Morgunblaðið - 16.04.1992, Síða 11

Morgunblaðið - 16.04.1992, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 11 Páskahald í Dómkirkjunni Páskar eru höfuðhátíð kristninn- ar, sem minnist þá upprisu Drottins Jesú Krists. Undanfari hennar er fastan sem nær hámarki sínu á föstudaginn langa, þá minnst er krossfestingar Krists. I heigihaldi kirkjunnar hefur í aldanna rás safn- ast dýrmætur arfur sem geymir ýmsa mestu dýrgripi menningarinn- ar. Bæði er hann fólginn í orðlist, tónlist og myndlist sent og í litúrgíu, helgisiðum. Kirkjur landsins hafa tekið fram til að njóta margra þess- ara dýrgripa nú á hátíðinni. í Dómkirkjunni verður helgihald- inu hagað þannig að á skírdags- kvöld kl. 21, verður síðustu kvöld- máltíðar Krists með lærisveinununt minnst í messu, sem fermingarbörn vorsins hafa undirbúið. Þann dag verður einnig samkirkjúleg messa kl. 11 sem annars staðar hefur ver- ið getið. A föstudaginn langa verða tvær guðsþjónustur. Kl. 11 verður Litan- ía sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt og kl. 14 er Tignun krossins. Sókn- arnefndarfólk annast við þá athöfn ritningarlestur og Sólveig Arnars- dóttir, leikari, flytur ásamt prestin- um' „Sjö orð Krists á krossinum“. Dómkórinn syngur Ave verum corp- us eftir W.A. Mozart. Á laugardagskvöldið kl. 23 er páskavaka, klukkustundarlöng at- höfn í eftii-væntingu páskanna, þar sem páskaljósið er tendrað og skírn- arheitin endurnýjuð. Páskavaka er eldforn og mikil skírnarhátíð í frum- kirkjunni. Að þessu sinni verða skírð þijú ungmenni sem fermast eiga í vor. Guðfræðinemar aðstoða við flutning guðsþjónustunnar sem leidd er af þeim sr. Jóni Ragnars- syni fræðslufulltrúa og sr. Jakobi Ágúst Hjálmarssyni. Kjartan Sigur- jónsson leikur á orgelið. Á páskamorgun er svo hátíðar- guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 8, þar sem herra Ólafur Skúlason, Biskup íslands, predikar og dóm- kirkjuprestarnir þjóna ásamt hon- um fyrir altari. Sigi'íður Gröndal syngur einsöngsaríu úr Messíasi eftir G.F. Handel og Dómkórinn 'syngur forna Páskasekventíu í bún- Jngi dr. Róberts A. Ottóssonar. i Önnur hátíðarmessa er kl. 11. Þá verður tónverkið Páskadags- morgunn eftir Sveinbjörn -Svein- björnsson flutt af Signýju Sæ- mundsdóttur, Björk Jónsdóttur, Bergþóri Pálssyni og Dómkórnum. Sr. Hjalti Guðmundsson predíkar og Marteinn H. Friðriksson leikur á orgelið sem og við nær allar aðr- ar guðsþjónustur hátíðarinnar. A annan páskadag kl. 11 heijast fermingar í Dómkirkjunni og verða tvo næstu sunnudaga kl. 11. Síð- degismessurnar verða kl. 17 eins og verið hefur. Við í Dómkirkjunni bjóðum alla velkomna að taka þátt í hátíðar- haldinu með okkur og hvetjum alla, leitendur sem trúaða, að láta ekki úr hendi sleppa það tækifæri sem helgihald hátíðarinnar í kirkjum landsins gefur til þess að auðgast og eflast í andanum. Jakob Hjálmarsson. SUBSnUL BLÓMAÁBURDUR FASTEIGN ER FRAMTIÐ FASTEIGNA SVCRRIR KRISTJÁNSSON LÖGGIL TUR FASTEIGNASALI SUÐURLANDSBRAUT 12, 108 REYKJAVÍK, FAX 687072 MIÐLUN SiMI 68 77 68 Óskum viðskiptavinum okkar svo og öllum landsmönnum gleðilegra páska. Minnum á auglýsingu í Morguublaðiuu sunnudaginn 12. apríl. Opnum af tur þriðjudaginn 21. apríl Starf sf ólk Fasteignamiölunar. (LoKc'Í’ 09 Gledilega páska KJuklingastaóurinn SOUTHERN FRIED CHICKEN SVARM PAriNAIN Hraórétta veitingastaóur í hjarta bongarinnar to. O i horm Trygqvagotu og Pósthusstrætis Simi 16480 Vertu þinn eigin landkönnuður. 28.600 kr* 28.800 kr* 29.700 kr* / ‘ / 28.800 kr* Amsterdam ► Lúxemborg Ösló 34.500 kr* 22.710 kr.** 23.310 kr.** 23.210 kr.** 22.810 kr.** 27.210 kr.** 30.100 kr* 25.900 kr* 33.000 kr* 33.000 kr* 33.000 kr* London 4Glasgow»- Frankfurt» Múnchen» Hamborg 23.090 kr.** 19.310 kr.** 26.510 kr.** 26.510 kr.** 26.510 kr.** 36.600 kr.* Vín 28.210 kr.** 36.600 kr.* 47.700 kr.* 60.000 kr* Salzburg öaltlmore Orlando 28.210 kr.! 34.300 kr.** 44.000 kr.** Hafðu samband við þína ferðaskrifstofu, söluskrifstofur okkar og umboðsmenn um allt land eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18). FLUGLEIDIR *Verð miðað við 2fullorðna í bíl í a-flohhi í 1 viku. **\erð miðað við 4, 2 fullorðna og 2 böm, í btl í a-flokki i 1 viku. Bókunarjyrirvari minnstfjórtán dagar. Hámarksdvölþrjátíu dagar. Flugvallarskattur í eftirtöldum löndum er ekki innifalinn: ísland 1250 kr., Þýskaland 216 kr., Danmörk 600 kr., Holland 210 kr., Bandaríkin 1.110.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.