Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) P* Þú átt við erfiðleika að stríða, en færð mikilsverðan stuðning frá nákomnum ættingja. Leggðu áherslu á samveru og eindrægni. Betur sjá augu en auga. Naut (20. apríi - 20. maí) Tafir í starfi þínu kunna að draga þig svolítið niður núna. Þó eru hendur þínar ekki að öllu leyti bundnar svo að þú gætir komið ýmsu í verk á meðan þetta ástand varir. Tvíburar (21. maí - 20. júní) i& Vertu samvinnufús og reyndu að fá sem mest út úr lífínu. Erfiðleikar vegna umgengni við eina manneskju þurfa ekki að koma í veg fyrir að þú njót- ir lífsins. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Það kann að taka sinn tíma að fá aðra til samstarfs. Treystu aðeins á eigið frum- kvæði, ef þú ætlar að koma einhveiju i verk í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú stendur frammi fyrir ákveðnu vali í dag og veist ekki í hvom fótinn þú átt að stíga. Þú færð góðar fréttir £ símleiðis eða bréfleiðis. Meyja (23. ágúst - 22. sontomhcrl <3P> Þér er enn órótt út af ákveðnu vandamáli. Það borgar sig fyr- ir þig að sýna frumkvæði í dag. Fjárhagur þinn fer batn- andi úr þessu. Vog (23. sept. - 22. október) Þú hefðir gott af að komast í ákveðna fjarlægð frá vanda- máli sem þú glimir við heima fyrir. Hafðu samband við vini sem búa í fjarlægð og settu þér að hitta þá eins fljótt og hægt er. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Það sem gerist á bak við tjöld- in kemur þér vel. Þú verður að lesa milli línanna núna, þar sem einhver þeirra sem þú umgengst er erfiður viðskiptis reynir að koma sér hjá allri ábyrgð. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Þú þarft að vara þig á óprúttn- um fjárglæframönnum í dag. Láttu smávægilegar áhyggjur ekki aftra þér frá því að njóta samvista við fólk í dag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Einbeittu þér að því sem þú ert að gera, en láttu eigingjam- ar óskir lönd og leið. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þetta er ekki heppilegur tími fyrir þig til að gefa ráðlegging- ar, en hafðu það skemmtilegt og sinntu áhugamálum þínum. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú vinnur sigur í starfi þínu og á fjármálasviðinu. Þú verður fyrir vonbrigðum með einn vina þinna. Vertu heima í kvöld og njóttu þess að vera með fjöl- skyldunni. Stjörnusþána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DÝRAGLENS GRETTIR TA H /1 H /11 O éT^ ICIilMI 1 CJSVIIVS! Uu JtlMIMI FERDINAND Þegar maður býr í eyðimörkinni, er ekkert meira spennandi en horfa Hvað svo? á sólina setjast. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þú ert enn að raða hundunum þínum þegar andstæðingarnir eru komnir í sjö grönd: Norður ♦ ¥ ♦ * Vestur Austur ♦ G1097 ... ♦ ¥62 ¥ ♦ K98 ♦ ♦ G753 ♦ Suður Vestur ♦ ¥ ♦ + Norður Austur Suður — * 1 tígull Pass 3 lauf Pass 3 tíglar Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Passs 7 grönd Pass Pass Pass Ög nú er að veíja útspilið. Það er ekki vandamál að spila út spaðagosa gegn þremur gröndum. En nú þarftu aðeins einn slag og hann er líklegastur til að koma á lauf. Suður meldar eins og maður með þéttan lauf- lit. Hann telur nóg að fá tvo ása hjá makker til að vaða í sjö, svo hann ætlar sér greinilega að taka helminginn af slögunum á lauf. Þú veist að það gengur ekki, en sérð að tígulkóngurinn liggur vel til sagnhafa. Hættan er því mikil á því að tígullinn taki við hlutverki líflitarins og skili sagnhafa 13 slögum. Norður ♦ 3 ¥ ÁG109 ♦ ÁDG102 ♦ 864 Vestur ♦ G1097 ¥62 ♦ K98 ♦ G753 Austur ♦ 86542 ¥87543 ♦ 743 ♦ - Suður ♦ ÁKD ¥ KD ♦ 65 ♦ ÁKD1092 Að þessu athuguðu er rökrétt að spila úr tígli, áttunni eða níunni, og taka þennan valkost út úr myndinni strax. Sagnhafí getur ekki með nokkru móti svínað, því hann á 14 örugga slagi ef Iaufið skilar sér. Umsjón Margeir Pétursson Á móti í Rússlandi í vetur kom þessi athyglisverða staða upp í viðureign alþjóðlega meistarans Tunik (2.470), sem hafði hvítt og átti leik, og Tsjernjak, sem hafði svart. Svarta staðan gæti virst í lagi, því 39. Bxf6? — Dxf4+ er jafntefli með þráskák. En hvít- ur á laglegan vinningsleik: 39. Hc5! - Dd2 (Eftir 39. - Dxc5, 40. Bxf6 er ekki lengur þráskák í stöðunni og hvítur vekur óumflýjanlega upp drottningu.) 40. Bxf6! - Dxr4+, 41. Kgl — De3+, 42. Khl. Þar sem hrókur- inn á c5 valdar cl er ekki lengur þráskák í stöðunni svo svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.