Morgunblaðið - 15.04.1992, Side 15

Morgunblaðið - 15.04.1992, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1992 15 semi; mikilvægi einstakra atvinnu- greina fyrir vinnumarkað, afkomu fólks, fyrirtækja og þjóðarbús; þró- unarstarfsemi og tengsl mennta- starfs og atvinnugreina, t.d. iðnað- ar, sem víða innan EB eru mikil. Við gerum gjarnan mikið úr sér- stöðu okkar — en jafn rangt er að við höfum enga sérstöðu — menn- ing okkar og tunga dæma hvort tveggja úr leik. Við eigum að grannskoða og ræða opinskátt kosti og ókosti að- ildar að EB. Það er nauðsyn til að meta EES-samninginn. Líka til að ákveða hvort við sækjum um aðild eða ekki. Ekki vitum við í dag hvað best er ef EB hafnar samningnum og stærstu keppinautar okkar ganga í EB. Ráðlegt að hafna ekki möguleikum án upplýsinga, yfir- vegaðs mats á kostum og ókostum, og umræðna — helst án fordóma. Treystum utanríkisviðskipti okkar Starf Utflutningsráðs hefur gef- ist afar vel og eykst mjög að mikil- vægi. Við þurfum að hefja skipu- legt markaðsátak í Evrópu fyrir nýjar afurðir okkar, full-unnar neytendavörur. Enn fremur að efla mjög kynn- ingu á ímynd íslands meðal grann- þjóða okkar í Evrópu og öðrum heimshlutum, sem land heilbrigði, hreinlætis og gæða. Tengja þarf kynningarstarf og markaðsátak fyrir okkar fiskafurðir, ferðaþjón- ustu og ráðstefnuhald á öllum árs- tímum, heilsugæslu- og heilbrigð- isþjónustu, og landbúnaðarafurðir. Hér eru strangar hreinlætisreglur og eftirlit með framleiðslugæðum, og lítið notað af utanaðkomandi efnum til ræktunar, fóðurgjafar og eldis. Við stundum hreinan land- búnað, sem gefur afurðir er falla undir hugtök og mælikvarða heil- brigði, hreinlætis og gæða. Einnig að efla kynningu og markaðsátak fyrir framleiðslu okk- ar á öðrum sviðum, svo sem þeim sem byggja á menningu, þekkingu og hugviti, að ekki sé minnst á þjónustu og tækni í sjávarútvegi. Islendingar hafa náð góðum árangri í gerð tölvuhugbúnaðar til almennra og sérhæfðra nota, allt frá notendahugbúnaði til stýribún- aðar. Þann árangur þurfum við að notfæra okkur í atvinnustarfsemi hér innanlands og til sölu erlendis. Raunar þurfum við að leggja af þá gömlu firru að bókvitið verði ekki í askana látið. Sterk imynd Islands mun afla okkur viðskipta og bæta lífskjör. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjaneskjördæmi. Hið sanna um náms- ferðir íslenzkra lækna eftir Gunnarlnga Gunnarsson Enn einu sinni hafa námsferðir íslenzkra lækna orðið að umræðu- efni í fjölmiðlum. Enn einu sinni lýsir umræðan um námsferðirnar algjöru þekkingarleysi á málinu. Og enn einu sinni virðist þessi af- skræmda umfjöllun fara af stað fyrir tilstuðlan aðþrengdra stjórn- málamanna, sem virðast sjá nokk- urn ávinning í vinsælli aðför að sjálfri læknamafíunni, þegar óvin- sældir erfíðra ákvarðana, vegna sparnaðar í opinberum rekstri, sliga herðarnar. Með þessari grein vil ég reyna að varpa ljósi á nokkrar staðreynd- ir málsins. Lögbundin skylda íslenzkir læknar eru lagalega skuldbundir til þess að stunda við- halds- og endurmenntun. Löggjaf- inn sá ástæðu til þess að lögbinda skylduna, til að tryggja almenna hagsmuni. í viðræðum við samn- inganefnd ríkisins tókst, fyrir meira en tuttugu árum síðan, að ná fram þeim sameiginlega skilningi, að finna þyrfti trygga samnings- bundna leið til að læknastéttin gæti ávallt gegnt hinni lögbundnu skyldu. Þannig kom til ákvæðið um námsferðirnar, þar sem fram kem- ur, að námsleyfí læknanna þjóni gagnkvæmri þörf samningsaðil- anna. Á framfæri vinveittra þjóða Sérmenntun sína sækja íslenzkir læknar til annarra landa. Þar verða yfirleitt fyrir valinu beztu sjúkra- húsin og beztu háskólarnir. Sér- menntunin er að mestu leyti kostuð af skattborgurum viðkomandi landa og læknunum sjálfum. Þannig hefur íslenzka þjóðin eignast langflesta sérfræðinga sína í læknastétt. Og þetta er raunar eina leiðin, því ís- lendingar h'afa ekki og munu senni- lega aldrei hafa bolmagn til þess að losa vinaþjóðirnar undan kostn- aðinum, vilji þeir á annað borð hafa aðgang að mestu gæðum þessarar þjónustu áfram, eins og gildandi lög kveða reyndar á um. Námsferðir læknanna gera þeim síðar kleift að viðhalda færni sinni, m.a. með því að rækta áfram sam- Gunnar Ingi Gunnarsson „Reglubundnar náms- ferðir eru eina þekkta færa leiðin til að tryggja viðgang háþró- aðrar ísienzkrar lækn- isfræði. Þeir læknar, sem sinna ekki náms- ferðum sínum, geta vart uppfyllt hina lög- bundnu skyldu um við- haldsmenntun.“ bönd sín við hinar erlendu mennta- stofnanir. Þannig hafa t.d. opnast leiðir fyrir alvarlega sjúka íslend-. inga til að fá þjónustu, sem ekki hefur reynzt unnt að veita hér á landi. Svona mætti lengi telja. íslenzkur kostnaður í Morgunblaðinu 10. apríl sl. seg- ir á bls. 28: „E.t.v. mætti ætla að einstakir læknar gætu fengið allt að 600 þúsundum króna í greiðslur vegna ferðakostnaðar, dagpeninga og launagreiðslna á meðan á þess- um ferðum stæði." Morgunblaðið velur þessa fullyrðingu sem fyrir- sögn, en sleppir efinu og viðteng- ingarhættinum. Hér er auðvitað á ferðinni umræða, sem liggur skör- inni lægra en ráðherrabílanöldrið alræmda, sem allir eru búnir að fá nóg af. En fyrst menn eru á þessu plani, á annað borð, er þá ekki rétt að leiðrétta allar tölurnar vegna hinnar annars ómerkilegu umræðu um erlendan ferðakostnað ráðherra og annarra embættismanna og taka þar inn laun þeirra á ferðalögunum og jafnvel einnig þeirra meðfylgj- andi maka, sem eru á iaunum hjá því opinbera. Auðvitað er þetta út í hött. Það fær enginn læknir 600 þúsund á ári til að kösta samnings- bundna tveggja vikna viðhalds- menntun sína. Hefði ekki verið meiri manndómur í því að birta hinn raunverulega árlega kostnað ríkis- ins, vegna viðhaldsmenntunar lækna á Islandi, og taka síðan af- stöðu til þess, hvort kostnaðurinn sé viðsættanlegur eða ekki. Onnur rangindi, varðandi námsferðirnar, birtust í Alþýðublaðinu sama dag. Þar stendur: „Fram kom að þessi hlunnindi læknanna þarf ekki að telja fram til skatts.“ Þetta eru auðvitað einnig ósannindi. Allar greiðslur úr ríkissjóði, vegna náms- ferða lækna, eru að sjálfsögðu gefn- ar upp til skatts. Lokaorð Ef alljr læknar, sem eiga rétt á samningsbundnum námsferðum, sinntu þeirri lagalegu skyldu sinni að stunda viðhaldsmenntun, með því að nýta rétt sinn að fullu, myndi heildarkostnaður ríkisins sennilega vera á bilinu 145-150 milljónir á ári. Því miður er það ekki svo. VINKLAR Á TRÉ HVERGI LÆGRI VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI EINKAUMBOÐ Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 Aðeins um 60% lækna munu nýta sér námsferðaréttinn árlega og er kostnaðurinn því hlutfallslegur. Eitthvað mun vera um misnotkun á þessurn námsferðarétti og eru alverlegustu dæmin þau, að opin- berar stofnanir hafa laumast til að greiða læknum námsferðir umfram ákvæði samninga og jafnvel með vitund ráðuneytis. Þessu hefur nú verið kippt í lag. Eins og áður er getið, munu að- ' eins um 60% lækna nýta sér rétt sinn til námsferða erlendis. Það er raunar áhyggjumál, því námsferðir eru undirstaða viðhaldsmenntunar lækna. Reglubundnar námsferðir eru eina þekkta færa leiðin til að tryggja viðgang háþróaðrar ís- lenzkrar læknisfræði. Þeir læknar, sem sinna ekki námsferðum sínum, geta vart uppfyllt hina lögbundnu skyldu um viðhaldsmenntun. Þess vegna ætti frekar að gera íslenzk- um læknum skylt að stunda árlegar námsferðir og tryggja þannig reglu- bundna viðhaldsmenntun stéttar- innar. Sá máti er örugglega sá lang- ódýrasti, sem nokkur þjóð kemst upp með að greiða fyrir sérfræði- og viðhaldsmenntun lækna sinna, á sama tíma og gerð er krafa um aðgang að læknisþjónustu, sem á að vera samkeppnisfær við það allra bezta sem boðið er uppá erlendis. Höfundur er læknir. HiBlukerfi Heildarlausn fyrir lagerinn Fljótlegt og einfalt I uppsetningu. Fáanlegt í mörgum stæröum meö mismunandi þyngdarþol. Stækkar í takt viö vökst fyrirtækisins Hentugt kerfi á hagstæðu verði Leitið upplýsinga! VUBOBS-OGmíDVemwNK m BILDSHOfHA WSIM672444 TBLEFAX672SB0 Sérútgáfa um tölvur fylgir Viðskiptablaði Morgunblaðsins fimmtudaginn 7. maí. Meðal efnis verður fjallað um helstu nýjungar á sviði tölvubúnaðar og hugbúnaðar, hvort heldur er fyrir tölvunet fyrirtækja og stofnana eða heimilistölvur. Þá verður „tölvuuppeld" Islenskra barna einnig til umgöllunar og það hvernig tölvur geta nýst ungmennum í leik og starfi. Allt frá einföldum leikjatölvum upp í öflugri vélar og hugbúnað sem nýtist þeim frá grunnskóla og fram yfir háskólaprófið. Pantanir fyrir auglýsin Sími auglýsingadeildar er 69 11 11 Skilafrestur á óunnum auglýsingum er til kl. 17.00 þann 4. maf, en skilafrestur á tilbúnum filmum er til kl. 18.00 þriðjudaginn 5. maf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.