Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992 Hagræðing í sj ávarútveginum eftir Jón Atla Kristjáinsson Inngangur Eigendur og forráðamenn sjávar- útvegsfyrirtækja er fylgst hafa með umræðum um málefni sjávarút- vegsins undanfarnar vikur og mán- uði spyija sig hvert stefnir þetta allt saman og hvað er framundan? Hver vildi ekki fá svar við spurning- um eins og: — Hvað er að gerast með físki- stofnana? Heldur þessi samdráttur áfram. Vita þessir menn á Hafrann- sóknastofnun hvað þeir eru að gera, eða þurfum við að reka þá og fá nýja? — Verður núverandi kerfí við fiskveiðistjórnun (aflamarkið) áfram við lýði, þ.e. eftir 1993-1994. Verði það ekki, hvaða breytingar verða þá gerðar? — Hvað ætla núverandi stjóm- völd að gera, eða gera ekki, í mál- efnum greinarinnar? Hvað felst í yfirlýsingu eins og „móta þarf sjáv- arútvegsstefnu"? Þær spurningar sem hér eru nefndar sýna betur en nokkuð ann- að þann vanda er stjómendur fyrir- ' tækjanna standa frammi fyrir. Þeir glíma ekki aðeins við náttúruöflin og peningaleysið heldur og stjóm- málamennina. Það fer ekki á milli mála að aflasamdráttur, hátt hrá- efnisverð og almenn óvissa um framtíðina leggst þungt á alla í sjávarútveginum. Bjartsýni og framfarahugur ríkir ekki og alltof margir eru í uppgjaf- arhugleiðingum, em óöruggir um sjálfa sig og að þetta basl sé til einhvers. „Mér fínnst eins og mínar ákvarðanir skipti engu máli, leik- reglunum kann að vera breytt á morgun og ég kominn á hausinn," gæti verið viðkvæði margra. Stefna/stefnuleysi stjórnvalda Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra byijaði sinn ráðherraferil með verulegri stefnufestu og yfír- lýsingum þess sem valdið hefuf. Hann fylgir hins vegar að mestu stefnu forvera síns. Þorsteinn skynjar hættu vingulsháttar og að greiríin þarf á því að halda að leik- reglurnar séu klárar. Túlkun mín á stefnu hans er þessi: — Engin þjóðarsátt er um núver- andi kvótakerfi en á því verða þó engar stórtækar breytingar gerðar aðeins aðlögun. — Ríkisstjórnin mun ekki beita neinum sérstæðum aðgerðum til hjálpar sjávarútveginum heldur beita altækum hagstjómaraðferð- um svo sem stöðugleika í gengis- skráningu, og að skilyrði skapist fyrir vaxtalækkun o.s.frv. — Fyrirtækjum og skipum þarf að fækka. í því skyni verður hag- ræðingarsjóði breytt varðandi skip- in, en hvatningum og góðum óskum varðandi sameiningu fyrirtækja. Þar verði „heimamenn" að hafa forgöngu en ekki ríkisvaldið. — Mótun „sjávarútvegsstefnunn- ar“ hefur verið falin nefnd til úr- lausnar og þangað eru vandamálin send. Þrátt fyrir að fyrrgreind stefna sé ef til vill góðra gjalda verð, eru nokkrar staðreyndir sem ekki mega gleymast í umræðunni um hana og framtíðaráform: — ísland hf. hefur verið rekið með tapi í nokkur ár og má nefna töluna 10 milljarða á ári í því sam- bandi en þá er tekið mið af halla á viðskiptum okkar við útlönd. Þess- um halla hefur verið veitt yfir á hinar gjaldeyrisskapandi atvinnu- greinar sérstaklega sjávarútveginn. — Þrátt fyrir ýmsar aðgerðir til eflingar sjávarútveginum hefur ekki tekist að byggja upp á íslandi nægilega fjársterk fyrirtæki ér geta lifað við það umhverfí er þessari atvinnugrein er búin hér á landi. Aðgerðirnar hafa aldrei náð alla leið. — Kvótakerfið, sem í reynd er skömmtunarkerfi, hefur virkað lamandi á alla nýsköpun í sjávarút- veginum. Leit í vannýtta stofna er lítil því allt snýst um að eiga kvóta og þá helst þorskkvóta. Þetta er því sárara þar sem tekjuauki (við- bótarframlegð) vegur mjög þungt í núverandi stöðu fyrirtækjanna. — Þrátt fyrir mikla áherslu á efnahagslegan stöðugleika virðist það gleymast að eðli sjávarútvegs- ins (þjóðarbúskaparins) er óstöðug- leiki. Sjávarútvegurinn er jú háður duttlungum náttúrunnar, veðri og vindum. Það má vinna gegn þessum sveiflum en eina varanlega lausnin er að hafa ijárhagslega burði til að standast þær. Því meira áhættufé því betra. — Tíð afskipti stjórnvalda og ofstjórnun hefur einnig veikt sjáv- arútveginn. Greining á vandanum Það er mikilvægt að skilja og greina þá krafta er áhrif hafa á samkeppnisstöðu atvinnugreinar eins og hins íslenska sjávarútvegs. Jón Atli Kristjánsson því kvóta- og skipaverði er ríkir. Sá sem byijar í dag þarf að eiga minnst 40% eigið fé. Arðgjöf þessa eigin fjár er líklega engin. Leiða má að því líkum að flestir sem byija í dag séu studdir af erlendu fjár- magni er fær sitt út úr umboðslaun- um af einhveiju tagi. Þetta leiðir hugann að þeirri stað- reynd að nýir fjárfestar í sjávarút- veginum eru hagsmunaaðilar en ekki hinn dæmigerði íjárfestir. Nýir aðilar í sjávarútvegi eru því innlend- ir og erlendir hagsmunaaðilar, þjón- ustuaðilar. Hinir erlendu aðilar finna fjármagni sínu farveg og því Öfl er móta samkeppnisstöðu sjávarútvegsins. Nýir aðilar í sjávarútvegi í dag er það svo að nánast eng- inn nýr aðili byijar í útgerð með miður verður að segjast að tvískinn- ungur stjórnvalda í þessu máli skað- ar að mínu áliti bara greinina. Hvernig má það vera? „Sjávarútvegurinn hef- ur staðið nokkuð ber- skjaldaður fyrir þeirri aðf ör er gerð hefur verið að honum og ráðamönnum hans. Ég hugsa að sú mynd sem blasir við flestum sé mynd óstjórnar og só- unar þar sem ekkert er gert af viti. Fátt er í reynd ósanngjarnara en þetta, þó lengi megi allt bæta.“ — Sjávarútvegurinn þarf áhættufé í stað lánsfjár. Hinir erlendu aðilar lána í dag bráðabirgðalán og geta með stuttum fyrirvara kippt að sér hendinni. Þetta fé þarf að binda í fyrirtækjum og það á að lúta lögmál- um áhættufjárins, þ.e. arður þegar vel gengur annars ekkert. — Á meðan aðrar þjóðir leitast við að laða til sín áhættufé til at- vinnuuppbyggingar óttumst við slíkt fé og viljum ekki fá það nema bakdyramegin. Við höfum það hins- vegar í hendi okkar hversu mikið þetta fjármagn gæti orðið, há- markseignarhluti, og meðferð arð- greiðslna. Jafnframt er arðsemi ís- lenskra fyrirtækja það lítil að ólík- legt má telja að hún freisti hins erlenda fjárfestis í stórum stíl. — Spyija má, hvers vegna íslend- ingar njóti lánstrausts erlendis. Svar; vegna fiskimiðanna. Erlent lánsfé þjóðar og fyrirtækja er og verður ávísun á þessi verðmæti. Lánsfé þarf hins vegar að greiða hvort sem vel eða illa gengur. Fyrir- tækin þurfa því að hafa eðlilega samsetningu láns og hlutafjár en í dag er hlutur lánsfjárins of hár. Ein af afleiðingum þess að grein- in er lokuð er lítii endurnýjun (nýlið- un) stjórnenda og sjónarmiða, fer fram í sjávarútveginum, þó meiri hreyfing sé í vinnsiunni en í út- gerð. Þetta er skaðlegt og má leiða að því ýmis rök, þó það verði ekki gert hér. Samningar um ákvörðun fiskverðs Útgerðin á „allan“ fisk í sjónum við ísland. Þessi einokunaraðstaða býður í reynd ekki upp á neina „Margs þarf búið við frændi“ Ritað veg-na ummæla nýsetts þjóðminjavarðar um Félag íslenskra fræða „í opinberum skoðana- skiptum tala menn oft í nafni þeirra félaga sem þeir eru kjörnir talsmenn fyrir og þegar kjörnar stjórnir félaga senda frá sér ályktanir eru það ekki bara ein- hverjir strákar út í bæ að fá sér kaffi. Sérstak- lega ekki ef einn sljórn- armanna er kona! En hvernig stendur á því að stjórn Félags ís- lenskra fræða telur sér skylt að álykta um mál- efni Þjóðminjasafns?“ eftir Gísla Sigurðsson Eftir Bæjarbardaga 28. apríl 1237 þar sem Sturla Sighvatsson sigraði lið frænda síns Þorleifs Þórð- arsonar í Görðum, hélt hann norður til Eyjafjarðar að finna Sighvat föð- ur sinn. Sturla miklaðist mjög af sigrum sínum og Sighvatur talaði um hvar hægt væri að fá honum staðfestu „þegar frá eru teknir bisk- upsstólarnir“. Þeir feðgartöluðu um að Sturla þyrfti líka ráðamann, ráð- akonu og smalamann, og til þeirra starfa tilnefndi Sighvatur ýmsa af helstu höfðingjum landsins. Framan af lét Sturla sér þetta vel líka og Sighvatur sagði jafnan: „Margs þarf búið við frændi“ þegar hann vildi leita fleiri höfðingja til vinnumanns- starfa. Loks rann þó ljós upp fyrir Sturlu þegar faðir hans taldi að engir væru betur fallnir til að skjót- ast á kaupstefnur og fara til skipa en þeir Gissur Þorvaldsson og Kol- beinn ungi. Þá skildi Sturla að e.t.v. væri gamli maðurinn að hæðast að ofmetnaði sonarins. Liðlega ári síð- ar, 21. ágúst 1238, féllu Sturla og Sighvatur í Örlygsstaðabardaga þar sem þeir börðust við lið Kolbeins unga og Gissurar Þorvaldssonar. I nýliðinni viku fékk menntamála- ráðherra Guðmundi Magnússyni, sagnfræðingi og starfsmanni Sjálf- stæðisflokksins, staðfestu með því að setja hann í embætti þjóðminja- varðar til tveggja ára. Stjóm Félags íslenskra fræða mótmælti vinnu- brögðum ráðherrans, sem hafði hvorki samráð við Þjóðminjaráð né starfsmenn Þjóðminjasafns áður en tilkynnt var um ráðningu Guðmund- ar. Enda þótt ráðherra hafi lagalegt vald til slíkra tilskipana þá var það mat stjómar félagsins, að hann hefði ekki farið með það vaid í sam- ræmi við óskráðar leikreglur í sam- skiptum háskóla og rannsókna- stofnana við ríkisvaidið þar sem áhersla hefur verið lögð á faglegt sjál/stæði háskólamanna. Á laugardagsmorgun var Guð- mundur Magnússon í viðtalsþætti á rás tvö Ríkisútvarpsins þar sem hann var m.a. spurður um þessi mótmæli Félags íslenskra fræða. Guðmundur var svo smekklegur að svara með þeim hætti að hann teldi það ekki fréttnæmt þó að einhveriir strákar settust niður með kaffibolla og sendu frá sér mótmæli þar sem þeir gerðu menntamálaráðherra að „ljóta kallinum“. Félag íslenskra fræða hefði ekkert með málefni Þjóðminjasafns að gera eða fom- minjavörsluna í landinu. Svipaður hugsunarháttur kom fram hjá frét- takonu Stöðvar tvö, Elínu Hirst, sem spurði formann félagsins í fréttum stöðvarinnar á föstudag af hveiju þetta félag væri að skipta sér af málinu. Það er fróðlegt að kynnast við- horfum af þessu tagi til réttar fijálsra félaga í landinu að segja álit sitt á tilskipunum stjórnvalda. I lýðræðisþjóðfélagi er það af hinu góða að sem flestir taki til máls um opinber málefni, ekki bara þeir sem hafa „heilbrigðar skoðanir sem þorri almennings aðhyllist" eins og Guðmundur Magnússon lýsti eigin skoðunum af hógværð sinni í nefndu útvarpsviðtali. í opinberum skoðan- askiptum tala menn oft í nafni þeirra félaga sem þeir eru kjörnir talsmenn fyrir og þegar kjörnar stjórnir félaga senda frá sér ályktanir eru það ekki bara einhveij- ir strákar út í bæ að fá sér kaffi. Sérstaklega ekki ef einn stjórnar- manna er kona! En hvernig stendur á því að stjórn Félags íslenskra fræða telur sér skylt að álykta um málefni Þjóðminjasafns? Félag íslenskra fræða er fagfélag háskólamenntaðra manna í íslensk- um fræðum og eru félagsmenn nú 251. Í lögum félagsins er sá skiln- ingur lagður í íslensk fræði að þau nái til almennrar menningarsögu, s.s. bókmennta, fornleifafræði, list- asögu, málfræði, sögu og þjóð- fræði. Þessi víðtæka skilgreining hefur ávallt komið fram í starfi félagsins og sést á þeim mönnum sem hafa valist þar til trúnaðar- starfa, t.d. var Kristján Eldjarn, fv. þjóðminjavörður og forseti íslands, stofnfélagi og fundarstjóri á stofn- fundi félagsins 27. apríl 1947. Innan félagsins starfar einnig kjaradeild sem er stéttarfélag háskólamennt- aðra safnamanna í landinu. Félag íslenskra fræða er því bæði fag- og stéttarfélag starfsmanna Þjóðminj- asafns. Ef mönnum þykir óeðlilegt að slíkt félag álykti um samskipti Þjóðminjasafnsins við ríkisvaldið þá eru hugmyndir þeirra um lýðræðis- leg skoðanaskipti í landinu ákaflega einkennilegar. í tíð núverandi stjórnar Félags íslenskra fræða (sem hefur verið endurkjörin tvisvar síðan 1989) hef- ur félagið staðið að íjölmörgum fyr- irlestrum á fræðasviði sínu, þ. á m. um fornleifafræði og þjóðfræði sem heyra sérstaklega undir Þjóðminja- safn. Þá hélt félagið málþing í Nor- ræna húsinu 11. nóvember 1989 um stöðu og stefnu þeirra raniisókna- stofnana í landinu sem fást við ís- lensk fræði. Þar var m.a. fjallað um Þjóðminjasafn og voru framsögu- menn þau Þór Magnússon þjóð- minjavörður og Inga Lára Baldvins- dóttir ritstjóri Árbókar Hins ís- lenzka fornleifafélags. Félagið hefur því bæði sinnt þeim fræðigreinum sem stundaðar eru á Þjóðminjasafni og staðið fyrir faglegri umræðu um málefni safnsins. Það er varla von til að nýsettur þjóðminjavörður, Guðmundur Magnússon, viti um þessi fundahöld, þrátt fyrir menntun sína, þar eð hann hefur fram að þessu ekki ver- ið vakandi á sviði íslenskra fræða eða gefið sér tíma til að sinna sam- komum þar sem málefni þeirra hafa verið rædd. En kannski hann turn- ist nú senn, vakni til vitundar um íslensk fræði og verði þá hugsað til hins liðna með orðum Sturlu Sig- hvatssonar þegar hann vaknaði sveittur eftir draumfarir sínar morguninn fyrir Örlygsstaðabar- daga og mælti: „Ekki er mark að draumum." Höfiindur cr formaður Fclags íslenskra fræöa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.