Morgunblaðið - 19.05.1992, Page 18

Morgunblaðið - 19.05.1992, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1992 VÉFRÉTTAMU STER- IÐ VIÐ SKÚLAGÖTU eftir Birgi Hermannsson Enn sem komið er hefur enginn yfír þeirri tækni og þekkingu að ráða, að hann geti afsannað eitt eða neitt af þeim getgátum og spádómum sem Hafrannsóknar- stofnunin hefur látið frá sér fara um dagana. Umræðan um áreiðan- leika Hafró strandar þarna. í skjóli þeirrar staðreyndar að enginn get- ur talið eða vigtað fískstofnana. er í hafdjúpunum synda, getur Hafró haidið fram hveiju sem er um ástandið í lífríki hafsins. Vert er að hafa í huga að hér er ekki ver- ið að tala um eitthvert smá stöðu- vatn, eins og Mývatn, þar sem gáfaðir menn rífast heiftarlega um hvort vinna megi kísilgúr vegna meintrar hættu fyrir endur vatns- ins óg verða ekki á eitt sáttir, held- ur er verið að ræða um þvílíkar víðáttur og stærðir að það heilabú sem gefíð var venjulegum manni nær ekki með nokkru móti að spanna þær. Með vel uppbyggðum og síend- urteknum áróðri er hægt að fá fólk til að trúa hveiju sem er. Sann- aðist þetta einna átakanlegast í Þýskalandi millistríðsáranna. Á Hafró starfa tugir fræðinga sem halda fyrirlestra og hrista „vísinda- legar“ greinar fram úr erminni eftir pöntunum. Fólkið í landinu trúir því að þessir langskólagengnu menn viti hvað þeir eru að segja. í það minnsta eru þeir taldir trú- verðugri en fiskimennirnir sem sagðir eru stjórnast af veiðigleði og ágirnd. Á árinu 1983 blés Hafró í áróð- urslúðra sína og færði „sönnur“ fýrir að á árinu 1984 mætti ekki veiða umfram 200.000 tonn af þorski. Svo einkennilega vildi til, að Halldór Ásgrímsson fór þá sem ákafast við að byggja upp sitt veldi og studdu Hafrómenn vel við bak- ið á ráðherranum í miðstýringar- og ofstjórnaræði því sem á hann var runnið. Töldu fræðingamir að samhliða veldi Halldórs mætti byggja upp fiskistofnana þegar kvótakerfíð væri komið á og hver fieyta sem á sjó færi hefði fengið fyrirfram úthlutað hvað veiða mætti, upp á tonn. Þar með væri komið í veg fyrir að aflamagn flot- ans færi framúr hinum hárná- kvæmu útreikningum þeirra og allt eftirlit með veiðunum yrði auð- veldara, en á það hafði þótt skorta. Þótt skammt sé um liðið, þá hefur margt breyst frá því að skrapdagakerfið og sóknannarks- blandan með aflamarkinu var við lýði. Nú er t.d. búið að samtengja allar hafnarvogir landsmanna með tölvum svo lesa má af þeim hvenær sem er hve mikill afli og hverskon- ar er kominn á land. Þar með ætti tittateljurunum hjá Hafró að vera hugarhægra hvað eftirlitið með veiðunum varðar. Þessi ástæða fyrir kvótakerfinu á ekki lengur við. Þegar vel veiðist er Hafró með allt sitt á hreinu og getur auðveld- lega útskýrt slíkar uppákomur. í vetur voru það einhvetjar eftir- hreytur af framliðnum stofnum, gömlum og stórum, sem gengu á miðin til hrygningar. Sá þorskur sem kom til hrygn- ingar í vetur, í feiknarlegum torf- um, leit nákvæmlega eins út og hrygningarþorskur hefur litið út frá örófí alda. Hvaðan allur þesst- þorskur kemur og hvert hann fer að hrygningu lokinni hefur Hafró aftur á móti aldrei getað sagt okk- ur. Svo mikið er víst, að megnið af þeim þorski sem til hrygningar kemur hér við land, veiðist aldrei á öðrum árstíma og öðrum slóðum, en hrygningarslóðinni á vetrar- vertíð. Ef núverandi vetrarvertíð hefði verið stunduð með áður hefðbund- inni sókn, væri um metvertíð að ræða, en ekki atvinnuleysi. Kvóta- kerfið er að eyðileggja vetrarver- tíðina og kvótinn að flytjast yfir á eigendur togara og flakafrysti- skipa. Nokkrir stórkvótaeigendur eru þegar komnir í þá aðstöðu að geta ekki náð kvóta sínum með þeim skipum sem þeir hafa yfír að ráða og fá leiguliða að hætti lénsherranna gömlu til að veiða þann fisk á sporði sem þeir „eiga“. í ljósi þess að sterkar líkur eru fyrir að staðbundnir þorskstofnar lifíi á landgrunninu, svo og að aðal- hrygingarstofninn birtist hér og hefur viðdvöl rétt á meðan kali náttúrunnar gefur tilefni til, bend- ir allt til að kenningar Hafró um þorskinn séu einfaldlega rangar. Búrhvalurinn Hjá Hafró vantar m.a. tilfínnan- lega í útreikninga samspil hinna ýmsu dýra- og fisktegunda í og á hafinu, sem og annað í lífríki þess. Þegar vorar fara togaramenn okkar að fylgjast grannt með hvort ekki sé farið að sjást til búrhvals- ins, því þá er kominn tími til að huga að grálúðunni. Búrhvalstarfarnir streyma þús- undum saman á slóð grálúðunnar, sem er þeirra uppáhalds fæða. Talið er að hver búrhvalur þurfi a.m.k. 4 tonn af fóðri daglega. Með það í huga, að Atlantshafið þekur stóran hluta af yfirborði jarðar, er talan 5.000 fyrir ein- staklinga af einhverri dýrategund lág, en e.t.v. ekkert verri en þær tölur sem fræðingarnir eru alltaf að reyna að koma inn hjá okkur sauðsvörtum almenningnum. Ef við gefum okkur, til gamans, að 5.000 búrhvalstarfar dveldu hér á grálúðslóðinni í 100 daga og hefðu viðurværi sitt af grálúðu, þá ætu þessi dýr hvorki meira né minna en 2 milljónir tonna. Eitt sinn stóð til að úthluta grá- lúðukvóta upp á 27.500 tonn. Svo nákvæmlega vissu Hafrómenn um stærð stofnsins. Þeir eru heldur ekki í vafa um fjölda hvalanna. Þeir hafa siglt um hafið á skipum sínum, á 12 sjó- mílna hraða eða svo, og talið alla hvali. Yfirleitt trúir fólkið í landinu fræðingunum sínum og þeir hljóta sjálfir að trúa því sem þeir eru að segja. Einhverskonar sjálfsseQ'un hlýtur að vera í gangi í musterinu við Skúlagötu. Að hægt sé að telja hvali sem geta kafað óraleiðir og verið í kafi Félagsmálaráðuneytið Nefnd Uftl StÖðu kurltt í breyttu sumfélugi JAFNRÉTTI - LÍKA FYRIR KARLA! Málþing um stöðu kurlu í breyttu sumfélugi, Borgurtúni 6, 23. muí, kl. 10.45-16.30. Stjórnendur: Sigurður Snævarr, hagfræðingur, og Ari Skúlason, hagfræðingur. Setning: Margrét S. Björnsdóttir, formaður nefndar um stöðu karla í breyttu samfélagi. Ávarp: Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra. Breytt þjóðfélug og breytt hlutverk kurlu Kynjahlutverk og þjóðfélagsbreytingar: Gísli Ágúst Gunnlaugsson, dósent. Tvöfalt álag á karla og mismunandi viðhorf kynja til atvinnu og fjölskyldulífs: Stefán Ólafsson, prófessor og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, sérfræðingur, Félagsvísindastofnun HÍ. Möguleikar karla til aukinnar fjölskylduábyrgðar: Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna hjá ÍSAL, Straumsvík. Tekur löggjöfin og frumkvæmd hennur mið uf breyttu hlutverki kurlu? Löggjöf um sifjarétt. Musteri mæðrahyggjunnar?: Davíð Þór Björgvinsson, dósent. Lög og reglur, sem snerta mögulcika karla til þátttöku og ábyrgðar í fjölskyldulífl: Elsa Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs. Fyrirmyndir drengju Móðir, fóstra, kennslukona - og strákar í leit að fyrirmyndum: Ragnhildur Bjarnadóttir, lektor. Prúðustu piltar í Hafnarfirði: Margrét Pála Ólafsdóttir, leikskólastjóri. „Eigi höfum vér kvennaskap“: Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur. Kurlur í ímyndur- og tilfinningukreppu Gjald karlmennskunnar: Ásþór Ragnarsson, sálfræðingur. Er allt erflðara fyrir konur og auðveldara fyrir karla?: Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir. Ó Jósep, Jósep, hvar er karlmannslundin...?: Þorvaldur Karl Helgason, forstöðumaður fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Þátttaka tilkynnist til félagsmálaráðuneytisins, sími 609100, í síð- asta lagi fimmtudaginn 21. maí . Skráning og greiðsla þátttöku- gjalda verður í Borgarúni 6, kl. 10.45 laugardaginn 23. maí. Þátttökugjald er kr. 1.000,- og er hádegisverður og kaffi innifalið. Birgir Hermannsson „Ekki er seinna vænna, en að í stað spádóma um hinar ýmsu stofn- stærðir fiska, verði tek- inn upp jafnstöðuafli, a.m.k. um nokkurra ára skeið, eða þar til Hafró- menn hætta að senda frá sér véfréttir og halda sig við staðreynd- ir eins og alvöru vísind- amönnum sæmir.“ langtímum saman, eru lygasögur í anda Munkhausens gamla. Mönn- um hefur ekki tekist að telja villtar dýrategundir sem lifa á yfirborði jarðar, hvað þá þær sem halda sig langtímum saman undir yfirborð- inu og þegar þeir koma úr kafi eru einstaklingarnir í flestum tilfellum óþekkjanlegir hver frá öðrum. Þeir sem séð hafa hvalavöður þeysast um hafflötinn, vita að þeir sérfræð- ingar sem vilja halda því fram að hægt sé að telja hvalina í Atlants- hafínu, eru annaðhvort ekki að segja satt, eða undir annarlegum áhrifum. Úthafsrækjan Annað dæmi af mörgum sem stangast á við alla vitræna skyn- semi varðar úthafsrækjuna. Þekk- ing fræðinganna á þessum stofni er við núllið. Menn höfðu ekkert fyrir sér í því, að setja kvóta á rækjuna, nema löngunina til að stjórna öllum og öliu hér á landi. Rækjustofninn sem við veiðum úr flæðir fram og aftur á land- grunninu norðanverðu og milli Grænlands og íslands. Stundum veiðist mikið, stundum ekkert. Aðrar þjóðir en við veiða einnig úr þessum stofni, sem er að fínna frá Kanada, umhverfís Grænland til Hvítahafsins og vafalaust víðar. Rækjustofn þessi hefur m.a. því hlutverki að gegna að vera mikil- vægur hlekkur í fæðukeðju margra okkar helstu nytjafiska. Þáð virðist ekki hafa vafíst mik- ið fyrir Hafrómönnum að ákveða þann hámarksafla sem þessi stofn getur þolað frá ári til árs. Þeir útgerðarmenn sem urðu þess happs og náðar aðnjótandi að fá aflakvóta á silfurfati frá Halldóri Ásgrímssyni úr þessum stofni, höfðu í mörgum tilfellum aldrei gert út á þessar veiðar, en leigt rækjuverksmiðjum skip sín. Eigendur rækjuverksmiðjanna, sem höfðu forgöngu um upphaf veiðanna, útbjuggu þessi skip með víra og troll og tóku alla áhættuna af að þessi veiðiskapur bæri sig, fengu ekkert, enda fæstir úr kjör- dæmi ráðherrans fyrrverandi. Ákvörðun og úthlutun úthafs- rækjukvótans er ein athyglisverð- asta stjórnunaraðgerð sem þekkt er norðan miðbaugs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.