Morgunblaðið - 16.04.1992, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 16.04.1992, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 39 Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar: Göngum út ef samið verður á grundvelli fyrri tillagna GUÐMUNDUR J. Guðmundsson, formaður verkamannafélag'sins Dagsbrúnar, segir að ef gengið verði til kjarasamninga á þeim grund- velli sem var fyrirliggjandi þegar upþ úr viðræðum slitnaði, muni Dagsbrún ganga út og ekki taka þátt í þeim samningum ef hún verði ekki búin að ganga út fyrr. Það verði síðan að koma í ljós hvað gerist í framhaldi af því, en hann efist um það verði jafn frið- samlegt á vinnumarkaði og Vinnuveitendasambandið reikni með. Samninganefnd Alþýðusambandsins hefur verið boðuð saman til fundar hjá ríkissáttasemjara á þriðjudaginn eftir páska og reiknað er með samningafundi með vinnuveitendum daginn eftir. Allt gott“ Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson. en það væri sjálfsagt öðruvísi ef ég væri rithöfundur sem ætti allt mitt undir skrifunum. Ég held að íslensk menning mundi ekki farast þó minna verka nyti ekki við. Það breytir því samt ekki að ég hef mikla unun af því að skrifa þó naumur tími gefist til þess. Jú, ég hef skrifað nokkrar smásögur og átt hlut í leikverkum með öðrum. Hef sett saman nokkra dægurlaga- texta. „Við Reykjavíkurtjörn" er hinn eini þeirra sem ég gengst við, hinir voru undir dulnefnum enda óttalega lélegir.“ Hvað ertu að semja um þessar mundir? „Ég hef verið að burðast við að skrifa_ leikrit um Jónas Hallgríms- son. Ég hef verið að garfa í því um tíma og veit ekki hvort ég lýk því nokkurn tíma. Hugsaði mér að það snerist um nokkra daga í lífi Jónasar. Já, Jónas Hallgrímsson hefur alltaf höfðað mjög sterkt til mín. Ég sé þennan stórbrotna kar- akter og mikla einfara fyrir mér hvar hann situr í kytrum í Dan- mörku og semur sín undursamlegu ljóð. Hvað það er í honum sem skírskotar til mín? Ég held að það sé mýktin og hans miklu vitsmunir og fegurðin í öllu sem hann orti. „Ég finn mér stundum tíma til að skrifa,“ segir hann aðspurður um hvenær hann skrifi. „Þegár aðrir tefla eða spila bridds eða veiða. Sem ég geri raunar líka. Maður finnur sér tíma til þess sem maður nýtur að gera- stundum. En ég held ekkki að ég hafi nokkurn tíma ætlað mér að gera ritstörf að ævistarfi mínu, svo skað- inn er ekki stór þó ég geri ekki meira af því.“ Á menntaskóláárum vakti frammistaða Davíðs í Bubba kóngi á Herranótt mikla athygli. Seinna fengust þeir Davíð, Þórarinn Eld- járn, skáld og Hrafn Gunnlaugsson, leikstjóri við að gera útvarpsþætti hjá Útvarpsstöð Matthildar. Kannski má að nokkru líkja Matt- hildarútvaprsefni þeirra við Spaug- stofuna nú. Svo nærtækt er að spyija hvern- ig honum þyki nú, stjórnmálamann- inum, að hluta á Davíð Oddsson, Matthilding þylja upp romsur sem gætu verið eins og talaðar út úr munni stjórnmálamannanna þá og raunar enn. „Það er ósköp gott að geta ekki séð fyrir sér lífshlaup sitt,“ segir hann glaðhlakkarlegur. „Á þeim tíma ætlaði ég alveg áreiðanlega ekki að fara út í pólitík. Við tókum þetta stóralvarlega sem við vorum að gera og tókum hvorki stjórnmál né stjórnmálamenn vitund alvar- lega.“ Og ef unglingar sem hlusta nú á þig, taka þig ekki alvarlega? „Þá veit ég að þeim skjátlast, eins og mér á sínum tíma.“ texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Guðmundur segir að félagið hafi byijað viðræður um sérkjarasamn- inga eða starfsgreinasamninga í október. Þær hafi staðið yfir í 1-2 mánuði og engan árangur borið. í framhaldinu hafi verið farið út í aðgerðir og síðan inn í samflotsvið- ræður með öðrum og margir telji að félagið hafi teflt langt undir styrk. Það komi ekki til greina að ganga frá samningum öðru vísi en það verði komið til móts við sérmál félagsins. Þar séu ekki háar fjár- hæðir í veði heldur sé um að ræða breytingar í ljósi breyttra aðstæðna í mörgum starfsgreinum vegna tæknibreytinga og annars. Verði samið á grunvejli þeirra hugmynda sem forseti ASÍ setti fram um það sem mögulegt væri að fá vinnuveit- endur til að samþykkja hafi hann enga trú á því slíkur samningur yrði samþykktur í félaginu, enda myndi Dagsbrún. ganga út ef til þess kæmi. Guðmundur sagði að félagið vildi Féll af hesti og rotaðist KONA féll af hestbaki í undir- göngunum á Reykjanesbraut, frá hesthúsum Fáks yfir í Elliðaárdal um kl. 22 á þriðjudagskvöld. Konan rotaðist við fallið og var flutt á slysadeild. Höfuðhöggið var ekki talið alvarlegt og hún slapp við meiðsli að öðru leyti. halda fast í þá kröfu Verkamann- sambandsins að kaupmáttur í júní á síðasta ári næðist og teldi alveg rými til þess án þess að verðbólga færi á stað. Vitlausar fjárfestingar undanfarinna ára vægju míklu þyngra, auk þess sem hægt væri að bæta stjórn fyrirtækja verulega. Fólk væri reitt yfir óráðsíunni og teldi að það hefði verið svikið um ávinninginn af þjóðarsáttinni. Guðmundur sagði að félagið myndi ekki taka upp sín sérmál á borð sextíumanna samninganefnd- ar ASÍ. Sá háttur væri ekki hafður á viðræðum um sérmál út á landi og þarna sé um að-ræða sérstakar aðstæður í einstökum fyrirtækjum eða starfsgreinum. Hann sagðist sannfærður um að mörg fyrirtæki vildu semja um sérmál innan fyrir- tækjanna en það væri Vinnuveit- . endasambandið sem stöðvaði það og það yrði þá bara að taka afleið- ingunum. ------» ♦ ♦----- Fræðimenn fjalla um EES- samninginn NEFND óháðra fræðimanna hefur verið skipuð til að fara yfir samninginn um evrópskt efnahagssvæði með tilliti til þess hvort hann brjóti í bága við íslensk sljórnskipunarlög. í nefndinni eiga sæti Þór Vil- hjálmsson hæstaréttardómari, lagaprófessorarnir Gunnar G. Schram og Stefán Már Stefánsson og Ólafur Walther Stefánsson skrifstofustjóri dómsmálaráðu- ♦ neytisins. Halldórsstefna hald- in í Háskólabíói STOFNUN Sigurðar Nordals gengst fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um ritstörf Halldórs Laxness í tilefni af níræðisafmæli hans 23. apríl 1992. Ráðstefnan er haldin í tengslum við Listahátíð og fer fram í Háskólabíói, sal 2, dagana 12. til 14. júní. Fyrirlesarar á ráðstefnunni Nedeliajeva-Steponaviciene, Turið verða Árni Sigurjónsson, Ástráður Sigurðardóttir og Vésteinn Ólason. Eysteinsson, Eysteinn Þorvalds- Ráðstefnan hefst með samkomu son, Gísli Pálsson, Guðrún Hrefna í Háskólabíói 12. júní kl. 21. Þar Guðmundsdóttir, Guðrún Nordal, tala Árni Bergmann, Steinunn Sig- Gunnar Kristjánsson, Halldór Guð- urðardóttir og Peter Hallberg um mundsson, Halldór E. Laxness, skáldskap Halldórs og kynni sín Helga Kress, Hubert Seelow, Ist- af honum og lesið verður upp úr ván Bernáth, José A. Fernández verkum hans og flutt tónlist í Romero, Peter Hallberg, Regis tengslum við þau. Boyer, Rory McTurk, Svetlana óttina » L Morgunblaðið/Valur | náði einnig góðum árangri í heims- bikarkeppninni í vetur. i Hvað þarf skíðainaður að hafa til komast í allra fremstu röð? i „Þetta er erfið spurning. Hann i þarf að æfa vel og umfram allt að hafa gaman af því. Ef við tökum heimsbikarkeppnina sem dæmi þá ,er ekki svo mikill munur á tækn- inni á meðal fimmtán fyrstu. Það sem skilur siguivegaran að frá hin- um er fyrst og fremst einbeitingin og löngunin til að vinna.“ Hún æfir nánast alla daga árs- ins. Það er helst á þessum tíma sem hún slakar aðeins á. Sumaræfing- arnar byggjast upp á lyftingum, stökkum og leikfimi ýmiskonar. Hún segist reyndar vera alæta á íþróttir og vilji helst prófa sem flest- ar greinar. A haustin taka tækniæfingar við áður en farið er í heimsbikarmótin, sem standa yfir í firnrn mánuði, frá nóvember til mars. „Ég er svolítið þreytt eftir þennan vetur sem var mjög erfiður. Það er mikið um ferðalög í heimsbikarn- um og ég er því lítið heima hjá vinum og ættingjum í Svíþjóð á meðan. En þetta eru ekki svo mörg ár sem hægt er að vera í þessu á toppnum og því um að gera að nota tímann vel og hafa gaman af. Ef ég slepp við meiðsli og heilsan leyfir reikna ég með að vera í þessu í þijú til fjögur ár til viðbótar.“ Hveiju breytti það fyrir þig að vinna til gullverðlauna á Ólymp- íuleikunum? „Fyrir mig er það aðallega heið- urinn sem því fylgir. Það er æðsta markmið allra íþróttamanna að verða ólympíumeistari. Ég hugsa ekki svo rnikið um ólympíutitilinn núna því ég horfi fram á veginn. Ég hlakka til næsta vetrar og þá er takmarkið að standa sig vel á heimsmeistaramótinu í Japan.“ Hefur ólympíumeistari ekki góða tekjur af auglýsingum? „Jú, að sjálfsögðu hjálpar ólympíu- titilinn til við auglýsingasamninga. Ég er nú þekkt nafn og er í fjöl- PEKNILLA WIBERG Fædd: 15. okt. 1970 í Norrköp- ing. Heimili nú: Borlange. Hæð: 161 sm. Þyngd: 59 kg. Árangur: 1985 - SMU: 1. sæti í svigi og stórsvigi. 1986 - SMU: 1. sæti í svigi og 3. sæti í stórsvigi. 1987 - HMU: 24. sæti í stór- svigi. SM: 4. sæti í svigi. 1988 - SM: 4. sæti í svigi og 6. sæti í stórsvigi. 1989 - Heimsbikarinn: 22. sæti í stórsvigi í Val Zoldana. SM: 3. sæti í svigi og 6. í stórsvigi. 1990 - Heimsbikarinn: 3. sæti í svigi í Are. SM: 1. sæti í svigi og 7. sæti í stórsvigi. 1991 - Heimsmeistaramót: 1. sæti í stórsvigi, 6. sæti í svigi og 17. sæti í risasvigi. Heimsbik- arinn: 1. sæti í svigi í Waterville Valley og Bad Kleinkirchheim. 1. sæti í stórsvigi í Lake Louise, 2. sæti í svigi í Morzine, 3. sæti í stórsvigi í Val Zoldana. SM: 1. sæti í ^svigi og stórsvigi. 1992 - ÓL: 1. sæti í stórsvigi og 12. sæti í risasvigi. Heimsbik- arinn: 5. sæti í samanlagðri keppni, 2. sæti í svigkeppninni samanlagt og 5. sæti í stórsvig- inu. ■ SMU: Sænska unglingameist- aramótið. SM: Sænska meist- aramótið. HMU: Heimsmeistar- amót unglinga. HM: Heims- meistaramót. miðlum í næstum hverri viku allan veturinn og það er mikilvægt fyrir auglýsendur. Ég er með auglýs- ingasamninga við tólf fyrirtæki." Wiberg vildi ekki gefa upp hvað.v hún hefði í tekjur af auglýsingum. Sagði það trúnaðarmál. Svíar hafa átt í erfiðleikum með að fá fyrir- tæki til að fjármagna landsliðið eftir slakt gengi liðsins á Ólympíu- leikunum í Albertville. Fyrirtækin vilja ólm styrkja eina ólympíumeist- ara Svía, Wiberg, en sænska lands- liðið er ekki eins spennandi pakki. Fyrirtækin vilja sjá árangur svo auglýsingin skili sér. Hvernig finnst þér skíðaað- staðan á Islandi? „Það sem ég hef séð líst mér mjög vel á. Það er að vísu meiri snjór á ísafirði og því betra þar en á Akureyri. Ég er mjög ánægð með^ dvölina og kem til með að eiga góðar minningar frá heimsókn minni hingað. Það var gaman að fá tækifæri til að fara á hestbak. Ég kann vel við mig á hestbaki, enda hægt að ná upp góðum hraða ekki ósvipað og á skíðunum - hrað- inn á vel við mig.“ Hún sagðist hafa prófað íslenska hestinn á heimsmeistaramótinu sem fram fór í fæðingarbæ hennar, Norrköping, í fyrra. Ólympíumeistarinn sagðist hafa komið hingað aðallegá með tilbreyt- ingu í huga og til að hjálpa yngri stúlkunum að ná sér í betri fis- punkta. „En ég fæ einnig mikið út úr því að keppa hér því ég elska skíðaíþróttina,“ sagði Pernilla Wi- berg sem gengur undir nafninu „Pillan" í Svíþjóð. TEXTI: Valur B. Jónatansson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.