Morgunblaðið - 19.05.1992, Side 17

Morgunblaðið - 19.05.1992, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAI 1992 17 1. maí fjármálahneykslið eftir Hreggvið Jónsson Það var 1. maí sl. að ég lagði við hlustirnar þegar „Ávarp verka- lýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB og INSI“ var lesið upp í útvarpinu. Sú lesning var á margan hátt und- arleg og naumast í takt- við gerðir verkalýðshreyfingarinnar nú hin síðustu ár. Stundum gæti maður haldið, að forystukólfar verkaiýðs- hreyfingarinnar væru haldnir al- gjöru minnisleysi. Eitt þeirra atriða í ávarpinu, sem hljómaði býsna dapurlega, en vakti mig til umhugs- unar um tvöfalt siðgæði verkalýðs- leiðtoganna nú til dags voru eftir- farandi setningar: „Gróðafíkn hefur ráðið of miklu í íslensku atvinnulífi. Gegndarlaust okur hefur fært íjármuni svo millj- örðum skiptir frá launafólki og fyrirtækjum til fjármagnseigenda en með því móti hefur verið grafið undan stoðum atvinnulífsins." Ég segi eins og einn ágætur vin- ur minn, „ljótt er, ef satt er“. Þess- ar setningar kalla á umbúðalaus~ svör forystumanna í verkalýðs- hreyfingunni. í fréttum nýlega var því haldið fram, að aðalkaupandj húsbréfa væru lífeyrissjóðirnir. í • sömu frétt var því haldið fram, að ávöxtun þessara aðila hefði verið allt að 30% á ársgrundvelli. Þess vegna verður verkalýðshreyfingin að svara því skýrt hve mörgum milljörðum hún hefur náð af launa- fólki „með gegndarlausu okri og gróðafíkn“. Hún verður að skýra almenningi frá því hve marga millj- arða hún hefur fært frá húsbyggj- endum í digra sjóði hreyfingarinn- ar. Hún verður að skýra frá því hvernig hún hefur „okrað“ á félög- um sínum og rýrt lífskjör venju- legra alþýðumanna og jafnvel gert fólk gjaldþrota. Hún verður að skýra frá launakjörum stjórnenda lífeyrissjóðanna. Hún verður að skýra frá hlutabréfakaupum líf- eyrissjóðanna. Hún verður að skýra frá íjármálabraski sjóðanna á ís- lenskum fjármagnsmarkaði. Það er kominn tími til, að það fari saman Bæklingur um heilagt altar- issakramenti BÓKAÚTGÁFA kaþólsku kirkj- unnar á íslandi hefur gefið út 18 blaðsíðna bækling sem nefnist Heilagt altarissakramenti. Séra Páll Pálsson á Bergþórshvoli hef- ur aukið og endurbætt þennan bækling sem var á sínum tíma 'gefinn út fjölritaður án þess að höfundar eða útgáfuárs væri get- ið. Bæklingurinn gerir grein fyrir kenningum kaþólsku kirkjunnar um heilagt altarissakramenti, vitnað er í Breytni eftir Kristi eftir Thomas A. Kempis, píslasaga Jesú er endur- sögð og loks gerð grein fyrir eðli altarissakramentisins og veitingu þess. Bæklingurinn er fáanlegur hjá Bókaþjónustu kaþólska safnaðarins og í Kristskirku, Landakoti. (Frcttatilkyiming) „Þess vegna verður verkalýðshreyfingin að svara því skýrt hve mörgum milljörðum hún hefur náð af launa- fólki „með gegndar- lausu okri og gróða- fíkn“. Hún verður að skýra almenningi frá því hve marga milljarða hún hefur fært frá hús- byggjendum í digra sjóði hreyfingarinnar.“ orð og athafnir hjá forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar. Það er nefnilega hinn venjulegi alþýðu- maður, setn borgar brúsann. Höfundur er fyrrverandi alþingisma ður. Hreggviður Jónsson GARÐASTAL Lausn á steypuskemmdum HÉÐINN STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SlMI 52000 KÚPLINGS -LEGUR —DISKAR, -PRESSUR, SVINGHJÓLSLEGUR naust BORGARTUNI 26 SÍMI 62 22 62 RENND HETTUPEYSA VERÐ KR. 6.790.- UTI SEM INNI Þægilegur fatnaður úr húgæða bómull, til daglegrar notkunar úti sem inni. Vönduð, falleg og endingargóð föt. Mikið úrval og gott verð. Yfirstærðir XXL. ATHLETIC (je>t t/e, ojit 35 § | mnKiJKHJiaaímv-iiium •friskandi verslun- SKEIFUNNI 19- SÍMI 681717- FAX 813064 SENDUM í PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT Útsölustaðir auk HREYSTI: ÚTILÍF — GLÆSIBÆ BIKARINN — SKÓLAVÖRÐUSTÍG K-SPORT — KEFLAVÍK NÍNA —- AKRANESI AXtl Ó — VESTMANNAEYJUM STUDIO DAN — ISAFIRÐl ORKUVER — HÖFN HORNAHRfll

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.