Morgunblaðið - 15.04.1992, Síða 33

Morgunblaðið - 15.04.1992, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992 33 Þorkell Guðmunds- son frá Jörfa, 100 ára Hinn 16. apríl 1892 fæddist hjón- unum í Galtarholti í Skilamanna- hreppi sitt fjórða barn, en börn þeirra urðu 16 og komust öll upp nema eitt sem dó í frumbernsku. Allt orðlagt mannkostafólk. Þetta fjórða barn þeirra hjóna hlaut nafn móðurafa síns og heitir Þorkell. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson Ottesen, fæddur á Ingunn- arstöðum í Brynjudal. Jón Ottesen var bróðir Oddgeirs Ottesen á Ytra- Hólmi föður Péturs Ottesen alþing- ismanns. Kona Jóns var $igurlaug Pétursdóttur, hún átti _ætt sína og uppruna í Kjósarsýslu. Ása Þorkels- dóttir, kona Guðmundar, var dóttir Þorkels Þorlákssonar bónda á Þyrli og konu hans, Margrétar Þorláks- dóttur, þessi hjón munu einnig hafa átt ættir sínar sunnan Hvalfjarðar, á Kjalarnesi og í Kjósarsýslu. Foreldrar Þorkels munu hafa byijað búskap á Ingunnarstöðum, en búa næst í Galtarholti 1890-99, á Þrándarstöðum í Brynjudal 1899- 1900. í Skorhaga í Brynjudal 1900-22, á Miðfelli í Þingvallasveit 1922 til æviloka. Guðmundur var fæddur 25. rnars 1869, d. 23. jan- úar 1956. Ása var fædd 2. mars 1866, dó 28. október 1950. Frá sinni samtíð fá hjónin þennan vitnis- burð. Þau bjuggu við fátækt og frekar lítið bú, en með óvenjulegum sóma komu þau upp hinum stóra barnahópi, með sparsemi, ráð- vendni og forsjálni. Áuðnaðist þeim að veita börnunum heilnæmt upp- eldi, Á þessu fátæka heimili átti heima friður og samlyndi, guðsótti og góðir siðir. Guðmundur var greindur. maður og gætinn, rólynd- ur og æðrulaus, hæglátur í dag- legri framkomu, hlýr og vingjarn- legur, góðlátlega gamansamur og sannheiðarlegur maður á hvetja grein. Hefir hann og þau hjón átt almennum vinsældum að fagna fyr- ir hina góðu framkomu. Quðmundur var algjör reglumaður, sem ekki hafði lítið að segja, Ása Þorkelsdótt- ir var fríð kona sýnum, tiguleg í fasi, skynsöm vel, hæglát, ósérhlífin og skylduraekin, góðlynd kona og heimakær. Öllum vildi hún vel, var trygglynd sem maður hennar. Með hin litlu efni heimilisins fór hún frábærlega vel. Guðmundi lét vel að koma á hestbak. Nokkuð var hann fyrir kaupsýslu eins og hann átti ætt til, en ávallt var hann ráð- vandur maður sem engan vildi pretta. Á heimilinu ríkti gleði og nægjusemi, gestrisin voru þau hjón og búin eðliskostum góðra manna. Því má bæta við að efnahagur þessa fólks vænkaðist vel eftir að þau eignuðust Miðfell í Þingvallasveit, svo þetta varð efnafólk. Þannig greiðist oft úr fyrir heiðarlegu fólki, sem stendur sarnan í lífsbarátt- unni. Úr þessum lofsverða feðra- garði er afmælisbarnið Þorkell sprottinn. Þeir sem þekkja manninn af langri lífsleið sjá glöggt ættar- mót frá foreldrunum sem hér var lýst. Ég þekki Þorkel að því að vilja ekkert hól heyra um sjálfan sig, svo því skal sleppt. Ég læt fólki eftir að spá í hver maðurinn er, þegar ég hefi sagt lítillega frá ætt hans og uppruna, viðmóti hans og við- kynningu til margra ára. Það er allnokkuð að eiga flekklaust mann- orð til eitthundrað ára. Þorkell fer ungur út af heimilinu til að vinna fýrir sér, 8 ára situr hann yfir kvíám og fleiri snúninga hjá frænda sínum í Hvammi í Kjós. í Varmadal kynnist hann gæðing- um Reykvíkinga og tekur hesta- bakteríuna, sem hefur nú kannski verið fyrir í blóðinu, a.m.k. veittu hestarnir honum margar ánægju- stundir í lífinu. Þorkell er náttúr- unnar barn, hefur mikið yndi af því að ferðast um landið okkar fagra og vera í náinni snertingu við nátt- úruna, þessa naut fólk oft best í útreiðartúrum á góðum gæðingum með glöðu fólki. Þorkell var barn sveitanna. Hann varð ungur sjó- maður og reri fyrst af Suðurnesjum, síðar vertíðamaður á Akranesi. Einnig útgerðarmaður til nokkurra ára þegar hann átti og gerði út mb. Rán, 22 tonna bát. Reyndar áðúr einn af stofnendum annars útgerðarfélags. Þótt Þorkeli féllu sjómannsstörfin vel þá leitaði hug- urinn til landsins þegar fór að vora. Hann vann að bústörfum hjá prest- inum á Þingvöllum og fleirum, í Stóra-Botni, á Ingunnarstöðum til margra ára. Nú, svo vann hann að vegagerð sumarlangt á hálendinu. Hann vann við að byggja sæluhús á Hveravöllum 1922, sem enn stendur og fleira mætti telja ef rúm- ið leyfði. Hann var bóndi á Eystra- Súlunesi í Melasveit í sex ár, 1924-30. Þá flutti hann á Akranes að Jörfa og bjó þar með fé, kýr og hesta, jafnhliða því að vera vertíðar- maður, verkamaður, útgerðarmað- ur, afgreiðslumaður og bílstjóri, en hann var einn af þeim fyrstu sem eignuðust vörubíl hér á Skaga. Þor- kell á langan starfsdag að baki og margt borið við. Þegar hann hætti störfum 80 ára fór hann austur í Þingvallasveit og byggði sér allstór- an sumarbústað, en hann er maður lagtækur. Alla tíð hefur hann áhuga fyrir bílum og fylgist vel með allri tækniþróun, sem öðru. Hann lét sig ekkert muna um að kaupa nýja fólksbíla, af vönduðustu gerð og kominn á tíræðisaldur. Nú, svo var áhuginn fyrir ferðalögum og nátt- úruskoðum óskertur, því var það, að hann bauð í ferðareisu, reyndar margar, sonur hans, Snjólaugur, var valinn fyrir bílstjóra, traustur maður og áhugasamur um bíla, kona hans og við hjónin nutum góðs af. Öll eigum við góðar endur- minningar frá mörgum ánægjuleg- um samverustundum, sem allar voru góðar og áfallalausar. Þorkell naut þessara ferða svo sannarlega. Minnisstæðast er mér þegar við komum í minjasafnið á Skógum. Þórður safnvörður sýndi okkur margt áhugavert, settist svo við langspil og söng, Þorkell tók vel undir og ljómaði af gleði yfir þess- um góða degi, en við vorum alltaf heppin með veður. Þorkell er mjög glaður og skemmtilegur ferðafé- Iagi. Þorkell átti tvo syni, Valdi- mar, f. 13. október 1924, d. 11. febrúar 1961, með Karólínu Sig- tryggsdóttur sambýliskonu sinni og Snjólaug, f. 23 maí 1932, með Ástu Jónsdóttur í Lindarbrekku. Hann er smiður og kennari, kvæntur Jón- ínu Halldórsdóttur hjúkrunarfræð- ing, þau eiga 3 börn. Valdimar var allra harmdauði, en hann dó frá konu og fjórum ungum börnum, hann var vinsæll maður sem þeir bræður. Þorkell mætir okkur hress og glaður dag hvern hér á Höfða, þar unir hann hag sínum vel. Ef hann er spurður hver sé galdurinn að verða 100 ára og alltaf svona hress, er svarið „að láta liggja sæmilega á ser“. Ég flögra hratt yfir langa og viðburðarríka ævibraut eitthundrað ára heiðursmanns. Vissulega er þarna efni í veglega bók, ef vel væri að verki staðið. Það er með vilja gert að fara fljótt yfir sögu, því víðar og betur mun þessara tímamóta verða minnst og þá mun hann sjálfur segja frá, sem er öllu öðru betra. Það verða margar hend- ur fram réttar með heillaóskum á afmælisdaginn, það veit ég, því maðurinn er vinsæll og vel látinn hér á Dvalarheimilinu Höfða. Hann er einn fárra sem enn lifa af þeim sem fyrstir fluttu að Höfða. Hann er velunnari þessa heimilis, hann var strax ánægður með staðarvalið, og hvetjandi þess að hér yrði byggt. Hann er áhugamaður fyrir öllum framfaramálum og fylgist vel með á öllum sviðum þjóðlífsins. Þorkell hefur ákveðnar skoðanir og liggur aldrei á þeim. Hann er hreinlyndur drengskaparmaður, glaður og hress í viðmóti dag hvern. Greindur og man margt frá liðinni tíð, segir vel frá, er glettinn og gamansamur, þegar því er að skipta. Hann er virðulegur maður og allur hinn reis- ulegasti að vallarsýn, vel meðal- maður á hæð, þrekvaxinn og sam- svarar sér mjög vel, beinn í baki og sívalur á vöxt, fríður sýnum og vekur á sér athygli hvar sem leið hans liggur, af svo gömlum manni að vera. Hann er félagslyndur og mikill spilamaður, óhætt að segja gleðinnar maður, þó hvorki sé hann vínmaður né skrumhani. Þorkeli er best lýst með því að vísa til lýsingar á foreldrum hans hér að framan. Ég hygg hann hafi erft í ríkum mæli þeirra mannkosti og annan gjörfuleik. Þorkell segist frá unga aldri alltaf hafa unnið fyrir kaupi, lengi vann hann heim- ili foreldra sinna, alla tíð hefur hann kunnað að fara vel með fjármuni og líklega alltaf haft vel fyrir sig, og stundum vel það. Það segir nokk- uð um mikla ráðdeild og fyrir- hyggju. Því ég þykist einnig vita að hann hafi lagt sínum lið þegar vanda bar að höndum. Eitt held ég megi bóka að Þorkeli liafi lánast vel að lífinu. Hann er maður trygg- lyndur og vinsæll af sinni samtíð. Ég hygg gæfumaður í orðsins fýllstu merkingu. Það er aðdáunar- vert að eiga slíkan hundrað ára feril að baki. Við Þorkell erum búnir að eiga saman ótaldar ánægjulegar stundir í gegnum árin, sem ég þakka af alhug, konan mín tekur undir þakk- lætið til þessa gamla manns. Að lokum hugljúfar þakkir fyrir góð kynni. Heill þér 100 ára. Megi gæfan leiða þig glaðan til hinstu stundar. Lifðu heill. Valgarður L. Jónsson. -----♦-♦-4------ * AskoiTm til skotveiði- - manna TIMI farfuglanna er runninn upp. Nú eru farfuglarnir, stórir og smáir, á leið eða komnir yfir hafið til varpstaða og sumar- heimkynna hér á landi eða með viðkomu hér á leið enn lengra norður á bóginn, segir í fréttatil- kynningu frá Skotveiðifélagi ís- lands. Að gefnu tilefni vill Skotveiðifé- lagið vinsamlegast hvetja alla skot- veiðimenn til að virða skráðar og óskráðar siðareglur og lög sem banna dráp gæsa á vorin. „Viljum við sérstaklega vekja athygli á helsingjum og blesgæs sem hafa hér viðkomu á leið sinni til Grænlands en rannsóknir sýna að stofninn má ekki við frekari af- föllum en orðið er. Veiðimenn, virð- um lífríkið," segir í fréttatilkynn- ingunni. miMiin t ' , \ 'A UGL YSINGAR Vanefndauppboð á fasteigninni Fiskeldisstöð Bakka 1, Ölfus- hreppi, ásamt tilheyr. fylgifé, þ.m.t. búnaði til fiskeldis, þingl. eig. Vatnarækt hf., fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 24. apríl 1992, kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru: Jón Kr. Sólnes hrl., Guðjón Ármann Jónsson hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Jón Magnússon hrl., Eggert B. Ólafsson hdl. og Hróbjartur Jónatansson hrl. Uppboðshaldarinn í Árnessýslu. ÝMISLEGT Verktakar - húsbyggjendur Óska eftir að kaupa vinnuskúra í góðu lagi. Einnig dokaborð og 20 feta gám. Upplýsingar í síma 53505 á milli kl. 17 og 19. TILBOÐ - ÚTBOÐ Tilboð Tilboð óskast í eftirfarandi bifreið, sem er skemmd eftir umferðaróhapp: MMC Pajero, áfg. 1989, V-6 turbo. Bifreiðin verður til sýnis í Skeifunni 9, mið- vikudaginn 15. apríl 1992, frá kl. 13-17. Skandia ísland hf. I.O.O.F. 9 = 1734158'/! = 9.III I.O.O.F. 7 31734158VJSM.A* Skyggnilýsingafundur Þórhallur Guömundsson miðlll og Brenda Moxon miðill, halda skyggnllýslngafund, þriðjudag- Inn 21. aprll kl. 20.30 I Skút- unnl, Dalshrauni 15, Hafnarflrðl. Húsið opnað kl. 19.30. Miðar seldir vjð Innganginn. I.O.O.F. 8 = 1734157'/! s Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerlndlslns. Almenn samkoma I kvöld kl. 20.00. RF.GLA MUSTERISRIDDARA RMHekla 15.4. - SAR MT Skíðadeild KR Innanfélagsmót KR verður hald- Ið I Skélafelll, fimmtudaginn 16. aprll kl. 11.00. Nánarl upplýslngar I sfmsvara 682102. Stjórnln. /ffft SAMBANO (SLENZKRA ýjgj KRISTNIBOÐSFÉLAGA Krlstniboðssamkoma á Háaleit- Isbraut 58 I kvöld kl. 20.30. Beenasamkoma. Hugleiðing: Benedikt Arnkelsson. Alllr velkomnir, Hvftasunnukirkjan Fíladelfía Samkomur um páskana. Skfrdagur: Brauðsbrotning kl. 14 (ath. breyttan tlma). Ræðu- maður Hafllðl Kristinsson. Föstudagurinn langl: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Einar J. Glslason. Péskadagur: Hátiöarsamkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafllði Krlatlnsson. Flladelflusöfnuðurinn óskar landsmönnum gleðllegra páska. FERÐAFELAG ÍSIANDS “»LDUGÖTU3& 11798 1953? Árbók 1992 er komin útl Arbók Ferðafélagsins 1992 er komin út. Aðalefni érbókarinnar er að vanda land- og leiðalýsing. Að þessu sinni er fariö I eyði- byggðir norður I Suður-Þing- eyjarsýslu (sjá grein f Mbl. slðastllðinn laugardag). Félagar geta náð I bókina á skrifstofu Fl (opið til kl. 18.00 I dag). Ár- gjaldlö er kr. 3.000,- (bókin innl- falin). Gerlst félagar - árbækurn- ar eru ein besta Islandslýsing sem völ er á. Ferðafélag Islands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Dagsferðir um bænadaga og páska: 16. aprfl (skfrdag) kl. 13.00 Vffilsfell. Eklð I átt að Jósepsdal og gengið þaðan á fjallið (um 3 klst.). Verð kr. 1.100. 16. aprfl (skfrdag) kl. 13.00 - skfðaganga f Bláfjöllum. Geng- I0 frá Þjónustumlðstöðlnni að Þrlhnúkum. Verð kr. 1.100. 17. aprfl (föstudaginn langa) kl. 11.00. Strandarkirkja - Selvog- ur (ökuferð). Ekiö um Þrengsli I Selvog og litast um þar. Strand- arkirkja skoðuð. Til baka verður eklð um Hveragerði og stoppað þar. Verð kr. 1.400. 18. aprfl (laugardag) kl. 14.00, páskaganga fjölskyldunnar. Gengið um Vffilsstaðahlfð I 2 klst. og lýkur göngunnl við Maríuhella. Valln er létt og þœgi- leg göngulelð um skógarstlga. Verð kr. 500. 20. aprfl (annar f páskum) kl. 13.00 Flekkuvfk - Kelllsnes - Staðarborg. Gengið frá Flekkuvlk um Keilisnes (mllli Flekkuvlkur og Kálfatjarnar- hverfis) að kirkjustaðnum Kálfa- tjörn og þaðan (Staðarborg sem er gömul fjárborg I Strandarheiði 2-3 km frá Kálfatjörn. Ekkl er vitað hvenær borgin var hlaðin en menn telja hana nokkur hundruð ára gamla. Verð kr. 1.000. 20. aprfl (annar f páskum) kl. 13.00. Skfðaganga í 3 klst. Brottför I feröirnar fré Umferð- armiöstööinnl, austanmegin og Mörkinni 6. Farmiðarvið bll. Fritt Nrir börn I fylgd fullorðinna. A sumardaginn fyrsta, 23. aprfl, verður gönguferð á Kelll. Munlð páskeferðirnar - nokkur sætl laus f Landmannalaugar. Ferðafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.