Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1992 19 OPIÐ TIL KXUKKAN 20 Opið í dag, miðvikudag, til klukkan 20:00. Opið laugardag frá klukkan 9:00 - 16:00. Nýtt kortatímabil hafið. HAGKAUP - gleðilega páska Björgunarbíll á Kjalarnes Björgunarsveitin Kjölur á Kjalarnesi, sem missti sem kunnugt er sérútbúinn björgunarbíl sinn er áhaldahús og slökkvistöð bæjarins brann nýlega, hefur nú fengið þann skaða bættan, því fyrir helgi fékk sveitin afhentan glænýjan sérútbúinn Ford Econoline í stað þess sem brann. Myndin var tekin þegar fulltrúar Vátryggingafélags Íslands og Globus hf. afhentu forráðamönnum björgunarsveitarinnar bílinn á föstudag. Ingunn Jensdóttir að störfum. Sýning á vatnslita- myndum OPNUÐ verður sýning á vatns- litamyndum Ingunnar Jensdótt- ur í Eden í Hveragerði í dag, miðvikudaginn 15. apríl. Ingunn hefur starfað sem leik- stjóri og leikari. Hún býr á Hvols- velli. Þetta er níunda einkasýning Ingunnar. Sýningunni lýkur á sunnudagskvöldið 26. apríl kl. 20.30. . SKIPAPLOTUR - INNRETTINGAR PLÖTURÍLESTAR Jl. ffk SERVANTPLÖTUR .111 SALERNISHÓLF Ij l l BAÐÞIUUR ELDHÚS-BORÐPLÖTUR LAGER -NORSK HÁGÆÐA VARA Þ.ÞORSRlHSSOW&CO Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640 BARNATAN MYl i SENSom AHRIFARIKT GEGN TANNSKEMMDUM — ÞRÓAÐ AF FÆRUSTU TANNHIRÐUSÉRFRÆÐINGUM Bangsa barnatannkremið frá Sensodyne er gæðatannkrem, sérstaklega ætlað börnum. Það inniheldur fluor til varnar tannskemmdum. Bangsa barnatannkremið freyðir minna en venjulegt tannkrem. Of mikil froða gerir það gjarnan að verkum að bamiðspýtirfyrr en ella og flúorinn nær ekki að leika nógu lengi um tennurnar. Bangsa barnatannkremið er með mildu og góðu myntubragði sem börnunum llkarvel oggerirtannburstuninaskemmtilega! Sér- staklega ef þau nota mjúkan tannbursta frá Sensodyne. Tennurnar eiga að endast alla ævi — gættu þeirra vel — gerðu tannburstunina skemmtilega fyrir börnin. KEVtlKAIÍA HÖRGATÚNI 2, GAROABÆ SIMI 40719 Geysishús: Ólafur Jensson ráðinn til yfirumsjónar og eftirlits ÓLAFUR Jensson, fyrrum framkvæmdastjóri Byggingaþjón- ustunnar, hefur verið ráðinn til að annast yfirumsjón og eftirlit með fyrirhuguðum breytingum á Geysishúsi. Um þessar mundir stendur yfir hugmyndasamkeppni um framtíðarhlutverk hússins en það verður leigt út fram að áramótum. Hlutverk Ólafs verður að annast yfirunisjón og eftirlit með fyrir- huguðum breytingum á Geysis- húsi, hönnun á breytingum og endurbótum, gerð kostnaðar- og framkvæmdaáætlunar, undirbún- ing á skipulagi á starfsemi í hús- inu og rekstri þess. 12. maí rennur út frestur til að skila tillögum í samkeppni um skipulag og notkun Ingólfstorgs (Steindórsplan og Hallærisplan) og Grófartorgs, og starfsemi í Geysishúsi. Eftir það verður tillög- urnar metnar af dómnefnd en reiknað er með að hún ljúki störf- um í júní. Uppúr því skýrist, að sögn Ölafs, hvers konar starfsemi verði í Geysishúsinu frá áramótum en fram að þeim tíma verður hús- ið leigt út til fjölbreyttrar starf- semi. Geysishúsið svokallaða er í raun tvö hús, Aðalstræti 2 og Vestur- gata 1. ----♦ ♦ ♦--- Skólastræti 5 friðað Menntamálaráðherra hefur sam- kvæmt tillögu Húsfriðunarnefndar ríkisins ákveðið að friða húseignina Skólastræti 5 í Reykjavík. Tekur sú friðun til ytra borðs hússins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.