Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 10
1 10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992 Loglræömgur ÞortnlOur SanOhoU Solumenn Gish Sigu'Ojornsson Sigu'D/om Þorbergsson Heimasími sölumanns 33771 Einbýlishús MIÐBRAUT - SELTJ. Fallegt einbhús á stórri hornlóð hæð og ris, um 130 fm. Laust nú þegar. SÆVIÐARSUND Mjög gott einbhús, 240 fm með 32 fm bílskúr. KÓPAVOGUR Mjög gott tveggja íbúða hús með bílskúr, fallegum garði og gróðurskála. Parhús - raðhús SAFAMÝRI Glæsilegt og vel staðsett 300 fm par- hús með 40 fm bílskúr. Húsiö er kjall- ari og tvær hæðir. TUNGUVEGUR Snoturt 130 fm raðhús kjallari og tvær hæðir. Hæðir GLAÐHEIMAR Mjög góð neðri sérhæð, 133,5 fm með 4 svefnherb. 28 fm bílskúr. HRAUNTEIGUR 111 fm neðri sérhæð. 2 stofur, 2 svefn- herb. 27 fm bílskúr. 4ra-6 herb.. SAFAMÝRI Mjög góð 4ra herb. íb. á 1. hæð, 108 fm. Bílskúr. 21,4 fm. Verð 8,6 millj. JÖRVABAKKI Gullfalleg 4ra herb. íb. á 1. hæð, 102 fm. Aukaherb. í kjallara. NÖNIMUGATA Falleg íb. 107 fm á tveim hæðum. Sval- ir í suður og norður. Laus strax. GAUKSHÓLAR Glæsileg 5-6 herb. endaíbúð, 123,8 fm á 5. hæð. Frábært útsýni. 27 fm bílskúr. Verð 8,5 millj. DALSEL Mjög góð 4ra-5 herb. íbúð á 3. hæð, 107 fm. Tvö stæði í bíigeymslu fylgja. Verð 7,9 millj. 3ja herb. HAGALAND - MOS. Falleg 90 fm íbúð á neðri hæð með sérinngangi og góðum bílskúr. Laus. OFANLEITI Glæsileg, nýleg 3ja herbergja íbúð á 2. hæð, Laus 1.6. HÁTÚN ® Nýendurnýjuð 3ja herb. íbúð á 7. hæð í lyftuhúsi. Laus strax. HÁTÚN Góð 3ja herb. kjallaraíbúö með sérinn- gangi, 85 fm. Laus strax. FURUGRUND 3ja herbergja íbúð á 2. hæð. Góð lang- tímalán. 4.350 þús. 2ja herb. SEILUGRANDI Gullfalleg íb. á 3. hæð með góðu hus- næðísstjláni og bilskýli. GAUKSHÓLAR 2ja herb. íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi. Laus nú þegar. Verð 4,8 miilj. Auk þess fjöldi eigna á skrá Stakfell Fasteignasaia SuOurianosbraut 6 687633 rf V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamióill! Finnur Jónsson í Listasafni Islands Myndlist Eiríkur Þorláksson í Listasafni íslands hefur und- anfarnar vikur staðið yfir um- fangsmikil sýning á úrvali af verk- um Finns Jónssonar listmálara, sem listamaðurinn og eiginkona hans, Guðný Elísdóttir, hafa fært Listasafninu að gjöf. Sýningin er haldin í tilefni af aldarafmæli lista- mannsins síðar á þessu ári, og gefur almenningi kost á að kynn- ast þessari einstöku listaverkagjöf þeirra hjóna, sem er ein sú vegleg- asta, sem Listasafni íslands hefur borist. Gjöfín, sem telur alls um 800 verk, er um marga hluti einstök, en hún var afhent safninu 1985 í tilefni af aldarafmæli þess. Það er ekki aðeins að þau hjónin gefí safninu listaverkin, heldur hafa þau einnig látið fylgja með næga fjármuni til að lagfæra verkin, hreinsa þau og búa um þau á þann hátt sem best þykir. Hér er því horft til framtíðar og sýnd sú umhyggja fyrir listinni, sem þarf til að komandi kynslóðir fái notið hennar á sama hátt og þær núlif- andi. Skissubækur, bréfasöfn, ljós- myndir og hlutir sem tengjast gull- og silfursmíði Finns gera þessa gjöf að enn merkari heimild fyrir fræðimenn til rannsókna á ferli hans, listhugsun og vinnu- brögðum. Frá listsögulegu sjónarmiði er þó mikilvægast við þessa miklu gjöf að í henni er að finna öll þau óhlutlægu listaverk, sem Finnur Jónsson vann á fyrri hluta þriðja áratugarins, og sýndi hér á landi haustið 1925. Á þeirri sýningu mun afstraktmyndlist fyrst hafa borið fyrir augu landsmanna, en ekkert af þeim myndum seldist, og voru eftir það alía tíð í eigu listamannsins. Þessi brautryðj- endaverk eru öll á sýningunni nú. - Nokkrar myndir Finns sem voru á sýningu hjá Der Sturm í Berlín sama ár munu hins vegar hafa selst, og m.a. borist til Bandaríkj- anna, þar sem þær eru nú í lista- safni Yale-háskóla; þær áttu tals- verðan þátt í að skapa honum nafn meðal samtímalistamanna, þó áð það kæmi ekki í ljós fyrr en mörgum áratugum síðar. Finnur Jónsson fæddist 15. nóv- ember 1892 á Strýtu í Hamars- fírði; hann ólst þar upp hjá foreldr- um sínum, og rétt um fermingu fór hann að vinna fyrir sér sem sjómaður. Hann kom til Reykja- víkur 1915 til að læra gullsmíði; um leið aflaði hann sér tilsagnar í teikningu, og þegar sveinsprófinu var náð 1919 hélt hann til Dan- merkur til frekara listnáms. Þang- að höfðu flestir íslenskir listamenn farið til þessa, en Finnur braust út úr hefðinni er hann hélt áfram til Þýskalands 1921, til Berlínar og Dresden, þar sem harín átti eftir að vera til 1925. Þarna fann Finnur valinn félagsskap, og margir þeirra sem hann kynntist voru annaðhvort þegar eða urðu síðar meðal þekktustu listamanna framúrstefnunnar á fyrri hluta aldarinnar; nægir að nefna nöfn manna eins og Kokoschka, Schwitters, Moholy-Nagy og Kandinsky. Þarna var Finnur Jónsson við fremstu víglínur sam- tímalistarinnar. Sýningin sem hann hélt eftir heimkomuna 1925 var því tíma- mótaatburður í íslenskri myndlist- arsögu, þó að viðbrögðin bæru þess ekki vott. Listamenn voru nokkuð jákvæðir á' þau óhlut- bundnu verk, sem Finnur sýndi, en flestir aðrir létu sér fátt um finnast. Þessar viðtökur ollu því að Finnur pakkaði þessum mynd- um niður og sneri sér að öðrum sviðum í myndlistinni. Hann hefur í gegnum tíðina m.a. verið þekktur listamaður á sviði landslags- og persónumynda, en hann hefur ekki síst notið sín við gerð mynda af sjónum, þar sem barátta manns og náttúruafla er hvað augljósust; þar hefur erfíðisvinna æskuáranna skilað sér á myndrænan og eftir- minnilegan hátt. Þrátt fyrir þetta mun listamað- urinn alltaf öðru hvoru hafa snúið aftur til óhlutbundinnar myndsýn- ar; skissubækur, teikningar og minni verk frá síðari árum bera þess glöggt vitni, þó hann hafi ekki haldið þessum verkum fram. Það var svo um 1970, að vitneskj- an um brautryðjendahlutverk Finns á þessu sviði komst í sviðs- ljósið, og fengu landsmenn loks tækifæri til að beija þau augum á sýningu 1971, og síðan á yfirlits- sýningu, sem Listasafn Islands hélt á verkum listamannsihs 1976, þegar listamaðurinn varð 85 ára. Á sama tíma hefur Iistamaðurinn hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir framlag sitt á listasviðinu, bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Viðurkenningin lét því sannar- lega bíða eftir sér, en um leið er saga þessara verka gott dæmi um þörfina fyrir góða fræðimennsku á sviði myndlistarinnar. Mikilvæg Iist mun fyrr eða síðar komast á framfæri og öðlast þann frama sem hún á skilinn, ef fræðimenn halda vöku sinni og láta skeytinga- leysi samtímans ekki villa sér sýn. Á sýningunni í Listasafninu eru um níutíu verk Finns Jónssonar sett upp í 4 sölum safnsins, og hefur þeim verið skipt niður eftir efnisflokkum. Afstraktverkin frá þriðja áratugnum er að finna í efsta salnum, ásamt nokkrum yngri óhlutbundnum myndum. Þessi verk eru óhemju tær og björt, og hefur tekist vel til við hreinsun þeirra og uppsetningu. Olíumálverkin yÖrlagateningurinn (LÍ 4784) og „Oður til mánans (LÍ 4785) skipa ótvírætt öndvegi, en hinar íjölmörgu kompósisjónir unnar með svörtu túski eru ekki síður áhugaverðar, og tengja verk Finns vel við meginstrauma í evr- ópskri myndlist þriðja áratugarins. En um leið er auðvelt að skilja tómlegar móttökur þessara verka fyrir nærri sextíu og sjö árum; slíkt hafði aldrei sést hér áður. En hversu mikið hafa viðtökur almennings á nýjungum í myndlist breyst í raun til þessa dags? í sal 2 hefur verið komið fyrir landslagsmyndum, sem Finnur hefur unnið flestar með vatnslitum á ferðum sínum um landið; þetta eru fjörlegar myndir, oft lausbeisl- aðar, þar sem stemmning litanna ræður ferðinni, en tilraun til stað- arlýsinga er síður mikilvæg. Ætla má að margar af þessum myndum hafi verið undanfari landslagsmál- verka, sem listamaðurinn vann síðan á vinnustofu sinni. Svipað má segja um litlar blýants- og blekteikningar frá sjónum, sem komið hefur verið fyrir í neðsta sal safnsins; þarna er að íinna kveikjur að mörgum þekktum sjávarmyndum, en teikningarnar sýna mikla tilfinningu Finns fyrir öldurótinu, ágjöf og veðrabrigð- um; þarna er listamaðurinn vissu- lega á heimavelli. I stærsta sal safnsins er komið fyrir expressjónískum landslags- og mannamyndum, en nokkrar af þeim síðarnefndu vann hann á Þýskalandsárum sínum; er fróð- legt að sjá hversu eðlilega þær tengjast persónumyndum, sem hann gerði áratugum síðar. Það er viss dulúð í þessum myndum, einkum þeim sem snúa að himin- hvolfinu og geimnum, og enn og aftur eru bein tengsl milli fyrri verka og hinna síðari; þannig er ekki meginmunur á inntaki mynd- anna „Tunglskin (LÍ 4417) frá 1928 og „Tvístimi (LÍ 4473), sem er gerð tæpri hálfri öld síðar. Margar landslagsmyndanna eru í raun á jaðri þess að kallast af- straktverk, og því er ljóst af sýn- ingunni að það er greinilegri heild- arþráður til staðar í verkum Finns en oft hefur verið talið. Listasafnið hefur gert þessa sýningu vel úr garði, og sýningar- skráin er glæsileg og til sóma. Myndprentanir eru góðar, og myndgreiningar eru afar fróðlegar og vel unnar; það er helst að maður sakni meiri fræðslu um á hvern hátt verk Finns féllu að þeirri þróun, sem átti sér stað í evrópskri myndlist á þeim tíma sem hann starfaði þar - samheng- ið skiptir miklu. Eins og fyrr segir hefur þessi sýning nú staðið yfir í mánuð, og verið vel sótt. Hún mun standa viku fram yfir páska, til sunnu- dagsins 26. apríl, og er rétt að hvetja allt áhugafólk um íslenska myndlist til að iáta hana ekki fram hjá sér fara. Það er ekki á hveiju ári sem tækifæri gefst til að sjá íslenska myndlist tengjast heims- listinni á jafn skemmtilegan hátt. 01 Q7fl LÁRUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÖRKí. 41 I 0U"4 I W / U KRISTINNSIGURJÓNSSON. HRL.loggilturfastEiGNa^ÁiV Á söluskrá óskast meðal annars: Einbýlishús í Garðabæ 180-220 fm. Má vera í byggingu. Fjársterkur kaupandi. Eignaskipti möguleg. Lítið einbýlis- eða raðhús óskast í borginni eða nágrenni, t.d. Mosfellsbæ. Bílskúr þarf að fylgja. Miðsvæðis í borginni óskast einbýlis- eða raðhús, 120-150 fm. Bílsk fylgir. Eignaskipti möguleg. 3ja-4ra herb. íbúð óskast á 1. eða 2. hæð, miðsvæðis í borginni. Margskonar eígnaskipti. Höfum á skrá fjölmargar beiðnir um eignaskipti. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofuna sem fyrst. • • • Opiðkl. 10-16 á skfrdag og laugardag. Vinsamlegast kynnið ykkur ____________________________ augiýsinguna á morgun. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 AIMENNA FASTEIGNASAL AH Af helgihaldi í Bústaðakirkju MIKIL fjölbreytni í tali og tónum verður við helgihald í Bústaða- kirkju um bænadaga og páska. Á skírdagskvöld kl. 20.30 verður flutt Míssa Stella Matutina eftir Vito Carnevalli. Einsöngvarar verða Elín Hrund Arnadóttir, Magnea Tómasdóttir, Ólöf Ásbjörnsdóttir, Reynir Guðsteinsson og Þórður Búason. Einnig verður altarisganga í minningu síðustu máltíðar Jesú með lærisveinunum. Á föstudaginn langa verður guðsþjónusta kl. 14.00. Þar prédik- ar dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Á páskadagsmorgun kl. 8 árdeg- is verður hátíðarguðsþjónusta. Þar kemur fram auk kirkjukórsins bjöll- usveit kirkjunnar. Hljóðfæraleikar- ar verða Sveinn Birgisson á tromp- et, Sigurjón Árni Eyjólfsson á saxó- fón og Hanna María Pálmadóttir á þverflautu. Kl. 14.00 verða kór, organisti og prestur með messu á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Þá verð- ur skírnarguðsþjónusta í kirkjunni kl. 16.00 á páskadag. Annan páskadag verður ferming- arguðsþjónusta kl. 10.30. evrópumót og Norðurlandaniót í Othello, en samtök Othellospilara Organisti og söngstjóri kirkjunn- ar er Guðni Þór Guðniundsson. Bústaðakirkja hefur alla tíð verið vel sótt um bænadaga og páska. Vert er að vekja athygli á flutningi kirkjukórs og einsöngvara á Missa Stella Matutina á skírdagskvöldi kl. 20.30. á Norðurldöndum hafa einnig gefíð út sameiginlegt fréttabréf. Pálmi Matthíasson sóknarprestur. íslandsmót í Othello ÍSLANDSMÓT í Othello verður haldið hérlendis í fyrsta skipti í Norræna húsinu laugardaginn fyrir páska og hefst klukkan 14. Ot- hello eða Riversi eins og spilið er einnig nefnt er að sögn mótshald- ara jafnögrandi og skák, spennandi spil fyrir alla. Haldið er heimsmeistaramót,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.