Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAfilÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁPRÍL 1992 27 áðhússins: ika li borgarstjóri, Markús Örn Antons- • Gunnarsson fyrrverandi borgar- Séð yfir Tjarnarsal við opnun Ráðhúss Reykjavíkur. Davíð Oddsson fprsætisráðherra og Ástríður Thorarensen forsætisráðherrafrú heilsa Markúsi Erni Antons- syni borgarsljóra er þau komu í Ráðhúsið. Davíð Oddsson forsætisráðherra, í ræðustól við opnun Ráðhúss Reykja- víkur. Margrét Harðardóttir og Steve Christer hönnuðir Ráðhússins ásamt forsætisráðherrahjónunum Davíð Oddsyni og Ástríði Thorarensen. Morgunblaðið/Árni Sæbcrg. kjavíkur í nýja ráðhúsinu. ui' sameiginlega af samningsaðilum. Að því er stefnt að tekjur af útleigu hússins standi undir rekstri þess en reynist nauðsynlegt að styrkja það mun borgarsjóður leggja framlög til rekstrarins við afgreiðslu fjárhagsá- ætlunar hveiju sinni. Þegar endurbyggingu hússins verður lokið verður það notað fyrir menningarstarfsemi og mun Reykja- víkurborg leita eftir því við listamenn og aðra áhugamenn um framtíð hússins að stofnað verði félag sem annist rekstur þess og skipulag starfsemi. Fasteignin Vonarstræti 3 hefur um árabil verið í eigu Alþýðuhússins hf. og hafa helstu hluthafar þess félags verið verkamannafélagið Dagsbrún, verkakvennafélagið Framsókn og Sjómannafélag Reykjavíkur. Þessi verkalýðsfélög áttu samtals um þriðjung hlutafjár- ins. Aðdraganda að byggingu Iðnó má rekja aftur til ársins 1879 og var Leikfélag Reykjavíkur þar til húsa allt til ársins 1986 þegar það flutti í Borgarleikhúsið. 1 ræðum sem fulltrúar minnihlut- ans héldu á borgarstjórnarfundinum í gær lýstu þeir sig allir samþykkir tillögunni og kváðust ánægðir með að Iðnó yrði endurreist. Elín G. Ólafsdóttir afhenti borg- arstjóra gjöf við þetta tilefni, pen- ingapyngju sem hún sagði að ætti að vera áminning til borgarstjóra um þá aðgát sem bæri að sýna við stjórn borgarinnar. Pyngjan innihélt 32 glerperlur og sagði Elín að hver perla táknaði hveijar 100 milljónir sem eytt hefði verið í ráðhúsið. Sex núverandi og fyrrverandi eiginkonur borgarstjóra í Reykjavík, talið frá vinstri, Steinunn Ármanns- dóttir, kona Markúsar Arnar Antonssonar, Ástríður Thorarensen, kona Davíðs Oddssonar, Ólöf Elín Davíðsdóttir, kona Egils Skúla Ingibergssonar, Sonja Backman, kona Birgis ísleifs Gunnarssonar, Erna Finnsdóttir, ekkja Geirs Hallgrímssonar og Vala Thoroddsen, ekkja Gunnars Thoroddsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.