Morgunblaðið - 15.04.1992, Síða 11

Morgunblaðið - 15.04.1992, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1992 11 Norðurlönd á dálkum dagblaðanna - Svíþjóð; Vill frjálst útvarp og sjónvarp eftirElin Rosenberg Knattspyrna og fimleikar Krister býr í Bergsbyn með mömmu sinni og .pabba. Tvítug systir hans er farin að heiman. Á virkum dögum. stundar hann nám í verzlunar- og skrifstofugreinum, sem er þriggja ára nám. Frístundirnar eru helgaðar helzta áhugamálinu, knattspyrnu. Mér líkar vel við námsefnið sem ég hef valið mér, segir hann. Við fáum að læra hvernig unnið er með tölvum, það er skemmtilegt. Hinsvegar, heldur hann áfram, eru fim- ieikar áreiðanlega skemmtilegasta náms- efnið. Utn skeið var ég að hugleiða að verða leikfimikennari, en sé ekki eftir því að hafa valið verzlunargreinina, segir Krister. Knattspyrnu hefur hann leikið frá því hann var fjögurra ára. Áður var hann með liði Bergsbyn, en nú leikur hann með unglingaliði Sunnans í Skellefteá. Á veturna æfum við sex sinnum í viku. Stundum fáum við einnig að keppa. Á sumr- in eru fleiri kappleikir og færri æfingar. Hér áður fyrr vann ég stundum með náminu, en nú hef ég ekki tíma til þess. Knattspyrnan tekur 85% af frístundum mín- um. Þegar Krister er ekki að æfa eða í skólan- um tekur hann yfirleitt lífínu með ró. Þá er ég heima og hef það gott. Ég horfi nokkuð mikið á sjónvarp, aðallega íþróttir. Eða þá skemmti- eða heimildamyndir. Horfi ég á myndbönd eru það spennu- eða gaman- myndir. Það kann ég að meta, segir Krister. Kapalsjónvarp er gott Flestum unglingum líkar vel við kapal- Það hefði fyrir löngu átt að veita frelsi til sjónvarpsútsendinga. Það gefur meira úrval og er mun betra fyrir áhorfendur. Mér finnst ekki eigi að sleppa neinum dagskrárliðum, heldur fjölga þeim sem í boði eru, segir Krist- er Lundström, 16 ára piltur í Skellefteá. sjónvarp. Líki manni ekki við einhvern dag- skrárliðinn má alltaf skipta um rás. Vissulega er mikið um lélega dag- skrárliði í kapalsjónvarpi, en jafnframt er úr gífurlega miklu að velja. Harmleiki og menningarþætti kann ég ekki að meta. Að öðru leyti horfi ég á flest, segir hann. Krister telur að allir verði komnir með kapalsjónvarp innan fárra ára. Í dag er það ekki þannig. Honum finnst að sænska sjónvarpið ætti að reyna að sýna meira frá öðrum löndum. Meðan sjónvarpið er vinsælt hjá ungling- um á hljóðvarpið trygga hlustendur hjá þeim eldri. Menning og jasstónlist er ekki beinlínis það sem laðar til sín hlustendur úr hópi unglingaskarans, að áliti þessa 16 ára unglings. Það ætti einnig að gefa hljóðvarpið fijálst, heldur hann áfram. Áður en ég fer að sofa hlusta ég venjulega á útvarp þar sem mikið er sent út af íþróttaþáttum. Dagblöð á hverjum degi Margir unglingar láta sér ekki nægja að Krister Lundströni, Skellefteá. fletta gegnum blöðin stöku sinnum. Það gerir Krister ekki heldur. Ég les eitthvert blaðanna daglega. Bezt eru Dagens Nyheter og Svenska Dagblad- et. Það er mikil breidd í þeim blöðum. Eini gallinn er að erfitt er að halda á þeim vegna þess að þau eru í svo stóru broti. Norra Vasterbotten ætti að vera með fleiri blaðsíður, segir Krister. í dag er frek- ar lítið að lesa í bláðinu. Umfram allt ætti að vera meira um íþróttir í „Norran", segir knattspyrnuáhugamaðurinn Krister Lunds- tröm að lokum. Sinfóníuhljómsveit æskunnar. Sinfóníuhljóm- sveit æskunnar Málari heimaslóða _________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Sinfóníuhljómsveit æskunnar hélt tónleika í Háskólabíó sl. laugar- dag, undir stjórn Paul Zukofsky. Á efnisskránni var eitt verk, sjötta sinfónían eftir Anton Bruckner. Þessi sinfónía var ekki flutt í heild fyrr en þremur árum eftir lát höf- undar, er Vínarfílharmonían flutti hana undir stjórn Gustavs Mahlers og gerði Mahler á henni ýmsar breytingar og stytti verulega. í upprunalegri gerð var verkið fyrst flutt í Vínarborg árið 1901. Verkið er samið 1881 en 1883 voru annar og þriðji þáttur verksins fluttir. Bruckner áttí í miklu basli með að fá sinfóníurnar sínar fluttar og það var ekki í raun fyrr en með sjöundu sinfóníunni, sem hann slær veru- lega í gegn, þó sú ijórða hefði feng- ið góðar viðtökur. Samverkamenn Bruckners, jafnt óvinir sem vinir, klifuðu sífellt á því að gera þyrfti alls konar breyt- ingar á sinfóníunum, bæði með því að stytta þær og einfalda í rithætti og eru þær sumar til í nokkrum útgáfum, yfirfarnar af ýmsum. Þetta umstang átti sinn þátt í að Bruckner efaðist um hæfileika sína og að minnsta kosti var það ekki til að efla sjálfstraust þessa lítilláta manns. Sinfóníuhljómsveit æskunnar var að þessu sinni mun fáliðaðri og skipuð yngri strengjaleikurum en oft áður en samt sem áður var leik- ur strengjasveitarinnar ótrúlega góður. Blásararnir voru góðir en bæði hornin og básúnurnar eru mikið notaðar og mátti heyra að þar eru efni í góða blásara, svo sem eins og í öðrum hljóðfærahópum. Paul Zukofsky tekst oft að laða fram áhrifamikinn leik og svo var að þessu sinni og hefur hann og samstarfsmenn hans unnið hér frá- bært starf, sem mun skila sér marg- falt í framtíðinni, bæði hvað varðar spilareynslu og þekkingu ungu tón- listamannanna á tónlist. Myndlist Bragi Ásgeirsson Hafnfirðingurinn Jón Gunn- arsson, er einn þeirra er leita ekki langt yfir skammt og þann- ig eru langflest myndverk hans í Hafnarborg, þar sem hann sýn- ir til 20. apríl af heimaslóðum eða nágrenni þeirra. Það er alveg rétt að menn geta fundið sér viðfangsefni út í hið óendanlega í næsta sjónmáli og gert úr mikinn myndrænan galdur. En þegar markmiðið virð- ist einungis vera að bregða upp sannverðugri mynd af umhverf- inu eins og hið ytra auga nemur það, þá verður útkoman að eins konar dægurflugum, er rista ekki djúpt en geta glatt ýmsa er þekkja til staðhátta og kennileita. Það er t.d. áberandi í mynd- verkum gerandans, að hann glímir ekki við myndbyggingu, form, liti né samanlagða burðar- grind málverksins, heldur lætur sér nægja að festa það á léreftið eða blaðið, sem fyrir augu ber liverju sinni og vafalítið eru myndverkin máluð á staðnum eða eftir Ijósmyndum, sem hann hef- ur tekið á ferðum sínum. Þetta fannst mér vera nokkuð augljóst, er ég skoðaði olíumál- verk og vatnslitamyndir Jóns Gunnarssonar á dögunum og einnig var það augljóst, að hann vinnur hratt og af innblæstri augnabliksins og forðast yfirleg- ur yfir sama myndverkinu og krufningu þess út frá myndrænu sjónarmiði. Þannig eru hin dýpri átök við myndefnið ekki sjáanleg í mynd- verkunum, en hins vegar er auðsæ hrifning Jóns á fjölbreytni og fegurð landsins, litbrigðum þess, nekt og gróandi. Um slík myndverk er erfítt að fjalla út frá venjulegum mynd- rænum lögmálum og hér örlar heldur hvergi á neinni tegund af hugmyndafræði né nævisma. Hins vegar er mögulegt að benda á nokkrar myndir, sem listrýnin- um finnst betur heppnaðar en aðrar og komast nær því að snerta innri lífæðir myndflatar- ins. Hvað vatnslitamyndir snertir tók ég strax eftir þrem, sem mér fannst skera sig úr fyrir skýr og afdráttarlaus vinnubrögð og voru það nr. 6 „Lönguhliðar“, „Kvöld- roði“ (13), og „Hraunklettar“ (16). Það er erfiðara að vísa til málverka sem skera sig sérstak- lega úr, en vafalítið eru mest átök við efniviðinn í þeim mynd- um er hann staðsetur svipi í landslagið. Ekki þó fyrir þann vinsæla leik hjáýmsum málurum, heldur einfaldlega fyrir það að í kaffistofu og gangi Hafnar- borgar hafa undanfarið hangið uppi 23 módelteikningar eftir Hrein Steingrímsson. Hér er um sjálfmenntaðan listamann að ræða sem hefur ekki sýnt áður opinberlega og er þó kominn á sjötugsaldur. Ekki veit ég hvenær þessar teikningar voru gerðar, því engin ártöl eru á nafnaskrá, en allar myndirnar heita einfaldlega „mynd“, þ.e. fyrsta mynd, önnur mynd, þriðja mynd o.s.frv., en þær virðast allar vera frá svipuð- um tíma og gerðar af sömu fyrir- sætunni, sem auðsjáanlega mun vera nokkuð í holdum. En ekki veit ég hvort það er þess vegna, eða fyrir bein áhrif Samkirkjuleg guðsþjónusta í Dómkirkjunni SAMKIRKJULEG guðsþjónusta í Dómkirkjunni á vegum Sam- starfsnefndar kristinna trúfé- laga verður á morgun, skírdag, og hefst hún kl. 11.00. Daníel Óskarssop yfirmaður Hjálpræðishersins á íslandi predik- ar og sr. Hjalti Guðmundsson þjón- ar fyrir altari. Ritningarlestur ann- ast þrír af fulltrúum kristinna safn- aða, Hafliði Kristinsson forstöðu- maður Hvítasunnusafnaðarins, Eric Guðmundsson forstöðumaður Að- ventsafnaðarins og sr. Ágúst Ey- jóifsson sóknarprestur í Maríukirkj- unni í Breiðholti. Æskulýðslúðrasveit Hjálpræðis- hersins frá Musterinu í Osló ntun leika í guðsþjónustunni og einnig syngur Dómkórinn undit' stjórn Marteins H. Friðrikssonar dómorg- anista m.a. Agnus Dei eftir enska tónskáldið William Byrd. -----».».----- Páskaeggja- mót hjá Helli TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur föstudaginn 17. apríl (föstudag- inn langa) Páskaeggjamót í skák. Mótið fer fram I Iðnskólanum í Reykjavík og hefst kl. 14.00. Tefldar verða 10 mínútna skákir og mun inótið standa yfir í um þtjá tíma. Keppnisfyrirkomulag er með nokkuð nýstárlegum hætti, í líkingu við það sem gerist í heimsmeistara- keppnum í hand- og fótbolta. Mótið er opið öllum og er skráning á mótsstað. tekist er á við ný atriði í mynd- byggingunni. Hér þótti mér myndin „Skipstjórinn" (26) vera heilust í myndbyggingu og þrótt- mest í skynrænni tjáningu. að þær minna nokkuð á mynd- verk Fernando Botero. Þetta eru mjög einfaldar myndir með nævu yfirbragði og auk þess allar gerðar með sömu tækni, litblýanti og olíukrít, og í keimlíkum litbrigðum. Kostur myndanna er, að þær eru mjúkt teiknaðar og búa yfir ákveðnum heildarsvip, öll smáatriði látin lönd og leið. Víst er það þó auð- séð, að hér er um lítt skólaðan teiknara að ræða, en Hreinn kemst furðuvel frá sumum mynd- anna svo sem 8. mynd og 13. mynd, en hér fangar hann heild- ina létt og óþvingað. Væri Hreinn yngri myndi hann teljast efnilegur byijandi, og sé stutt síðan hann hóf að fást við myndlist er hann það sömuleiðis. Myndir af konum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.