Morgunblaðið - 15.04.1992, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 15.04.1992, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR 15. APRIL 1992 41 Stefán Pétursson verktaki — Minning Fæddur 15. apríl 1930 Dáinn 29. júlí 1991 Flestir munu lengi minnast síð- asta sumars vegna hinnar miklu veðurblíðu og sólríku daga sem fólk naut í ríkum mæli bæði sunnan heiða og norðan. Um hásumarið er fólk að sjálf- sögðu mikið á faraldsfæti og við hjónin vorum einmitt að búast í langferð þann 29. júlí, þegar okkur barst sú frétt að gamall og góður vinur okkar, Stefán Pétursson, hefði látist fyrr um daginn. Sú frétt kom nokkuð á óvart, þótt við hefð- um áður frétt að heilsufar hans væri ekki sem skyldi. í ferðavafstr- inu gafst ekki tími til að setja línur á blað í minningu góðs vinar og skal nú úr því bætt á afmælisdegi hans. Stefán var eins og hann stundum orðaði það sjálfur, á léttari nótun- um, „kynborinn" Skagfirðingur, fæddur á Ystahóli í Sléttuhlíð 15. apríl 1930, sonur hjónanna Sölvínu Konráðsdóttur og Péturs Björns- sonar, sem bæði voru úr Sléttuhlíð- inni. Sölvína var dóttir Indíönu Sveins- dóttur og Konráðs Sigurðssonar bónda á Mýrum. Hann var búhöldur mikill, greiðamaður og virtist öllum vel. Indíana var hógvær og kær- leiksrík myndarhúsfreyja og á heimilinu ríkti friður og öryggi, var þar gjarnan skjól og athvarf fyrir þá er minna máttu sín og lífið hafði ekki farið um mildum höndum. Þar er meðal annarra minnst föru- mannsins og þjóðsagnapersónunnar Sölva Helgasonar, sem þar lá bana- legu sina, og naut mildrar umönn- heimilinu Grund. Mildi hugar og handa móður hennar hafa fylgt henni og hjálpað henni við að leggja líkn við þraut þeirra er þjáðust. Hún lést ári fyrr en bóndi hennar 1974. Á uppvaxtarárum Stefáns heima á Tjörnum leið tíminn við venjuleg sveitastörf að þeirrar tíðar hætti. Hann var af þeirri kynslóð sem lifði raunverulega tímana tvenna. Þjóðin var að kynnast nýrri verkmenningu, því að ný atvinnutæki voru stöðugt að koma til sögunnar, létta fólki stritið, auka afköstin og bæta af- komuna. Á þessum árum var Siglufjörður staður mikilla umsvifa þau árin sem síldin veiddist. Þangað leituðu því margir, ekki síst ungt fólk, bæði fjár og kannski ekki síður ævin- týra. Stefán vann þar af og til á unglingsárunum, en síðan lá leiðin til Reykjavíkur með foreldrunum. Eftir komuna þangað var hann mikið á sjó en stundaði nokkuð akstur sendibíla. Þessi breytilega vinna féll lionum vel, enda var hann dugmikill maður sem alls staðar kom sér vel. Árið 1972 stofnaði hann með öðrum manni hreingerningaþjón- ustu, sem þeir ráku síðan við vax- andi gengi. Sama ár kvæntist hann Ernu Guðmundsdóttur, prúðri mannkosta- og myndarkonu, og var hjónaband þeirra greinilega gæfa beggja. Það skyggði þó á að hjóna- bandið var barnlaust, en Erna átti tvö börn frá fyrra hjónabandi, sem Stefán tók ástfóstri við. Erna lést skyndilega árið 1986 og varð Stef- áni mjög harmdauði og urðu honum ýmsir hiutir andstæðir eftir það. Fyrir hjónaband hafði hann eignast soninn Pétur, með Guðlaugu Þor- steinsdóttir. Hann ólst upp hjá afa sínum og ömmu, er nú kvæntur og á synina Stefán Sölva 6 ára og Úlf Orra 5 ára. Þeir voru augasteinar og gleðigjafar afa síns og nutu umhyggju hans í ríkum mæli. Minningar mínar og míns fólks um Stefán og fjölskyldu hans eru mjög á einn veg: atgervis- og sóma- fólk. Stefán var vænn drengur og drengskaparmaður í öllum sam- skiptum. Hann var örlátur og gaf af sjálfum sér og öllu því er hann átti, þeim sem honum stóðu næstir og þurftu á að halda. Hann hafði ágæta kímnigáfu, hófstillta en hressilega framkomu og var manna glaðastur á góðri stund. Blessuð sé minning góðs drengs. Jóhann Jóhannsson. t unar Indíönu siðust ævistundar sín- ar eftir stormasama og mislita ævi. Foreldrar Péturs voru Björn Pét- ursson frá Sléttu í Fljótum og kona hans, Dórótha Jóelsdóttir. Þau hófu búskap á Bakka í Fljótum, en flutt- ust vestur um haf 1904 og voru búsett í Kanada í 26 ár. Hann vann hjá póstþjónustunni en gegndi þó herþjónustu í 3 ár á styijaldarárun- um og slasaðist þar svo af völdum flugvélarsprengju, að hann var eftir það lítt vinnufær. Þau hjón fluttu heim í átthaga sína 1930. Björn var skarpgreindur og fróðleiksbrunnur mikill og var því aufúsugestur í heimahögum sínum. Hann var hag- mæltur vel og vísa er hann orti á dánardegi sínum 13. maí 1953 lýsir jöfnum höndum glettni hans og geigleysi við það er koma skyldi: Gamli Björn er fallinn frá flestum trúi ég líki. Nú er karlinn kominn á knæpu í Himnaríki. Pétur var nýfæddur þegar for- eldrar hans gerðust útflytjendur og landnemar vestra og var honum því komið í fóstur hjá ættingjum og fluttist hann ekki vestur um haf til foreldra sinna fyrr en eftir ferm- ingu. Hann festi lítt yndi þar og eftir 5 ár flutti hann til heimahag- anna og settist þar að. Hann kvænt- ist síðan heimasætunni á Tjörnum 1926 og hófu þau búskap þar. Þau bjuggu þar og á Keldum í rúm 30 ár, eignuðust 2 syni og ólu upp fósturbörn. Sölvína lærði ljósmóðurfræði 1933 og gegndi Ijósmóðurstörfum í heimabyggð sinni í 2 áratugi við miklar vinsældir og góðan orðstír. Pétur gegndi fjölmörgum trúnaðar- störfum í þágu sveitunga sinna, enda félagslyndur og mjög í fara- broddi vegna margvíslegra hæfi- leika sinna. Þau hættu búskap 1949 og fluttu til Reykjavíkur. Pétur fékkst til að byija með við veitingarekstur er gerðist síðan einn af stofnendum Nýju sendibílastöðvarinnar og var framkvæmdastjóri hennar um skeið. Síðustu 15 árin var hann næturvörður á City-Hótel, kunni því starfi vel og eignaðist fjölmarga vini úr hópi gistivina sinna þar. Hann lést 1975. Sölvína starfaði lengst af við hjúkrunarstörf á Elli- Ástkær sonur minn, GESTUR GUÐNI ÁRNASON prentari, Kleppsvegi 134, lést mánudaginn 13. apríl sl. Gyða Árnadóttir. t Móðir okkar, MARGRÉT ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Brávöllum 7, sem lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 14. þ.m., verður jarðsung- in frá Fossvogskapellu 21. apríl kl. 15.00. Sigurður H. Jóhannsson, Jónas Jóhannsson, Guðmundur Ingvi Jóhannsson. Erla Margrét Sverrisdóttir, Björn ingvarsson, Olafur Sverrisson, Helga Sigurðardóttir, Birna Sverrisdóttir, Sigurjón Már Pétursson, barnabörn og langömmubarn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, GUNNAR BJÖRNSSON, bifvélavirkjameistari, Funafold 1, sem lést 9. apríl sl., verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 21. apríl kl. 13.30. Sigríður Ólafsdóttir, Birna Gunnarsdóttir, Sturla Karlsson, Erna Gunnarsdóttir, Gunnar Hámundarson, Þórunn Gunnarsdóttir, Guðmundur Guðjónsson, Ólafur Gunnarsson, Guðrún Jakobsdóttir og barnabörn. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR HARALDSSON, Hvassaleiti 155, Reykjavík, sem lést 5. apríl sl., verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laug- ardaginn 18. apríl kl. 14.00. Valgerður K. Sigurðardóttir, Pálmar Sigurgeirsson Sigurður Pálmarsson, Sigrfður Pálmarsdóttir, Ingvar Pálmarsson. t Elskulegur sonur minn, bróðir okkar og mágur, KRISTJÁN JÓNSSON stýrimaður, Erluhrauni 11, Hafnarfirði, er lést af slysförum 8. apríl sl., verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, miðvikudaginn 15. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélag íslands. Petrína Hjörleifsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Hjörleifur Jónsson, Erna Helgadóttir. t Ástkær móðir mín, amma okkar og langamma, HULDA BJARNADÓTTIR, Kleppsvegi 50, Reykjavik, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, 15. apríl, kl. 15.00. Ómar Konráðsson, Hafdís Huld Ómarsdóttir, Ásta Ói Ríkhard E. Ómarsson, Hrund ' og barnabarnabörn. t Þökkum innilega hlýhug og vinsemd við andlát og jarðarför, MÖRTUPÉTURSDÓTTUR Vigdís Guðfinnsdóttir, Loftur J. Guðbjartsson, Pétur Guðfinnsson, Stella Sigurleifsdóttir, Þorbjörn Guðfinnsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. t Þökkum af alhug öllum, sem sýndu okkur hlýhug og hjálp vegna andláts og útfarar, ROBINS GUNNARS ESTCOURT BOUCHER flugmanns. Ingibjörg Dís Geirsdóttir, Kristófer Róbertsson Boucher, Aslaug Þórarinsdóttir Boucher, Alan E. Boucher, Alice Kristín E. Boucher, Antony Leifur E. Boucher. t Við þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður míns, tengdaföður og afa okkar, HÖSKULDAR STEFÁNSSONAR, Víðilundi 20, Akureyri. Við þökkum starfsfólki í Hlíð fyrir alla hjálpina undanfarna mánuði. Sigrún Höskuldsdóttir, Sfmon Steingrimsson, Pálmi Símonarson, Einar Símonarson. Lokað í dag frá kl. 14.00-16.00 vegna útfarar KRISTJÁNS JÓNSSONAR, yfirstýrimanns. Hafrannsóknastofnunin. Lokað Lokað í dag vegna útfarar SIGURGEIRS VILHJÁLMSSONAR, vélgæslumanns. Prjónastofan Peysan, Bolholti 6, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.