru flest tilboðin undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Á Strandavegi stendur til að end- urleggja 5,2 km kafla um Kaldbaks- vík og Kolbeinsvík í sumar. Við opnun tilboða komu fram níu til- boð, á bilinu 10,6 til 28,5 milljónir kr. en kostnaðaráætlun var 13,8 milljónir. -------♦ ♦ ♦----- Sýn sýnir beint frá Alþingi BEINAR útsendingar frá Alþingi hófust á vegum sjónvarpsrásar- innar Sýnar í gær. Utsendingarn- ar nást á rás 6 og verða þær á meðan þingfundir standa yfir. Salóme Þorkelsdóttir, forseti Al- þingis, skýrði frá þessari tilhögun þegar þingfundur hófstá Alþingi í gær. Þar kom fram að leyfðar verða útsendingar með einni myndatöku- vél sem beint verður að ræðupúlti allan tímann. Nýlega náðust samn- ingar milli íslenska útvarpsfélags- ins hf., eiganda Sýnar, og Alþingis um þessar útsendingar. Stúlkurnar Kaaren Ragland, Hollies Payseur og Linda Lloyd sérhæfa sig í að syngja gömlu góðu Supremes-lögin, sem allir kannast við. Þótt þær kalli sig ekki The Supremes, heldur The Fabulous Sound Of Supremes, tengjast þær allar gömlu góðu söngsveitarinni á einn eða annan hátt, því að þær voru allar einhvern tíma í The Supremes þau tuttugu og tvö ár sem sveitin starfaði. Þær skapa ósvikna Supremes-stemmningu með frábærri sýningu sem farið hefur víða um heim að undanförnu. Supremes eiga fjöldann allan af „topplögum", sem setið hafa í efsta sæti vinsældalista Bandaríkjanna svo vikum og mánuðum skiptir. Topplögin eru eftirfarandi: BABY LOVE, STOPIN THE NAME OFF LOVE, YOU KEEP ME HANGING ON, I HEAR SYMPHONY, THEREIS NO STOPPING US NOW, WHERE DID YOUR LOVE GO, BACK IN MY ARMSAGAIN, COME SEE ABOUT ME, LOVEIS HERE AND NOW YOU'RE GONE, SOMEDAY WE'LL BE TOGETHER, YOU CAN'T HURRY LOVE, THE HAPPENING, LOVECHILD, QUIT. MISSID EKKIAF EINSTÖKU TÆKIFÆRI TIL AÐ SJÁ „Xke faíuibuf $ouhÖ o( Xke fuptemeí" Á HÓTEL ÍSLANDI. Sýningar á heimsmælikvarða á Hótel íslandi. HLJÓMSVEITIN TODMOBILE LEIKUR FYRIR DANSI. HOTFJj j&LAND Miðasala og borðapantanir í síma 687111.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.