Morgunblaðið - 15.04.1992, Page 13

Morgunblaðið - 15.04.1992, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992 samninga um fiskverð, það er og verður útgerðin sem ræður. Hvers vegna er þetta hættulegt: — Útgerðin er ekki knúin til að lágmarka kostnað sinn. Hún er í góðri aðstöðu til að fá hann greidd- an í hærra fiskverði. Væru fiskveið- ar boðnar út t.d. til rússneskra skipa minnkaði tilkostnaðurinn og fisk- verð „gæti“ verið mun lægra. — Hagsmunasamtök sjómanna eru ánægð með þetta fyrirkomulag og mynda sterka hagsmunblokk með útgerðinni vegna tekjumöguleika. — Fölsk kaupgeta erlendra fisk- kaupenda skapar fiskverð er ísiensk vinnsla getur ekki keppt við. Eig- andi fisksins hefur fullt og ótak- markað vald til að ráðstafa honum hvert sem hann vil. — Frystitogarar sem í reynd eru fljótandi frystihús hafa slíka að- stöðu bæði varðandi afkomu og veiðar (eru í reynd á sóknarmarki) að þeir geta yfirboðið aðra sérstak- lega varðandi kvótakaup. Sala afurðanna og krónur í pontu íslenskar sjávarafurðir eru seldar á gildandi heimsmarkaðsverði hveiju sinni og keppa þar við önnur og ódýrari matvæli. Þrátt fyrir að í sölustarfi megi oftast gera betur er ástæða til að ætla að við kom- umst ekki mikið lengra en í dag. Hagfræðistofnun Háskólans kemst í álitsgerð að þeirri niður- stöðu að við Islendingar höfum á sl. 10 árum tekið út úr sjávarútveg- inum (útgerðinni) 50-60 milljarða króna umfram það sem eðlilegt mátti telja. Það er hliðstæð tala og rætt er um sem vandann í dag. Fáir myndu sætta sig við aðra eins eignaupptöku. Sjávarútvegurinn hefur staðið nokkuð berskjaldaður fyrir þeirri aðför er gerð hefur verið að honum og ráðamönnum hans. Ég hugsa að sú mynd sem blasir við flestum sé mynd óstjórnar og sóunar þar sem ekkert er gert af viti. Fátt er í reynd ósanngjarnara en þetta, þó lengi megi allt bæta. Sú ályktun sem af þessu verður dregin er að hagsmunagæsla grein- arinnar hefur algerlega brugðist. Forsvarsmenn hennar hafa verið of hallir undir hið stjórnmálalega vald á kostnað greinarinnar, auk þess sem innri deilur um skiptingu kökunnar hafa spillt fyrir. Fljótvirkasta aðferðin til að rétta hag sjávarútvegsins er gengisfell- ing, þó sú leið sé ekki rós án þyrna. Breyting á raungengi gerir sama gagn en er seinvirkari. Vald sjávarútvegsins og samtaka hans til að hafa áhrif á þessa þróun er mikið, en hefur á seinni árum aldrei verið nýtt. Sé brotinn á manni réttur er ekki óeðlilegt að grípa til varna. Nokkur ýkt dæmi„skulu tek- in um þetta: — Frá og með næstu áramótum neitar sjávarútvegurinn að greiða þjónustu sina nema í erlendum gjaldeyri t.d. USD. Viðmiðunar- gengi við íslenska krónu ákvarðast af framboði og eftirspurn. — Sjávarútvegurinn gerir þá kröfu til birgja sinna að hann fái sömu verðmæti fyrir ÍUSD á ís- landi og erlendis annars kaupi greinin þessar vörur þar. Sá hluti fiskiflotans sem siglir með eigin afla nýtur í dag þessara sérkjara. Niðurstaða þessara hugleiðinga er: 1. Þær aðgerðir stjórnvalda eða fyrirtækja er gripið verður til í þeim tilgangi að rétta hag sjávarútvegs- ins, verða að létta af greininni ákveðinni ofstjórn og sérréttindum er mótað hafa umhverfi hennar. Aðgerðirnar miðast við samræmdar aðgerðir er breyti stöðu fyrirtækj- anna bæði á tekju/gjaldahlið sem og eign/skuldahlið: — Efnahagslegur stöðugleiki verði tryggður eftir að raungengi hefur verið lækkað um 10-15%. — Kvótakerfið getur verið áfram en „kvótabraski“ verður að linna. — Fiskvinnslan fái úthlutað um 30% af aflamarkskvóta í bolfiski. Þetta er nauðsynlegt til að jafna aðstöðumun greinanna og skapa jafnvægi í verðlagningu hráefnis, auk þess að auka atvinnuöryggi landverkafólks. — Sókn stærri skipa, sérstaklega frystitogara, verði skert verulega með því að hagræðingarsjóður kaupi hluta af þroskvóta þeirra og þeim beint til veiða á vannýttum tegundum og á fjarlæg mið. Þessi aðgerð miðar sérstaklega að því að minnka sókn í þorskstofninn. — Óunninn fiskur verði ekki fluttur úr landi nema eftir sölumeð- ferð á innlendum fiskmarkaði. — Auknar rannsóknir fiskistofna og lífríkis ásamt nýju mönnum í forystu þessara rannsókna. 2. Afkoma og fjárhagsstaða fyr- irtækja í íslenskum sjávarútvegi er allsendis ófullnægjandi. — Aðgerðir samkvæmt 1) þýða tilfærslu fjármuna og bætta af- komu. — Arðsemiskrafa í sjávarútvegs- fyrirtækjum þarf að vera, verg hlut- deild fjármagns 35% (þar af 15% áhættuálag). — Stór hluti fyrirtækja í grein- inni þarf að fara í nauðasamninga við lánardrottna sína, en að gera fyrirtæki gjaldþrota í stórum stíl er alveg hafnað sem leið í núver- andi vanda. — Banna skal sjóðum og bönkum að þvinga greiðslur af hendi fyrir- tækjanna í skjóli aðstöðu sinnar, svo og verður að breyta innheimtu virðisaukaskatts af greininni. — Leyfð verði öflun erlends áhættufjár með skilyrðum. Höfundur er rekstrarhagfræðingur og starfandi rekstrarráðgjafi. Námstefna um þjálfun og kennslu einhverfra og málhamlaðra UMSJÓNARFÉLAG einhverfra og Styrktarfélag vangefinna í samvinnu við félagsmálaráðu- neytið standa fyrir námstefnu um skipulagningu TEACCH á samvinnu foreldra/aðstandenda og fagfólks vegna þjálfunar ein- hverfra og málhamlaðra og van- gefinna dagana 18.-21. maí nk. Fyrirlesari á námstefnunni verð- ur prófessor Jack Wall frá Charl- otte, Norður-Karólínu í Bandaríkj- unum, en þar hefur tekist að byggja upp heildstætt þjónustukerfi fyrir einhverfa. Jack Wall er forstöðu- maður TEACCH-deildarinnar í Charlotte en TEACCH er skamm- stöfun fyrir Treatment and Educat- ion af Autistic and Related Comm- unications Handicapped CHildren. Dr. Jack Wall er þekktur fyrirlesari um TEACCH og hann hefur verið með TEACCH-námskeið í Japan og er á förum til Frakklands og Hol- lands nú í vor. Honum til aðstoðar verður Svanhildur Svavarsdóttir talmeinafræðingur, en hún er í framhaldsnámi við TEACCH-deild- ina í Charlotte og hefur haft milli- göngu um að fá Jack Wall til ís- lands. Námstefnur sem haldnar eru í nafni TEAjGCH eru ævinlega settar fram þannig að þær nýtist bæði foreldrum og fagfólki. Þetta er að- ferð sem byggir á því að vinna með barnið á heildrænan hátt og foreldr- ar eru samstarfsaðilar en ekki ein- ungis þiggjendur. Námstefnan fer fram á 4. hæð í Borgartúni 6 í Reykjavík og verð- ur bæði boðið upp á almenna fyrir- lestra og kynningu og fræðslu í fámennari hópum fyrir foreldra og fagfólk. Fyrirlestrarnir fara fram á ensku. í lok hverrar lotu verður reynt að gefa stuttan útdrátt á ís- lensku. (Fréttatilkynning) i3 FegiHÖarsamkeppní Islands 1992 miðvikudaginn 22. apríl Dagskrá: Húsið opnað kl. 18.30 Ljúfir tónar við komu gesta ásamt Kriter freyðivíni. Tilbrigði við fegurð frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Stúlkurnar 18 eru kynntar í sundfatnaði. t Stórglæsileg tískusýning frá CM- aðall íslenskra sýningastúlkna sýna. Daníel og Hrefna Rósa frá Dansskóla Hermanns Ragnars stíga nokkur létt spor. Stúlkurnar 18 eru kynntar á síðkjólum. Páll Oskar Hjálmtýsson og Margrét Eir Hjartardóttir syngur nokkur lög. Krýning fegurðardrottningar Islandsl992. Hijómsveitin Stjómin leikur fyrir dansi. Matseðill Léttreykt lundabrjóst d rómantíska vísu Sjdvarréttaspjót Míra keisara Ostafylltar nautalundir ídstareldi Krýningardjdsn drottninganna Ljósm. Keli Eitt glæsilegasta kvöld sem Hótel Island býður upp á. HOTEL Jg,LAND Tryggið ykkur miða í tíma. Borðapantanir hafnar ísíma 687111. ú/tDASÓl kriter Uf'Uffl Brnt dc Brut N*i i cn FraiHx eh-Awu 4/j0l ($) (gjjj »'Vl CHANEL *»uo»VEai«7 WorldClass BLANC WARNEK matinbíeu... ' ! r " Þeir sem styrkja beina útsendingu Stöðvar 2 eru: GUERLAIN mmmm kV un a SKARTQMPIfl • HRINQLUNNI PARIS STEI-ANSBIíjM GUCCI OROBLU fe/ékeri miiA PROFESSIONAL RAYMOND WEIL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.