Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992 Kópavogsbúar - Hvað höf- u m við kosið yfir okkur? eftir Guðmund Oddsson Gunnar Birgisson formaður bæj- arráðs í Kópavogi hefur verið að skrifa lofgreinar um sjálfan sig á síðum Morgunblaðsins síðustu vik- ur. Hann virðist haldinn slíkri oftrú á eigin ágæti að furðu sætir. Hann og félagar hans hafa nú stjórnað Kópavogi í tvö ár, og 4. apríl sl. birtir Gunnar afrekalista núverandi meirihluta. Það væri að æra óstöðugan að ætla sér að leiðrétta allar þær rang- færslur og þann þvætting sem þar er borinn á borð, og mun ég því láta nægja að taka á nokkrum þeirra. Gunnar segir að nú hafi verið hætt að taka skammtímalán fyrir bæjarsjóð og að engir dráttaiTextir verði greiddir á árinu 1992. Ég hef áður upplýst þá snjöliu ijármálapóli- tík Gunnars að ekki skuli greiða þau lán sem tekin hafa verið, fyrr en eftir mörg ár og örugglega ekki á þessu kjörtímabili. Lánum hefur því verið skuldbreytt og í stað skammtímalána eru nú komin lang- tímalán, sem hafa hækkað úr 1.400 milljónum króna í 2.650 milljónir á valdatíma Gunnars Birgissonar. Ætli vextir og annar fjármagns- kostnaður verði ekki í kringum 250 milljónir króna á ári af þessum lán- um, en það er sama upphæð og kostar bæinn að reka alla grunn- og leikskóla bæjarins á árinu 1992. Gunnar segist stefna að betri nýtingu fjármagns með því að bæta veltufjárhlutfallið. Þetta er hin nýja stefna meirihlutans og nú á hið bætta veltufjárhlutfall að bjarga öllu. Allir vita, að hlutfall milli veltufjármuna og skammtíma- skulda lagast ef skammtímaskuld- um er breytt í langtímaskuldir. Þannig greiðir veltufjárhlutfallið engar skuldir, en bætir vissulega lausafjárstöðuna um stundir. Ennþá sama aðferðin að ýta vandanum til annarra. Gunnar segist hafa stórbætt stjórnsýslu bæjarins og þannig dregið úr rekstrarkostnaði hans. Eg veit ekki um neinn sem sam- þykkir þessa fullyrðingu. Að vísu hefur núverandi meirihluti ráðið nýjan bæjarverkfræðing yfir þeim bæjarverkfræðingi sem fyrir var. Skyldi sú ákvörðun lækka rekstrar- kostnað bæjarins eða auðvelda stjórnun? Nýtt embætti var búið tii fyrir skóla- og inenningarmálin. Skyldi sú ákvörðun lækka rekstrarkostn- aði bæjarins? Rekstrarstjóri bæjar- ins var rekinn úr starfi, en vegna fádæma klúðurs bæjarstjóra þurfti bæjarsjóður að greiða honum margra mánaða laun eftir að hann hætti störfum. Er þetta dæmi um lækkun á rekstri og góða stjómun? Þá hefur verið ráðinn sérstakur starfsmannastjóri. Skyldi ráðning hans hafa lækkað rekstur bæjarins? Gunnar ætlar að endurbyggja gömlu göturnar á 4-6 árum. Gott er ef satt er, en heldur finnst mér lítilmannlegt að telja upp þær götur sem eitthvað hefur verið fiktað við, og reyna síðan að telja bæjarbúum trú um að allt hafi gerst á tveim árum. Við skulum heldur spyija að leikslokum og monta okkur þá af afrekum. Gunnar ætlar að gera Fossvogs- dalinn að útivistarsvæði. Þetta finnst fæstum frumlegt, enda var þessi ákvörðun tekin fyrir mörgum árum. Með samþykkt og staðfest- ingu á aðalskipulagi Kópavogs árið 1989 náðist samkomulag við Reykjavík um samnýtingu dalsins. Þetta gerðist fyrir komu Gunnars Birgissonar í bæjarstjórn, svo mér finnst það að vonum að hann þakki sér sérstaklega framgang þessa. Gunnar segir að viðbygging sé hafin við Kópavogsskóla fyrir ein- hverfa nemendur. Þessi fullyrðing hans er auðvitað talandi dæmi um þekkingu hans á uppbyggingu skól- anna í Kópavogi. Umrædd viðbygg- ing er að sjálfsögðu við Digranes- skóla og mér vitanlega hefur aldrei verið rætt um hana við Kópavogs- skóla né annars staðar. Gunnar sagðist sannarlega ætla að byggja íþróttahöllina í Kópa- vogsdal, en hann ætlaði að gera það miklu ódýrar en fyrri meiri- hluti hafði samið um. Allir þekkja afrek Gunnars Birg- issonar í þessu máli, en hann eyddi tveimur árum í að reyna að ná betri samningi en fyrir var. Þessi mikli snillingur hefur nú klúðrað ein- hveiju mesta hagsmunamáli bæjar- ins, þrátt fyrir marg ítrekuð lofðorð um hið gagnstæða. Svo var honum mikið í mun að svíkja sín fyrri kosn- ingaloforð, að hann grátbað bæði mennta- og ijármálaráðherra um að rifta þeim samningi sem gerður hafði verið um byggingu HM-hall- arinnar. Gunnar Birgisson lagði slíkt ofur- kapp á að leita að ódýrara húsi en samið hafði verið um, að hann lét bæjarsjóð greiða verkfræðistofum rúmar 15 milljónir króna í herkostn- að, sem engum árangri skilaði. Nú þykist Gunnar Birgisson vera að vinna að undirbúningi byggingar íþróttahúss í Kópavogsdal, sem bæjarsjóður fjármagnar alfarið sjálfur. Þær 300-350 milljónir sem r FERMINGARGJAFIR í ÚRVALI TILDÆMIS: HANDSMÍÐAÐIR14 K HMNGIRMEÐ PERLU 6.900 HRINGIR MEÐ STEINI 7.900 Jón Sípunisson Skflrt$ripoverzlun LAUGAVEG5-101 REYKJAVÍK SÍMI 13383 ríkið var tilbúið að leggja í bygging- una voru Gunnari Birgissyní ekki þóknanlegar. Gunnar segir fyrri meirihluta hafa verið gersamlega úrræðalaus- an í skolpfráveitumálum bæjarins. Ja, miklir menn erum vér. Skoðum aðeins nánar þessa fullyrðingu Gunnars Birgissonar. Öll sú mikla vinna sem unnin hefur verið í þess- um málaflokki hér í Kópavogi var unnin áður en Gunnar Birgisson kom í bæjarstjórn Kópavogs. Nú- verandi meirihluti hefur ekki lagt eina einustu krónu í að hreinsa íj'ör- ur bæjarins, eins og Gunnar gefur í skyn. Stóra Kópavogsræsið var lagt í tíð fyrri meirihluta og öll sú áætl- anagerð sem gerð hefur verið í þessum málaflokki er frá þeim tíma. Núverandi meirihluti hefur einungis náð samningi við nágrannasveitar- félögin um framhaldið. Það sem er þó athyglisverðast við afrek Gunn- ars Birgissonar í þessu máli er, að hann ætlar ekki að greiða neitt af þessum kostnaði á þessu kjörtíma- bili, heldur er hann samkvæmur sjálfum sér og lætur aðra um að greiða þær 270 milljónir sem þessi samningur kostar Kópavog. Allt framkvæmdafé er tekið að láni. Þessir punktar um afrek Gunnars Birgissonar og félaga þau tvö ár sem þeir hafa stjórnað Kópavogi ættu að sýna hvernig þeir standa við stóru orðin. Það hefur hins veg- ar aldrei vantað, að þeir þakki sér verk annarra, en af einhveiju verða blessaðir mennirnir að státa. Fjármál Kópavogs Það er með ólíkindum hvernig Gunnar Birgisson reynir að veija þá miklu skuldasöfnun, sem hann hefur staðið fyrir hér í Kópavogi. Þær hundakúnstir sem hann reynir að nota í sínum blekkingarleik eru svo barnalegar að engu tali tekur. Það virðist allt í einu hafa runnið upp fyrir honum, að þau lán sem tekin hafa verið af bæjaryfirvöldum í Kópavogi í gegnum tíðina, hafi verið notuð til arðbærra hluta. Skætingurinn, heiftin og illgirnin í þessum vesalings manni er slík, að honum er algerlega fyrirmunað að ætla nokkrum manni heilindi í starfi. Þannig reynir hann aftur og aftur að telja bæjarbúum trú um að fyrri stjórnendur Kópavogsbæjar hafi allir með' tölu verið ómerkilegir lýðskrumarar, sem hafi haft það eitt að markmiði að falsa og ljúga að bæjarbúum. Fjármálasnillingurinn Gunnar Birgisson hefur markað rækilega Guðmundur Oddsson „Þá getur þú barið þér á brjóst og sagt af þínu alkunna lítilæti, þegar ég stjórnaði Kópavogi, þá gerðum við þetta og þetta og svo losnaði ég alveg við að borga.“ spor sín í sögu Kópavogs. Honum hefur tekist á tæpum tveim árum að tvöfalda skuldir bæjarins. Það er hins vegar hans mat, að vegna þess að lánin voru notuð til að kaupa lönd og lóðir, þá sé ljármunum vel varið, og að þær skuldir sem þessar lántökur hafi orsakað séu eiginlega ekki skuldir, því eignir standi að baki þeirra. Þvílík viska - þvílík snilld. Fólk streymir nú til bæjarins Það er marklaus áróður Gunnars Birgissonar þegar hann segir að nú fyrst séu til nægar byggingalóð- ir í Kópavogi. Hann veit greinilega lítið um uppbyggingu bæjarins síð- ustu árin. Mér er til efs að nokkurt sveitarfélag hafi úthlutað fleiri lóð- um en við gerðum í Kópavogi á árunum 1986-1990. Það var okkar stefna að sjá um að eðlilegt lóðar- framboð væri ávallt fyrir hendi, en við töldum það aldrei vera neitt sáluhjálparatriði að puðra öllu okk- ar byggingalandi út á sem skemmstum tíma. Sú stefna var að vísu rekin hér á árunum 1970-1978 þegar núver- Utivistarferðir um HJÁ ÚTIVIST verða í boði fjölbreyttar ferðir um páskana bæði stuttar og langar svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Farnár verða dagsferðir alla frídagana og lagt af stað ýmist kl. 10.30 eða kl. 13.00. Á skírdag eru tvær dagsferðir í boði, kl. 10.30 verður gengin gömul þjóðleið, Skógfellaieið sem er gömul alfaraleið er mikið var farin á síðustu öld á milli Grinda- víkur og Innnesja og kl. 13.00 verður farið á Höskuldarvelli. Gengið að Lambafeili og eftir Lambafellsgjá, Eldgjáin skoðuð og ef tími vinnst til gengið í Soga- selsgíg. Létt fjölskylduganga. Á föstudaginn langa verður söguferð á Þingvöll með Sigurði Líndal prófessor, brottför kl. 13.00. Laugardaginn 18. apríl kl. 13.00 er fjöruganga í landi Korpúlfs- staða, gengið frá Gotvík og farið út í Leirvogshólma. Tilvalin fjöl- skylduganga. Á gáskadag kl. 13.00 er gengið um Álfsnes, þaðan með Þerneyjarsundi að Víðinesi. Faljeg fjöruganga fyrir alla. Á annan. í páskum verður 8. áfangi kirkjugöngunnar. Farið verður með Ákraborginni kl. 9.15 upp á Akranes og gengið þaðan að Innra-Hólmi með viðkomu á Ytra-Iiólmi. Frá Innra-Hólms- kirkju verður gengið að Kúludalsá þar sem rúta flytur hópinn til baka að Akraborginni. Kl. 13.00 á annan í páskum verður skíðaganga á Hellisheiði. Þeir sem vilja fara í lengri ferð- ir geta valið á milli þriggja ólíkra ferða. Á skírdag verður lagt af stað upp á Snæfejlsnes og dvalið þar í 4 daga. Gist verður að Snæ- felli á Arnarstapa og auk göngu á Snæfellsjökul verða skipulagðar fjölbreyttar gönguferðir alla dag- ana. Heimkoma er áætluð um ki. 19.00 á páskadag. andi meirihlutaflokkar stjórnuðu bænum. Það er sveitarfélögum afar skaðlegt þegar verktakasjónarmið- in ein ráð uppbyggingunni. Hún á að vera sem jöfnust, og alls ekki hraðari en svo, að bæjarfélagið ráði við að fylgja eftir með sínar þjón- ustustofnanir. Gunnar Birgisson kallar það aft- urhalds- og stöðnunarstefnu í bygg- ingarmálum, sem leitt hefurtil þess, að nú er Kópavogur fjölmennasta sveitarfélag á íslandi utan Reykja- víkur. Er þessum manni sjálfrátt? Vinnubrögð hinna - hvað með mig? „Þeir héldu sér veislur ... Þeir notuðu skattfé borgaranna til að greiða sér aukalaun ... og gáfu út kosningabæklinga fyrir sjálfa sig, sem kostuðu milljónir ...“ Þetta eru nokkur dæmi úr grein Gunnars Birgissonar, sem birtist í Morgun- blaðinu 4. apríl sl. Svona er Gunnar Birgisson. Þetta er hans innræti. Hans eðli og art er að svívirða sína pólitísku andstæðinga. Hvað er maðurinn að gefa í skyn? Hvers vegna eru hlutirnir ekki sagðir full- um fetum? Hvaða veisluhöld er Gunnar Birgisson að tala um? Ég skora á Gunnar Birgisson að tala skýrt og hætta öllum dylgjum. Komdu með allt þetta sukk sem þú ert að tala um. Blessaður mundu líka eftir að skýra þá stöðu sem þú hefur hér í Kópavogi að sitja beggja vegna borðsins. Þú getur örugglega full- vissað bæjarbúa um að það sé lang hagkvæmasta fyrirkomulagið, að eini og sami maðurinn sé allt í öllu. Það ætti m.a. að koma í veg fyrir illvígar deilur milli aðila. Lokaorð Það helgar að sönnu meðalið, að reyna að koma því inn hjá bæjarbú- um, að ég hafi viljað hækka útsvar- ið. Eini glæpur minn í því máli var að benda á að vilji menn nýta sér þá tekjumöguleika sem lög og regl- ugerðir gera ráð fyrir, þá sé gáfu- legast að hækka útsvarið í 7,5% vegna þess að þá fær bærinn jöfnunarsjóðsframlagið, sem nemur um 50 milljónum króna. Þetta fram- lag vildi meirihluti bæjarstjórnar ekki, en hækkaði þess í stað vatns- skattinn um sem nam 7-10 þúsund krónum á hveija íbúð í bænum. Svo mátt þú Gunnar Birgisson kalla það hvaða nöfnum sem þú vilt, að einfalt sé að stjórna með því að senda skattgreiðendum sí- fellt reikninginn. Mér finnst það mjög í þínum anda, að taka bara lán fyrir framkvæmdunum og láta þannig aðra um að greiða. Þá getur þú barið þér á btjóst og sagt af þínu alkunna lítillæti, þegar ég stjórnaði Kópavogi, þá gerðum við þetta og þetta og svo losnaði ég alveg við að borga. Höfundur cr bæjnrfulltrúi Alþýduflokksins íKópavogi. páskana Fyrir þjálfað gönguskíðafólk er boðið upp á 4 daga gönguferð frá Sigöldu í Bása. Lagt af stað á skírdag og ekið í Sigöldu, þaðan gengið í Landmannalaugar. Næsta dag ei' stefnan tekin á Álftavatn og á laugardeginum verður gengið í Emstrur. Á páskadag verður síð- asti áfanginn genginn í Bása þar sem dvalið verður í góðu yfirlæti í skálum Útivistar en í bæinn verð- ur komið síðla dags á annan í pásk- um. Þórsmörkin og Goðalandið eru alltaf jafn ævintýraleg, ekki síður í vetrarskrúða og á laugardag þann 18. apríl verður farin 3 daga ferð þangað. Skv. síðustu upplýsingum er enn snjór þar innfrá og því hægt að taka gönguskíðin með, en einnig verða í boði fjölbreyttar gönguferðir. Brottför í allar ferð- irnar er frá BSI bensínsölu nema í Kirkjugönguna, þá er mæting við Akraborgina. (Fréttatilkynning) I I I i i i \ \ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.