Morgunblaðið - 15.04.1992, Side 52

Morgunblaðið - 15.04.1992, Side 52
MOKCUNBLAÐID, ADALSTKÆTJ 6. 101 REYKJAVÍK SlMl 691100, SlMBKÉF 691181, PÓSTHÓLF /555 / AKUKEYKl: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Viðræður við Breta um kaup á Holiday Inn VIÐRÆÐUR standa nú yfir við fulltrúa fjármögnunarfyrirtæk- isins Bransby Investments, sem starfar í Bretlandi og víðar, um hugsanleg kaup á Hótel Holiday Inn við Sigtún í Reykjavík. Full- trúi fyrirtækis í Bretlandi kom hingað til iands um síðustu heigi og átti viðræður við forráðamenn eignaleigufyrirtækisins Glitnis og Islandsbanka, sem eiga hóteiið til helminga. Kristján Óskarsson, framkvæmd- astjóri Glitnis og stjórnarformaður Holiday Inn, sagði í gær að hinir erlendu aðilar hefðu sýnt fyllsta áhuga á hóteiinu. Þorsteinn Eggerts- __son lögmaður Bransby Investments hér sagði .að fyrirtækið hefði áhuga á hótelinu sem fjárfestingu. Hann tók það fram að fjárfestingin væri það mikil að til hennar þyrfti leyfi íslenskra stjórnvalda. Hótel Holiday Inn varð gjaldþrota árið 1989 og keyptu Islandsbanki og Glitnir hótelið þá af þrotabúinu. Frá þeim þeim tíma hefur verið reynt áð selja það bæði innanlands og er- lendis. ------*----------- Vill taka Morgunblaðið/Sverrir Ráðhús tekið í notkun Ráðhús Reykjavíkur var formlega tekið í notkun við hátíðlega athöfn í gær. Myndin var tekin þegar borgarstjórahjónin, forseti Islands og forseti borgarstjórnar og frú skáluðu fyrir húsinu. Markús Örn Antons- son borgarstjóri er lengst til vinstri, þá Steinunn Ármannsdóttir kona hans, Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands, Magnús L. Sveinsson for- seti borgarstjórnar og Hanna Hofsdal Karlsdóttir kona hans. Á inn- felldu myndinni sést borgarstjóri taka niður merkið af gömlu borgar- skrifstofunum í Austurstræti 16. Sjá nánar um opnun Ráðhússins á miðopnu. Laugardals- laug á leigu saltfiski hefur fallið mjög áð undanförnu í Portúgal vegna mikils framboðs á markaðinum frá Norðmönnum. Á stjórnarfundi í SÍF í gærdag voru markaðsmálin í Portúgal og á Ítalíu til umræðu. Sigurður Har- aldsson segir að undanfarna daga hafi SIF átt viðræður við kaupend- ur í Portúgal og á Ítalíu. „Staðan á þessum mörkuðum er erfið af ýmsum orsökum, meðal annars lágu verði hjá Norðmönnum svo og óvissu í sölumálum saltfisks hér heima,“ segir Sigurður. „í fyrstu umferð þessara viðræðna fengust ekki niðurstöður á Ítalíu en við lögð- um fram tilboð sem þessir kaupend- ur eru nú að skoða og við vonum að þeir svari okkur innan nokkurra daga. Fljótlega eftir páska munum við síðan hefja viðræður við Spán- veija.“ Sigurður segir Norðmenn hafa selt og afskipað miklu magni af saltfiskframleiðslu sinni þetta ár til Portúgals og að Portúgalir séu sannfærðir um að Norðmenn muni halda áfram að bjóða vöru sína á lágu verði. „Jafnframt hefur komið fram að Portúgalir eru ekki tilbúnir að kaupa saltfisk af okkur á hærra verði en Norðmenn bjóða,“ segir hann. BJÖRN Leifsson, eigandi heiisu- ræktarinnar World Class, hefur óskað eftir því við Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborg- ar að taka Laugardalslaugina á leigu og reka á eigin kostnað fyrir aimenning. Á síðasta ári var 90 milljóna króna halli á rekstri sundlauga í Reykjavík. „Ég sótti um að taka laugina á íeigu fyrir fimm árum en þá þótti þetta byltingarkénnd hugmynd svo þetta er í annað sinn sem ég læt reyna á hvort þetta er hægt,“ sagði Björn. „Ég fékk engar undirtektir en nú tel ég að hljómgrunnur _sé fyrir að reyna á einkavæðingu. Ég hef trú á þessu og tel mig geta minnkað hallann sem verið hefur á rekstrinum þegar ég hef komið mínum hugmyndum í verk. Ég held að það sé ekkert vandamál að reka laugina ef rétt er á málum haldið.“ Iþrótta- og tómstundaráð hefur ákveðið að fela Ómari Einarssyni framkvæmdastjóra að heíja viðræð- ur við Björn Leifsson um málið. Treg saltfisksala í Portúgal og á Ítalíu: SÍF selur 1500 tonna farm í Portúgal með 14% verðlækkun Gert til að létta á stöðunni hér heima, segir Sigurður Haraldsson framkvæmdastjóri SÍF SÖLUSAMBAND ísl. fískfram- ieiðenda hefur sent einn 1500 tonna saltfiskfarm til Portúgals á verði sem er tæplega 14% lægra en verðið var á þessum markaði um síðustu áramót. Sigurður Haraldsson fram- kvæmdastjóri SÍF segir að þetta sé gert tii að létta á stöðunni hér heima en saltfiskbirgðir eru miklar nú í lok vetrarvertíðar. Auk þess mun annar 12-1500 tonna farmur fara til Portúgals fyrir næstu mánaðamót. Verð á Samkomulag milli Húsnæðisstofnunar og lífeyrissjóðanna: Fjárþörf mætt með skulda- bréfaútboði á markaði SAMKOMULAG er í burðarliðnum milli Húsnæðisstofnunar og Sam- bands almennra lífeyrissjóða og Landssambands lífeyrissjóða um kaup lífeyrissjóðanna á skuldabréfum byggingarsjóðanna. Vonir fytanda til að gengið verði formlega frá samkomulaginu i dag, en samkvæmt því er gert ráð fyrir að Húsnæðisstofnun afli fjórðungs af því fé sem hún þarfnast í ár með skuldabréfaútboði, helmings á næsta ári og að stofnunin afli að öllu leyti fjár með skuldabréfaút- boði á markaði árið 1994. Húsnæðisstofnun og lífeyrissjóð- irnir höfðu áður gert samning vegna fyrsta ársfjórðungs þessa árs ■4/g hafa samningaviðræður vegna þess sem eftir er ársins og vegna ársins 1993 staðið yfir að undan- förnu. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins ér gert ráð fyrir að Húsnæðisstofnun leiti tilboða í skuldabréf að upphæð tveir millj- arðar króna á þessu ári, sem er um fjórðungur þess fjársem stofnunin þarf að afla sér, og lífeyrissjóðirnir kaupi það sem á vantar með sömu kjörum og gilt hafa undanfarið í samningum milli sjóðanna og Hús- næðisstofnunar, en það er 0,1-0,2% lægri vextir en eru á spariskírtein- um ríkissjóðs. Á næsta ári leiti stofnunin eftir tilboðum í helming þess fjár sem hún þarfnast og á' árinu 1994 verði lánsfjárþörf stofn- unarinnar að fullu mætt með skuldabréfaútboði. Gera má ráð fyrir að ráðstöfun- arfé lífeyrissjóðanna verði um 30 milljarðar í ár. í þessari stöðu taldi SÍF samt rétt að senda einn 1500 tonna farm til Portúgals á verði sem er 12-14% lægra en verðið var um síðustu áramót. Fór sá farmur utan með Hvítanesinu sl. sunnudag. Annar farmur fer síðan fyrir mánaðamótin næstu. Sigurður segir þetta gert til að létta á stöðunni hér heima en birgðir af saltfiski í landinu nema nú 6-7000 tonnum. Framleiðslan frá áramótum nemur hinsvegar um 10.000 tonnum. ------♦ ♦ ♦—------ Fékk tundur- dufl í trollið TOGARINN Drangavík VE 555 fékk tundurdufl í trollið er skip- ið var á veiðum út af Garðskaga í gær. Duflið var virkt og tóku sprengjusérfræðingar frá Land- helgisgæslunni við duflinu þegar skipið lagðist við höfn í Sandgerði upp úr kl. 17 í gær. Að sögn lögreglunnar í Keflavík gerði togarinn viðvart um duflið um kl. 16 í gær. Það var mjög öflugt og virkt. Þvi var eytt á Stapafells- svæðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.