Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992
31
SKÓVIÐGERÐIR • SKÓVERSLUN • LYKLASMÍÐI
SJÚKRASKÓSMÍÐI • INNLEGGJASMÍÐI • SPELKUGERÐ
GISLI
FERDINANPSSON HF
Lækjargötu 6 A • Reykjavík • Sími 91-14711
Hafnarstræti 88 • Akureyri • Slmi 96-24123
Á listahátíð í Tyrklandi
Morgunblaðið/Rúnar Þór
„ÞAÐ eru allir mjög spenntir, þetta verður eflaust
miki! ævintýraferð," sagði Örn Ingi Gíslason, en hann
ásamt hópi tíu barna og tíu foreldra þeirra hélt af stað
í gærmorgun áleiðis til Antalya í Tyrklandi þar sem
hópurinn tekur þátt í alþjóðlegri leiklistarhátíð barna
og unglinga. Hátíðin hefst á laugardag, 18. apríl, og
stendur í tíu daga. Þar ætlar hópur Arnar Inga að
sýna verk eftir hann, sem nefnist Andstæður og hafa
stífar æfíngar staðið yfir síðustu vikur. Myndin var
tekin þegar hópurinn hélt af stað.
GUÐMUNDUR Ármann Sigur-
jónsson opnar vinnustofusýningu
á morgun, skírdag, 16. apríl, kl.
16.
Á sýnirigunni eru 32 grafíkmynd-
ir, dúkristur og einþrykk, allar unn-
ar á árinu 1991 og þessu ári. Dúk-
ristur eru skornar með þar til gerðu
skurðarjárni og þrykktar í takmörk-
uðu upplagi í 4, 5 og 6 litum. Ein-
þrykksmyndirnar eru unnar á
málmplötu þannig að litur er pensl-
aður á plötuna og þrykktur á papp-
ír. Þar sem ekkert mót er gert í
plötuna er ekki hægt að endurtaka
þrykkið, í því felst sérstaða eins-
þi-ykksins í grafíklistinni.
Myndefnið er sótt í fjöruna, sem
er heimur á mörkum lands og sjáv-
ar og er sá heimur síbreytilegur,
en yfirskrift sýningarinnar er Fjöru-
stillur.
Sýningin er á grafíkverkstæði
Gármanns í Grófargili, Kaupvangs-
stræti 14 (bak við Myndlistarskól-
ann) og vcrður hún opin daglega
frá kl. 14 til 19, lokað verður á föstu-
daginn langa og páskadag, en sýn-
ingunni lýkur sunnudaginn 26. apríl.
(Fréttatilkynning)
Tillaga í bæjarstjórn:
Guðmimdur Armaim opnar
sýningu á grafíkverkum
MÓTTÖKUR:
DALVÍK - Fatahreinsunin Fernan
HÚSAVÍK - Skóvinnustofan Héðinsbraut
ÓLAFSFJÖRÐUR - Apótek ÓlafsQarðar
Hlíðarfjall
opið um
páskana
SKÍÐASVÆÐI Akur-
eyringa í Hlíðarfjalli verður
opið alla páskadagana frá
kl. 10 til 17.
Tvær lyftur verða í gangi,
stólalyftan og stromplyftan,
og ef óskir Hlíðarfjallsmanna
rætast um snjókomu verða
fleiri lyftur opnaðar yfir hátíð-
ina.
Skíðafæri er ljómandi gott
þessa dagana, sérstaklega á
það við um svæðin efst í fjall-
inu, við stromplyftuna, að
sögn starfsmanna skíðasvæð-
isins.
Guðmundur Ármann Sigurjóns-
son, Gármann, opnar sýninguna
Fjörustillur á vinnustofu sinni á
skírdag.
Vinnumiðlun verði falið að
skrá unglinga í sumarvinnu
TILLÖGU Ulfhildar Rögnvalds-
dóttur (B) um að Vinnumiðlunar-
skrifstofunni verði falið að ann-
ast skráningu atvinnulausra
unglinga, 16 ára og eldri, í fyrstu
viku maímánuðar var vísað til
umfjöllunar í bæjarráði, en hún
Sýnir teikn-
ingarí Gamla
Lundi
PJETUR Stefánsson sýnir teikn-
ingar í Gamla Lundi um páskana
eða dagana 16. til 19. apríl og
er opið daglega frá klukkan 14
til 20.
Flestar myndirnar á sýningunni
eru unnar á árunum 1989 til 1992
í Reykjavík, Róm og París. Pjetur
hefur starfað hjá Sjónvarpinu, þar
sem hann er tölvugrafíker.
bar tillöguna fram á bæjarstjórn-
arfundi í gær.
Fram kom í máli Úlfhildar að um
þriðjungur þeirra sem skráðir voru
atvinnulausir á Akureyri í febrúar
voru 25 ára og yngri og gera mætti
ráð fyrir að aldursdreifingin væri
svipuð nú.
Gagnrýndi Úlfhildur hvernig
staðið er að skráningu unglinga í
sumarvinnu hjá Akureyrarbæ, en
þeir væru skráðir hjá ýmsum stofn-
unum bæjarins þannig að ekki feng-
ist heildaryfírlit yfir skráninguna
og því ekki vitað um hversu stóran
hóp væri að ræða.
Með því áð fela Vinnumiðlunar-
skrifstofunni að annast skráningu
unglinga sem ekki hefðu fengið
sumarvinnu gætu menn séð um-
fangið og gert eitthvað til að bregð-
ast við því reynist það mikið.
Björn Jósef Arnviðarson (D)
kvaðst sammála því að skipulagið
við skráningu umsókna um sumar-
störf hjá bænum væri ekki nægilega
mikið, en hann upplýsti að starfs-
mannadeild bæjarins hefði séð um
að auglýsa sumarstörf fyrir um-
hverfisdeild, að því er varðar ungl-
inga 17 ára og eldri hjá deildinni
og eins flokksstjóra í unglingavinnu.
Heimir Ingimarsson (G) sagði á
fundinum að á vegum atvinnumála-
nefndar yrði gerð könnun á atvinnu-
horfum skólafólks í framhaldsskól-
unum og yrði hún gerð í síðustu
kennsluviku Verkmenntaskólans á
Akureyri, en það gæfi gleggsta
mynd af ástandinum að draga það
fram í maí að gera slíka könnun.
SV.-EÐISSTJÓRN MALEFNA FATLAÐRA
NORDL'RLANDI EV5TRA VJ7 J
Slorholti 1
600 AKUREYRI
Svæðisstjórn auglýsir lausar til umsóknar eftirtaldar
stöður við sambýli:
1 staða forstöðumanns. Forstöðumaður hefur umsjón
með rekstri þriggja sambýliseininga og mótar í sam-
vinnu við Ráðgjafar- og greiningardeild Svæðisstjómar
þá starfsemi og þjónustu, sem þar er veitt. í þessum
sambýlum býr þroskaheft fólk með nokkuð mismun-
andi þjónustuþarfir.
Upplýsingar um stöðuna veitir framkv.stj. á skrifstofu
Svæðisstjórnar í Stórholti 1 eða í síma 96-26960.
65% staða aðstoðarmanns. Staðan er við sambýli fyr-
ir fólk með langvinna geðsjúkdóma og er sambýlið rek-
ið í samvinnu við geðdeild FSA.
Upplýsingar veitir forstöðumaður sambýlisins í síma
96-21995.
Umsækjendur um báðar þessar stöður skulu hafa
menntun þroskaþjálfa eða aðra viðurkennda menntun
eða reynslu er nýtist í vinnu með þroskaheftum.
Umsóknarfrestur er til 24. apríl.
Fræmkvæmdastjóri.
18. apríl opnum við útibú að Hafnarstræti 88 Akureyri