Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992 félk í fréttum VIÐURKENNIN G Starfsmenn SS heiðraðir fyrir giftudrjúgt starf SEX starfsmenn Slátur- félags Suðurlands voru heiðraðir fyrir giftudijúgt starf I þágu fyrirtækisins á árshátíð þess sem fram fór á Selfossi 4. apríl. Einn þeirra, Magnús Sigurðsson í vörumiðstöð, á að baki 50 ár hjá SS. Hann var heiðrað- ur með gullúri og blómvendi. Áður en Steinþór Skúlason forstjóri afhenti viðurkenn- ingarnar flutti hann starfs- mönnunum hvatningarávarp og sagðist hafa trú á því að hinn mikli mannauður sem fyrirtækið ætti í starfsmönn- um sínum skilaði því fram á við í þeirri miklu samkeppni sem væri á markaðnum og sem ætti eftir að aukast með innflutningi landbúnaðaraf- urða. Þrír starfsmenn, Sigutjón Jónsson, Sigrún Bjarnadóttir og Auður Johannsdóttir, fengu gullmerki fyrir 25 ára stárf. Ellý Eliasdóttir og Hraunar Daníelsson guliúr fyrir 30 ára starf. Á árshátíðinni voru saman komnir starfsmenn úr Reykjavík, frá Selfossi og Hvolsvelli. Helgi Jóhann- esson veislustjóri gat þess meðal annars í veislustýr- ingu sinni að breyting væri orðin á Hvolsvelli, þangað væri nú komin peningalykt, sem væri reykjarlyktin. Sig. Jóns. Starfsmenn skemmtu sér konunglega á árshátíðinni. Steinþór Skúlason for- stjóri Og Magnús Sig- urðsson sem á að baki 50 ár hjá Sláturfélaginu. Strandgötu 30, sími 650123 Gústi, Halli, Svenni, Bjöggi og Jonni leika fyrir dansi Ath. Snyrtilegur klœðnaður K Vlt VOKF. - K VR VOKF _______LiLLLiUiid;. OPIÐ UM PÁSKANA: MIÐVIKUDAG......18.00-03.00 FIMMTUDAG.......18.00-24.00 LAUGARDAG.......18.00-24.00 JOHNIMY, söngur, JAN VANDERMEY, gítar & söngur, RUDY ENGLEBERT, bassi & söngur, CHRISTIAN MUISER, trommur, M.J. LAV, gitar. ÞAU SLOGU Í GEGN í GÆRKVÖLDI! LIPSTICK LOVERS HITA UPP! í KVÖLD SLETTUM VIÐ ÆRLEGA UR KLAUFUNUM FYRIR PASKA! PÚLSINN i paskastuði! FORSALA I VERSLUNUM SKIFUNNAR MIÐAVERÐKR. 1.000,- TONLEIKARNIR VERÐA HLJOÐRITAÐIR ANNAÐ KVÖLD: 3 ÁRA AFMÆLISHATÍÐ VINA DORA GESTIR: BUBBI MORTHENS & MARGRÉT KRISTÍN O.FL. Morgunblaðið/Þorkelh Rögnvaldur Gunnlaugsson afhendir hér Kristni Jónssyni, formanni KR, Flugfreyjubik- arinn til varðveislu. Fyrir aftan þá eru sundkonur sem unnið hafa bikarinn. Frá vinstri: Anna Ólafsdóttir, Ármanni, Helga Haraldsdóttir, KR, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, ÍR, Bryndís Ólafsdóttir, HSK, Olöf Sigurðardóttir, Selfossi, Ágústa Þorsteinsdóttir, Ármanni, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Armanni, Guðmunda Guðmundsdóttir, Selfossi, Þórunn Alfreðsdóttir, Ægi, Vilborg Sverrisdóttir, SH, Katrin Lilly Sveinsdóttir, Ægi, Guðrún Fema Ágústsdóttir, Ægi, og Valgerður Gunnars'dóttir, formaður sunddcildar KR. Fyrir framan eru Kristinn Jónsson, formaður KR, og Rögnvaldur Gunnlaugsson, gefandi bikarsins. SPORT Flugfr eyj ubikarinn afhentur KR arinn sex sinnum alls, Ág- sinnum og Helga Haralds- ústa Þorsteinsdóttir fimm dóttir fjórum sinnum. Feðgarnir Sal og A1 Pacino eru stoltir af Julie litlu. LEYND AI Pacino á 2 ára dóttur sem enginn vissi um Flugfreyjubikarinn sem keppt var um í 100 metra skriðsundi kvenna á árlegu sundmóti KR frá því 1947 var afhentur aðal- stjórn KR til varðveislu fyr- ir skömmu. Af því tilefni bauð sunddeild KR sund- konunum, sem unnið höfðu bikarinn, til veislu. Bikarinn var gefinn af Rögnvaldi Gunnlaugssyni til minningar um systur hans, Sigríði Báru Gunnars- dóttur, se_m var fyrsta flug- freyja á Islandi. Hún fórst í flugslysi í Héðinsfirði árið 1947. Fyrst var keppt um bik- arinn 1949 og síðast 1985. Kolbrún Ólafsdóttir, Ár- manni, vann bikarinn í fyrsta skipti, en hún er nú látin. 17 stúlkurunnu bikar- inn á þessu tímabili og mættu 13 þeirra í hófið hjá sunddeild KR. Hrafnhildur Guðmundsdóttir vann bik- Sal Pacino segir að fátt hafi glatt sig meira en tveggja ára sonardóttir sín, Julie. Faðir litlu hnátunnar er enginn annar en hjarta- knúsarinn A1 Pacino. Hann hefur farið svo Ieynt með dóttur sína að faðir hans Sal mátti engum segja af henni í næstum tvö ár. Sal segir að A1 hafi sagt sér af Julie þegar hún fædd- ist en lét hann ennfremur lofa sér að segja engum frá því. A1 hefur tekist svo vel að fela dóttur sína að þegar hann kom með hana með sér í fjölskylduboð ráku ættingjar leikarans upp stór augu því þeir höfðu ekki hugmynd um tilvist barns- ins. Ekki er heldur vitað hver móðir Julie er. Litla stúlkan hefur þó mikið samband við föður sinn og býr mikið hjá honum. Hann virðist vera hæstánægður með dóttur sína og hefur tekið þetta nýja hlutverk mjög alvar- lega. Smellir og Raggi Bjarna ásamt Evu Ásrúnu sjá um íjörið á þessum síöasta dans- ieik fyrir Páska. Mætum snemma. GLEÐILEGA PÁSKA! Aðgangseyrir kr. 800,- Snyrtilegurklæðnaður. Opiö frá kl. 22-03. Mætum snemma. BREYTT OG BETRA DANSHÚS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.