Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992 35 Það fór ekki mikið fyrir Kidda, en það er ekki fyrirgangur sem markar dýpstu sporin. Kiddi skilur eftir sig djúp spor hjá okkur öllum því hann rækti fjölskyldu sína vel. Eftir að við fluttumst öll til Hafnar- fjarðar var heimili hans og ömmu sá staður þar sem við söfnuðumst saman, bæði hvunndags og á hátíð- um. Þar var alltaf von á kaffisopa og skemmtilegum samræðum um allt á milli himins og jarðar því Kiddi var víðförull maður og fróður. Samvistirnar við Kidda kveiktu áhuga okkar á ýmsum málefnum, sum fóru í íþróttir, önnur í pólitík og verkalýðsbaráttuna. Kiddi hafði eldheitan áhuga á öllum þessum málum og var ávallt góður og hrein- skilinn ráðgjafi okkar. Mikilvægar ákvarðanir voru einatt bornar undir hann áður en gengið var til verks. Fráfall Kidda bar brátt að og verður það skarð er hann skilur eftir hjá okkur varla fyllt. í minn- ingunni stendur Kiddi samt eftir, og í framtíðinni þegar við stöndum frammi fyrir erfiðum ákvörðunum munum við hugsa: „Hvað hefði Kiddi lagt til?“ Rósi, Pétur,' Þórarinn, Sveinþór og Jóhanna. Rannsóknaskip fer út á miðin eins og önnur skip. Verkefnið er að kanna úthafskarfa. Svo berst til lands frétt um að maður hafi fallið fyrir borð á skipi, en náðst. Þyrla sótti hann út á miðin og flutti á sjúkrahús. Þá var hann látinn. Seinna kemur í fréttum að skipið var rannsóknaskipið Bjarni Sæ- mundsson. Nafn mannsins fréttist svo hjá félögum og vinum. Maður- inn var Kristján Jónsson, um langt skeið fyrsti stýrimaður á Bjarna Sæmundssyni. Allir eiga einhveijar vonir. Krist- ján Jónsson átti sínar. Félagar á sjó í lengri eða skemmri tíma ræða stundum málin, ekki síst í kyrrð nætur á vakt í brú og siglingu um lygnan sjó. Þá er einnig þagað. Þegar vindar fara menn svo að huga að öðru. Þannig fór um kvöld- ið sem fréttin barst. Þegar váleg fréttin barst að lokum öll, hrönnuð- ust minningarnar upp í huganum, lygnar minningar margra góðra samverustunda á sjó með Kristjáni Jónssyni. Hann var stálminnugur maður, íþróttir og stjórnmál voru honum einkar kær, samt var ekki hrópað, rifist né deilt harðlega. Álit og athugasemdir Kristjáns byggð- ust yfirleitt á sannleika, greind og minni og einnig hollustu við mál- staðinn. Kristján var hógvær maður nema í einu, honum þótti gott að borða, því má ekki gleyma í minn- ingunni um hann. Freistingarnar í þeim efnum á Bjarna Sæmundssyni standast reyndar fáir. Við Kristján ræddum ekki íþrótt- ir heldur fremur stjórnmál. Báðir vorum við búsettir í Hafnarfirði svo nærtæk voru heimatökin. Alþýðan voru okkar stafir með mismunandi áherslum sem mótast væntanlega af ytri aðstæðum, uppeldi, lífsbar- áttu og reynslu, stað og stund. Aldr- ei virtist Kristján segja illt orð um menn né málefni, heldur beitti hann kímninni öllu fremur án þess þó að draga dul á skoðanir sínar. Hollusta og trúnaður við menn og málefni voru áberandi í fari Kristjáns, sam- fara virðingu og jafnvel feimni við aðra, feimni sem kann stundum að hafa háð honum á lífsleiðinni. Hlýtt fas, hlý augu og kurteisi Kristjáns munu fylgja minningunni um manninn. Ég veit að Kristjáns verður sárt saknað af félögum sínum á Bjarna Sæmundssyni og við hinir, land- krabbarnir á Hafrannsóknastofn- uninni, höfum misst traustan sam- ferðamann sem gerði sér vel grein fyrir eðli og skipulagi rannsókna- leiðangurs á sjó. Kristján var snar í hugsun og ráðagóður félagi. Það var svo að lokum á þeim starfsvett- vangi sem kallið kom svo óvænt, við starf á hafi úti á lygnum sjó. Fljótt skipast oft veður í lofti. Megi vonir Kristjáns lifa í eilífðinni. Ég kveð Kristján Jónsson með trega og með þakklæti fyrir sam- veruna. Ég votta vinum hans til sjós og lands og ættingjum hlut- tekningu í harmi eftir góðan dreng. Móður Kristjáns suður í Hafnarfirði bið ég góðan Guð að blessa í sorg sinni yfir missi sonar. Blessuð sé minningin um Kristján Jónsson, stýrimann. Svend-Aage Malmberg. í dag minnist ég félaga míns og náins samstarfsmanns, Kristjáns Jónssonar yfirstýrimanns, en hann lézt við skyldustörf á skipi sínu rs. Bjarna Sæmundssyni hinn 8. apríl sl. Kristján var fæddur í Hafnarfirði 25. apríl 1929 og var því rétt tæp- lega 63 ára er hann lézt. Foreldrar hans voru Jón Rósant Jónsson sjó- maður, er lézt þegar Kristján var 6 ára og Petrína Hjörleifsdóttir en hún er 87 ára og bjó með Kristjáni syni sínum í Hafnarfirði. Þau hjón eign- uðust þijú böm og var Kristján elst- ur en eftir lifa Guðbjörg og Hjörleif- ur. Kristján fór í sína fyrstu sjóferð aðeins 14 ára gamall, sumarið 1943, en þá fór hann með hjálparkokkur eins og það var kallað á einn af Hafnarfjarðartogurunum. Síðar það sumar fór hann í sveit en fljótlega úr því tók sjómennskan við og varð hans ævistarf og vorið 1952-útskrif- aðist Kristján frá Stýrimannaskó- lanum í Reykjavík. Kynni okkar Kristjáns hófust sumarið 1968 en þá var hann stýri- maður á síldveiðiskipinu Sóleyju frá Flateyri, en skipið var við tilraunir með síldarnót á vegum Hafrann- sóknastofnu’nar en ég vann á þeim tíma við veiðarfærarannsóknir hjá stofnuninni. Leiðir okkar lágu síðan saman á nýjan leik í byijun árs 1978 er hann réðst yfirstýrimaður á rs. Bjarna Sæmundsson en ég hafði tekið við skipstjórn þar nokkr- um mánuðum fyrr. I hálfan annan áratug höfum við því verið nánir samstarfsmenn og félagar. Áður en Kristján kom á Bjarna Sæmundsson hafði hann verið 1. stýrimaður á rannsóknaskipinu Árna Friðriks- syni. Kristján var sérstakt prúð- menni, strangheiðarlegur, þægileg- ur I umgengni og nákvæmur við allt er varðaði siglingu skips og ein- staklega fljótur að ná tökum á nýj- um siglingatækjum, en undanfarin ár hafa verið miklar framfarir á því sviði. Helztu áhugamál Kristjáns utan starfsins voru ýmis félagsmál og íþróttir. Hann hafði ennfremur brennandi áhuga á stjórnmálum og var virkur féiagi í Alþýðubandalag- inu í Hafnarfirði. Kristján átti sæti í stjórn Sjómannafélag Hafnai'fjarð- ar í fjöldamörg ár, var formaður þess í 13 ár og varaformaður Sjó- mannasambands íslands um tíma. Þá átti hann sæti í Sjómannadags- ráði fyrir hönd félaga sinna í Sjó- mannafélagi Hafnarfjarðar. íþróttir voru 5 miklu uppáhaldi hjá Kristjáni. Ég man sérstaklega eftir því hve ánægður hann var er hann hringdi til mín út á sjó þegar hann kom heim frá B-heimsmeist- arakeppninni í handbolta sem fram fór í Áusturríki í síðasta mánuði. Það var sannarlega ekki í fyrsta skipti sem hann fór á leiki íslenskra landsliða erlendis til að styðja við bakið á sínum mönnum. Hann lifði sig svo inn í leikina að honum hefði ekki orðið skotaskuld úr því að lýsa öllum leikjunum nákvæmlega frá upphafi til enda. Kristján giftist ekki og átti ekki börn. Hann bjó með móður sinni sem er hátt á níræðisaldri og við góða heilsu og er mér kunnugt um að hann bar sérstaka umhyggju fyrir henni. Á kveðjustund votta ég móður hans, systkinum og öðrum aðstand- endum mína dýpstu samúð. Kristjáni þakka ég samstarfið í tæp 15 ár og óska honum góðrar ferðar að landi lifenda. Blessuð sé minning Kristjáns Jónssonar. Sigurður Kr. Árnason. Minning: Sveinn Bjarnason frá Hrafnagili Fæddur 10. júlí 1921 Dáinn 3. apríl 1992 Elskulegur móðurbróðir okkar og vinur er látinn eftir erfið veikindi síðustu mánuði. Hann lést í Sjúkra- húsi Skagfirðinga á Sauðárkróki hinn 3. apríl 1992. Sveinn var fæddur á Reykjum í Tungusveit í Skagafirði og voru for- eldrar hans hjónin Kristín Sveins- dóttir, fædd 13. janúar 1885, dáin 13. janúar 1967 og Bjarni Kristmundsson bóndi, fæddur 2. maí 1887, dáinn 24. júní 1954. Er hann kominn af gömlum bændaættum úr Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum. Hann ólst upp í stórum systkinahópi við kröpp kjör og þurfti hann því fljótt að taka til hendinni og aðstoða við búskapinn. Systkinin voru alls 15, en 13 kom- ust til fullorðinsára. í dag eru 8 af systkinunum á lífi. Hann var 9. í röð systkinanna. Þriggja ára var Sveinn þegar fjöl- skyldan tók sig upp og flutti frá Reykjum að Grímsstöðum í sömu sveit og þar bjuggu foreldrar hans frá 1924-44. Bærinn fór í eyði þegar afi og amma fluttu að Hafragili í Laxárdal í Skagafirði, enda aðstaða öll á Grímsstöðum alla tíð erfið til búskapar og jörðin harðbýl og ekki í alfaraleið. Úr sveitinni lá leiðin svo til Reykjavíkur og þar bjó hann í nokk- ur ár og vann við ýmis störf, en þó aðallega við bifreiðaakstur. í Reykjavík kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Helgu Hinriksdótt- ur, fædd 9. september 1923 og gengu þau í hjónaband 27. desember 1947. Sveinn og Helga eignuðust fimm börn, en þau urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa son sinn, Hinrik, að- eins 17 ára gamlan. Hann fékk al- varlegan sjúkdóm sem leiddi til , dauða á nokkrum mánuðum. Hinrik var fæddur 2. desember 1950, en dó 18. janúar 1968. Önnur börn þeirra eru: Kristín Bjarney, fædd 2. maí 1948, eiginmaður Gunnar Þór Sveinsson og eiga þau þrjú börn og eru búsett á Sauðárkróki; Jóhanna, fædd 6. janúar 1952, eiginmaður Árni Ingimundarson og eiga þau þijú börn, en Jóhanna átti eitt barn fyrir hjónaband, þau eru búsett á Sauðárkróki; Kári fæddur 26. apríl 1955, eiginkona Margrét F. Guðmundsdóttir, þau eiga tvö börn, en Kári átti eitt barn fyrir hjóna- band, þau eru búsett á Sauðárkróki; Bjarni Friðrik, fæddur 18. apríl 1960, eiginkona Ragnheiður Anna Haraldsdóttir, og eiga þau tvo drengi og eru búsett í Keflavík. Allt er þetta hið mannvænlegasta fólk og ber uppruna sínum vel söguna. Þau hjónin hófu búskap í Reykja- vík, en festu ekki rætur þar. Hugur- inn leitaði norður yfir heiðar og þau fluttu árið 1949 norður og hófu búskap á Hafragili í Laxárdal. í fyrstu var búið með foreldrum Sveins og Páli bróður hans. Sveinn kunni alla tíð vel við sig í sveitinni enda flest áhugamál hans tengd náttúru landsins og því'lífí sem þar er. Árið 1968 ákváðu þau að hætta búskap á Hafragili og flytja á Sauð- árkrók, þar sem þau hafa átt sitt heimili síðan. Hann vahn ýmis störf á Sauðárkróki, en lengst af hjá Loð- skinni hf. Sveinn var meðalmaður á hæð og alla tíð grannvaxinn, skarpur til allra verka og hlífði sér aldrei í neinu. Hann var búmaður góður en lífið var ekki eintómt brauðstrit og kunni hann manna best að njóta góðra stunda. Hann var mikill unnandi íslenskr- ar náttúm. Á hverju vori fór hann til fjalla í grenjaleit og þurfti þá oft mikla þolinmæði í misjöfnum veðrum að vinna grenin, en nálægðin við náttúruna var þess virði. Fyrir neðan Hafragil rennur Laxá og Sveinn naut þess að vera við ána og renna fyrir lax. Hann var ávallt léttur í skapi og glaðlyndur og mikill vinur vina sinna. Góður var hann heim að sækja og hrókur alls fagnaðar á manna- mótum og söngmaður ágætur. Geisl- aði hann af gleði og kæti þegar svo bar við. Gott og náið samband var alla tíð á milli systkina hans og horfa þau nú með trega á eftir honum yfir móðuna miklu. Sveinn var alla tíð mikill fjöl- skyldumaður og leið hvergi betur en í faðmi fjölskyldunnar. Hann naut samvista við barnabörn sín í ríkum mæli og sinnti þeim mikið, en þau eru nú orðin 12 áð tölu. Með Sveini er genginn maður af þeirri kynslóð, sem man tímana tvenna . og hefur upplifað miklar breytingar í búskaparháttum og í þjóðlífi. Að leiðarlokum viljum við þakka honum fyrir allt, sem hann hefur gert fyrir okkur og okkar fjölskyldu í gegnum tíðina. Elsku Helga, börn, og tengda- og barnabörn, við vottum ykkur innileg samúð á þessum erfiðu tímamótum. Það er þó huggum harmi gegn, að minningin um góðan dreng mun lifa. Jón Aðalsteinn Jóhannsson, Kristinn Bjarni Jóhannsson. FJAÐRAGORMAR í ÝMSA BÍLA Sríaust Sími622262 í dagfró kl. 14-18. 10% af slóttur meðan á kynningunni stendur Nýtt greiðslukortatímabil Miðbæ, Háaleitisbraut. LONIÐ Opið alla páskahátíðina - fýrir þig Hádegisverðarhlaðborð Kaffihlaðborð SUBSTRAL BIÓMAÁBURÐUR FLUGLEIÐIR HÓTEL LOFTLEIÐIR - þegar matarilmurinn liggur í loftinu _______________J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.