Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992 51 KNATTSPYRNA Þorvaldur loks með Forest Þorvaldur Örlygsson lék í gær- kvöldi fyrsta leik sinn á tíma- bilinu með Nottingham Forest. Brian Clough gerði sjö breytingar á liði sínu frá tapinu í úrslitum deildarbikarkeppninnar á sunnu- daginn, en hélt syninum Nigel inni og lét hann í miðvarðarstöðuna! Breytingarnar báru ekki tilætlað- an árangur, Forest tapaði 2:1 gegn Luton á útivelli. Það var nýliði í liði Luton, Julian James, sem tryggði sigurinn með fyrsta marki sínu fyrir liðið. Kings- ley Black gerði fyrsta mark leiksins eftir tveggja mínútna leik en Mick Harford jafnaði fyrir Forest. Luton hefur bjargað sér frá falli síðastlið- in tvö keppnistímabil með sigrum í síðustu umferðunum og vonast for- ráðamenn félagsins til þess að sag- an endurtaki sig. 'egjg Morgunblaðið/Rúnar Þór HANDKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIN Valdimar var sannspár Valdimar Grímsson, fyrirliði Vals, spáði í spilin fyrir Morgunblaðið á sunnudaginn og þar sagði hann meðal annars að Stjömumenn næðu að leggja FH-inga í fyrsta leik liðanna í Hafnarfirði. Það voru margir sem gáfu lítið fyrir þessa speki Valdimars og enn fleiri létu sér nægja að glotta út í annað. En viti menn, Valdimar reyndist sannspár því Stjarnan sigraði FH í Kaplakrika með 28 mörkum gegn 21. Hvað hina þijá leikina varðar reyndist Valdimar einnig sannspár. Sel- foss vann Hauka í miklum markaleik, Víkingar sigruðu Framara en þurftu svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum og á Akureyri vann KA, á sínum sterka heimavelli, lið Eyjamanna. Nú er bara að bíða og sjá hvort hann verður sannspár varðandi leikina í kvöld. Samkvæmt spá Valdimars ættu Víkingur, FH, Haukar og ÍBV að sigra. Handboltastemmning! Mikil og góð stemmning var á fyrstu leikjum úrslita- keppninnar í handknattleik á mánudaginn, ekki síst á Akurey- uri þar sem „Hornaflokkur Vest- mannaeyja" mætti til leiks. Hann verður í Eyjum í kvöld þegar heimamenn taka á móti KA og íjölmagir Akureyringar munu fylgja liðinu til Eyja. Það verður einnig hart barist í Garðabæ þar sem Stjarnan, sem sigraði FH í Hafnarfirði, fær gullið tækifæri til að tryggja sér rétt til keppni í undanúrslitum. í Hafnarfirði mæta Haukar Selfyssingum og vilja ör- ugglega hefna ófaranna á Selfossi til að fá annað tækifæri þar. Fram- arar taka á móti Víkingum í Laug'- ardalshöll og verður þar enn einn hörkuleikurinn því bæði lið léku vel á mánudaginn og ætla sér stóra hluti í kvöld. ípRÖmR FOLK ■ VIGGÓ Sigurðsson, þjálfar Hauka, fór ekki í fússi frá Sel- fossi, eins og lesa mátti úr frásögn í gær. Ástæðan var að kona hans er komin á tíma að eignast fjórða barn þeirra hjóna. Viggó var með farsíma á leiknum á Selfossi - bjóst við fréttum frá Reykjavík. ■ SIGURJÓN Bjarnason, leikj__ maður Selfoss, var sagður Sigurð- ur í blaðinu í gær. ■ PAVEL Vandas, sem lék með KA-liðinu í knattspyrnu sl. keppn- istímabil, kemur að öllum líkindun aftur til Akureyrar. Vandas leikut nú með Slovía Prag. Hann mun missa af tveimur fyrstu leikjum KA í 1. deildarkeppninni. ■ GUÐBJÖRG Gylfadóttii keppti í kúluvarpi á móti í Arkans- as í Bandaríkjunum um sl. helgi og kastaði kúlunni 15,17 m. Guð- björg stóð uppi sem sigurvegari og er þetta hennar besti árangur i kúluvarpi. ■ HÖRÐUR Jóhannesson serr lék um árabil með Skagamönnum*— mun sjá um þjálfun Skallagríms frá Borgarnesi í sumar. Ikvöld Handknattleikur Átta liða úrslitakeppni karla Garðabær, Stjarnan - FH.20.30 Höllin, Fram - Víkingur.20.15 Strandgata, Haukar - Selfoss.20 yestm., ÍBV - KA........19.30 Urslitakeppni kvenna: Garðabær, Stjarnan - Víkingurl8.30 KORFUBOLTI Hreinn Þorkelsson, Harvey bjargaði Snæfeiii Tim Harvey gerði gæfumuninn, þegar Snæfell vann ÍR 86:54 í seinni leiknum um sæti í úrvalsdeild- BBHBl inni, sem fór fram í Frá Stykkishólmi í gær- Ólafi kvöldi, en ÍR vann Sigurðssyni fyrri leikinn 85:64. í Stykkishólmi Harvey, sem var í banni í fyrri leiknum, var óstöðvandi á tímabili, skoraði grimmt, tók flölda frákasta og „stal“ boltanum hvað eftir annað. Sannarlega góður kveðj- uleikur, en hann fer til Bandaríkjanna í dag. Snæfell hafði mikla yfirburði og allir léku vel, en ÍR átti aldrei mögu- leika. í hálfleik var staðan 40:16, en ÍR-ingar skoruðu aðeins 4 stig á 10 síðustu mínútum fyrri hálfleik og sjö fyrstu eftir hlé. Mest munaði 37 stig- um í leiknum. Snæfell heldur því sætinu í úrvals- deildinni og Breiðablik kemur í stað Þórs, en ÍR situr eftir með sárt ennið. Stig Snæfells: Tim Harvey 23, Þorkell Þorkelsson 15, Bárður Eyþórsson 14, Rúnar Guðjónsson 10, Sæþór Þorbergsson 10, Hreinn Þorkelsson 7, Jón Bjarki Jónatans- son 5, Hjörleifur Sigurþórsson 2. Stig ÍH: Arthur Babcook 14, Björn Leósson 9, Ivar Webster 8, Jóbannes Sveinsson 6, Björn Bollason 6, Björn Steffensen 5, Gunn- ar Þorsteinsson 3, Eggert Garðarsson 2, Hilmar Gunnarsson 1. GLIMA / SVEITAGLIMA ISLANDS Þrettándi sigur Þingeyinga í röð ÞINGEYINGAR héldu upp- teknum hætti í Sveitaglímu ís- lands og sigruðu í fjórtánda sinn ífullorðinsflokki. Þetta var þrettándi sigur þeirra f röð. Mótið var haldið að Laugar- vatni um helgina. Sextán sveitir frá fjórum félögum eða samböndum kepptu að þessu sinni. Keppt var í fjórum flokk- gmmgm um karla og tveimur Kgri fiokkum kvenna og Jónsson er greinilegt að mikill skrifar vöxtur er um þessar frá Laugarvatni rnundir í glímunni og margir mjög efnilegir unglingar að koma upp. Þingeyingar sýndu að þeir eiga enn bestu glímusveit landsins þó að flest- ir þeirra séu nú komnir af léttasta skeiði og hættir markvissum æfíng- um. Þeir sigi'uðu HSK-sveitina með 18 vinningum gegn 7 og KR-ingar náðu aðeins einu og einu jafnglími gegn þeim eða þremur vinningum gegn tuttugu og tveimur. Viðureign HSK og KR endaði 16:9 fyrir HSK. í sigursveit HSÞ voru Kristján Inga- son, Eyþór Pétursson, Lárus Björns- son, Pétur Ingason, Arngeir Friðriks- son og Ingi Ragnar Kristjánsson. í flokki 16-19 ára sigruðu Þingey- ingar einnig, þar var aðeins við Skarphéðingsmenn að eiga og fóru leikar eins og í fullorðinsflokknum. í þessum flokki glímdi Ólafur Oddur Sigurðsson, Grímsnesingur í sveit Skarphéðins. Ólafur, sem er aðeins fimmtán ára, fékk fyrir mótið nafn- bótina efnilegasti giímumaður lands- ins árið 1991. Hann sýndi það með mörgum fallegum glímum að hann er vel að þessari nafnbót kominn. Sveit HSK í þessum flokki skipuðu Tryggvi Héðinsson, Sigurður Kjart- ansson, Sigurbjörn Arngrímsson, Þórir Þórisson og Björn Böðvarsson. í flokki 13-15 ára sveina eru yfir- burðir HSK algjörir enda sendi ekk- ert félag sveit gegn þeim að þessu sinni. A-sveit HSK sigraði B-sveitina örugglega. Sveitina skipuðu Torfi Pálsson, Lárus Kjartansson, Kjartan Kárason, Siguijón Pálmarsson og Óðjnn Þór Kjartansson. í flokki 10-12 ára stráka sigraði A-sveit HSK B-sveitina 19:6, og sveit Víkverja 20:5. B-sveit HSK sigraði Víkveija 13,5:11,5. Þar með sigraði A-sveit HSK. Sveitina skipuðu Þor- kell Héðinn Haraidsson, Erlendur Guðmundsson, Hartmann Pétursson, Sölvi Arnarson og Daníel Pálsson. Fimm sveitir kepptu í tveimur kvennaflokkum 10-12 ára og 13-15 ára. Stúlkurnar glíma nú orðið við strákana og fer hópurinn stöðugt stækkandi. í 10-12 ára flokki stúlkna kepptu tvær sveitir frá HSK. A-sveitin sigr- aði með 14 vinningum gegn 2. A- sveitina_ skipuðu Unnur Sveinbjörns- dóttir, Ólöf Þórarinsdóttir, Valgerður Júlíusdóttir og Dröfn Birgisdóttir. 13-15 ára _ flokk meyja sigi'aði A-sveit HSK. í öðru sæti varð sveit HSÞ og B-sveit IISK sigraði B-sveit- ina 15,5 gegn 0,5 og sveit HSÞ með 12,5 gegn 3,5. HSÞ sigraði B-sveit HSK með 9 vinningum gegn 6. A- sveit HSK skipa Karólína Ólafsdóttir, Heiða Tómasdóttir, Auður Gunnars- dóttir og Ingveldur Geirsdóttir. Morgunblaöið/Kári Ólafur Oddur Sigurðsson Islandsmótið í handknattleik 8 liða úrslit HAIIKAR - SELFOSS í íþróttahúsinu v/Strandgötu í kvöld kl. 20.00. Forsala aðgöngumiða í íþróttahúsinu frá kl. 14.00. Haukamenn nú þurfum við á öllum að halda! Mætum öll. Ath.: Forleikur í kvöld er bikarúrslit 3 fl. kv., Valur - ÍBV Sparisjóður Hafnarfjarðar KONRAÐ JONSSON, Stálhandriðasmíð, Helluhrauni 20, s. 654929.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.