Morgunblaðið - 15.04.1992, Síða 23

Morgunblaðið - 15.04.1992, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992 23 Börn náttúrunnar í New York Times: Vitræn mynd sem erfitt er að flokka í HINU víðlesna dagblaði New York Times var lofsamleg umsögn kvikmyndagagnrýnanda blaðsins, Vincents Canbys, um kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn Náttúrunnar, 2. apríl sl., þremur dögum eftir afhendingu verðlaunanna. I umsögninni segir m.a. að kvikmyndin veki fremur upp óttablandna lotningu en ástríðufullan áhuga, hún sé vitræns eðlis en erfitt sé að flokka hana. í umsögn Canbys segir: „í Börnum náttúrunnar er flallað um dauðafin sem hin fullkomlega eðlilegu og óhjá- kvæmilegu endalok lífsins. Hann sé ekki staðreynd sem beri að óttastj horfa framhjá eða bægja frá sér. 1 kvikmyndinni er nokkurs konar söguþráður en hún kemur frekar fyrir sjónir sem heimildarmynd um endurkynni af fornum helgisiðum. Þegar gamli ekkjumaðurinn Geiri er fyrst kynntur til sögunnar er hann að bregða búi. Þegar áform Geira um að búa hjá giftri dóttur sinni í borginni fara út um þúfur, fellst hann á að fara inn á elliheimili og láta þar síbrosandi starfslið ráðskast með sig. Börn náttúrunnar fjallar að mestu leyti um uppreisn Geira og Stellu, ekkju sem Geiri kynnist á elliheimil- inu, gegn þessu fyrirkomulagi, nefni- lega að afskræma dauðann með því að deila honum með fjöldanum. Dag einn yfirgefa þau elliheimilið, draga sparifé sitt út af bankareikningum, stela jeppa og aka norður á bóginn. Um leið og íslenskt landslagið verður frumstæðara og óbyggðimar taka við, verða skilin milli lífs og dauða smám saman óskýrari uns þau hverfa alveg. Böm náttúmnnar er vitræn kvik- mynd sem ekki er auðvelt að flokka. Hvorki Geiri né Stella eru persónur í hefðbundnum skilningi. Þau em fulltrúar, tákhmyndir í nútímalegri goðsögn sem fundinn er staður í stór- kostlegri og kuldalegri fegurð. Frið- riksson hefur leikstýrt Bömum náttúrunnar af auðsæilegri ná- kvæmni, en kvikmyndin vekur frem- ur upp óttablandna lotningu en ástríðufullan áhuga.“ Stofnaðir tveir sjóðir fyrir Eystrasaltsríkin FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra og efnahags- og fjármálaráð- herrar annarra Norðurlanda undirrituðu á þriðjudag samning við Evrópubankann um stofnun tveggja sérstakra sjóða fyrir Eystrasalts- ríkin. Þetta er hluti af norrænni fjárfestingaráætlun fyrir Eystrasalts- ríkin sem fjármálaráðherrarnir tóku ákvörðun um í byrjun marsmán- aðar. Sjóðunum er ætlað það hlutverk að örva Ijárfestingu í smærri fyrir- tækjum í Eystrasaltsríkjunum. Und- irritun þessa stofnsamnings markar fyrstu skref norrænu Ijárfestingará- ætlunarinnar, en áformað er að hún komi til framkvæmda 1. júlí 1992, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu Ijármálaráðuneytisins. Undirritunin fór fram í tengslum við fyrsta ársfund Evrópubankans sem haldinn er í Búdapest. Meðal viðstaddra við undirritunina voru ■ HLJÓMDISKAKL ÚBBUR Japis hefur tekið til starfa, en hann er stofnaður til að bjóða áskrifendum að tónleikum Sinfó- níuhljómsveitar Islands upp á vandaða tónlist á hagstæðu verði. Klúbbfélögum er boðið upp á tvo hljómdiska á mánuði. Klúbbfélag- ar geta afþakkað hvorn sem er eða báða. Einnig verður boðið upp á stærri útgáfuflokka á afborgun- arkjörum, en verðið sem er upp- gefið miðast við að greiðslan sé skuldfærð á greiðslukort viðkom- andi. fulltrúar frá Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Norræna fjárfestingaráætlunin fyrir Eystrasaltsríkin var samþykkt á fundi fjármálaráðherra Norður- landa í Helsingfors 4. mars síðastlið- inn og á fundi með viðkomandi ráð- herrum frá Eystrasaltsríkjunum var formlega gengið frá áætluninni með undirskrift sameiginlegrar yfirlýs- ingar um málið. Áætlunin opnar Eystrasaltsríkjunum aðgang að jafn- virði 7 milljarða íslenskra króna til ráðstöfunar á næstu þremur árum, bæði í formi beinna styrkja og lána. Áætlunin skiptist í tvo meginþætti. Annars vegar bein framlög Norður- landanna til þess að styrkja tækni- lega uppbyggingu einkafyrirtækja. Hins vegar verður veitt sérstök lána- fyrirgreiðsla til ákveðinna fjárfest- ingarverkefna. Annar sjóðurinn sem stofnaður er veitir fé til tæknilegrar aðstoðar og undirbúningsvinnu vegna ijárfest- ingar og einkavæðingar. Hinum er ætlað að veita lán og áhættufé til einkafyrirtækja í Eystrasaltsríkj- unum, leggja hlutafé í þarlend fyrir- tæki og greiða fyrir einkavæðingu. Hrafnarnir höfðu fest hreiðrið í loftnetið á sumarbústaðn- um og erfitt var að ná því niður. Dóttir Auðar, Sara Hrund Finnbogadóttir, stendur við hreiðrið eftir að það hafði verið tekið niður. Hrafnshreiður í sumar- bústað í Biskupstungum AUÐI Búadóttur eiganda sumarbústaðar í landi Kjóastaða í Bisk- upstungum, brá heldur betur í brún er hún ásamt fjölskyldu sinni kom þar síðastliðinn laugardag og sá að tveir hrafnar, sem sveim- uðu yfir þeim, höfðu gert sér hreiður við loftnetið á bústaðnum. Eftir miklar vangaveltur ákvað hún að fjarlægja hreiðrið bæði þar sem mikill óþrifnaður var í kringum bústaðinn og vegna þess að ólíklegt er að hún hefði getað eytt nokkrum tíma þar í sumar, en engin egg voru í hreiðrinu. Auður segir að mikið rusl hafi verið á veröndinni fyrir neðan hreiðrið og var það alveg tilbúið. „Það var erfítt að ná hreiðrinu niður þar sem krummarnir höfðu notað snúrur, sem voru bundnar við loftnetið og flettað þeim inn í það. Hreiðrið var klætt að inn- an með ull, snærum og mosa og í því voru m.a. leggbein og kjálkabein úr kindum auk annars rusls. Þetta var alveg lystilega vel gert og ótrúlegt að krumm- arnir hafi getað gert þetta,“ seg- ir Auður. Hún segir að það hafi tekið sig nokkurn tíma að taka ákvörð- un um það hvað hún ætti að gera en ákvað svo að fjarlægja hreiðrið en að allt ruslið hafi fyllt þrjá stóra ruslapoka. „Ég hefði örugglega ekkert getað verið í bústaðnum fyrr en í haust ef ég hefði ekki tekið hreiðrið," segir Auður. Að sögn Jóns Hlíðbergs, hjá Náttúrufræðistofnun, er varp- tími hrafna nú að hefjast. Á hann von á því að almennt ljúki varptímanum um 20. apríi næst- komandi. Hann segir að ekki sé algengt að hrafnar verpi við mannabústaði en á Suðurlandi sé lítið um varpstaði fyrir þá og því hafi það stundum komið fyr- ir þeir hafi valið sér slíka staði. Jón segir ennfremur að mikill hávaði og slæm lykt fylgi hrafns- hreiðrum eftir að ungarnir séu komnir og að mjög erfitt sé að komast nálægt hreiðrinu á með- an ungarnir séu enn í þeim. Borgarráð: Beiðiii háskólans um styrk hafnað BORGARRÁÐ hefur hafnað beiðni Háskóla fslands um 300 þúsund króna styrk til að taka upp á myndband nokkra fyrirlestra í skól- anum. í bréfi háskólans segir, að verið sé að kanna ýmsar forsendur fyrir hugsanlegu fræðslu- og menning- arsjónvarpi á vegum skólans. Hlutverk slíks sjónvarps yrði að hvetja til símenntunar og skipu- legrar endurmenntunar lands- manna, að miðla fræðsluefni til almennings og jafnframt að sam- stilla íslenska skólakerfíð frá grunnskóla til háskólastigs. Ef vel tekst til með upptöku efnis gætu tilraunaútsendingar farið fram næsta haust eða vetur í samvinnu við RÚV - sjónvarp. Leitað var til borgarinnar um styrk, þar sem Háskólinn býr við krappan fjárhag um þessar mund- ir, segir í bréfi Háskólans til borg- arinnar. Erindið hlaut ekki stuðn- ing borgarráðs. Raudi 0% miðinn á KÓPAL málningu er trygging fyrir þvi að í málningunni séu engin lífræn leysiefni. Málningin er nær lyktarlaus og gæði hennar og verð eru fyllilega sambærileg við aðra málningu. Sýndu lit og málaðu með umhverfisvænni málningu þvi að umhverfisvernd er mál mál ar anna. Imáírmtff'i GUTRAÍúí málningh!f - þoð segir sig sjálft -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.