Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992 Könnun Jafnréttisráðs: Hlutur kvenna í sveit- arstjórnum er 22% SAMANLAGÐUR hlutur kvenna í sveitarstjórnum á kjörtímabilinu 1990 til 1994, er 22% en var 19% á síðasta kjörtímabili samkvæmt könnun, sem Jafnréttisráð hefur gert á verkaskiptingu kvenna og karla á þessum vettvangi. Upplýsingarnar eru unnar úr Sveitar- stjórnarmannatali, sem gefið er út af Sambandi ísl. sveitarfélaga og ná yfir 31 sveitarfélag. í frétt frá Jafnréttisráði, kemur fram að þessi aukning milli kjör- tímabila sé óveruleg ef miðað er við þær breytingar, sem urðu á hlut kvenna í kosningunum 1982 og 1986. Auk þess hafi hlutfall kvenna í æðstu embættum sveitar- stjórna aukist lítið. 10% þeirra kvenna, sem hafa náð kjöri sem sveitarstjómarfulltrúar hafa verið valdar sem forsetar bæjarstjórna, oddvitar kauptúna eða oddvitar minni hreppa. í bæjarráðum stærri sveitarfélaga eru konur 21,6% full- trúa og í 11 af 31 borgar- og bæjarráði er engin kona. Könnunin leiddi þó í ljós, að þeim sveitarfélögum hefur fækk- að, þar sem engin kona hefur ver- ið kjörinn fulltrúi en í 75 sveitar- stjórnum af 201 er engin kona eða í 28% þeirra. Eftir kosningarnar árið 1986 voru 37% sveitarstjórna án kvenna. Nú eru konur 30% fulltrúa í nefndum, stjórnum og ráðum stóru sveitarfélaganna og endurspeiglar það hlutfall þeirra í borgar- og bæjarstjórnum. Af 920 nefndum og ráðum eru 393 nefndir án kvenna eða tæp- lega 43%. Sambærileg tala frá síð- asta kjörtímabili var 48%. Til samanburðar eru aðeins 60 nefnd- ir eða 6,5% án karla. Konur eru í meirihluta í 231 nefnd eða 25% og langflestar þeirra starfa í þess- um nefndum eða 65%. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Skemmdarvargar í Djúpárhreppi Hellu. Svona er merkingum háttað á mörgum bæjum í Djúpárhreppi í Rangárvallasýslu en einhveijir óprúttnir aðilar hafa stundað þá iðju í vetur að bijóta niður og eyðileggja skilti víða um hreppinn. A sl. ári gerði hreppurinn átak í að koma merkingum bæja í lag og útvegaði um 12-15 bæjum skilti þar sem merkingum var ábótavant.„„Þetta er ótrúlega lágkúrulegt," segir oddvitinn, Páll Guðbrandsson í Þykkvabæ, „það er uppundir tugur skilta ónýtur, virðingarleysið fyrir eigum ann- arra er með ólíkindum.“ Tjón sveit- arfélagsins er umtalsvert vegna þessarar tilgangslausu iðju ókunnra aðila, „en við erum að athuga með kaup á öflugri skiltum það er ekki nógu gott að hafa bæina ómerkta," sagði Páll að lok- um. - AH Umsókn RÚV um hækkun afnotagjalda: Erfitt mál þegar við erum allsstaðar að skera niður -segir Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra „ÞAÐ er erfitt mál að veita opinberum stofnunum heimild ■ ÁFRAM verður haldið að bjóða í gönguferðir á milli hafna í Reykja- vík laugardaginn 18. apríl. Þá verð- ur gengið frá Hafnarhúsinu kl. 13.30 suður í fyrrverandi olíuhöfn í Skeijafirði. Á leiðinni verður rifj- að upp hvar gamla Bessastaðaleið- in lá úr Kvosinni suður í Austur- vör. Síðan verður gengið með ströndinni að Nautahóli og hafnar- mannvirkin skoðuð í leiðinni og riQ- aðar upp hugmyndir þeirra Hamm- er, Ólafs Arnasonar og Einars Benediktssonar um hafnargerð í Skerjafirði í byijun þessarar aldar. í göngunni til baka verður fylgt gamalli leið meðfram Hlíðarfæti og yfir Skildinganesmelana og niður í Kvosina. til að hækka gjaldskrár þegar við erum allsstaðar að skera niður. Það _ er svolítið snúið mál,“ segir Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra um um- sókn Ríkisútvarpsins um 4,5% hækkun á afuotagjöldum. Ólaf- ur segir að þessi beiðni hafi ekki verið afgreidd en hún sé mál ríkisstjórnarinnar allrar. Á fjárlögum ársins var.gert ráð fyrir 4,5% hækkun afnotagjalda Ríkisútvarpsins á árinu. Olafur sagði að Ríkisútvarpið hefði sótt um rúmlega 12% hækkun fyrir áramót en þessi umsókn núna um 4,5% hækkun muni verða rædd innan ríkisstjómarinnar á næst- unni og vildi hann ekki svara því hvort kærni til greina að verða við henni. Hildur Jónsdóttir, verkefnastjóri norræna jafnlaunaverkefnisins, og Berglind Árnadóttir, ráðuneytis- stjóri í félagsmálaráðuneytinu, á blaðamannfundi í tilefni af útkomu kynningarritsins. Norræna jafnlaunaverkefnið: Kynningarrit um meðferð kærumála NORRÆNA jafnlaunaverkefnið hefur gefið út kynningarrit um meðferð kærumála vegna launamisréttis kynjanna. Ritið hefur feng- ið nafnið „Jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf“ og er því ætlað að skýra jafnréttislögin, einkum þau ákvæði sem fjalla um láunajafn- rétti kynjanna og veita þeim sem telja sig beitta launamisrétti vegna kynferðis leiðbeiningar um það hvernig þeir geta leitað réttað síns. Hildur Jónsdóttir, verkefnisstjóri norræna jafnlaunaverkefnisins, sagði að forsögu ritsins mætti rekja til ársins 1989 því þá hefði jafnrétt- isráði í fyrsta sinn borist kæra þar sem gengið hefði verið út frá sam- anburði á hefðbundnum karla og kvennastörfum. Útfrá þeirri kæru hefði ráðið bent félagsmálaráðu- neytinu á að skortur væri á leiðbein- ingum um hvernig staðið væri að því að meta störf. Síðar hefði nor- ræna jafnlaunaverkefnið tekið verk- ið að sér. „Kynningarritið reynir að varpa fram þeim spurningum sem telja má að konur, og hugsanlega karlar því lögin eiga að virka í báðar átt- ir, gætu verið að spyrja sig sem hafa grun um að hugsanlega sé um brot á jafnréttislögum að ræða. Grundvallarspurningar eins og hvern get ég kært, hvern get ég borið mig saman við, hvenær get ég kært, get ég kært eftir að ég segi upp starfi eða fyrirgeri þá rétti mínum til að kæra ? “ sagði Hildur um hlutverk^ ritsins. Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneyt- isstjóri félagsmálaráðuneytisins, sagði að í ritinu væri m.a. skýrt ákvæði jafnréttislaga þar sem fjall- að væri um jafn verðmæt og sam- bærileg störf. Ennfremur væri vakin athygli á því að þeir sem teldu sig misrétti beitta gætu leitað aðstoðar kærunel’ndar en hún var skilin frá Jafnréttisráði með breytingum á jafnréttislögum í fyrra. Kærunefnd tekur við ábendingum og rannsakar meint brot á ákvæðum jafnrétti- slaga, hverrar tegundar sem er. Hlutverk nefndarinnar er m.a. að íjalla um ábendingar vegna auglýs- inga sem taldar eru bijóta í bága við jafnréttislög, kærur vegna ráðn- inga, stöðuveitinga eða stöðuhækk- ana og kærur vegna' meintra brota á ákvæðum laganna um launajafn- rétti. Enn sem komið er hefur kæru- nefndin þó ekki tekið fyrir mál af síðastnefnda taginu. Þrír lögfræð- ingar sitja í kærunefnd. Vakin var athygli á því á blaða- mannafundi vegna útkomu ritsins að ein af nýjungum jafnréttislag- anna væri svokölluð „öfug sönnun- arbyrði" sem þýðir að við málsmeð- ferð kærunefndar er það ekki hlut- verk kærandans að sanna að hann sé beittur kynbundnu misrétti held- ur atvinnurekandans að sanna að svo sé ekki. Þess má geta að í samanburðar- könnun félagsmálaráðuneytisins á launum karla og kvenna hjá hinu opinbera kom í ljós að heildarlaun karla voru um 48% hærri en kvenna árið 1991, yfirvinnulaun um 114% hærri, álagslaun 58% hærri og nefndarlaun 430% hærri. Kynningarritið er 20 blaðsíður og verður dreift ókcypis til einstaklinga sem leita til kærunefndar jafnréttis- mála en selt félagasamtökum á 200 kr. Morgunblaðið/Sverrir Aðstandendur og leikarar í fimm stuttmyndum um slysahættu barna talið frá vinstri í fremri röð leikararn- ir þau Davíð Sverrisson, Arnviður Snorrason og Melkorka Helgadóttir. Að baki þeim. standa Emil Emils- son frá Sambandi íslenskra sparisjóða, Hannes Hauksson framkvæmdastjóri Rauða krossins, Árni Gunnars- son framkvæmdastjóri Slysavarnarfélags Islands, Valdimar Leifsson kvikmyndagerðarmaður og Þórir Gunnarsson deildarstjóri Slysavarnarfélags íslands og heldur hann á yngsta leikaranum, Birgi Bjarnasyni. Slysavarnarfélagið og Rauði krossinn: Stuttmyndir um slysa- hættu barna frumsýndar SLYSAVARNARFÉLAG íslands og Rauði kross íslands hafa látið gera fimm stuttmyndir um slysahættu í umhverfi barna. Myndirnar eru tilbúnar til sýningar í sjónvarpi, skóium og þar sem slysavarnir eru á dagskrá. Þetta eru leiknar myndir og eru börn í öllum hlut- verkum. síðastliðnum undir stjórn Herdísar Storgaars hjúkrunarfræðings og hefur hún farið víða um land og haldið 45 fundi nteð um 1.500 manns. Það er Valdimar Leifsson kvik- myndagerðarmaður sem sá um upp- töku myndanna og er þar tekið á ýmsum augljósum hættum í um- hverfi ungra barna og varað við slysagildrum sem hvarvetna leyn- ast. Sparisjóðirnir studdu félagið með fjárframlagi við gerð mynd- anna. Þær eru liður í átakinu Vörn fyrir börn sem hófst í september Allt frá því að átakið hófst hafa einstaklingar, félagasamtök og fyr- irtæki haft samband við félagið í leit að ráðgjöf í slysavörnum barna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.