Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992
I
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið.
Aðgæzla í páska-
ferðum
úsundum saman leggja ís-
lendingar land undir fót
i páskafríinu. Margir sækja á
suðrænar sólarstrendur til að
fá forskot á sumarið, en lang-
flestir ferðast þó innanlands.
Fólk skreppur í lengri og
skemmri ökuferðir til að heilsa
upp á ættingja og vini eða til
að skoða sig um, en aðrir heill-
ast af óbyggðum.
Veður hefur verið milt og
sólríkt að undanförnu víðast
hvar á landinu og það má
merkja á landsmönnum að vor
er í lofti. íslenzk náttúra heill-
ar og ferðafiðringur læsir sig
því um margan manninn. En
hollt er að hafa í huga, að
þótt vorlegt sé þá er vetur
ennþá og því er allra veðra von.
Reynzlan sýnir okkur því
miður að um páska má búast
við slysum í umferð og í
óbyggðuin og hefur þar oft
verið um að kenna óvæntum
veðrabrigðum. Ferðalangar
eiga því að ganga út frá því
sem vísu að vond veður geta
brostið á og búa sig út í sam-
ræmi við það — annars getur
það verið of seint. Enginn á
að halda út í óbyggðir landsins
án þess að láta vita fyrirfram
um ferðaáætlun sína og vænt-
anlega heimkomu. Lögregluyf-
irvöld og björgunarsveitir taka
fúslega við slíkum upplýsing-
um og ættingjum er heima
sitja verður rórra að vita að
fylgt er fyrirfram gerðri áætl-
un.
Björgunarsveitir verða í við-
bragðsstöðu alla páskana ef
slys eða hættu ber að höndum
og fjöldi manna er reiðubúinn
að sinna útköllum. Skipulag,
þjálfun og útbúnaður björgun-
arsveita eru betri en nokkru
sinni fyrr og varúðarráðstaf-
anir til að draga úr slysahættu
í óbyggðaferðum hafa skilað
miklum árangri. Nútíma fjar-
skipti auðvelda viðbrögð ef
eitthvað fer úrskeiðis, en
ferðalangar geta létt björgun-
armönnum róðurinn með
skráningu ferðaáætlana og
góðri skipulagningu á ferðatil-
högun. Brýn nauðsyn er fyrir
alla ferðamenn að fylgjast með
veðurfréttum og tilkynningum
í útvarpi.
Búast má við miklum um-
ferðarþunga um þjóðvegi
landsins og með aukinni um-
ferð eykst hættan á óhöppum,
árekstrum og slysum. Oku-
menn þurfa því að vera vel á
verði, yfirfara bíla sína áður
en lagt er af stað og ganga
úr skugga um að öll öryggis-
tæki séu í lagi. Stilla þarf öku-
hraða í hóf og sýna tillitsemi
í umferðinni. Fylgjast þarf vel
ineð akstursskilyrðum, því
hálka getur myndast fyrir-
varalaust.
Með samstilltu átaki hafa
landsmenn náð ótrúlegum
árangri í slysavörnum á mikl-
um ferðahelgum. Við eigum
öll að stefna að slysalausri
páskahelgi, jafnt ökumenn
sem óbyggðafarar, og þeim
mikilvæga árangri er hægt að
ná með fyrirhyggju, aðgæzlu
og varúð. •
Akranes-
kaupstaður
50ára
Aþessu ári eru fimmtíu ár
síðan Akranes fékk
kaupstaðarréttindi. Þessi
blómlega byggð býr að nokk-
urri breidd í atvinnu- og efna-
hagslífi. Fimmtungur bæj-
arbúa starfar við sjávarútveg,
veiðar og vinnslu. Fjórðungur
við iðnað og vega þar Sements-
verksmiðjan á Akranesi og
Járnblendiverksmiðjan á
Grundartanga þyngst. Annar
íjórðungur starfar við marg-
vísleg þjónustustörf og aðrir
við verzlun, byggingar og sam-
göngur.
A Akranesi er öflugt sjúkra-
hús sem þjónar Vesturlandi.
Þar er starfræktur fjölbrautar-
skóli sem sett hefur svip á
byggðarlagið. Þar er og fjöl-
þætt félags-, menningar- og
íþróttalíf. En fernt kemur öðru
fremur í hugann þegar Akra-
nes á í hlut: Akraborgin, knatt-
spyrnan, sementsverksmiðjan
og sjávarútvegurinn.
Gísli Gíslason bæjarstjóri
lætur að því liggja í afmælis-
grein um Akranes í Sveitar-
stjórnarmálum að ef til vill
verði hinn forni Akraneshrepp-
ur aftur óskiptur og eitt sveit-
arfélag frá Hvalfjaröarbotni
að ósum Hvítár. Hver sem
framvindan verður í þeim efn-
um árnar Morgunblaðið Akra-
nesi og íbúum kaupstaðarins
framtíðarheilla í tilefni af 50
ára kaupstaðarafmælinu.
• •
Markús Orn Antonsson borgarstjóri við hátíðlega opnun E
Draumsýn um ve
ráðhús að veruleí
RÁÐHÚS Reykjavíkur var formlega tekið í notkun í gær. Við það
tækifæri sagði Markús Orn Antonsson borgarstjóri, að loks væri sú
stund upp runnin að Reykjavíkurborg flytti úr leiguhúsnæði í eigið
húsnæði eftir 60 ár í bráðabirgðahúsnæði. Færði hann Davíð Oddssyni
forsætisráðherra og fyrrverandi borgarstjóra sérstakar þakkir fyrir
forystu hans um að gera Ráðhús Reykjavíkur að veruleika. „Óbilandi
trú hans á gildi ráðhúsbyggingar á þessum stað, hugrekki hans og
seigla hafa borið okkur í áfangastað að langþráðu marki. Vor er í loft.i
og sól skín í heiði. FjöIIin skarta sínu fegursta á þessari hátíðar-
stundu. Einhvern tíma hefði verið sagt að nú væri veður til að skapa
og til að opna nýtt Ráðhús Reykjavíkur," sagði Markús um leið og
gluggatjöld fyrir Tjarnarsalina voru dregin upp og Ijóð Davíðs, „Við
Reykjavíkurtjörn," hljómaði um salina.
Athöfnin hófst með söng Karlakórs
Reykjavíkur og söng kórinn nokkur
lög tengd Reykjavík. Þá bauð Jón
G. Tómasson borgarlögmaður gesti
velkomna og síðan tók Þórður Þ.
Þorbjarnarson borgarverkfræðingur
og formaður verkefnisstjórnar um
byggingu Ráðhúss ti! máls og rakti
bygginarsögu hússins. „Þetta Ráðhús
á meðal annars að sýna ókomnum
kynslóðum það besta í arkitektúr og
handverki samtíðarinnar," sagði
Þórður. „Það hefur að mínu mati tek-
ist vel. Hér hafa verið leyst ýmis flók-
in verk svo sem að byggja hús undir
vatni, gera steinsteypu þannig úr
garði að hún haldi vatni og veija
húsið fyrir því að fljóta upp.“ Þakk-
aði hann fyrir hönd verkefnisstjórnar
öllum þeim sem stóðu að framkvæmd-
um við bygginguna. Afhenti hann
síðan Magnúsi L. Sveinssyni forseta
borgarstjórnar, húsið og að auki sér-
staklega unninn og áletraðan skjöld
skorinn út í við.
Magnús sagðist fagna nýjum húsa-
kynnum borgarstjórnar, sem margir
hafa lagt hönd að og allir haft sóma
af. „Við fögnum því að starfsmenn
borgarinnar, sem margir hverjir hafa
búið við ófullnægjandi starfsaðstöðu
fá nú góða vinnuaðstöðu. Það sæmir
ekki annað en að höfuðborg landsins
sé fyrirmynd þar að,“ sagði hann.
„Ráðhúsið er glæsileg bygging, sem
ber vitni um mjög hæfa listræna
hönnuði, sem hafa haft það að leiðar-
ljósi að húsið og umhverfi þess yrðu
til fegurðarauka fyrir perlu Reykja-
víkur, Tjörnina." Þakkaði hann öllum
þeim, er að hönnun og framkvæmdum
stóðu og sérstakar þakkir færði hann
Davíð Oddssyni forsætisráðherra,
fyrir að hafa gert draum margra að
veruleika. Marga hafi áður dreymt
um að Ráðhús yrði byggt og margar
samþykktir gerðar þar um en engum
hefði tekist að láta drauminn rætast
fyrr en nú er Davíð Oddsson ákvað
að láta verkin tala. Afhenti hann síð-
an Markúsi Erni Antonssyni borgar-
stjóra Ráðhúsið til afnota.
Borgarstjóri sagði, að ráðamenn
borgarinnar ásamt áhugasömum
borgarbúum hefðu unnið að því að
borgarstjóm Reykjavíkur fengi veg-
legt aðsetur. Unnið hafi verið að
málinu með góðum ásetningi og
virðingarverðri viðleitni í nærfellt 200
ár. „Yfirvöld í Reykjavík og bæjarbú-
ar hafa lengi alið með sér vonir og
drauma um að eignast Ráðhús í lík-
ingu við þau sem Reykvíkingar og
aðrir landsmenn hafa séð og skoðað
á ferðum sínum um Ijarlæg lönd. Hin
glæstu ytri tákn og minnisvarða, sér-
hverrar borgar," sagði hann.
Markús sagði, að draumsýn fyrri
kynslóða og okkar eigin um veglegt
Ráðhús við Tjörnina væri orðin að
veruleika. í tímans rás og umræðu
horfinna daga hefðu ráðhúsið og
Tjörnin ávalt staðið nálægt hvort
öðru. Stórbyggingum og samkomu-
stöðum borgarinnar hafi frá gamalli
tíð verið vaiinn staður við Tjörnina.
„Umhverfí hennar er svo einstakt,
lífríki og litbrigði svo ijölbreytt, að-
dráttaraflið svo ómótstæðilegt að
hvergi er að finna skilyrði er hæfa
betur nýrri miðstöð í borgarlífi Reyk-
víkinga. Húsi allra borgarbúa og þjóð-
arinnar allrar,“ sagði Markús. „Ráð-
hús Reykjavíkur er listaverk sem bera
mun hæfileikum og humyndaauðgi
höfunda sinna vitni um langa fram-
tíð.“ Hann þakkaði síðan þeim er
stóðu að byggingu hússins.
Þá tók Davíð Oddsson til máls og
sagði, að þessarar stóru stundar hefði
verið beðið og að rík ástæða væri til
að gleðjast. Hann hefði flutt margar
ræður um ráðhúsið og margar þeirra
áður en ákveðið var að ráðast í fram-
kvæmdir á þessum stað. „Nú þarf
ekki að tala langt mál fyrir þetta
hús. Það talar fyrir sig sjálft,“ sagði
Davíð. Benti hann á að dýralíf Tjarn-
Egill Skúli Ingibergsson fyrrverand
son borgarstjóri og Birgir Isleifui
stjóri ræðast við.
arinnar hafi ekki beðið tjón með til-
komu hússins. Það stæði í miklum
blóma og ef spádómar hefðu ræst
ættu gestir að standa í vatni upp að
hnjám í Tjarnarsalnum. „Þið og allar
þær tugþúsundir sein hingað eiga
eftir að koma næstu daga munuð sjá
að aldrei hefur aðstaða borgarbúa
verið betri til að njóta nærveru við
Tjörnina sína heldur en eftir að þess-
um miklu framkvæmdum er lokið.
Það er sagt að þetta hús sé dýrt og
víst er það dýrt. Sérfráeðingar telja
að það sé 30% dýrara en ella vegna
þess hversu hratt var byggt. Borgar-
stjórnin ákvað að hús á þessum stað
yrði að byggja hratt, annaý) væri ófor-
svaranlegt," sagði Davíð: „Sérfræð-
ingar sögðu að Þjóðarbókhlaðan yrði
30% dýrari en hún hefði þurft að
vera vegna þess hversu dregist hefur
að ljúka henni. Það hús gaf þjóðin
sjálfri sér fyrir 18 árum og það er
enn í byggingu. Frekar kýs ég um-
framkostnað sem hlýst af því að
byggja fljótt og klára heldur en þann
er hlýst af því að byggja seint og
stórt."
í lokin flutti Poul Michelsen bæj-
arstjóri Þórshafnar í Færeyjum,
kveðju norrænna fulltrúa höfuðborg-
anna, sem hingað eru komnir vegna
opnunarinnar og Sigurgeir Sigurðs-
son bæjarstjóri Seltjarnarness, bar
kveðjur sveitarstjórnarmanna. Þakk-
aði borgarstjóri hlýhug og gjafir.
Texti: Kristín Gunnarsdóttir.
Ljósmyndir: Árni Sæberg
og Sverrir Vilhelmsson.
Fyrsti fundur í nýjum borgarstjórnarsal:
Borgin og þrjú
verkalýðsfélög
kaupaIðnó
Menningarmiðstöð verður komið fyrir í húsinu
Á FYRSTA fundi borgarstjórnar í Ráðhúsinu við Tjörnina í gær, var
samþykkt að Reykjavíkurborg kaupi Iðnó ásamt verkalýðsfélögunum
Dagsbrún, Framsókn og Sjómannafélagi Reykjavíkur. Fyrirhugað er
að endurbyggja húsið og koma þar fyrir menningarmiðstöð. Reykja-
víkurborg hyggst leita eftir því við listamenn og aðra áhugamenn
um framtíð hússins að stofnað vérði félag sem annist rekstur þess
og skipulag starfsemi. Tillagan var samþykkt samhljóða á fundinum.
í ræðu sem Markús Örn Antons-
son borgarstjóri hélt á fundinum kom
fram að í samningi þeim sem hann
undirritaði ásamt formönnum verka-
lýðsfélagana þriggja í gærmorgun
væri kveðið á um að Reykjavíkur-
borg tæki að sér að endurbyggja
Iðnó.
Stefnt er að því að hönnunarvinna
vegna endurbyggingarinnar verði
unnin á þessu ári en framkvæmdir
fari fram á árunum 1993 og 1994.
Fyrsti fundur borgarstjórnar Reyl
Eignarhluti Reykjavíkurborgar verð-
ur að hámarki 55% og eykst ekki
þó svo að framlög borgarsjóðs verði
hærri en nemur þessari hundraðs-
tölu.
Þriggja manna stjórn mun hafa
yfirumsjón með endurbyggingu
hússins. Verkalýðsfélögin tilnefna
einn fulltrúa og borgin einn en for-
maður stjórnarinnar verður tilnefnd-