Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1992 39 Sigurgeir Vilhjálms- son - Minning Fæddur 28. maí 1909 Dáinn 7. apríl 1992 Sigurgeir lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, eftir stutta legu. Hann var sonur Vilhjálms Gíslasonar og Guðbjargar Jónsdóttur. Vilhjálmur var kunnur um Suður- land vegna hagleiks síns sem járn- smiðs, hann var einnig ferjumaður við Óseyrarnes og sinnti því starfi, sem öðrum, af mikilli elju. Sigurður Magnússon skrifar um Vilhjálm í bókinni Fólkið í landinu undir fyrirsögninni „Gallharður við að bjarga sér“. Þar segir: „Ferðamenn komu í hrotum, stundum engir, en fyrir kom að þeir skiptu hundruðum og 14 ferðir mun ég hafa flestar farið á einum degi, hestar voru tíðast látnir synda á eftir bátunum, en fyrir kom að ég skiplagði bæði naut- kind og hross. Líklega verður fáum hugsað til baráttu feijumannsins, sem í dag aka yfir brúna, en hann og hans líkar voru þeir sem lögðu grundvöll- inn að þeim framförum og lífsgæð- um sem við búum við í dag. Sigurgeir fæddist á Óseyrarnesi við Eyrarbakka og ólst þar upp með systkinum sínum, en af þeim eru á lífi systurnar. Jóna, fyrrverandi húsmóðir í Vestmannaeyjum, sem nú dvelur á Hrafnistu í Hafnarfirði, hún var gift Vigfúsi Sigurðssyni skipstjóra, sem nú er látinn og Soffía, sem rekur pijónastofuna Peysuna í Reykjavík, en með þeim systkinum ríkti einstæð vinátta. Sigurgeir stundaði sjómennsku lengst af en lauk starfsferli sínum hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Geiri, eins og hann var kallaður, var hæglætismaður með létta lund, vildi öllum gott gera, lét sér sérlega annt um sitt fólk og lagði alltaf til það sem best var í hveiju máli. Gaman var að heyra hann riíja upp minningar frá liðnum árum, sem oft voru blandaðar glettni og alvöru. Gil, sumarbústaður Soffíu systur hans í Laugardal, var honum dýr- mætur staður, þar undi hann sér löngum með konu sinni og þar eins og alltaf annaðist hann hana með nærgætni og kærleika í gegn um langvarandi veikindi hennar, sá um eldinn í kolavélinni, dró að það sem til þurfti, dyttaði að og fór mjúkum höndum um tré og runna. Nú þegar hann er látinn, er hans sárt saknað af öllum þeim sem kynntust honum og nutu mann- kost.a hans. Við munum sakna þess, að nú verður brosið hans Geira ekki til þess að fagna okkur þegar við lítum inn á Gili. Síðustu heimsókn okkar til Geira á sjúkrahúsið, lauk með því að við báum saman stutta bæn og fórum síðan með Faðir vor. Það er ljúf minning. í Davíðssálmi hinum 41. segir: „Drottinn styður hann á sóttar- sænginni, þegar hann er sjúkur, breytir þú beð hans í hvílurúm.“ Óllu starfsfólki St. Jósefsspítala eru færðar alúðarþakkir fyrir nær- gætni, umönnum og hjúkrun. Guð blessi störf þeirra. Góður drengur hefur lokið ævi- göngu sinni. Við sendum eiginkonu hans Guð- björgu Stefánsdóttur samúðar- kveðjur, einnig systrunum Soffíu og Jónu og öðrum aðstandendum. Blessuð sé minning Sigurgeirs Vilhjálmssonar. Lára og Jóhann Guðmundsson. Geiri ver ekki margmáll um sín æsku- og uppvaxtarár. Okkar kynni hófust ekki fyrr en hann kvæntist Guðbjörgu Stefánsdóttur, móður- systur minni. Þau hófu búskap fyrst að Skipholti 55 og síðan að Ból- staðahlíð 54, og í september sl. fluttu þau í íbúðir fyrir aldraða að Boðahlein 22 við Hrafnistu. Geiri vann lengstan hluta ævi sinnar við sjómennsku og sem vél- stjóri. Þegar hann kom í land hóf hann störf hjá BÚR og þar vann hann meðan heilsa og aldur leyfðu. Hann var alltaf mjög glaður er hann fór austur að Laugarvatni í sumarbústað Soffíu systur sinnar, að vera úti í náttúrunni, setja niður kartöflur og hlúa að gróðri, bæði þar og uppi við Rauðavatn, var hans yndi. Hjálpsemi hans við aðra átti sér engin takmörk, hann var ávallt reiðubúinn að leggja fram hönd til hjálpar ef hann hafði minnsta grun um að aðstoð vant- aði, svo er einnig um Beggu, þetta var eitt af því mörgu sem þau áttu sameiginlegt. Aldrei var haft orð á greiða sem öðrum voru gerðir. Börn mín áttu alltaf athvarf hjá þeim. Fædd 27. júní 1911 Dáin 7. apríl 1992 Elsku amma mín er dáin. Hún sem ég elskaði svo mikið og var stoð mín og stytta alla tíð er nú allt í einu ekki á meðal vor. Það er svo undarlegt að þó að ég hafí séð lokastundina nálgast hægt og hægt, þá var ég samt aldrei undir það búin þegar að því kom. Nú þegar ég kveð ömmu mína í hinsta sinn á ég erfitt með að lýsa tilfinningum mínum. Þar blandast virðing, þakklæti, gleði og sorg. Amma var alveg einstök amma og öll sú lífsspeki sem hún hefur' gefið mér mun fylgja mér og mínum um ókomin ár. Við barnabörnin gátum alltaf komið í hlýjuna til ömmu og alltaf var hún til staðar ef á þurfti að halda. Ég á alveg yndislegar minn- ingar frá síðasta sumri er hún kom til mín til Svíþjóðar í tilefni 80 ára afmælis míns. 80 ára þvældist hún með okkur um allt, m.a. til Dan- merkur að heimsækja frænku okkar þar. Við fórum í tívolí og mældum götur borgarinnar og aldrei blés hún amma úr nös. Hennar draumur þá var að við skyldum kaupa hús. Hún var svo ákveðin að hún vildi helst drífa okkur á fasteignasölur og við áttum að vera búin að kaupa áður en hún færi heim en ekkert varð úr því. En það er undarlegt hvernig skiptast á skin og skúrir í þessu lífi. Daginn sem hún amma dó sat ég og skrifaðí henni bréf. Draumurinn var að rætast. Við vorum búin að kaupa hús. Ég var svo ánægð að geta sagt henni þetta því hún gladdist alltaf með mér og draumar mínir voru líka draumar hennar. En í miðjum fögnuðinum hringir systir mín og segir: „Ásta, þetta er að verða búið. Þú getur Sértaklga þegar þau stunduð nám í ísaksskóla. Þeir eru ómældir bit- arnir og annað viðurværi sem þau fengu hjá þeim og alltaf sagði Geiri þegar búið var að borða „ertu án skaða“. Ekki ætla ég að tíunda Geira gerðir, því það væri ekki hans vilji. Meðan hann lá banaleguna, voru hans aðaláhyggjur að þurfa að vera upp á aðra kominn, eða eins og hann sjálfur sagði: „Vélin er alveg að gefast upp“, enda fór svo að lokum. Ég vil að leiðarlokum þakka hon- um fyrir samfylgdina og allt það sem hann hefur fyrir okkur öll gert í gegnum árin og þó einkanlega fyrir að vera frænku mikill stoð og stytta í hennar líkamlegu veikind- farið að pakka niður“ og nokkrum tímum seinna var hún amma dáin. Amma var kjarnakona, sem trúði því að einstaklingurinn i þjóðfélag- inu gæti látið til sín taka og jafn- vel breytt sögu heimsins, því lét hún sig allt og alla varða allt frá því sem stóð henni næst til vandamála alls heimsins, og aldrei lét hún standa á sér að láta sína skoðun í ljós, bæði með því að tala persónu- lega við ráðamenn eða með blaða- skrifum og þær eru ekki fáar grein- arnar sem hún hefur skrifað í blöð- in í gegnum tíðina. Hún var sönn baráttukona í kvenréttindamálum og lagði mikla rækt við íslenska tungu. Hún var mikill bókaormur og hafði yndi af ljóðum og mörg frægustu skáld landsins voru vinir hennar, m.a. Steinn Steinarr. Ég kveð ömmu mína með miklu þakklæti fyrir dásamlegar sam- verustundir og á erfitt með að sætta mig við að nú verði þær ekki fleiri að sinni og bið góðan Guð að geyma hana uns við hittumst á ný. „Að lokum eftir langan, þungan dag, er leið þín öll. Þú sest á stein við veginn, og horfír skyggnum augum yfír sviðið eitt andartak. Og þú munt minnast þess, að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu lagðir þú upp frá þessum sama stað.“ (Steinn Steinarr, Spor í sandi) Ásta Ómarsdóttir. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor því hún var mild og máttug og minnti á jarðneskt vor. (Davíð Stefánsson) í dag er til moldar borin fyrrver- andi tengdamóðir mín, Hulda Bjarnadóttir, Kleppsvegi 50, Rvík. Ég get ekki látið hjá líða að minn- ast hennar með nokkrum fátækleg- um orðum. Hulda var tengdamóðir mín í yfir þijátíu ár og er því margs að minnast, svo margs að ekki er hægt að koma því á blað. Ég kom inn í líf hennar fimmtán ára gömul þegar ég trúlofaðist og sfðan giftist syni hennar, Ómari Konráðssyni, tannlækni, sem þá var í námi. Hulda var mér leiðandi hönd allar götur þar til við Ómar slitum um. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Beggu frænku og systr- anna Soffíu og Jónu svo og annarra vandamanna. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Sirrý, Kristinn, Stefanía og Katrín. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Með söknuði og trega kveðjum við elsku frænda okkar og þökkum allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Margar minningar koma í hug- ann. Allt fallega dótið sem hann færði okkur frá útlöndum. Skemmtiiegu ferðirnar í gamla „blöðruskódanum" þegar við fórum með honum og frænku austur að Laugarvatni, til að vera á Gili. Þar samvistum. Því er mér efst í huga þakklæti til þessarar konu sem ávallt var með báðar hendur útrétt- ar til hjálpar og ekki hvað síst til að ráðleggja þeim sem yngri voru. Þakklæti fyrir alla þá umhyggju sem hún bar fyrir börnum mínum og barnabörnum. Hún lagði mikið á sig fyrir elsta barnabarn mitt, Svanhvíti Eddu, sem er andlega og líkamlega fötluð. Hulda tók hana að sér kornunga þegar læknar töldu hana barn sem yrði að alast upp á stofnun. Þá mælti Hulda þessi orð sem mér eru mjög minnisstæð: „Þetta skal ekki verða eitt af gleymdu börnum þessa þjóðfélags.“ Hulda annaðist hana þar til hún gat ekki meira enda þá orðin háöldr- uð. Hulda átti ráð við öllu. Við, ég og börnin mín, leituðum ávallt ráða hjá henni því þaðan komu holl og skynsamleg ráð. Það vissum við. Hulda barðist ötullega fyrir rétti kvenna á íslandi og þótti ákaflega vænt um sína fóstuijörð. Hún tók mikinn þátt í allskyns félagsmálum og var hún kvenskörungur mikill og alls staðar heima. Það kom eng- inn að tómum kofanum sem ræddi við Huldu, enda var hún einstaklega vel greind og víðlesin. Það var fátt sem vafðist fyrir henni. Hún var ekki að mikla fyrir sér hlutina. Vandamálin voru í hennar huga til að leysa þau. Oft fannst mér hún vera með öll vanda- mál fjölskyldunnar á herðum sér og leysti svo eitt og eitt í eintr. Hún tók mjög nærri sér þegar einkasonur hennar Ómar varð fyrir alvarlegu umferðarslysi árið 1982 og er mér minnisstætt að þá voru báðar hendur hennar á lofti til hjálp- ar. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Minning: Hulda Bjarnadóttir var nú oft kátt á hjalla, sullað í læknum og farið í gönguferðir. Margra ánægjustunda er líka að minnast af Skeggjagötunni. Þar var alltaf gott að koma og var dekrað við okkur eins og værum við prins- essur. Á hveiju hausti var farið í kartöflugarðinn til að taka upp kartöflur, misgaman fannst okkur það verk, en frændi bjargaði þeim dögum með því að bjóða okkur upp á „krimskrams“ á Geithálsi, að verki loknu. Frændi kvæntist seint eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðbjörgu Stefáns- dóttur, og fannst okkur ungu döm- unum spennandi að fylgjast með þeirri rómantík. Þau hjónin eignuð- ust heimili í Skipholti og síðar í Bólstaðarhlíð og var mikið gott að koma þar í kaffi og fá hestavínar- brauð með því. Hver einasta stund sem við vor- um saman var nýtt til að fíflast, og grettum við okkur mjög og geyfl- uðum og hlógum dátt. Nú þegar komið er að leiðarlok- um viljum við þakka frænda fyrir allar ánægjustundirnar sem við átt- um saman. Guð blessi hann. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við systurnar sendum eiginkonu hans Guðbjörgu og systrum hans okkar dýpstu samúðarkveðjur. Soffía, Ólöf, Selma og Guðbjörg. Hulda var mjög hraust allt sitt líf, þar til um það bil fyrir ári síðan að vágesturinn barði dyra. Spakmæli eftir ókunnan höfund segir: „Víst er leiðinlegt að eldast en það er sagt eina leiðin til langlíf- is.“ Þessi kona var svo sannarlega búin að skila sínu lífsstarfi og það með miklum sóma, þegar hún lést á áttugasta og fyrsta aldursári. Þar sem Hulda var mikill ljóðaunnandi og ættjarðarsinni finnst mér eftir- farandi tilheyra minningu hennar: Yndislega ættaijörð, ástarkveðju heyr þú mína, þakkar-klökkva kveðjugjörð, kveð ég líf þitt, móðir jörð. Móðir bæði mild og hörð, mig þú tak í arma þína. Yndislega ættaijörð, ástarkveðju heyi- þú mína. (Sig. Jónsson frá Amarvatni) Blessuð sé minning Huldu, sem ég geymi í hjarta mínu. Edda Eyfeld. í minningu Huldu, ömmu minnar, langar mig að þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Ég veit að hún er í góðum hönd- um núna og bið ég góðan Guð að taka á móti henpi inn í sitt guðsríki. Hér á eftir kemur síðasta ljóðið sem hún las fyrir mig og henni þótti fallegt: Eins og geislandi safír á silkipúða sindrar bamsins tár. Þar em dreymdar örlaga óskir og óráðin ár. Tárið strýkur burt lítill lófi og leikur bros um brá. Æskan hún á svo auðvelt að trúa á endurvakta þrá. Eins og hrímhvítt hagl á héluðu laufi hrýtur öldungsins tár. I því em fólgnar löngu liðnar ljúfsárar þiár, sem fæstar rættust, en flugu i geiminn ár eftir ár. Gömul lúin og lífsþreytt hendi lyftist að brá, Ekki er víst að eilífðin verði einnig svona gi'á. (Sigurlaug Ó. Guðmundsdóttir) Rikhard E. Ómarsson. ERFIDRYKKJUR Perlan á Öskjuhlíð !■ f r l a i\! sími 620200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.