Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992 9 NÚTÍMA H ROSSARÆKT OG BLUP-KERFIÐ Opinn fundur verður haldinn í félagsheimili Fáks, miðvikudaginn 15. apríl kl. 20.30. Frummælendurverða þeirdr. ÞorvaldurÁrnason kynbótafræðing- urog Kristinn Flugason hrossaræktarráðunautur. Stuttar framsögur og opnar umræður um þetta eldheita mál. Fundarstjóri: Kári Arnórsson, formaður LFI. Aðgangseyrir kr. 500. Flestamannafélagið Andvari Búnaðarfélag íslands Eiðfaxi Hestamannafélagið Fákur Hestamannafélagið Gustur Hestamannafélagið Hörður Hestamannafélagið Sörli Hestamenn-Reiðmenntaskóli Nú er rétti tíminn til að hefja reglulegan sparnað með áskrift að spariskírteinum FJÁRMÁL Davíð Oddsson, forsætisráðherra: RÍKISSTJÓRNIN MUN STARFA í ANDA SÁTTA MILLI LANDSBYGGÐAR OG HÖFUÐBORGARSVÆÐIS Framsöguræða á fjármálaráöstefnu sambandsins Tuttugu ára fólks- streymi úr strjálbýlinu. Fólksstreymi úr sveitum í þéttbýli og frá landsbyggð til höfuðborgarsvæðis hefup ekki verið meira í annan tíma en síðast- liðin tuttugu ár, 1971-1991. Framsóknar- flokkurinn sat samfellt í ríkisstjórnum þetta tímabil. „Byggðastefna", sem fylgt var, fékk ekki rönd við reist þessari byggðaröskun. En eru breyttar áherzlur í byggðastefnu núverandi ríkisstjórnar? Staksteinar staldra við það efni í dag. Vaxtasvæði á landsbyggð- inni I stefiiuyfirlýsingu rík- isstjórnar Davíðs Odds- sonar, „Velferð á vai-an- legum grunni“, segir m.a.: „Sú byggðastefna, sem rekin hefur verið, hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Ibúar heilla byggðarlaga hafa þurft að sætta sig við, að af- koma þeirra og búsetuör- yggi sé komið undir póli- tískum duttlungum mið- stýringarvaldsins. Við svo búið verður ekki lengur unað. Undirstöðu- atvinnuvegir þjóðarinnar verða að búa við sann- gjöm kjör, stöðugleika og heilbrigð rekstrarskil- yrði. Ríkisstjórnin mun með almennum aðgerð- um styðja við viðleitni til að byggja upp iðnað og þjónustu á vaxtasvæðum landsbyggðarinnar og greiða fyrir aðlögun að breyttum atvinnuháttum og markaðsskilyrðum. Rikisstjómin vill í sam- vinnu við heimamenn beita sér fyrir uppbygg- ingu orkufreks iðnaðar á landsbyggðinni og hlúa að vexti og viðgangi smá- fyrirtækja. Efling vaxta- svæðanna með bættum samgöngum og aukinni samvinnu sveitarfélaga og fyrirtækja innan þeirra er í senn hom- steinn liagkvæmrar byggðastefnu og al- mennrar atvinnu- og efnahagsstefnU á næstu ámm. Ríkisstjórnin mun fylgja eftir áætlunum sínum um jöfnun búshit- unarkostnaðar í landinu. Ríkisstjórnin mun starfa í anda sátta milli lands- byggðar og höfuðborg- arsvæðis." Hver er stefna forsætisráð- herrans? í ræðu sem Davið Oddsson forsætisráð- herra flutti á fjármála- ráðstefnu Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga og birt er í nýjasta hefti Sveitarstjómarmála seg- ir ma.: „Hver er mín stefna í þessum efnum [byggða- málum]? Hún er ekki sú, sem haldið hefur verið fram, að ég vilji í raun diaga úr gildi byggðanna í landinu og að ég vilji draga úr stuðningi rikis- valdsins við það, að hag- kvæm byggðastefna megi vera við lýði í land- inu. Þvert á móti þá tel ég nauðsynlegt, að meim hugsi dæmið upp á nýjan leik og menn vinni þann- ig að málum, að memi séu i raun að stuðla að því, að byggðirnar hald- ist, en ekki með gerviað- ferðum, upphrópunum og yfirlýsingum, sem ekkert gagn gera. Eg vil, að þegar menn horfi til byggðamála, þá séu menn ekki eingöngu að blína á eina eða tvær til- teknar stofnanir í þeim efnum. Það sé algjörlega nauðsynlegt, að þegar menn marki það fjár- magn, sem til byggðanna á að renna — og það verð- ur að vera mikið, ekki minna en áður hefur ver- ið — að þá sé þar um samræmdar aðgerðir að ræða. Meim horfi á málin í heild, memi horfi á það fjármagn, sem til vega- gerðar, hafnarmála, skólamála, heilbrigðis- mála og annarra þátta byggðamála á sérstak- lega að ganga, og skoði í einu, hvernig þessir fjármunir nýtist til að efia byggðina og styrkja svæði sem þjónustuheild- ir. Við sjáum oft, að það er ekki vegna þess endi- lega, að atvinnuástand sé slæmt á tilteknum stöð- um sem fólksfiótti hefur verið frá þeim stöðum. Við eigum að horfa á þetta sem veruleika, og við eigum að skynja, að fólk gerir auknar kröfur um tiltekna þjónustu og tiltekinn stíl, lífsstíl, og það er að hverfa frá sum- um stöðum vegna þess að þetta vantar, og við eigum að bregðast við því ... Við eigum að bregðast við því og skila þeim fjánnunum, sem menn vilja leggja til byggðamála — sem al- gjör sátt er um í rauninni í landinu — þannig, að þeir í raun gagnist, en ekki með þeim hætti, að við sjáum peningana bremia upp engum til gagns ár eftir ár, áratug eftir áratug.“ Stærri og sterkari sveit- arfélög Forsætisráðherra vitn- aði í ræðu sinni til stefnu ríkisstjórnarinnar í mál- efnum sveitarfélaga: „Sveitarfélögin verða efid og aðstaða þeirra til að veita íbúum sínum félagslega þjónustu bætt. Aðgerðir stjórnvalda á sviði byggðamála, at- vinnumála, samgöngu- mála og sveitarstjórnai-- mála verða samræmdar með markvissari hætti en verið hefur. Aherzla verður lögð á sameiningu sveitarfélaga og stefnt að því að ná þar verulegum árangri á næstu fjórum árum, m.a. með breytingum á sveit- arstjórnarlögum, sem stuðli að stækkun sveit- arfélaga, auknum fjár- stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og aðgerð- um á sviði samgöngu- og atviimumála". Þá sagði forsætisráð- herra að lög um tekju- stofna sveitarfélaga yrðu endm’skoðuð með það í huga að samræma skatt- lagningu atvinnufyrir- tækja því, sem gerizt í grannríkjum. Og að áfram yrði unnið að til- færslu verkefna og tekju- stofna frá ríki til sveitar- félaga. ríkissjóbs. RABBFUNDIR I VIB-STOFUNNI Notaðu símann núna, hringdu í 62 60 40, 69 96 00 eba 99 66 99 sem er grænt númer. I 3 ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91- 626040 Kringlunni, sími 91- 689797 Kalkofnsvegi 1, sími 91- 699600 Þökkum frábærar undirtektir í vetur hafa verið haldnir 18 rabbfundir í VÍB-stofunni. Mjög margt fólk hefur mætt á fundina og við viljum þakka því þátttökuna. Nú verður gert hlé á reglulegri dagskrá til liausts, en haldnir verða einstakir fundir af og til í sumar ef tilefni gefst. Öllum er velkomið að líta inn í VÍB-stofuna alla virka daga og leita sér upplýsinga. Þar er meðal annars að fínna upplýsingaskjá REUTERS, s'em veitir aðgang að öllum kauphöllum Evrópu. Ármúla 13a, 1. hæö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.