Morgunblaðið - 15.04.1992, Síða 25

Morgunblaðið - 15.04.1992, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992 25 Reuter íbúi í Zafferana í hlíðum eldfjallsins Etnu á Sikiley með minjagrip um eldgosið sem nú ógnar heimabæ hans. Björgunarstarf gengur illa Kataníu. Reuter. Eldgosið í Etnu a Sikiley: TILRAUNIR til þess að stöðva hraunstrauminn úr eldfjallinu Etnu á Sikiley eða breyta stefnu hans báru engan árangur í gær en gera átti lokatilraun í gærkvöldi eða nú í morgun til þess að bjarga bænum Zafferana frá því að verða hraunflóðinu að bráð. í dögun ruddist straumurinn yfir 10 metra háa varnargarða sem rutt hafði verið upp í kílómet- ers fjartægð frá Zafferana og stuttu seinna fór hús í hlíðum fjallsins undir hraun. Eigandi þess hafði málað slagorð á veggi húss- ins þar sem hann mótmælti meintu aðgerðarleysi ítalskra yfir- valda sem sökuð eru um að hafa gripið alltof seint til ráðstafana til að stemma hraunflóðið eða beina því í aðrar áttir. Hafði hús- eigandinn og sett upp borð með rauðvínsflösku og brauðhleif fyrir framan útihurðina „til þess að taka á viðeigandi hátt á móti nátt- úruöflunum,“ eins og hann komst að orði. Hraunið úr Etnu færist ört nær Zafferana og eru aðal hrauntaum- arnir tveij, hvor um sig 20 metra breiður. A hádegi voru aðeins um hundrað metrar í næstu hús og höfðu íbúar þeirra enn ekki yfir- gefið þau. Þýskaland: Rauða herdeildin býðst til að láta af hryðjuverkum Bonn. Reuter. ÞÝSK lögregluyfirvöld skýrðu í gær frá því að bréf frá hryðju- verkasamtökunum Rauðu her- deildinni (RAF), þar sem þau bjóðast til að láta af hermdar- verkum, væri talið ófalsað. Skil- yrði RAF fyrir því að hætta hryðjuverkum er að þeir félagar í samtökunum sem nú sitja í þýsk- um fangelsum verði látnir lausir. réttindi fyrir sig.“ Hans-Eberhard Schleyer, sonur Hans-Martins Schleyer, formanns þýska vinnuveitendasambandsins, sem RAF myrti árið 1977, sagði í gær í viðtali við blaðið Express að hann væri hlynntur því að ríkis- stjórnin myndi bregðast jákvætt við bréfi RAF þrátt fyrir að þar væri enga iðrun að finna. GORE-TEX- iady Klaus Kinkel dómsmálaráðherra sagði þetta bréf tákna kúvendingu hjá RAF og að til greina kæmi að þeir hryðjuverkamenn, sem hefðu setið hátt í fimmtán ár í fangelsi yrðu náðaðir. „Það yrði gífurlega hagstætt fyrir samfélag okkar ef þessu tuttugu ára ferli ofbeldis myndi ljúka,“ sagði hann í útvarps- viðtali. Lagði hann áherslu á að ekki mætti slá á þessa útréttu sátta- hönd heldur yrðu menn að bregðast jákvætt við. Hann vildi ekki greina nánar frá því, hvemig hann teldi að ríkisstjórnin ætti að bregðast við, en benti á að nokkrir fangar væru búnir að sitja það lengi í fang- elsi að náðun væri hugsanleg á þessu eða næsta ári. Theodor Waigel, fjármálaráð- herra og leiðtogi bæverska flokks- ins CSU, sagði hins vegar ekki koma til greina að einhvers konar „friðarsamkomulag" yrði gert milli ríkisins og hryðjuverkasamtaka. „Það verða engar málamiðlanir gerðar,“ sagði Waigel. „Það myndi hafa hrikalegar áhrif á aðra sem beita ofbeldi, á aðra glæpamenn, sem myndu fara fram á sömu for- Verð kr. 11.600,- SENDUMI PÓSTKRÖFU UMLAND ALLT. úriLín Glæsibæ, sími 812922. EURO-VISA RAÐ SAMNINGAR Iran: Skotið á fólk sem mótmælti svindii í þing- kosningum Teheran. Reuter. ÞINGMAÐUR í íran sagði í gær að lögreglan hefði skotið á fólk sem hefði mótmælt kosninga- svindli í fyrri umferð þingkosn- inganna sem fór fram í landinu á föstudag. Þingmaðurinn sagði að atburður- inn hefði átt sér stað í bænum Boruj- en og nokkrir hefðu særst í skotárá- sinni. Lögreglan hefði handtekið og hýtt nokkra mótmælendur eftir árás- ina. „Lögreglan brást við af svo mikilli grimmd að friðsöm mótmæli breyttust í orrustu,“ sagði þingmað- urinn og bætti við að þess væru dæmi að kjósendur hefðu kosið 18 sinnum í kosningunum. Þingmaðurinn er úr röðum íslam- skra harðlínumanna sem biðu ósigur fyrir stuðningsmönnum Akbars Has- hemis Rafsanjanis forseta í fyrri hluta kosninganna. Kjörsóknin var um 65% og tæplega 150 frambjóð- endur náðu kjöri í fyrri umferðinni en um 120 verða kjörnir í þeirri síð- ari, sem fer að öllum líkindum fram 8. maí. -----♦ ♦ ♦---- Skjalasafn Stasi: Hátt í milljón umsóknir Berlín. Reuter. RÚMLEGA 900.000 Þjóðveijar hafa sótt um leyfi til að skoða skjöl úr safni Stasi, austur-þýsku öryggislögreglunnar. Að sögn Joachims Gaucks, forstöðumanns stofnunarinnar sem sér um skjöl- in, eru engin gögn til um 60% þeirra sem sótt hafa um. Gauck segir að þetta sýni hve Stasi hafi tekist vel að vekja ugg í brjósti landsmanna. Mikill meirihluti Austur-Þjúðverja hafi verið sann- færður um að Stasi hafi fært skjöl um þá. Hið rétta sé að skjöl hafí fundist um fjórar milljónir Austur- Þjóðveija og tvær milljónir Vestur- Þjóðveija. Gauck segir ennfremur að stofnun sín rannsaki nú mál 130.000 Þjóð- veija sem grunaðir eru um að hafa unnið fyrir Stasi. Margir þeirra eiga yfir höfði sér að vera reknir úr starfi. Fallegur fatnaður peisinn\ Kirkjuhvoli • sími 20160 I J ■! \Þar sem vandlátir versla\ í Kaupmannahöfn F/EST í BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1991 Innlausnardagur 15. apríl 1992 Nafnverð Innlausnarverð 1.000.000 1.159.236 100.000 115.923 10.000 11.592 Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. C^l HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVIK SÍMI 91-696900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.