Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992 Atvinnuleysisskráning í mars: Tvöfalt fleiri án atvinnu en í fyira Atvinnuleysi vex meðal fólks á aldrin- um 20-39 ára á höfuðborgarsvæðinu SKRÁÐIR atvinnuleysisdagar voru fleiri í marsmánuði en dæmi eru um áður og meira en tvöfalt fleiri en þeir hafa verið að mcðaltali síðastliðin fimm ár. Skráðir atvinnnuleysisdagar voru 83 þúsund, 8 þúsund fleiri en í febrúar, og nálgast að vera jafnmargir og þeir voru í janúarmánuði. Þetta jafngildir því að 3.800 manns hafi að meðaltali verið atvinnulaus í mánuðinum eða um 3,1% af mannafla á vinnumark- aði. í mars í fyrra voru skráðir atvinnuleysisdagar tæplega 40 þúsund en það jafngildir því að tæplega 1.800 hafi verið atvinnulausir. í frétt frá vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins segir að við greiningu á þeim sem voru á at- vinnuleysisskrá í lok febrúar I ár og í fyrra veki sérstaka athygli mikil íjölgun karla og kvenna á aldrinu 20 til 39 ára, einkum á höfuðborgar- svæðinu, eða um 136% að meðal- tali. Þá sé athyglisvert að þeim sem hafi verið atvinnulausir 13-25 vikur hafi fjölgað veruiega eða um 87% milli ára. Þetta tvennt gefi til kynna að meðalaldur þeirra sem eru á at- vinnuleysisskrá fari lækkandi og að atvinnuleysistímabil lengist. Þá kemur fram að 245 þúsund atvinnuleysisdagar hafi verið skráðir á fyrsta ársfjórðungi, rúmlega 90 þúsund fleiri en sama tímabil í fyrra þegar þeir voru 157 þúsund. Það jafngildi því að 3.800 manns hafi að meðaltali verið atvinnulaus á þessu tímabili. í fréttinni segir að það sem einkennt hafi þróunina frá áramótum sé að atvinnuleysi aukist á höfuðborgarsvæðinu en dragi úr AUSTURLAND SUÐURLAND Atvinnuleysi í jan. - mars 1992 Hlutfall atvinnulausra af heildar- vinnuafli. Á höfuðborgar- svæðinu standa 1.932 atvlnnulausir á bak við töluna 2,6% I mar$ og fjölgaði um 366 x „ frá því (febrúar LANDSBYGGÐIN 5,5% 6.9% 6,5% 3,4% J F M NORÐURLAND VESTRA J F M NORÐURLAND EYSTRA VV VESTURLAND 7.0% ’ J F HÖFUÐBORGAR- 5.3% SVÆÐIÐ . 4.3% SUÐURNES LANDIÐ ALLT því eða það standi I stað á lands- byggðinni. Fátt bendi til breytinga á þessari þróun. Þannig hafi jafn- margir verið skráðir atvinnulausir síðasta dag marsmánaðar og voru að meðaltali atvinnulausir í árs- fjórðungnum eða 3.800 manns og það spái ekki góðu um atvinnumál skólafólks í sumar. Atvinnuleysi skiptist þannig eftir landshlutum að á höfuðborgarsvæð- inu var atvinnuleysið 2,6% af rpann- afla á vinnumarkaði að meðaltali, 2,3% meðal kvenna og 2,9% meðal karla. Á Vesturlandi var það 2,3%, 3% hjá konum og 1,9% hjá körlum, á Vestljörðum 0,4%, 0,2% þjá konum og 0,6% hjá körlum, á Norðurlandi vestra 4,7% að meðaltali, 4,4% hjá konum og 4,9% hjá körlum, á Norð- urlandi eystra 4,6%, 4,7% hjá konum og 4,5% hjá körlum, á Austurlandi 4,7%, 5,4% hjá konum og 4,2% hjá körlum, á Suðurlandi 3,4%, 4,6% hjá konum og 2,7% þjá körlum og á Suðurnesjum 4,3% að meðaltali, 7,4% þjá konum og 2,4% hjá körlum. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 8. APRIL YFIRLIT: Yfir Norövestur Grænlandi er 1.038 mb hæö oa þaðan 1.022 mb hæöarhryggur suðaustur yfir íslandi. Austur af Labrador er 974 mb læoö og þaðan vaxandi lægðardrægð við Hvarf á leið norðaustur. SPA: Suðvestan- og vestanlands þykknar upp með hægt vaxandi aust- anátt, en í öðrum landshlutum verður breytileg eða norðlæg átt, gola eða kaldi. Smáól við noröaustur-ströndina en annars víða bjartviöri, Með kvöldinu má búast við dálftllli rigningu suðvestanlands og slyddu norð- vestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAQ: Fremur hæg suðaustlæg átt. Skýjað og sums staðar dálítil rigning eða slydda sunnan- og vestanlands, en bjart- viðri norðanlands og austan. Hiti 1 -5 stig að deginum en víða næturfrost. HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðaustan átt með rigningu sunnan- og vest- anlands og einnig um tíma noröan- og austanlands. Hiti v(ðast á billnu 6-8 stig. o Heiöskírt / / / f f f f f Rigning & Léttskýjað * / * * / / * / Slydda Hálfskýjað * * * * n» * * * Snjókoma Skýjað V Ý Alskýjaö $ Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vlndðrin sýnir vindstefriu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjðður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig Súld Þoka itig.. FÆRÐA VEGUM: <ku 7.301 gær) Góð færð var á vegum á Suður- og Austurlandl kl. 18 í gær, en hálka á Bröttubrekku. Grelöfært var með suðurströndinni austur á flrði og ágæt færð víðast eystra. Fært er vestur um Dalí og í Reykhólasveit en ófært vestur yfir Klettsháls. Góð færð var frá Brjánslæk tll Patreksfjarö- ar og þaöan til Bildudals og fært norður ýfir Holtavörðuheiðl til Hólma- víkur og Drangsness en þungfært yfir Steingrímsfjarðarheiðí. Fært var yfir Breiðadals- og Botnsheiði fyrir vestan. Greiðfært var ó Norður- og Norðausturlandi til Bakkafjaröar. Fært var frá Bakkafirði um Sandvíkur- heiði til Vopnafjaröar en þar var délltil hólka sem og á Vopnafjaröar- heiöl. Fært var um Mývatns- og Möörudalsöræfí. Vegagerðín. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl, 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyrl Reykjavík hltl 1 2 voður skýjað mistur Bergen 2 rigning Helsinkl 7 skýjað Kaupmannahðfn 8 skýjað Narsaarssuaq 4 skýjað Nuuk 1 skýjoð Óaló 3 snjókoma Stokkhólmur 3 slydda Þórshöfn e léttskýjað Algarve 19 léttskýjað Amsterdam 10 skýjað Barcelona 16 léttskýjað Berlín B skýjeð Chlcago 4 rigning Feneyjer 14 hélfskýieð Frankfurt 12 léttskýjað Glasgow 5 rigning Hamborg 9 skýjað London 9 alskýjað LosAngeles 14 alskýjsð Lúxemborg 11 hálfskýjað Madrld 18 léttskýjað Malaga 18 rykmlstur Mallorca 17 léttskýjað Montreal +2 skýjað NewYork vantar Orlando vantar Par(s 13 skýjað Madeira 17 ekýjaö Róm 17 léttskýjað Vín 13 skýjað Washlngton 6 alskýjað Wlnnlpeg 1 alskýjað HelmlM: Veðurstofa Íslontís (Byggt á vaðuropá kl, 16.151 grar) IDAG kl. 12.00 Fæðingarheimilið: Rekstur útilokaður án viðbótarfjárveitingar - segir stj órnarformaður Ríkisspítala Rlkisspítalarnir eru ekki tilbúnir til að reka Fæðingarheimilið áfram í óbreyttri tnynd nema viðbótarfjárveiting fáist til starfseminnar. Þetta var niðurstaða fundar stjórnarnefndar Ríkisspítalanna í gær. „Eg mun aldrei standa að því að taka peninga út úr rekstri Ríkisspít- alanna, eins og staða þeirra er núna, til að setja í nýtt verkefni, sem við fáum ekki fjármuni til að sinna,“ segir Árni Gunnarsson, formað- ur sljórnarnefndar Ríkisspítala. Á fundinum í gær var forstjóra Ríkisspítalanna og yfirlækni kvennadeildar falið að endurmeta stöðu þessa máls, en taliö er að barnsfæðingum á Fæðingarheimil- inu verði hætt innan nokkurra daga. „Við getum ekki rætt þetta meira. Við leysum þetta ekki nema að fá fjármagn til þess,“ segir Árni. „Það er alveg ljóst að það er engin leið að reka Fæðingarheimilið með þeim fjármunum sem við höfum fengið og að halda fæðingum úti á Formaður utan- ríkismálanefndar: EES-samning- urinn brot á stjórnarskrá EYJÓLFUR Konráð Jónsson, for- maður utunríkismáluncfndar, sagðist við umræður á Alþingi í gær telja að samningurinn um evrópskt efnahagssvæði bryti í bága við stjórnarskrá íslands. Hann sagði það einnig ógæfu að aðalsamningamaður íslands hefði í gær sett upphafsstafi sína undir samninginn ásamt öðrum samningamönnum EFTA og EB. Eyjólfur Konráð fór fram á að utanríkisráðherra fengi Hannes Hafstein, samningamann sinn, til að lýsa því yfir, að þessi undirritun hefði ekki aðra þýðingu en þá að samningamenn næðu ekki lengra við samningsgerðina og væru hætt- ir. í ræðu sinni gagnrýndi Eyjólfur Konráð samninginn og sagðist ekki geta lesið annað af samningsplögg- um en að í honum fælist skerðing á sjálfstæði og fullveldi íslands. Jón Baldvin Hapnibalsson utan- ríkisráðherra sagði við umræðumar að ekki hefði verið stofnað til þjóð- réttarlegra skuldbindinga þótt samningamenn hefðu sctt upphafs- stafi sina undir samninginn um evr- ópskt efnahagssvæði í gær. Fæðingarheimilinu," segir hann. Á síðasta ári kostaði 72 milljónir að reka Fæðingarheimili Reykjavík- urborgar, þar af voru 60 millj. beinn rekstrarkostnaður og afgangurinn viðhalds- pg framkvæmdaverkefni, að sögn Árna. Miðað við rösklega 400 fæðingar á síðasta ári er kostn- aður vegna hverrar fæðingar um 130 þúsund kr. á sama tíma og kostnaðurinn var 85 þús. kr. á fæðingardeild Landspítalans. Árni segist vilja beita sér fyrir sameiginlegum fundi fulltrúa Rík- isspítala, Ljósmæðrafélagsins, Reykjavíkut'borgar, heilbrigðisráðu- neytis og hugsanlega með þátttöku áhugamannahóps um rekstur Fæð- ingarheimilisins, þar sem allt málið verði endurskoðað og stokkað upp á nýtt. Pilturinn sem lést Pilturinn, sem lést eftir slys í Blá- fjöllum á föstudag, hét Geir Þór Jóhannsson, til hcimilis að Stiga- hiíð 48 í Reykjavík. Geir Þór var á fimmtánda ári, fæddur 6. október 1977.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.