Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1992 17 Er eitthvað að gerast? eftir Sigrúnu Magnúsdóttur Leiðari Morgunblaðsins frá föstudeginum 10. apríl sl. spyrþess- arar spurningar. Það undrar mig ekki að hugsandi menn varpi slíkri spurningu fram, vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekkert reyna að gera til að örva atvinnulíf- ið j borginni né landinu. í stjórn veitustofnana hefur legið tillaga frá mér síðan í haust um að auka að mun rannsóknar- og þróunarstarf vatnsveitu, rafmagns- veitu og Hitaveitu Reykjavíkur. Hugvit og þekking ásamt auðlind- um okkar í köldu og heitu vatni og rafmagni er Ijársjóður sem nýta ber til alhliða atvinnuuppbyggingar í Reykjavík. Miðvikudaginn 8. apríl er fundur í stjórninni og er tillagan þá loksins á dagskrá, en sjálfstæðismenn vilja ekki atvinnuuppbyggingu og fram- þróun og vísa tillögunni frá. Við eigum mikla möguleika Hitaveita Reykjavíkur er að ýmsu leyti leiðandi fyrirtæki í veröldinni. Þar er til staðar þekking og reynsla sem viða kemur að gagni og gæti orðið eftirsótt hvarvetna. Við verð- um eigi að síður að skerpa ímynd fyrirtækisins sem verkfræðifyrir- tækis og efla sérþekkingu á sviði hitaveitutækni. Bæði hitaveitustjóri og Rekstrar- stofan, sem gerði tillögur að stefnu- mótun fyrir HR, telja að til að halda inni í fyrirtækinu sérhæfðri þekk- ingu þurfi að fjölga verulega tækni- menntuðu starfsliði innan fyrirtæk- isins. Mikið hefur t.d. verið rætt um að nýta jarðgufu til iðnaðarupp- byggingar. Það vekur því athygli hvað innlend iðnfyrirtæki leita í litl- um mæli til fyrirtækisins með fyrir- spurnir. Jafnframt felast í heita vatninu ýmsir ónýttir möguleikar til at- vinnusköpunar, t.d. á sviði heilsu- ræktar, lækninga og ferðamála. Auður í vatni Skipulagsnefnd borgarinnar ferðaðist sl. haust um Mið-Evrópu og kom m.a. til Karlovy Vary (Karlsbad), heimsþekkts heilsu- ræktarbæjar í Vestur-Bæheimi. Til þessarar 60.000 manna borgar streyma um 10 milljónir manna á ári hvetju til að leita sér og sínum lækninga. Sérkenni borgarinnar er aðstaða til heilsubótar, þar sem hveravatn staðarins er notað til hins ýtrasta í böð og heilsudrykki. Þarn- ar drakk fólkið úr sérstökum könn- um (líka iðnaður) 35-45 gráðu heitt hveravatn í þeirri trú að yngjast við það um 10-15 ár. Við Reykvíkingar eigum mikla auðlind sem er okkar ágæta Gvend- arbrunnavatn. Starfsmenn Vatns- veitu Reykjavíkur búa yfir mikjlli þekkingu á vatni og meðhöndlun þess. Ekki er ólíklegt að útflutning- ur vatns verði í framtíðinni meiri- háttar tekjulind og því á að gefa þeim fyrirtækjum í borginni, sem við þann útflutning vilja fást, kost á að kaupa og nýta sérþekkingu VR. Þá er spurning hvernig koma má við skoðunarferðum innlendra og erlendra ferðamanna til að skoða Gvendarbrunnahúsið, bergsalinn og borholurnar. Það gleymist engum sem fær tækifæri til að skoða þann hamrakastala. Möguleikar okkar á frekari notk- un raforku eru margvísiegir. Eðli- legt er að feia RR að fylgjast með þróun nýrrar tækni í samgöngumál- um, t.d. bæði hvað varðar rafknúin almenningssamgöngutæki og raf- bíla. Hugmynd er uppi um að til greina kæmi að leggja rafknúinn einteinung í stað götunnar, Hlíðar- fótar, en mengandi umferðaræð milli Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur eyðileggur mjög útivistargildi svæðisins. Víða í Evrópu kvíða menn kröfunni um rafmagnsbíla vegna þess að orkan er ekki til, þær áhyggjur þurfum við ekki að hafa. Það er ánægjulegt að RR skuli nú vera með einn rafbíl í notkun til að safna reynslu. Þá er spurningin um vetnið, er það möguleiki í ná- inni framtíð að framleiða það úr íslensku vatni með hjálp rafmagns á samkeppnishæfu verði? Nútíma hrossarækt o g BLUP-kerfið OPINN fundur verður haldinn í félagsheimili Fáks miðvikudag- inn 15. apríl kl. 20.30. Frummælendur á fundinum eru þeir dr. Þorvaldur Árnason, höfund- ur hins svokallaðar BLUP-kerfis í íslenskri hrossarækt, og Kristinn Hugason, hrossaræktarráðunautur BÍ. Þorvaldur er búsettur í Svíþjóð og hefur því ekki haft tækifæri til að tjá sig og leiða umræðuna á réttar brautir. „Vatnið er umhverfis- vænsti valkosturinn í dag, hvort sem það er heitt, kalt eða til raf- orkuframleiðslu. Við eigum gífurlegar auð- lindir í vatninu, sem okkur ber að efla þekk- ingu á og markaðs- setja.“ Aukin áliersla á umhverfisvernd Umhverfismál eru efst á baugi um allan heim. Við óttumst eyðingu ósonlagsins og gróðurhúsaáhrifin. Vatnið er umliverfisvænsti val- kosturinn í dag, hvort sem það er heitt, kalt eða til raforkufram- leiðslu. Við eigum gífurlegar auð- lindir í vatninu, sem okkur ber að efla þekkingu á og markaðssetja. Með þessu er ég ekki að segja að veiturnar eða sveitarfélagið eigi að stofnsetja fyrirtæki, alls ekki, heldur hafa innan sinna vébanda öflugt rannsóknar- og þróunarstarf, þannig að fyrirtæki geti sótt í þann viskubrunn hugmyndir sem nýttust þeim til atvinnusköpunar. Velgengni þjóða byggist á inn- lendum auðlindum, hugviti og þekk- ingu, að þessu eiga stjórnendur að hlúa. Það má minna á að í löndum Evrópu og Bandaríkjunum hefur verið mestur vöxtur í smáfyrirtækj- um þar sem einstaklingar og litlir samvinnuhópar eru að' vinna úr hugmyndum, framleiða varning eða Sigrún Magnúsdóttir bjóða upp á einhvers konar þjón- ustu. Rannsóknarstarf Þá er enn einn þátturinn ótalinn, sem styður að efla þurfi rannsókn- ar- og þróunarstarf veitanna í Reykjavík, en það eru vandamál eins og útfellingar og tæring. Þegar Nesjavallavirkjun var tek- in í notkun síðsumars 1990 og vatn- inu hleypt á veitukerfið komu upp mikil vandræði, sem enginn vildi í' fyrstu viðurkenna að væru óeðlileg. Undirrituð var aldeilis tekin á bein- ið fyrir að vilja úttekt sérfræðinga á útfellingum og spyrja hvort ekki yrði að aðskilja vatnið frá Nesjavöll- um og jarðhitavatnið frá Reykjum. Menn áttuðu sig þó og fimm sér- fræðingar voru skipaðir í ráðgjafar- hóp til að rannsaka útfellingar. ' Niðurstöður þessarar skýrslu sér- fræðinga voru lagðar frarn á fundi veitustjórnar 8. apríl, sama fundi sem vísaði tillögu minni frá. Þar segir: „Niðurstöður rann- sóknanna gefa ótvírætt til kynna að halda verður vatni frá Nesja- vallavirkjun og jarðhitavatni af lág- hitasvæðunum á Reykjum og í Reykjavík aðskildu í veitukerfinu. Nesjavallavatnið sjálft er einnig varhugavert hvað útfellingu snertir og þarf að halda sýrustigi þess eins og nú er gert á bilinu ph 8,5 til ph 8,8.“ Þá leggja þeir til nauðsynlegar framhaldsrannsóknir í fimm liðum. Þá er tæring vaxandi vandamál hjá húseigendum bæði hvað varðar heitt og kalt vatn. Það vandamál er brýnt að rannsaka betur. Niðurlag í tugi ára hefur ekki verið meira atvinnuleysi í Reykjavík en um þessar mundir. Á sama tíma vísar sjálfstæðismeirihlutinn frá tillögu um rannsóknar- og þróunarstarf til styrktar atvinnuuppbyggingar í borginni. Höfundar að frávísuninni eru framkvæmdastjóri Ráðgefandi verkfræðinga og framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu Landsvirkjunar og iðnaðarráðuneytisins. Ég er viss um að borgarbúar eiga betra skilið en svo staðnaða vald- hafa, sem sjá'engin úrræði og vilja heldur ekki leita þeirra. í leiðara Morgunblaðsins er spurt: „Er einhver viðleitni á ferð- inni til þess að leita að nýjum vaxt- arbroddum í atvinnulífi okkar og ýta undir þá? Svarið er, ekki hjá Sjálfstæðisflokknum sem nú stýrir bæði landi og borg. Höfundur er borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins. Fundurinn er öllum opinn enda er gert ráð fyrir fjörugum umræð- um og fyrirspurnum að lokinni framsögu. Fundarstjóri verður Kári Arnórsson, formaður Landssam- bands hestamannafélaga. Fundarboðendur eru hestamann- afélögin Andvari í Garðabæ, Fákur í Reykjavík, Gustur í Kópavogi, Hörður í Mosfellsbæ og Sörli í Hafn- arfirði auk tímaritsins Eiðfaxa og Hestamenntar-Reiðmenntaskóla. Rá&húsið verður opið til sýnis eftirtalda daga um páskana, ásamt sýningu um byggingarsögu hússins. • Skírdag, 16. apríl • Laugardag, 18. apríl • Mánudag, 20. apríl frá kl. 12:00 til 18:00 frá kl. 12:00 til 18:00 frá kl. 12:00 til 18:00 SkPifstola -, ■ Vvv •'; SCHOLTES OFNAR - ALDREI GLÆSILEGRI! Með fullkominni hitastjórn og nákvæmu loftstreymi nærðu þeim árangri við baksturinn sem þig hefur alltaf dreymt um. Með innrauðum hita og margátta loftstreymi færðu steikina safaríka og fallega brúnaða. Með innrauðum hita og loftstreymi, sem líkir eftir aðstæðum undir beru lofti, nærðu útigrillsáhrifum allan ársins hring. Nafnið segir allt sem segja þarf. Funahöfða 19, sími 685680

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.