Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992 ! i KORFUBOLTI Lakers að p missaaf lestinni? Svo gæti farið að Los Angeles Lakers komist ekki í úrslita- keppnina í bandarsíka körfuknatt- miHI leiknum (NBA) í ár Gunnar og yrði það þá í fyrsta Valgeirsson sinn í 15 ár sem liðið skrifarfrá kæmist ekki þangað. Bandaríkjunum Lakers tapaði fyrir Utah á laugardaginn 93:90 og var í __níunda sæti í vesturdeildinni fyrir leik- ina í fyrrinótt. Lakers hefur tapað jafn mörgum leikjum og Huston, sem var í áttunda sæti, en á fjóra leiki eftir. í austurdeildinni stendur slagurinn i á milli Atlanta og Miami, en Miami i hefur tapað einum leik meira en Atl- anta. Hefðbundinni deildarkeppni lýk- ur um páskana og þá byija úrslitin. Sögulegur leikur fór fram í Detroit í síðustu viku. Detroit tók þar á móti j New York og sigraði 72:61 eftir að f staðan í leikhléi hafði verið 42:31. | Þetta er næst lægsta skor sem verið hefur í NBA-deildinni frá árinu 1954, þegar 24 sekúndna skotklukkan var i tekinn í notkun. Liðin léku frábæran varnarleik og því gekk leikmönnum erfiðlega að skora og enginn gerði __,fleiri en 20 stig. Úrslit í fyrrinótt: New Jersey - Orlando..........110:104 Chicago Bulls - Atlanta Hawks.100: 93 Utah Jazz - Golden State......138: 99 LALakers-DenverNuggets........100: 93 ÚRSLIT Knattspyrna Reykjavíkurmótið < ÍR - Víkingur..................3:2 | Þorri Ólafsson 2, Kristján Halldórsson - t Atli Einarsson, Helgi Sigurösson. Vináttulandsleikur Austurríki - Litháen..........4:0 Ogris (21.), Prosenik (32.), Anton Polster (36.), Ralph Hasenhuettl (82.). 10.000. Italia Undanúrslit bikarkeppni: Juventus - AC Milan...........1:0 (Schillaci 21.). 60.000. , ■Seinni leikur. Juventus vann 1:0 saman- lagt og fer áfram. Þetta' var fyrsta tap Milan í deild og bikar á tímabilinu. England Luton - Nottingham Forest........2:1 Harford 12., James 24. - Black 2. 8.014. Sheffieid United - Tottenham.....2:0 Deane 30., 44. 21.526. West Ham -'Southampton...........0:1 -Adams 88. 18.298. Leiðrétting Úrslit í 200 m baksundi karla og kvenna á meistaramótinu innanhúss, sem voru í blað- inu í gær, voru frá undanrásunum. í úrslit- únum var röðin þessi: Karlar: Ævar Örn Jónsson, SFS.............2.09,57 Pétur Eyjólfsson, ÍBV ............2.19,67 Baldur Már Helgason, Óðni.........2.21,65 Konur: Eydís Konráðsdóttir, SFS..........2.27,44 Hrafnhildur Hákonardóttir, UMFA ..2.34,60 Margrét V. Bjamadóttir, Ægi.......2.36,06 Permilla Wiberg á fullri ferð í Hlíðarfjalli við Akureyri. Hún er nú kominn á ísafjörð, þar sem hún keppir í dag. Morgunbiaðið/Runar Þor Pemilla Wiberg í ut- reiðartur a Isafiroi Keppendurnir sem taka þátt í alþjóða skíðamótaröð Skíða- sambands islands fengu frí í gær. Sænski heims- og Valur B ólympíumeistarinn í Jónatansson stórsvigi, Pernilla skrifarfrá ' Wiberg, brá sér á ísafirði hestbak á ísafirði á meðan aðrir böðuðu sig í sólskininu á Seljalandsdal. Keppt verður í svigi karla og kvenna á ísafirði í dag og á morg- un. Keppni hefst kl. 10 báða dag- ana. Aðstæður á Seljalandsdal eru eins og best verður á kosið og létu skíðamenn það óspart í ljós í gær. „Brekkurnar hér eru frábærar og veðrið eins og það gerist best, logn og sól. Þetta gerist ekki betra ann- ars staðar í Evrópu,“ sagði einn sænsku keppendanna í samtali við Morgunblaðið. Pernilla Wiberg brá sér í útreið- artúr í gær. „Það var æðislegt að fá tækifæri til að fara á hestbak hér. íslenski hesturinn er mjög góð- ur - ég væri ekkert á móti því að eiga einn slíkan," sagði Wiberg eft- ir kiukkustundar útreiðatúr um Hnífsdal. Áður hafði heims- og ólympíumeistarinn skoðað frystihús á ísfirði og sagðist hlakka til að fara í Bláa lónið á föstudaginn langa. Keppnin um Visa-bikarinn, sem veittur er fyrir besta árangur í al- þjóða mótunum sex, lýkur í Biáfjöll- um á laugardag og verður þá keppt í svigi karla og kvenna. Úrslitakeppni í 1. deild ,, karla og kvenna llþróttamibstöðinni Ásgaröi Mibv.daginn 15. apríl Kl. 18:30 1. deild kvenna 1. úrslitaleikur Stjaraan - Víkingur Kl. 20:30 l.deildkarla áttalibaúrslit Stjarnan - FH Garbabæingar fjölmennib og hvetjiö ykkar menn til sigurs. Miðasalan opnar kl. 18:00 BÚNAÐARBANKI Vry ÍSLANDS Stjarnan BADMINTON / EVRÓPUMEISTARAMÓTIÐ Island upp um deild ÍSLENSKA landsliðið í badmin- ton sigraði í 3. deild á Evrópu- meistaramótinu íbadiminton sem fram fer í Glasgow og leik- ur því næst i' 2. deild og er þetta í fyrsta sinn sem liðið nær þeim árangri. 0/7/ Melville skrifar frá Skotlandi Islenska sveitin sigraði Austur- ríkismenn 5:0 en tapaði 2:3 fyr- ir Frökkum á mánudaginn í riðla- keppninni. Það kom hins vegar ekki að sök því Austurríki vann Frakkland 3:2 og þar með komst íslenska sveitin í úrslitaleikinn sem var við Búlgaríu. Sá leikur var jafn og spennandi en íslendingar stóðu í lokin upp sigurvegarar, 3:2. „Við höfum beðið allt of lengi eftir þessu,“ sagði Broddi Kristjáns- son sæll og glaður eftir að sigurinn var tryggður. Ekki er víst að sigur- inn skipti máli þannig lagað því til stendur að íjölga þjóðum í mótinu eftir tvö ár og ísland hefði því ef til vill flust í 2. deild hvort sem var, en það er alltaf skemmtilegra að gera það með sigri. „Við þurfum að komast á fleiri mót erlendis,“ sagði Mike Brown landsliðsþjálfari íslands. „Ef stúlk- urnar fengju fleiri tækifæri er ég viss um að þær myndu minnka bil- ið sem er á milli þeirra og kepp- enda annarra þjóða,“ sagði Brown. Broddi var hins vegar raunsær þeg- ar hann var spurður um aukið fé til handa _ badmintonfólki. „Allar íþróttir á íslandi þurfa meira pen- inga,“ svaraði hann. Leikurinn _ við Búlgaríu var spennandi. Árni Þór Hallgrímsson og Ása Pálsdóttir riðu á vaðið í tvenndarleik gegn Dimitrova og Skripko, 44 ára gömlum fyrrum Sovétmanni og þjálfara Búlgara. Fyrsta lotan tapaðist 11:15 og í annari lotu virtist allt búið þegar staðan var 9:14. En Árni og Ása voru á öðru máli. Þau gerðu sér lítið fyrir, jöfnuðu og sigruðu síðan 17:14. Síðustu lotuna unnu þau svo 15:8 og þar með var tónninn gefinn. Þórdís Edwald tapaði einliða- leiknum 2:1 í jöfnum og skemmti- legum leik en Broddi átti ekki í nokkrum vandræðum í sínum leik, vann 15:6 og 15:7. Þórdís og Ása fengu slæma útreið í tvíliðaleiknum, töpuðu 15:5 og 15:0 og því allt í járnum fyrir síðasta leikinn. Árni Þór og Jón P. Zimsen sáu um að tryggja sigur íslands, 15:4 og 15:5 og þar með var sætið í 2. deild tryggt. í einstaklingskeppninni sem fram fór um helgina gekk okkar fólki illa og enginn komst áfram í aðal- keppnina, en Broddi þurfti ekki að taka þátt í undankeppninni og tek- ur því þátt í aðalkeppninni sem hefst í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.