Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992 RafnkellÞorleifs son - Minning Fæddur 18. desember 1904 Dáinn 7. mars 1992 Tengdafaðir minn Rafnkell Þor- leifsson andaðist á hjúkrunarheímil- inu Skjólgarði 7. mars síðastliðinn, eftir skamma sjúkralegu, þá hafði hann dvalið á Skjólgarði hálft annað ár. Þó Rafnkell væri orðin 87 ára þá kom andlát hans okkur á óvart því hann var andlega hress og bar aldurinn vel þó fæturnir væru fam- ir að gefa sig eins og oft er um gamla sjómenn. Rafnkell var fæddur á landnáms- jörðinni Bæ í Lóni, þann 18. desem- ber 1904, sonur hjónana Þorleifs Eiríkssonar og Sveinbjargar Sig- urðardóttur í Bæ. Hann var sjöundi í röðinni af tíu alsystkinum. Hann var fjórði elstur þeirra er komust á *egg. Af börnum þeirra Þorleifs og Sveinbjargar dóu fjögur mjög ung og elsti sonur þeirra Ólafur fórst í Hvalaveðrinu 1925 þá aðeins 27 ára gamall. Það voru því fimm af þessum systkinum frá Bæ sem lifðu til efri ára og er Rafnkell sá síð- asti er hverfur til feðra sinna. Þessi systkini voru auk Rafnkels; Eiríkur, Valgerður, Ingunn og Bjartmar. Þá er ótalinn Sigurður Ólafsson hálfbróðir þeirra er Svein- björg móðir þeirra átti af fyrra hjónabandi, en hún missti fyrri mann sinn Ólaf eftir örstutt hjóna- band í mjög átakanlegu slysi úti fyrir Papósi í Lóni þar sem hann fórst við þriðja mann. Slysið má rekja til fáheyrðs gáleysis danskra skipstjómarmanna. Rafnkell ólst upp í Bæ í Miðhús- um en margbýlt var í Bæ á þessum tíma, milli 50 og 60 manns heimilis- fastir. Þáð var því ekki fásinninu eða einangrun fýrir að fara í upp- vextinum. Þar var líka hægt að stunda silungsveiðar í lóninu og veiddi hann stundum í soðið ásamt systur sinni Ingu sem var hans aðal hjálparhella við veiðarnar. Fyrsta róðurinn fór hann frá Papósi níu ára gamali með þeim bræðmm sínum og var sjóveikur og löng þótti honum sjávargatan frá Bæ og suður í Þorgeirsstaðar- klif en þaðan reru þeir á miðin. Rafnkell komr ungur til Hafnar og réri á Björgvin, bát sem þeir áttu Sigurður Ölafsson hálfbróðir hans og Jón Brunnan sem gjarnan em taldir frumkvöðlar í vélbátaút- gerð á Höfn. í hóp brautryðjend- anna er Rafnkell skilyrðislaust líka. Hann var um tvítugt orðinn for- maður á Gnoðinni, bát sem þeir áttu Sigurður ólafsson og Jón Brunnan. Skipstjórnarréttindi fékk hann 1924. Hann átti sitt heimili hjá þeim í Hvamminum. Árið 1929 kaupir hann ásamt fleirum sinn fyrsta bát, Ingólf Amarson, frá Vestmannaeyjum. Fyrsta árið sem hann átti Ingólf SF 51 fiskaði hann mjög vel. En síðan komu fimm afla- leysisár og einnig varð verðfall á físki vegna heimskreppunar 1930. Mátti þá litlu muna að hann missti bátinn. Upp frá þessu er hann útgerðar- maður og skipstjóri á eigin bátum til ársins 1968. Var hann alla tíð farsæll og var svo heppinn að ekki urðu slys á mönnum er hjá honum voru. Rafnkell kvæntist 12. september 1932 Aðalbjörgu. Guðmundsdóttur ættaðri úr Nesjum. Þau byggðu sér húsið Arnarhól sem nú er Hafnar- braut 14. Bjuggu þau þar allan sinn búskap. Böm þeirra vom þijú. Það fyrsta stúlkubam sem dó í fæðingu, þá Fjóla sem býr á Höfn og er gift undirrituðum, þeirra böm em Sæv- ar -Hrafnkell, kvæntur Ingibjörgu Ólafsdóttur og eiga þau fjórar dæt- ur, Aðalsteinn, sem lést í bílslysi 17 ára gamall, og Olga Matthildur, þriðja barn þeirra Aðalbjargar og Rafnkels er Ólafur, hann býr í Reykjavík og á hann börnin Aðal- björgu og Þorstein Ágúst. Á heimili þeirra Aðalbjargar og Rafnkels var gestrisnin í heiðri höfð og var þar oft margt um manninn. Menn sem ráðnir voru á bátana voru meira og minna á heimilinu. Óhætt er að segja að Aðalbörg hafí stutt mann sinn með ráðum og dáð. Eftir að hún féll frá 12. desember 1980 má segja að hann hafi misst alla lífslöngun. Hann bjó einn í húsi sínu tíu ár eftir dauða hennar, en flutti í Skjólgarð fyrir hálfu öðm ári. Ég minnist þess hve þau tengda- foreldrar mínir voru mér góð alla tíð og hvað þau bám mikla um- hyggju fyrir okkur og börnum okk- ar. Þegar góðir vinir hverfa á braut koma margar spumingar upp í hug- ann en fátt er um svör. Rafnkell var sterkur persónuleiki og mikill vinur vina sinna. Hugur hans var alla tíð bundinn við sjóinn. Síðustu árin var það hans helsta dægradvöl að aka út í Ósland á góðviðrisdögum og dvaldi hann þar oft lengi við að horfa á báta og skip fara um ósinn. Hitti hann þar þá stundum ýmsa kunningja sem hann hafði gaman af að tala við. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósin kveiktu mér hjá. (H. Andrésdóttir) Minning: Hjálmar Bárðarson Fæddur 28. júní 1913 Dáinn 26. mars 1992 Félagi okkar, Oddgeir Bárðarson, lést hinn 26. mars sl. Útför hans fór fram frá Fríkirkjunni í Reykja- vík hinn 3. apríl sl. Oddgeir fæddist hinn 28. júní 1913 í Bolungarvík, sonur hjónanna Bárðar Jóns Sigurðssonar, sjó- manns, og Guðbjargar Ólaflu Magn- úsdóttur frá Gröf á Rauðasandi. Oddgeir fór 13 ára gamall að vinna fyrir sér. Hann aflaði sér menntunar af eigin rammleik með- fram störfum. Varð mæltur á er- lendar tungur og gerðist þannig fær um að annast alþjóðleg viðskipti síðar á ævinni. Oddgeir hóf starfsferil sinn sem sendisveinn hjá Kveldúlfí hf. og varð þannig einnig heimagangur á Thorsaraheimilunum. Síðar fór hann til sjós á 3 Kveldúlfstogurum, en Kveldúlfsfyrirtækið var um tíma eitt stærsta útgerðarfyrirtæki í Evr- ópu. Seinna gerðist Oddgeir verkstjóri hjá hinu danska verktakafyrirtæki Höjgaard & Schultz og vann við fyrstu virkjanirnar í Soginu og lagn- ingu hitaveitunnar í Reykjavík. Enn- fremur gerði hann út vörubíl hjá Bretanum og keyrði í Reykjavíkur- flugvöll frá Rauðhólum. Oddgeir er þó þekktastur fyrir störf sín í Ræsi hf. en þar hóf hann störf 1942. Það fyrirtæki gerðist umboðsaðili fyrir Mercedes Benz þegar verksmiðjurnar hófu störf að nýju eftir stríðið. Nafn Oddgeirs tengist því sigurgöngu Mercedes Benz á Islandi órjúfanlegum bönd- um, en hann var sölustjóri fyrirtæk- isins um áratuga skeið. Fór Oddgeir ófáar ferðir með ís- lenska bílstjóra til Þýskalands til að kynna þeim ágæti Bens-verksmiðj- anna. Minntist hann stundum ferða þessara á græskulausan hátt, því hann hafði glöggt auga fyrir hinu skemmtilega og spaugilega í mann- lífínu. Enda maðurinn ljörmikill hláturbelgur að upplagi og hafði jafnan skemmtisögur á hraðbergi og oftar á eigin kostnað en annarra. Oddgeir starfaði mikið að félags- málum. Hann var einn stofnenda Tjaldanesheimilisins í Mosfellssveit og var í stjóm þess frá 1963 þar til það var afhent skuldlaust til rík- isins 1976. Hann var fulltrúi Versl- unarmannafélags Reykjavíkur á ASÍ-þingum og var í trúnaðarmann- aráði VR um áratugi. Sæmdi félag- ið hann enda gullmerki sínu árið 1973. Oddgeir kvæntist árið 1939 Sess- elju Kristínu Kristjónsdóttur, tré- smiðs í Reykjavík, Jónssonar og konu hans, Guðrúnar Einarsdóttur. Börn þeirra eru Jón Rúnar, starfs- maður í Síldarvinnslunni á Norð- firði, sambýliskona hans er Ásta Karlsdóttir, og Bára Björg, flug- freyja, gift Gunnari Þorsteinssyni, viðskiptafræðingi hjá verðlagsstjóra og eiga þau 3 börn. Oddgeir Bárðarson var góður félagi og ljúfur í allri framgöngu. Nú að leiðarlokum minnumst við þess varla að hafa séð hann nema brosandi og með einhver skemmti- legheit á vörum. Geiri, eins og við kölluðum hann, var eins og áður sagði mikill fjör- maður. Margar óborganlegar sögur sagði hann mér af veiðiferðum sín- um með Ragnari í Þórskaffí og Lása kokki. Sem barn man ég eftir þeim Ragnari er þeir komu í heim- sókn til Hákonar frænda á Snorra- brautina á Þorláksmessu, akandi á jólasveinasleða með hestum fyrir. Þetta þóttu mér merkilegir menn og miklir fyrir sér. Enda' voru þeir það víst oft og tíðum. Ég vil að lokum þakka fyrir ára- langa góða viðkynningu við Oddgeir Bárðarson. Hann sagði stundum kankvíslegur þegar við mættumst á morgnana í Laugunum og veður var óvenju vont úti: „Ja, good morning Sir. Everything under control og hægur sunnan sex.“ Nú er Geiri horfinn á braut og siglir hægan sunnan sex inn í ómæl- isblámann. Við laugarfélagarnir stöndum á ströndu og veifum í kveðjuskyni þegar við sjáum á eftir svo góðum dreng og skemmtilegum. F.h. sundfélaga í Laugardal, Halldór Jónsson. Ég kveð Rafnkel og hafi hann þökk fyrir samfylgdina. Guð veri með honum. Ingólfur Eyjólfsson. Mig langar að minnast hans afa míns í fáeinum orðum. Ég vaknaði við það að morgni 7. mars að mamma kom og sagði mér að hann afi væri dáinn. Við höfðum verið hjá honum kvöldið áður, hann var þá búinn að vera mikið veikur í nokkra daga. Við vonuðum öll að hann myndi ná sér upp úr þeim veikindum, því fram að þeim tíma hafði afi verið hraustur. Hann var nýbúinn að endurnýja ökuskírteinið sitt og við bjuggumst alls ekki við að missa hann svona fljótt. Á með- an hann lá banaleguna var hann að hughreysta mig og segja mér að þetta yrði allt í lagi. Hann var sáttur við að deyja. Ég á margar góðar minningar úr æsku um afa og ömmu. Og eigin- lega talaði maður aldrei um annað þeirra án þess að minnast á hitt. Amma dó í desember 1980 eftir erfíð veikindi, afí hafði hjúkrað henni í veikindunum eftir bestu getu. Eftir það bjó afí einn í húsinu sínu. Þó afi væri hættur til sjós þegar ég fer að muna eftir mér var sjó- mennskan alltaf ofarlega í huga honum og hann hætti aldrei að vera sjómaður. Oft vorum við búin að fara með afa í bíltúra upp í sveit öll fjölskyld- an. Og þá var stundum þröngt set- ið en alltaf var gaman. Það var líka árviss viðburður að fara út á Breiða- merkursand. Á þessum ferðum hafði afi gaman af að spyija okkur krakkana um örnefni og bæjarnöfn. Afi tók oft í spil og var alltaf tilbúinn að spila við okkur krakk- ana. Hann las líka mikið, bæði skáldsögur og ýmsan fróðleik auk dagblaðanna. Því hann fylgdist allt- af vel með öllum fréttum og vissi vel hvað um var að vera í heiminum. Hann bar alltaf mikla umhyggju fyrir okkur og hafði áhuga á því sem við vorum að gera. Afi var mikill persónuleiki, hann var örlátur og góður. Það var gott að leita til hans. Við eigum eftir að sakna hans afa, það verður tóm- legt án hans. Guð blessi afa minn. Olga M. Ingólfsdóttir. Minning: Kristín Jónasdóttir Fædd 22. mars 1903 Dáin 3. apríl 1992 Elsku langamma okkar, Kristín Jónasdóttir, lést 3. apríl sl. í sjúkra- húsi Húsavíkur. Hún fæddist í Presthvammi í Aðaldal 22. mars 1903, og var því á 90. aldursári þegar hún lést. Foreldrar ömmu voru Jónína Kristín Sigtryggsdóttir og Jónas Sigurbjömsson og var hún elst bama þeirrar og eina dóttirin sem lifði, bræður hennar fjórir taldir í aldursröð vom: Ingólfur, Gunnar, Sigtryggur og Dagur Sveinn, þeir eru allir látnir. Amma ólst upp í Ystahvammi í Aðaldal, en þegar faðir hennar lést á besta aldri flutti fjölskyldan til Húsavíkur, þá var amma um tvítugt. Amma giftist 6. desember 1930 Sigurmundi Friðrik Halldórssyni en hann lést árið 1975. Þau eignuðust tvö börn, Jónas Halldór og Þóru Kristínu. Jónas er kvæntur Hrönn Káradóttur og eiga þau þijú böm og sex barnaböm, Þóra er gift Magnúsi Andréssyni og eiga þau eina dóttur, tvö bama- börn og eitt barnabarnabarn. Amma var fyrst og fremst hús- móðir, ein af þessum hógværu og traustu konum, sem helgaði sig heimili og börnum og umvafði alla sína afkomendur ástúð og hlýju og bar velferð þeirra fyrir bijósti. Amma var mestan hluta ævi sinnar heilsugóð og vann mikið, nánast til hinstu stundar. Amma og afí bjuggu lengst af á Laugarbrekku 19 þar sem hún taldi sig alltaf eiga heima, en síðustu ellefu árin var hún vistmaður í Hvammi, heimili aldraðra á Húsa- vík, þar undi hún hag sínum vel, vann mikla og fallega handavinnu, sem nú prýðir heimili ættingjanna, það var gott að koma í heimsókn til ömmu, spjalla við hana og segja frá áhugamálum okkar, því amma vildi fylgjast með. Fyrir átta vikum var hún flutt í sjúkrahúsið á Húsa- vík vegna veikinda, við viljum eins og hún hefði viljað þakka vistfólki og starfsfólki í Hvammi samfylgd- ina svo og starfsfólki sjúkrahússins, þar sem allir lögðust á eitt að hlúa að henni og láta henni líða eins vel og hægt var. Að endingu kveðjum við elsku ömmu, sem okkur þótti svo vænt um og óskum henni góðr- ar ferðar til nýrra heimkynna, þar sem við vitum að bíða vinir í varpa og taka á móti henni. Hafði hún þökk fyrir allt og allt. Magnea Dröfn og Arngrímur Iangömmubörn. Hafnarfjarðarkirkja: Tónlistarflutningnr um bænadaga og páska UM BÆNADAGA og páska verð- ur mjög vandað til alls tónlistar- flutnings í Hafnarfjarðarkirkju. Við helgistund á skírdagskvöldi 16. apríl sem hefst kl. 20 mun Kór Öldutúnsskóla syngja undir stjórn Egils Friðleifssonar. Við guðsþjón- ustuna á föstudaginn langa 17. apríl sem hefst kl. 14.00 mun Hlín Er- lendsdóttir, nýorðinn konsertmeist- ari Sinfóníuhljómsveitar æskunnar, leika á fiðlu og Sigríður Gröndal óperusöngkona syngja. Við tvær messur á páskadag sem hefjast kl. 8.00 árdegis og kl. 14.00 flytur Kór Hafnarfjarðarkirkju undir stjórn Helga Bragasonar, kórstjóra og organista kirkjunnar, messu í B-dúr Kv. 275 eftir W.A. Mozart ásamt einsöngvurunum Öldu Ingibergs- dóttur sópran og Ingu Dóru Hrólfs- dóttur sópran, Þorsteini Kristinssyni tenór og Valdimar Mássyni bassa ásamt hljóðfæraleikurunum Martin Frewer og Maríu Weiss sem leika á fíðlu, Jóhannesi Georgssyni sem leikur á kontrabassa og Guðrúnu Guðmundsdóttur sem leikur á orgel. Flutningur mikilfenglegra og fag- urra tónlistarverka við helgihald um bændadaga og páska þjónar þeim tilgangi að glæða trúarskynjun og vekja lofgjörð þökk og fögnuð vegna blessunar Drottins. - Gunnþór Ingason, sóknarprestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.