Morgunblaðið - 13.05.1992, Síða 28

Morgunblaðið - 13.05.1992, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992 Sparisjóður Mývetninga: Morgunblaðið/Rúnar Þór Útvarpsleikrit hljóðritað eftir sjö ára hlé Leikritið Fangakapall eftir Valgeir Skagfjörð var tekið upp í hljóðveri Ríkisútvarpsins á Akureyri á föstudag í liðinni viku. Leikrit hafa ekki verið tekin upp á Akureyri frá árinu 1985, en það ár voru hljóð- rituð tvö leikrit norðan heiða. Það er norðlenskir leikarar sem fara með hlutverkin í Fangakapli Val- geirs og hlaut Utvarp Norðurlands styrk úr Menning- arsjóði útvarpsstöðva til að taka það upp, en tilefn- ið er 75 ára afmæli Leikfélags Akureyrar. Arnar Páll Hauksson forstöðumaður Útvarps Norðurlands sagði að í kjölfarið væri vonast til þess að tekið yrði upp leikrit hjá útvarpinu á Akureyri ár hvert. Á myndinni eru frá vinstri, Björn Sigmundsson, tæknimaður og leikararnir Þórdís Arnljótsdóttir, Valgeir Skagfjörð, Sunna Borg, Þráinn Karlsson og Hallmar Sigurðsson. var honum jafnframt falið að stjórna fundinum. Ingólfur Jónasson flutti starfs- skýrslu sjóðsins síðastliðið ár. Þar kom m.a. fram, að þá störfuðu að meðaltali 5 ársmenn hjá sparisjóðn- um og námu launagreiðslur rúmum 8 milljónum króna. Rekstrarhagn- aður varð 4,7 milljónir og var hann færður til hækkunar á varasjóði. Ábyrgðarmenn Sparisjóðs Mývetn- inga eru nú 31. Úr stjórninni áttu að ganga Þráin Þórisson og Jón Kristjánsson. Þráinn var endurkjörin, en Jón baðst undan endurkosningu. í hans stað var kosin Ásmundur Jónsson. Voru Jóni þökk- uð ágæt störf í þágu sjóðsins. Spari- sjóður Mývetninga er með afgreiðsl- ur á Helluvaði og Reykjahiíð. Á fundinum fékk stjórnin. þakk- læti fyrir ágæt störf og starfsfólk fyrir frábæra þjónustu. Einnig kom fram að Sparisjóður Mývetninga er mikilvæg stofnun fyrir þetta byggða- lag. Sparisjóðsstjóri er Ingólfur Jón- asson. Kristján Tæplega 5 millj. króna hagnaður Björk, Mývatnssveit. AÐALFUNDUR Sparisjóðs Mý- vetninga var haldinn 7. maí síðast- iiðinn. Formaður sljórnarinnar, Helgi Jónasson, setti fundinn og Þríþrautar- keppni haldin í Mývatnssveit KEPPNI í þríþraut verður haldin við sundlaugina í Mývatnssveit laugardaginn 23. maí næstkom- andi og hefst hún kl. 10. Keppnin felst í því að synda 750 metra, hjóla síðan 20 kílómetra og hlaupa loks 5 kílómetra. Hjólað verð- ur og hlaupið á olíumalarvegi og henta fjallahjól því ágætlega. Keppt verður í flokkum karla og kvenna, 14-16 ára, 17-19 ára, 20—39 ára, 40-44 ára, 45-49 ára, 50—54 ára og 55-59 ára, en allir sem Ijúka keppni fá þátttökupening. „Nú er rétti tíminn til að heíja skipulegar æfíngar fyrir þessa keppni og aðrar slíkar og tækifærið er upplagt fyrir trimmara að kanna styrk sinn hvort sem er til að keppa við sjálfan sig eða aðra,“ segir í frétt- atilkynningu vegna keppninnar. Skráningar þurfa að berast fyrir 20. maí næstkomandi, en allar nánari upplýsingar gefur Birkir Fanndal í Mývatnssveit. -------------- Erindi um Atvinnuhorfur framhaldsskólanema á Akureyri; Fimmtungur skólafólks óviss eða hefur ekki vinnu í sumar vinmivernd í TILEFNI af alþjóðadegi hjúkr- unarfræðinga sem var í gær, 12. maí, og vinnuverndarátaki '92 koma þær Kitta Rossi hjúkrunar- framkvæmdastjóri við finnska Vinnueftirlitið og Guðmunda Sig- urðardóttir til Akureyrar og halda erindi í kennslustofu Fjórðungs- sjúkrahússins kl. 15-16. Fyrirlestramir eru opnir öllu starfsfólki heilbrigðisstofnana á Ak- ureyri og nágrenni. Erindi Guð- mundu nefnist: Hegðunarmynstur einstaklings og umhverfí hans, en erindi Kittu Rossi: Áhættuþættir í starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga, starfsmannaheilsuvemd. Ástandið svipað og síðastliðið vor ATVINNUHORFUR framhaldsskólanema á Akureyri eru með svipuð- um hætti og var síðastliðið vor, þó eru heldur fleiri nú sem ekki hafa vísa vinnu í sumar en í fyrra. Nokkru fleiri stúlkur en piltar hafa þegar tryggt sér sumarvinnu og það eru frekar nemar í neðstu bekkjum skólanna sem ekki hafa enn fengið vinnu í sumar. Flestir nemanna munu starfa við afgreiðslustörf, hjá hinu opinbera í iðnaði og fiskvinnslu, en fáir munu starfa við landbúnað og fiskveiðar. Þetta kemur fram í könnun á 76% nemanna hafa vísa atvinnu í sumar, sem er nánast sama hlut- fall og var á síðasta vori, 2,6% nem- anna hafa vinnu hluta úr sumri, en 14,5% þeirra sögðu óvíst hvort þeir fengju vinnu og 6,6% hafa enga örugga atvinnu í sumar. Fleiri stúlkur, en piltar hafa þeg- ar tryggt sér sumarstarf, eða rúm- lega 80% þeirra, en einungis 71% atvinnuhorfum framhaldsskóla- nema á Akureyri sumarið 1992, sem Hermann Oskarsson gerði fyr- ir Atvinnumálanefnd Akureyrar. Alls tóku 999 nemar í framhalds- skólunum tveimur þátt í könnun- inni, sem gerð var dagana 27. apríl til 30. apríl síðastliðinn. Fram kemur í könnuninni að rúm piltanna. Tæplega 17% stúlknanna hafa ekki fengið vinnu eða segja óvíst með vinnu í sumar, en tæp- lega 27% piltanna eru í þeim spor- um. Hvað varðar nema búsetta á Akureyri og þátt tóku í könnun- inni, hafa rúm 73% þeirra fengið vinnu í sumar og 2% hluta úr sumri. Óvíst er með atvinnu, eða engin vinna vís hjá tæpum 25% hópsins. Heldur fleiri segjast ekki hafa neina atvinnu í sumar en var í fyrra, eða 8,7% á móti 5,5% á síðasta ári. Flestir nemanna sem fengið hafa sumarvinnu starfa á Akureyri eða tæp 90% hópsins, tæp 6% hafa feng- ið vinnu á Eyjafjarðarsvæðinu og tæp 5% annars staðar á landinu. Starfsmenn hitaveitna á námskeiði Starfsmenn hitaveitna víða um land voru fyr- ir helgina á námskeiði á vegum Sambands ís- lenskra hitaveitna í húsakynnum Hitaveitu Akureyrar við Rangárvelli. Á námskeiðinu var farið yfir rekstur, meðferð og notkun djúp- dæla, en slíkar dælur eru slagæðar allra hita- veitna. Tilgangur námskeiðsins er að tryggja sem öruggastan rekstur og viðhald á djúpdæl- um og var farið yfír alla helstu þætti er að því lúta. Ámi Gunnarsson verkfræðingur skipul- agði námskeiðið og sagði hann að verið væri að kenna starfsmönnum til verka, þannig að þeir væru betur í stakk búnir til að taka sjálf- stæðar ákvarðanir varðandi rekstur og viðhald dælanna, en með því ætti að nást fram sparnað- ur, þar sem dælurnar hefðu oft verið sendar beint í viðgerð í heilu lagi þegar eitthvað kom uppá. Árni leiðbeindi á námskeiðinu, en honum til aðstoðar við undirbúning og verklega fram- kvæmd voru þeir Snælaugur Stefánsson, yfír- verkstjóri, Ari Rögnvaldsson, yfirvélfræðingur, Kristján Hálfdánarson, verkstjóri, allir starfs- menn Hitaveitu Akureyrar og Jón Eggertson yfirvélfræðingur Hitaveitu Reykjavíkur. MorgunDladið/Kunar Pör Rúmur fjórðungur nemanna hafa fengið vinnu við afgreiðslustörf, rúmlega 15% munu starfa hjá því opinbera, tæp 13% við iðnað og rösk 10% við fískvinnslu. Fæstir, eða 2% hópsins munu starfa við landbúnað í sumar og rétt um 3% við fiskveiðar. Flestir piltanna hafa fengið vinnu hjá ríkinu, þá við iðn- að, afgreiðslustörf, byggingavinnu og í fímmta sæti eru fískveiðar. Hvað stútkurnar varðar hafa flestar þeirra fengið störf við afgreiðslu, þá í fískvinnslu, við ferðaþjónustu og heilsugæslu. ------» ♦ ♦------ Leikfélag Akureyrar: Síðustu sýn- ingar á Islands- klukkunni ALLRA síðustu sýningar á ís- landsklukkunni eftir Halldór Lax- ness verða á fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagskvöld (14., 15. og 16. maí) kl. 20.30 í Samkomu- húsinu á Ákureyri. íslandsklukk- an var frumsýnd hjá Leikfélagi Akureyrar 27. mars sl. í leikstjórn Sunnu Borg. Leikmynda- og bún- ingateiknari var Siguijón Jó- hannsson, búningameistari Frey- gerður Magnúsdóttir, Jón Hlöðver Árnason samdi tónlist við verkið og ljósahönnuður var Ingvar Björnsson. íslandsklukkan, sem leikritið byggir á, birtist fyrst í leikritsformi við opnun Þjóðleikhússins 1950 og hefur síðan oft verið þar á fjölun- um, en LA sýndi íslandsklukkuna áður leikárið 1959-60. íslands- klukkan var nú jafnframt afmælis- verkefni Leikfélags Akureyrar sem var 75 ára í apríl en þá varð höfund- urinn Halldór Laxness, níræður. (Úr fréttatilkynningu)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.