Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1992 Minning: Krislján Jónsson stýrimaður Fæddur 25. apríl 1929 Dáinn 8. apríl 1992 Kristján Jónsson var fæddur í Hafnarfirði 25. apríl 1929. Foreldr- ar hans voru hjónin Jón Rósant Jónsson sjómaður og Petrína Hjör- leifsdóttir. Hann missti föður sinn 6 ára gamall og kynntist því í barn- - . æsku þeirri lífsbaráttu sem fátækar ekkjur urðu að heyja til að sjá heim- ilum sínum farborða á tímum efna- leysis og erfiðleika í lífi þjóðarinnar. Hann hóf störf aðstoðarmat- sveins á togara 14 ára gamall; sjó- mennska varð ævistarf hans, og við störf á sjónum lauk hann lífsferli sínum tæpra 63 ára og hafði þá verið yfirstýrimaður á Bjama Sæ- mundssyni um árabil. Kristján lauk námi í Flensborgar- skóla og Stýrimannaskólanum. Hann var gæddur óvenjumikilli hæfni til náms í stærðfræðigreinum og var þekktur í skóla á því sviði, og afstaða hans til viðfangsefna lífsins og málefna almennt mótaðist ■^af rökvísi, gjörhygli og vel igrund- uðum niðurstöðum. Kristjáni voru af hálfu stéttar- bræðra sinna falin margháttuð trúnaðarstörf. Hann var formaður Sjómannafélags Hafnarfjarðar í 13 ár, átti sæti í Sjómannadagsráði um langt árabil og var um skeið varaformaður Sjómannasambands íslands og sat í miðstjórn ASÍ um skeið. Hann naut hvarvetna trausts fyrir störf sín, sem hann innti af hendi af þeirri hógværð, festu og *yfirvegun sem einkenndi hann alla tíð. Kristján var einn af máttarstólp- um í starfi Sósíalistafélags Hafnar- fjarðar og síðan Alþýðubandalaginu í Hafnarfirði um áratugaskeið og er þar skarð fyrir skildi við fráfall hans. Kristján bjó alla ævi með móður sinni, sem nú er nær níræð. Heimil- islíf þeirra einkenndist ávallt af blíðu, virðingu og gagnkvæmri umhyggju, og er nú þungur harmur kveðinn að aldraðri móður hans á ævikvöldi. Kristján var frændrækinn og lét sér annt um að halda hópinn með V <§) BOSCH Bor og | brotvélar Gunnar Ásgeirsson hf. Borgartún 24 Sími: 626080 Fax: 629980 Umboðsmenn um land allt GBH 745 DE Bor/brotvél 880 W. Borar í stein allt að 45 mm. Stiglaus rofi. Þyngd aðeins 7,5 kg. Bor/brotvél 1100 W. Borar í stein allt að 50 mm. Þyngd 12,5 kg. systkinum sínum og frændsystkin- um þegar hann var í landi. Sunnur dagsmorguninn 5. apríl sl. sátum við nokkur saman ásamt honum uppi á Húsfelli og nutum útsýnisins yfir umhverfi Hafnarfjarðar í vor- blíðunni. Hvern gat órað fyrir því að þremur dögum síðar væri hann allur? Það er erfitt að sætta sig við sviplegt fráfall svo góðs drengs,.en minningarnar um allar þær ánægju- legu stundir, sem hann átti með sínu fólki, munu lifa í hugum þess um ókomin ár. Við kveðjum drengskaparmann með trega og þökk. Geir Gunnarsson. Nú mitt í vorkomunni bregður skýi fyrir sólu. Hann Kiddi frændi er ekki lengur meðal okkar. Við systkinin viljum þakka Kidda þá hlýju sem hann sýndi okkur á sinn glaðværa hátt í gegnum árin. Ommu Petu sendum við okkar bestu hugsanir er við kveðjum góðan dreng með þessum orðum: „Ég stóð á ströndinni. Skipið við hlið mér þandi hvít seglin í morgungolunni og lagði út á blátt hafið. Það var ímynd fegurðar og styrks. Ég stóð og horfði á eftir því uns það að lokum virtist sem skýhnoðri þar sem himinn og haf renna saman í eitt.“ Þá sagði einhver við hlið mér: „Það er horfið.“ En horfið hvert? Horfið sjónum mínum, það er allt og sumt. Það er alveg jafn hátt, fagurt og tignarlegt og það var þegar það fór frá hlið mér og jafn fært um að bera lifandi farm sinn til ákvörðunarstaðar. Jafn víst og skipið hefur nú horfið sjónum mínum og einhver við hlið mér seg- ir: „Það er horfið," þá eru önnur augu sem horfa á það koma og aðrar raddir sem hrópa glaðlega: „Þarna kemur það.“ (Þýð. Svein- björg Guðmundsdóttir.) Guð blessi minningu Kristjáns Jónssonar. Helga, Halla og Stefán. Okkur hafrannsóknamenn setti hljóða er við fréttum lát Kristjáns Jónssonar stýrimanns, vinar okkar og samstarfsmanns til margra ára, þar sem hann var við skyldustörf um borð í Bjarna Sæmundssyni á hafi úti á miðvikudaginu var. Enn einu sinni höfum við verið óþyrmi- lega minnt á hvað mjótt er oft það bil, sem milli skilur lífs og dauða í þessum heimi. Kristján Jónsson hóf störf sín hjá Hafrannsóknastofnun sumarið 1969 fertugur að aldri sem afleys- ingastýrimaður á Árna Friðrikssyni og vann hjá stofnuninni upp frá því. Hann varð fastráðinn 1. stýri- maður á sama skipi 1974, en flutt- ist síðan yfir á Bjarna Sæmundsson í ársbyrjun 1978 þar sem hann vann síðan sem 1. stýrimaður og skipstjóri í afleysingum til dauða- dags. Það er ekki ætlun mín að rekja ættir né æviferil Kristjáns heitins að öðru leyti hér á eftir. Það munu væntanlega aðrir gera sem betur eru til þess fallnir. Mig lang- ar hins vegar að fara nokkrum orð- um um kynni mín af Kristjáni þessi 23 ár sem báðir voru í áhöfn skipa sem langtímum saman voru við leit og aðrar rannsóknir á síld og loðnu ásamt fleiru. Það kom fljótlega á daginn við komu Kristjáns um borð í Árna Friðriksson að þar fór meira en meðalskussi _ i siglingakúnstum samtímans. Á sjöunda og áttunda áratugnum var Árni Friðriksson langtímum saman við rannsóknir á úthafinu allt vestan frá Hvarfi á Grænlandi norður og austur um að Svalbarða auk fjölmargra leiðangra á svokallað Norðursjávarsvæði til síldarleitar og annarrar aðstoðar við íslenska síldarflotann. Þá voru siglingatæki fátæklegri og óná- kvæmari er nú er orðið og skip- stjórnarmönnum vandi á höndum að halda réttan leiðarreikning. Þetta hlutverk leysti Kristján ævin- lega með stakri prýði og seinna kom í ljós að hann var fljótur að tileinka sér hvers konar nýjungar í siglinga- tækni. Raunar var Kristján aldrei í rónni fyrr en hann hafði náð fullu valdi á þeim nýju tólum sem honum og félögum hans voru látin í té í sívaxandi mæli. En Kristjáni var fleira til lista lagt. Hann t.d. ágætur skákmaður en naut sín þó sérstaklega vel við spilaborðið. Var illt við hann að eiga í þeirri hörðu bridskeppni sem gjarnan var tíðkuð á frívöktum í maraþonleiðöngrum fortíðarinnar. Um þetta vitnuðu eftirminnileg línurit sem stundum voru hengd á veggi á þessum árum og höfðu þá þrjár línanna leiðinlega tilhneigingu til að vísa niður á við meðan ein benti til himins. Mér vitanlega stundaði Kristján hins vegar ekki íþróttir af líkamlega taginu, gerði það a.m.k. ekki meðan við þekkt- umst. Sem áhorfandi var hann samt betri en enginn, sótti bæði fót- og handboltaleiki af miklum áhuga og lét sér annt um „sín lið“. Þó í litlu sé hugga ég mig við að Kristjan vinur minn skyldi sjá á eftir ís- lenska handboltaliðinu inn í A-keppnina á næsta ári, því utan fór hann að sjálfsögðu til að styðja við bakið á sínum mönnum í gegn- um B-keppnina á dögunum. Þá voru stjórnmálin Kristjáni ákaflega hugleikin og fylgdist hann jafnan með þeim af lífi og sál. Hann var dyggur fylgismaður Al- þýðubandalagsins. og þótti einlæg- lega miður ef á þann flokk hallaði en gladdist að sama skapi ef vel ,gekk. Þetta var okkur vel ljóst skipsfélögunum og strákuðumst því stundum upp í því að sviðsetja „árásir“ á Álþýðubandalagið með tilheyrandi orðaleppum, oft miður vinsamlegum. En Kristján var glað- vær náungi og varðist okkur fím- lega á viðeigandi hátt, svo lengi sem við hinir héldum okkur nokkurn veginn á málefnalegum grunni. Ef hins vegar var farið út yfir þau mörk þagnaði Kristján og var þar sjálfum sér samkvæmur því aldrei hafði hann það til siðs að misbjóða neinum í orði svo ég vissi, jafnvel ekki í gamansamri stríðni. Kristján Jónsson var talsverður bókamaður, fjöllesinn og fróður bæði um starf sitt og annað. Þá var hann reikningsmaður ágætur sem nýttist honum vel í sambandi við ýmis þau trúnaðarstörf sem honum voru falin um ævina af fé- lögum sínum í sjómannastétt. Trúi ég að Kristján hafi t.d. verið verðug- ur og harðsnúinn andstæðingur í launadeilum meðan hann stóð þar í fremstu röð. Hitt er mér þó kunn- ugra og meira í minni að Kristján Jónsson var framúrskarandi góð- samur maður og vinur vina sinna. Eins og raunar er þegar fram kom- ið mátti hann ekkert aumt sjá og leit ævinlega til með þeim sem hann taldi að á þyrftu að halda þó ekki léti hann mikið á því bera. Við síldar- og loðnumenn sem lengst unnum með Kristjáni kveðj- um góðan dreng og samvinnuþýðan vinnufélaga sem hvergi máti vamm sitt vita. Ég sendi aldraðri móður Kristjáns, systkinum og öðru vensl- afólki mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Hjálmar Vilhjálmsson. Kristján Jónsson, yfirstýrimaður og afleysingaskipstjóri á rannsókn- askipinu Bjarna Sæmundssyni lést af slysförum við skyldustörf á sjó hinn 8. þ.m. Lát þessa reynda og trausta sjómanns var vissulega okk- ur og mörgum öðrum reiðarslag og harmafregn. Fyrstu verulegu kynni mín af Kristjáni verða eftir að hann gerð- ist stýrimaður á Bjarna Sæmunds- syni. Kristján hafði langan feril að baki sem sjómaður. Eftir að hafa verið skipstjóri og stýrimaður á fiskiskipum réðst hann sem afleysingastýrimaður á rannsóknaskipið Árna Friðriksson árið 1969. Hann var síðan fastráð- inn á skip stofnunarinnar frá og með 1971. Hann var á Árna Frið- rikssyni fyrstu árin, sem annar stýrimaður og leysti af sem fýrsti stýrimaður. Frá 1976 var hann fastráðinn 1. stýrimaður og afleys- ingaskipstjóri. Allan þennan tíma hafði Kristján verið á Árna Friðriks- syni, en frá árinu 1978 réðst hann yfirstýrimaður og afleysingaskip- stjóri á rs. Bjama Sæmundsson. Hann var síðan alla tíð á rs. Bjarna Sæmundssyni nema hvað hann var um tíma skipstjóri á Hafþóri þegar það skip var í rekstri á vegum stofn- unarinnar. Eftir langt og heilladrjúgt starf fyrir stofnunina eru sjálfsagt marg- ir samstarfsmanna sem minnast hans með hlýhug. Kristján var ein- stakt ljúfmenni. Það var mjög gott að starfa með honum því hann vildi hvers manns vanda leysa og var með afbrigðum samvinnuþýður. Hann lagði sig ávallt fram við að uppfylla hinar breytilegu þarfir rannsóknanna, sem stýrimaður og skipstjóri. Það var gott að leita til hans með hin ýmsu vandamál sem varðaði siglingu skipsins og fyrir- komulag stöðvatöku í leiðöngrum. Ef Kristján skipti skapi þá hefur hann farið vel með það, því ekki minnist ég þess, að hafa heyrt hann eða séð skeyta skapi sínu á nokkr- um manni, né heldur tala illa til nokkurs. Kristján var fróður um marga hluti og var skemmtilegur og þægi- legur maður með að vera. En það var einnig grunnt á græskulausri gamansemi hjá honum. Hann var léttur í lund og manni leið vel í návist hans, því óþvingaður gat maður látið glósur og gamanyrði fljúga á víxl. En Kristján var einnig alvörugefinn, ef því var að skipta og tók starf sitt mjög alvarlega og vandaði hvert verk, hvort heldur var nákvæm sigling, andóf á stöð eða breyting veiðarfæris. Sam- viskusemi og nákvæmni einkenndu hans vinnubrögð. Við erum nú orðnir margir starfs- menn Hafrannsóknastofnunar, sem kynnst höfum Kristjáni gegnum langt og farsælt starf hans. Við munum margir sakna Kristjáns. Ég tel mig því tala fyrir munn þeirra og Hafrannsóknastofnunar, þegar ég með þessum fátæklegu línum sendi aðstandendum hans og þó sér í Iagi aldraðri móður hans okkar innilegustu samúðarkveðjur við skyndilegt fráfall hans. Við munum minnast Kristjáns sem góðs drengs og trausts félaga í starfi. Jakob Magnússon, Hafrannsóknastofnunin. Kveðja frá skipsfélögum í dag fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði jarðarför Kristjáns Jónssonar yfirstýrimanns, sem lést af slysförum 8. apríl sl. Það er eigin- lega erfitt fyrir okkur skipsfélaga hans að þurfa að trúa að Kristján sé ekki lengur meðal okkar, við sem umgengumst hann næstum daglega um borð í rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni. í einu, ásamt mörgu öðru, var Kristján Jónsson fyrir- mynd annarra skipstjórnarmanna, en það var hvað hann var nákvæm- ur í öllu sem hann gerði og hvað hann fór vel með allt. Og það er ekki lítils virði fyrir þá sem reka útgerð, að vel sé með allt farið, en þar vill oft verða misbrestur á. Við skipsfélagar söknum einlæglega þessa mæta heiðursmanns og góða félaga. Þegar hann nú í dag verður borinn til hinstu hvíldar minnumst við hans með þakklæti og hlýjum hug. Aldraðri móður, systkinum og aðstandendum hans vottum við dýpstu samúð okkar. „Ekki hann Kiddi“ var fyrsta hugsunin sem flaug um -hugann þegar sú harmafregn barst að mann hefði tekið út af hafrannsóknaskip- inu Bjarna Sæmundssyni. En það var hann Kiddi okkar. Og enn á ný sannaðist það að enginn veit hvenær kallið kemur. Það gat verið í gær, það getur orðið á morgun - en það kemur. Og alltaf erum við óviðbúin. Svo margt ósagt, svo margt ógert og svo ótalmargt sem gleymdist að þakka. Guðmundur Böðvarsson segir í kvæði sínu Völuvísu þegar hann er að brýna landsmenn til dáða: Eitt verð ég að segja þér áður en ég dey, enda skalt þú börnum þínum kenna fræði mín, sögðu mér það álfarnir í Suðurey, sögðu mér það dvergarnir í Norðurey, sögðu mér það gullinmura og gleymmérei og gleymdu því ei: að hefnist þeim er svíkur sína huldumey, honum verður erfiður dauðinn. Kristján Jónsson þurfti ekki að brýna og aldrei sveik hann sína huldumey. Hann var sannfærður hernámsandstæðingur og sannur jafnaðarmaður í orðsins bestu merkingu. Hann vildi íslandi allt og var alla tíð baráttumaður fyrir jöfnuði og réttlátara þjóðfélagi. Og hann kenndi okkur fræðin á sinn hógværa hátt, með verklagi sínu sem við getum haft til eftirbreytni. Hann var einn af þessum mönn- um sem eru alltof sjaldgæfir í dag, einn af þeim mönnum sem var ætíð boðinn og búinn að leggja hönd á plóginn og styðja góð málefni, ævinlega reiðubúinn til að rétta öðrum hjálparhönd. Hann vann af hógværð, festu og í kyrrþey án þess að spyrja: „Hvað græði ég á því?“ Hann var raungóður maður. Kristján Jónsson var einn af stofnfélögum Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði og virkur félagi frá byijun. Og alltaf var hægt að leita til Kidda. Það var sama livað það var, ef leitað var til Kidda, þá var það gert. Hann var trúr félagi, gerði það sem gera þurfti - en sóttist aldrei eftir metorðum. Vann af heil- indum fyrir það sem hann trúði á. Alþýðubandalagið í Hafnarfirði kveður góðan félaga. Það er skarð fyrir skildi, skarð sem er vandfyllt en minning um sannan mann lifir. Það er erfitt a5 velja orðin þegar á að kveðja Kidda. Orðin vilja ekki koma, en Guðmundur Böðvarsson segir í kvæði sínu, Með vinarkveðju: Uppi stend ég ósnjall maður; - engin ræða er lík þeirri er feðrafold og mæðra flytur sögurík, sú, er rótt við ruggur smáar raular friðarlag, sú er einnig ann oss hvílu eftir liðinn dag. Ég sendi aðstandendum Kristj- áns Jónssonar hugheilar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Alþýðubandalagsins í Hafnarfírði. Magnús Jón Árnason. K84 SÍMI624362

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.