Morgunblaðið - 15.04.1992, Page 36

Morgunblaðið - 15.04.1992, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1992 Minning: t Baldur Guðmunds- son frá Þúfnavöllum „Hættu að gráta, Mundi minn, ; )g minnztu þess, sem ég segi þér lú, að þú verður gæfumaður." Með peim töluðum orðum tók Sigurður Sveinsson hreppstjóri á Öngulsstöð- jm blásnauðan og föðurlausan 12 íra dreng, vanhaldinn hjá mótbýlis- | manni þar á bæ, í sína vernd og leitaðist hann við að finna honum nokkra miskunn í harðúð samfé- •“■^agsins og skjól í svalviðrum aldar- > háttarins. Drengurinn hét Guð- j mundur Guðmundsson og var fædd- jr um þorrakomuna 1855 í Skjald- irvík við Eyjafjörð. Var faðir hans, Guðmundur Jóhannesson, þá dáinn en ekkjan, Snjólaug ísaksdóttir frá Kjarna í Möðruvallasókn, barðist áfram með börnin. Kom þó allt fyr- ir ekki og var heimilið leyst upp i eftir hetjulega baráttu Snjólaugar i Skjaldarvík. Skulu hrakningar drengsins ekki raktir að sinni, en löngu síðar gerði Eiður sonur hans það í Búskaparsögu Skriðuhrepps forna. Hitt er mest í minningunni, að hinn umkomulausi, gáfaði öreigi lét huggast og varð svo þróttmikill í lund, allt um skort og lúalega meðferð, að hann varð gæfumaður, eins og Sigurður hreppstjóri þóttist sjá fyrir. Að vísu meir en hyggins manns ráð á raunastundu. Spádóm- ur, sem varð áhrínsorð í hinni góðu von einstæðingsins. Hamingjan var ekki mest þar, sem lesa má á skrám, að Guðmund- ur á Þúfnavöllum hafi, fertugur sjálfseignarbóndi, átt 11 nautgripi, 500 fjár og 27 hross, en þá var stærsta bú í Eyjafjarðarsýslu. Held- -^lr hitt, að þau Guðný Loptsdóttir, kona hans frá Baugaseli á Barkárd- al, áttu barnaláni að fagna. Og þá BOSCH Sértilboð 2/20 RLW Höggborvél „SDS Plus“ með ryksugu. Þreplaus hraðastilling afturábak og áfram. 500 W. Aukahlutir: Vinkildrif, meitil- stykki, meitlar. Höggbo /éI „SDS Plus“. Þreplaus hraðastilling afturábak og áfram. 500 W. <2\ Gunnar Asgeirsson hf. Borgartún 24 Sími: 626080 Fax: 629980 Umboðsmenn um land allt gæfu að geta borið og brauðfætt hinn mannvæna hóp sex pilta og tveggja stúlkna, án hinnar skelfi- legu ógnar hungurvofunnar í veru- leika íslenska alþýðubarnsins, fylgju hversdagslífsins kynslóð eftir kynslóð. Þegar þetta var voru þau fædd: Loptur ættfræðingur, síðast lengi á Akureyri, Unnur, sem ung varð ekkja á Ásláksstöðum í Möðru- vallasókn, síðar við bú á Nunnuhóli og löngum ráðskona sumarlanga ti'ð hjá Vegagerð ríkisins, Eiður bóndi og hreppstjóri á Þúfnavöllum, Skapti bóndi í Saurbæjargerði við Þúfnavelli og Hrefna, sem átti Bernharð Stefánsson alþingismann frá Þverá í Öxnadal. Yngstir þeirra Þúfnavallasystkina voru Baldur, sem nú er kvaddur, síðastur þeirra og hér skal að nokkru minnzt, og Barði þjóðskjalavörður, hinn kunni sagnfræðingur og vísi bókritari ís- lenzkrar sögu. Öll náðu þau háum aldri nema Barði, sem fylgdi öld- inni, en lézt 1957. Baldur var fæddur á Þúfnavöllum 15. janúar 1897 og var hann því fullra 95 ára, þegar honum hvarf öld þessi 8. apríl sl. eftir að vísu hálfs þriðja misseris legu og heims- firrð, ekkill í nær 15 ár. Var kona hans Júlíana Bjarnardóttir, eins og síra Theódór á Bægisá ritaði jafnan Björnsnafn föður hennar á Hrísum í Svarfaðardal. Giftust þau hinn 12. október 1919, hann 21 árs, hún 23 ára og skráð bústýra hans, enda telst Baldur bóndi á Þúfnavöllum, á móti Eiði, frá fardögum það ár og hélt við bú í hálfa öld, eins og hann sjálfur komst að orði í hóg- værð sinni og gamansemi. Þegar þau Júlíana hættu að fullu búskap 1968 og fóru til Reykjavíkur höfðu þau haft lítil umsvif á Þúfnavöllum hin síðustu árin. Bjuggu þau í tví- býli við Eið og fyrri konu hans Láru Friðbjarnardóttir frá Staðar- tungu, er lést 1937, og síðar Lín- eyju Guðmundsdóttur, ekkju Eiðs í Sörlatungu, en gömlu Þúfnavalla- hjónin þar heima í elli sinni og í Gerði, unz Guðmundur dó á sumar- málum 1947. Átti Guðný þá 5 ár ólifuð og var hin síðustu misseri á Elliheimilinu í Skjaldarvík, á fæð- ingarstað eiginmannsins, sem hún tignaði harðla mjög í 63 ára hjóna- bandi hamingjudaganna. Var kista hennar lögð í grafhýsi hans í túninu á Þúfnavöllum. Guðmundur var eigi svo bundinn grafreitum þjóðkirkj- unnar á Myrká eða Bægisá og kaus að hafa þennan hátt á. Geymdar eru ræður síra Sigurðar á Möðru- völlum að kveðju Þúfnavallahjóna, er bæði komust á tíræðisaldur. Baldur Guðmundsson var list- fengur maður, hneigður til söngs og organleiks, auk bókfræða, þó með yfirveguðum friði við kröfu bóndans, vinnu og þreytu allt frá æsku, en hörð býti föður hans á ungu árunum settu mark á daglíf barna hans og verkmikla athöfn sýknt og heilagt. Þann arf hlutu þau að taka og svara kalli fyrri aldar meins af fremsta megni, eins og Hrefna lýsti á opinskárri hátt en Baldur, að ekki sé talað um Unni og Eið. Skapgerð þeirra var líkari föðurnum, ofurminnið og fluggreindin háð stoltarhæfi, þó að Eiður segi söguna a.f gagnrýni fræðimennskunnar. ÖIl kunnu Þúfnavallasystkinin ógrynni í hvers konar þjóðlegum fróðskap og kvæð- um, en mestu mun Hrefna hafa lif- að gleði skáldamálsins í hrynjandi daganna, en Baldur af hljóði og fellt við lag. Hann var prýðilegur tónlistarmaður og var organisti Bægisárkirkju í áratugi. Tók þar við af tónlistarsál í anda og sann- leika, síðustu prestkonunni á Bæg- isá, frú Jóhönnu Gunnarsdóttur frá Laufási og Hálsi. Áttu þeir faðir minn, sem tók við Bægisárpresta- kalli jafnframt Möðruvöllum, er síra Theódór varð 75 ára 1941, og Bajd- ur organisti á Þúfnavöllum náið og Ijúft samstarf langa hríð og urðu vildarvinir. Lögðu báðir fátt og gott til við messukaffið hjá gömlu prestshjónunum og Sigríði, þessir hlýju og fáguðu menn. Kímninnar geymdu þeir vel, unz aðstæður voru aðrar og við gat átt á góðra vina fundum heima á Þúfnavöllum. Þar var harmoníum, söngur og ríkti gleði. Húsfreyja var einnig glaðlynd og góðlynd. Kom það og fram á langlínunni. Voni margar stöðvar um eina línu til Akureyrar og hlífð- ust sumir ekki við að láta börn og unglinga, sem reyndu að ná sam- bandi í önnum ofsettrar línu missa tímann og tækifærin. Baldur og Júlíana hjálpuðu mér iðulega. Þeirra aðferð var tilhliðrunarsemi og friður. Réttlæti hins lýðræðis- lega, vinstrisinnaða hugarfars. E.t.v. svipað og Sigurðar á Öngul- stöðum, þegar mótbýlismaður hans beitti umkomuleysingjann kúgun og grimmd. Eiður var líkur Baldri um þetta og spunnust svæsnar blaðadeilur af orðum hans um þá harðúð, er fullorðinn lét lítilmagn- ann sæta. íslenska þjóðfélagið var næsta einhæft og tækifæri landsins barna fá, en úrræði lítil. Urðu því stórum fleiri bændur en hæfileika höfðu til eða áhuga á. Rétt eins og flestir stúdentanna urðu prestar, þótt hæfileikana skorti sárlega, en væri miklir til annars náms og starfa. Fé var ekki til og tækifærin vant- aði. Baldur fyllir án alls efa þennan flokk. Þó er rangt að segja um hann sem svo marga bændur og algengt er í eftirmælum, að væri á rangri hillu, og ósanngjarnt að fella undan þann þátt bóndans, sem unir í friði í ríki náttúrunnar, allt um stritið, finnur gleði lífssamkenndar- innar í húsunum, þegar hann gefur á garðann og gleymir við það erfið- inu á heyönnum. Baldur var mis- Minning: Kristín Jónsdóttir Móðursystir mín, Kristín Jóns- dóttir, lést í Sjúkrahúsi Húsavíkur 8. apríl sl. Stína frænka, eins og ég kallaði hana alltaf, fæddist í Keldunesi í Kelduhverfi, N-Þingeyjarsýslu, 26. október 1908. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Siguijónsdótt- ir og Jón Hallgrímsson og var hún næst elst fimm barna þeirra. Systkini Stínu voru: Friðrika og Siguijón, sem eru látin, Katrín, búsett í Kópavogi, og Þórhallur á dvalarheimilinu Hvammi á Húsa- vík. Fjögurra ára flutti Stína með foreldrum sínum að Sultum í sömu sveit og átti þar heima þar til for-_ eldrar hennar hættu búskap og fluttu í Lón til elstu dóttur þeirra, Friðriku, og Guðmundar manns hennar. Rúmlega tvítug að aldri fór Stína til Akureyrar og var þar einn vetur að læra kjólasaum. Þann 17. apríl 1932 giftist Stína Þorgrími Jóelssyni frá Húsavík, en hann lést í apríl 1981. Á föstu- daginn langa eru því sextíu ár frá brúðkaupi þeirra. Þau hófu búskap í Barði við Höfðaveg á Húsavík en síðar keyptu þau svokallað Rík- ishús, sem er Höfðavegur 22, og bjuggu þar til ársins 1981 er Þor- grímur lést. Þá flutti Stína til dótt- ur sinnar og tengdasonar og bjó hjá þeim til dauðadags. Stína og Toggi, eins og hann var ávallt kallaður, eignuðust tvö börn, Frið- riku, maki Þórður Ásgeirsson og Jón, maki Sólveig Þrándardóttir. Barnabörnin eru átta og barna- barnabörn sautján. Frænka var ákaflega blíð og hlý í viðmóti og mátti ekkert aumt sjá, en hún hafði sterka skapgerð og stóð fast á sínum skoðunum. Henni var mjög annt um börnin öll, hvort heldur það voru hennar eigin börn eða systkina hennar, og hún fylgdist af áhuga með þeim. Hún vildi.veg þeirra sem mestan og að þeim vegnaði vel. Samband Stínu og móður minnar var mjög kært, svo og Þorgríms og föður míns. Þar bar aldrei skugga á. Það var mikið samband á milli heimil- anna, og eftir að sími kom á bæði heimilin höfðu þær systur sam- band daglega. Snemma eignuðust þau Stína og Toggi bíl og buðu þau foreldrum mínum í ferðalög og til ömmu og frændfólksins í Lóni. Þá kom sér vel fyrir mig að vera litla barnið í fjölskyldunni því ég fékk oft að fara með til ömmu. Fannst mér það mikið ferðalag þar sem bílaeign var ekki almenn í þá daga. Stína vann á sumrin utan heimilis við þau störf sem buðust hveiju sinni, aðallega við fisk eða síldarvinnu, en á veturna saumaði hún fyrir fólk og gerði það til fjölda ára. Hún var ákaflega vandvirk og ég veit að enginn hefur verið óánægður með það sem hún saum- HNETU-KRÓKANT ..barn vegna bragðsins. kunnsamur við búfénað sinn og hann hafði unun að hóglegri reið, því að hann fór einnig fágætlega vel með hestana. Og hann svo gæfu- samur, erfingi góðspárinnar, að hann var úr fram bóndi hins alda- gamla búskaparlags. Vélaöldin náði aldrei upp að gömlu Þúfnavöllum, að heitið geti, og umsvif breyttra hátta kunnu ekki tök á þeim Júlí- önu. En þau glöddust við umbylt- ingu og stórbúskap vélvæðingarinn- ar hjá Eiði, er fram í sókti, og Guðmundi og síðar Sturlu sonum hans. Þau voru áhorfendur af heimahlaði, þar sem vítt sér yfir, fijálslynd og hugul, en fundu til þakkarkenndar að þurfa ekki að gerast þátttakendur vélbúnaðar- kapphlaupsins, sem nú er á enda runnið við vandræði. Syðra gerðist Baldur þingvörður og gegndi hann þeim starfa fram um áttrætt. Naut hann sín þar vel, kyrrlátur í umgengni, kurteis með höfðinglegu móti uppruna síns og sjálfstæðis bóndans, en afar minn- ugur á hvað, sem við bar, skil manna og boðsendinga. Engu skeikaði. Og með ánægju gat hann hugsað til þingmennsku Barða bróður síns fyrr á árum og 36 ára setu Bernharðs mágs síns á Al- þingi, einnig á forsetastóli. Hann kunni því vel að vera skör lægra settur, og í ellinni, í þessu húsi. Af hógværð en ekki í auðmýkt. Hann hafði orðið gæfumaður eins og faðir hans. Kraftur áhrínsorð- anna hélzt með niðjunum. Börn þeirra Júlíönu settust öll 3 að syðra og fýsti foreldrana því fremur þang- að, þegar upp var staðið frá Þúfna- völlum. Björn sonur þeirra skrif- stofumaður og kvæntur Jófríði Sveinsdóttur lézt 1988, Þórunn, sem var elzt, ekkja Walters Pettys, og Hulda, kona Páls Bergþórssonar veðurstofustjóra. Samgleðst ég systrunum, Páli og Jófríði, við lausnir föður þeirra og tengdaföður og minnist í þakklæti samverustundanna með honum á Bægisá og Þúfnavöllum í gamla daga. Tek svo undir við þá pabba í hendingum síra Páls Jónssonar á Myrká: Sigurhátíð sæl og blið ^ ljómar nú og gleði gefur. Ágúst Sigurðsson á Prestbakka. aði. Ég minnist þess er ég átti að fara að fermast. Auðvitað hjálpaði frænka mömmu við að sauma fermingarkjólinn á mig en ég var ekki sú þolinmóðasta þegar átti að fara að máta kjólinn. Mér fannst það taka svo langan tíma og stikaði fram og aftur og stóð aldrei kyrr. Þetta átti að vera eins fínt og hægt var og fara vel, en það raskaði ekki ró hennar þó ég dansaði þarna fram og aftur, hún bara hló að þessum kjána. Við systkinin nutum þess ríkulega að eiga svo góða móðursystur og fór- um oft í heimsókn til hennar þó að í þá daga þætti langt á milli hús- anna. Hún bjó úti á bakka sem kaliað er en við í suðurbænum. Við stytt- um okkur bara leið og fórum eftir fjörunni. Mikið var alltaf gott að finna hve við vorum velkomin og innilega fagnað og talað við okkur sem fullorðið fólk. Seinna þegar við systkinin vorum að koma í heimsókn til Húsavíkur var okkur alltaf tekið með sömu hlýjunni, fyrir nú utan kræsingarnar sem voru bornar á borð fyrir okkur hjá Stínu og Togga og síðar á Álfhóln- um eftir að Stína flutti til Diddu og Dodda. Eftir að foreldrar mínir fluttu suður átti ég alltaf mitt annað heimili á Húsavík. Mér fannst ég alltaf komin heim þegar ég kom á Álfhólinn til frænku. Stína var alltaf hin mamman mín sem tók á móti mér með útbreidd- an faðminn. Og ég veit að þannig verður tekið á móti henni í nýjum heimkynnum. Guð blessi minningu hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Dóra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.