Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 24
24 Frakkland MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992 Clinton vinn- ur í Virginíu Bill Clinton vann á mánudag sigur í forvali Demókrata- flokksins á forsetaefni í Virgi- níu-ríki. Clinton fékk rúman helming atkvæða en Jerry Brown, fyrrum ríkisstjóri Kali- fomíu fékk um 12%. Þá fékk framboð Clintons aukinn byr er háttsett nefnd á vegum hinna stóru verkalýðssamtaka AFL-CIO mælti með því að samtökin, sem 33 milljónir manna eiga aðild að, myndu formlega styðja forsetafram- boð hans. Dregur úr á- tökum í Bosníu ÚR átökum deiluaðila í Bosníu- Herzegóvínu dró í gærmorgun en þá var von á Cyrus Vance, sérlegum sendifulltrúa Sam- einuðu þjóðanna, þangað. Síðar um daginn lýsti hann hins veg- ar yfir að hann hefði frestað för sinni um sólarhring. Út- varpið í Sarajevo sagði í gær að vitað væri um smávægileg átök á nokkrum stöðum þá um nóttina. Fulltrúar Evrópuband- alagsins (EB), sem fylgjast með framgangi vopnahlés er leiðtogar múslima, Serbar og Króata í Bosníu samþykktu um helgina, sögðust í gær bjart- sýnir á að það héldist. Sögðust þeir eiga von á því að leiðtogar þjóðarbrotanna settust að samningaborði til þess að semja um friðsamlegar lyktir deilunnar um framtíð landsins. Bretaprins- essa ætlar að skilja Anna Bretaprinsessa, einka- dóttir Elísabetar Englands- drottningar, ætlar að skilja við eiginmann sinn, Mark Phillips riddarliðforingja, að því er seg- ir í fréttum frá Buekingham- höll. Þau hafa verið gift í 18 ár, en búið sitt í hvoru lagi í meira en tvö ár. Prinsessan er 41 árs að aldri. Fyrir fáeinum vikum var tilkynnt um skilnað- aráform bróður hennar, Andr- ésar prins, og eiginkonu hans, „Fergie“, hertogaynju af Jór- vík. Fomleifafræð- ingi falið að mynda stjórn Sali Berisha,. forseti Albaníu, hefur falið Alexander Meksi, 53 ára gömlum fornleifafræð- ingi að mynda fyrstu ríkis- stjórnina í Albaníu sem komm- únistar eiga ekki aðild að. Lýð- ræðisflokkur Berisha vann yfirburðasigur á kommúnist- um, sem nú nefna sig sósíal- ista, í þingkosnirigunum í síð- asta mánuði. Meksi, sem stofn- aði lýðræðisflokkinn með Ber- isha, er verkfræðingur, en hef- ur aðallega starfað við rann- sóknir á byggingarlist miðalda. Frakkland: Dómstóll hættir við málshöfð- un gegn „Böðlinum frá Lyon“ París. Reuter. FRANSKUR áfrýjunardómstóll komst á mánudag að þeirri niður- stöðu að ekki væri ástæða til að leggja fram ákæru á hendur Paul Touvier, sem var yfirmaður lögreglu í borginni Lyon á meðan á hernámi Þjóðverja stóð í síðari heimsstyijöldinni. Touvier, sem er 77 ára gamall, hefur verið sakaður um að hafa myrt fjölda gyðinga og hinn þekkta mannréttindafrömuð Viktor Basch. Hefur þessi ákvörðun vakið hörð viðbrögð, jafnt meðal stjórnmáiamanna, fjöl- miðla sem talsmanna samtaka gyðinga. Francois Mitterrand Frakk- landsforseti sagðist í gær vera mjög „hissa“ vegna þessa máls og það væri „vægt tekið til orða“. Touvier, sem kallaður var „Böð- ullinn frá Lyon“, var tvisvar dæmd- ur til dauða fjarverandi af frönsk- um dómstól en var náðaður af Georges Pompidou, þáverandi Frakklandsforseta, árið 1972, að beiðni kaþólsku kirkjunnar. Hann var loks handtekinn í klaustri í suðurhluta Frakklands árið 1989, s,akaður um glæpi gegn mannkyn- inu, en þá hafði hann verið í felum frá stríðslokum. Dómstóllinn sem farið hefur með málið komst að þeirri niðurstöðu að ekki væru nægar sannanir fyrir hendi varðandi fimm ákæruatriði af sex, og það sjötta, sem var að hafa átt aðild að morði á sjö leið- togum gyðinga, var ekki talið nógu alvarlegt til að teljast glæpur gegn mannkyninu. Ríkissaksóknari Frakklands hefur lýst því yfír að hann hyggist fara með málið fyrir æðsta áfrýjunardómstól landsins. Fulltrúar allra flokka, að Þjóðar- fylkingu Le Pens undanskilinni, hafa brugðist ókvæða við niður- stöðu dómstólsins. Talsmaður Pierre Bérégovoy forsætisráherra sagði viðbrögð hans hafa verið þau Paul Touvier að segja að hann ætti ekki að tjá sig um einstaka niðurstöður dóm- stóla. „Á hinn bóginn reiddist hann mjög niðurstöðunni,“ sagði tals- maðurinn. Dagblaðið Libération sakaði franska dómskerfið um að nota aðrar viðmiðanir varðandi franska en þýska stríðsglæpamenn. „Sú skilgreining á glæpi gegn mann- kyninu sem átti við Klaus Barbie á ekki lengur við Touvier. Þjóð- veiji sem slátrar gyðingum verður að sæta refsingu; Frakki sem ger- ist aðstoðarmaður hans fær hins vegar sök sína fyrnda með tíman- um“. Nasistaveiðarinn Serge Klars- feld, sem meðal annars kom Barbie fyrir rétt, sagðist hafa búist við því að Touvier yrði sakfelldur. „Mér datt ekki í hug að dómararn- ir myndu dirfast að halda því fram að ofsóknir gegn gyðingum væru ekki glæpur gegn mannkyninu,“ sagði hann. Ársfundur Þróunarbanka Evrópu: Deilt um fjármögnun breytinga á kjam- orkuverum A-Evrópu Búdapest. Reuter. Fjármálaráðherrar Evrópuríkja hvöttu í gær Uppbyggingar- og þróunarbanka Evrópu til að finna fjármagn til að draga úr hættunni á slysum í úreltum kjarnorkuverum fyrrverandi lýð- velda Sovétríkjanna. Þá greindi hins vegar á um áform bankans um að veita löndunum lán með lágum vöxtum til að loka nokkr- um verum og breyta öðrum. Ráðherrarnir eru í Búdapest vegna fyrsta ársfundar bankans. Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði að stjórnin í Bonn væri yfirleitt andvíg því að veita lán með lágum vöxtum til uppbyggingar í Austur-Evrópu- ríkjunum. Hins vegar væri nauð- synlegt að veita slík lán vegna kjarnorkuveranna þar sem fjár- magnið kæmi ekki frá einstakling- um eða fyrirtækjum. Nicholas Brady, fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, gagnrýndi hins vegar áform bankans og sagði að hann ætti að einbeita sér að þróun einkafyrirtækja í Austur- Evrópu fremur en að veija fjár- magni í endurbætur á kjarnorku- framleiðslunni sem tæki mörg ár. Fjármálaráðherrar Bretlands og Japans lögðust gegn hugmyndinni um lán með lágum vöxtum og sögðu að slíka aðstoð ætti að ein- skorða við fátækustu lönd heims. Reuter ERLENT Áætlað er að breytingarnar á kjarnorkuverunum kosti 4,5 millj- arða dala (270 milljarða ÍSK) á fimm árum. Disneyland í Frakklandi Nýr skemmtigarður, Disneyland í Evrópu, var opnaður í Frakklandi á sunnudag. Myndin var tekin af skrúðgöngu í tilefni opnunarinnar og yfir götunni gnæfir kastali Mjallhvítar. Breski Yerkamannaflokkurinn: Smith og Gould vilja taka við af Kinnock Lundúnum. Reuter. TVEIR af forystumönnum breska Verkamannaflokksins, John Smith og Bryan Gould, tilkynntu í gær að þeir gæfu kost á sér í leiðtoga- embætti flokksins. Bryan Gould John Smith John Smith, talsmaður Verka- mannaflokksins í fjármálum, varð fyrstur til að tilkynna framboð sitt eftir að Neil Kinnock, leiðtogi flokksins, ákvað að láta af embætt- inu í kjölfar ósigursins í þingkosn- ingunum á fimmtudag. Smith nýtur einkum stuðnings hægrivængs flokksins og verkalýðsforystunnar. Bryan Gould nýtur hins vegar stuðnings vinstrivængsins og sagði í gær að Verkamannaflokkurinn yrði að taka upp nýja og róttækari stefnu. Leiðtogaskipti nægðu ekki. Gould fæddist og var alinn upp á Nýja-Sjálandi en hefur búið á Bret- landi frá námsárum sínum. Forysta flokksins kom saman í gær og ákvað að leiðtogakjörið skyldi fara fram á sérstöku flokks- þingi 18. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.