Morgunblaðið - 19.05.1992, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAI 1992
Auknar aflaheimildir ellefu stærstu útgerðarfyrirtækjanna:
Sýnir að annað meg’inmark-
mið kvótakerfisins hefur náðst
+ *
— segir Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur LIU
SVEINN Hjörtur Hjartarson hagfræðingur LÍÚ segir að auknar
aflaheimildir ellefu stærstu útgerðarfyrirtækjanna frá áramótum
1991 sýni að annað meginmarkmið kvótakerfisins hefur náðst, en
það var að stuðla að hagræðingu og samruna fyrirtækja í sjávarút-
vegi. Eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins á sunnudag hefur
hlutdeild ellefu stærstu fyrirtækjanna aukist úr 14,16% þann 1.
janúar 1991 og í tæplega 30% nú. Þessa aukningu má að J/3 hlutum
rekja til samruna fyrirtækja.
„Við lítum svo á að þessar upp-
lýsingar sýni að árangur hefur
náðst á sviði samruna útgerðarfyr-
irtækja og þar með að annað
höfuðmarkmið kvótakerfisins hafi
náð fram að ganga,“ segir Sveinn
Hjörtur. „Þessar upplýsingar sýna
að megnið af aukningu aflaheim-
ildanna er ekki til komið vegna
kaupa á kvóta heldur hafa fyrir-
tækin verið að sameinast."
Frétt Morgunblaðsins á sunnu-
dag var byggð á erindi Runólfs
Ágústssonar sem nýlega lauk
kandidatsprófi í lögfræði og komu
fyrrgreindar upplýsingar fram í
lokaritgerð hans. Þar segir m.a.
Umboðsmaður Alþing-
is fjallaði um 227 mál
Á ÁRINU 1991 bárust umboðsmanni Alþingis 168 kvartanir frá
einstaklingum og samtökum og auk þess tók umboðsmaður upp
tvö mál að eigin frumkvæði. I upphafi ársins var 57 málum ólok-
ið og því fjallaði umboðsmaður á árinu um 227 mál. Á árinu var
lokið afgreiðslu 144 mála. Þá hafa skrifstofu umboðsmanns bo-
rist fjölmargar fyrirspurnir sem leyst hefur verið úr með leiðbein-
ingum til aðila.
á síðasta ári lauk 23 með því að
umboðsmaður íét uppi álit sitt á
því hvort tiltekin athöfn stjórn-
valds bryti í bága við lög eða vand-
aða stjómsýsluhætti. I 32 málum
kom ekki til frekari afskipta um-
boðsmanns, þar sem aðilar höfðu
ekki skotið málum til æðra stjóm-
valds áður en kvörtun var borin
fram en það er skilyrði eigi um:
boðsmaður að fjalla um málið. í
35 málum var fallið frá kvörtun
eða kvörtun gaf ekki tilefni til
frekari meðferðar að lokinni fm-
mathugun og í sumum tilvikum
höfðu þeir er kvörtun báru fram
fengið leiðréttingu sinna mála eft-
ir að umboðsmaður hafði beint
fyrirspurn til hlutaðeigandi stjóm-
válds um það efni sem kvartað var
yfir.
Skrifstofa umboðsmanns Al-
þingis á Rauðarárstíg 27 í Reykja-
vík er opin virka daga milli kl. 9 og
15.
(Fréttatilkynning)
Umboðsmaður Alþingis starfar
samkvæmt lögum nr. 13/1987 og
það er hlutverk hans að hafa í
umboði Alþingis eftirlit með
stjómsýslu ríkis og sveitarafélaga
og tryggja rétt borgaranna gagn-
vart stjórnvöldum landsins. Um-
boðsmaður getur tekið mál til
meðferðar eftir kvömn eða að
sjálfs sín fmmkvæði. Þær kvartan-
ir sem borist hafa til umboðs-
manns hafa lotið að ýmsum þátt-
um í stjómsýslunni en af einstök-
um málaflokkum hafa flest mál
lotið að stjórnun fiskveiða, eða 25,
pg í 15 tilvikum að skattamálum.
í 11 tilvikum var fjallað um
ákvörðun stjórnvalda er varðar
málefni landbúnaðarins. Af öðmm
málaflokkum má nefna málefni
barna, málefni opinberra starfs-
manna, starfshætti stjómsýslunn-
ar, málefni fanga og annað er lýt-
ur að fangelsum og meðferð
ákæruvalds.
Af þeim málum sem lokið var
Hafsteinn O. Hannes-
son fv. útibússlj. látinn
HAFSTEINN O. Hannesson,
fyrrverandi __ útibússtjóri hjá
Landsbanka íslands, lést í Borg-
arspítalanum aðfaranótt 16.
maí.
Hafsteinn fæddist á ísafirði 31.
október árið 1921, sonur hjónanna
Hannesar Halldórssonar fram-
kvæmdastjóra og Guðrúnar J.
Kristjánsdóttur. Hafsteinn útskrif-
aðist frá Verslunarskóla íslands
árið 1941 og hóf þá strax starf
hjá Landsbanka íslands á ísafirði.
Hjá Landsbanka íslands stafaði
hann í 47 ár, þar af sem útibús-
stjóri á ísafirði, Eskifírði og í
Grindavík í tæp tuttugu ár.
Á ísafirði tók Hafsteinn mikinn
þátt í starfí skátahreyfíngarinnar
og öðru félagslífi á staðnum. Hann
hafði forgöngu um stofnun
hjálparsveitar skáta á ísafirði fyrir
meira en 40 ámm og í skátahreyf-
ingunni stafaði hann allt til dauð-
dags.
Eftirlifandi eiginkona Hafsteinn
að af þeim 32.000 tonnum af
þorskígildum sem 11 stærstu fyr-
irtækin hafa bætt við sig á tímabil-
inu frá 1. jan. 1991 til 23. mars í
ár eru tæplega 21.000 tonn til
komin vegna samruna fyrirtækja
í sjávarútvegi. Munar þar mestu
um ísfélag Vestmannaeyja með
aflaheimildir upp á rúmlega 9.000
tonn, en þetta fyrirtæki var ekki
til á listanum yfir þau 11 stærstu
um áramótin 1991. Annar samruni
er Vinnslustöðin í Vestmannaeyj-
um, sem bætti við sig tæplega
6.000 tonnum við sameiningu
hennar og fjögurra annarra fyrir-
tækja og þriðji samruninn er sam-
eining Granda og Hraðfrystistöðv-
arinnar í Reykjavík, sem sem jók
heimildir Granda um rúmlega
4.000 tonn.
Sveinn Hjörtur segir að að í
mörgum tilfellum séu sömu
eignaraðilar að sameina félög. Til
dæmis megi nefna Harald Böð-
varsson, þar sem 95% af hluthöf-
um í því fyrirtæki hafi einnig ver-
ið hluthafar í Síldar- og fiskimjöls-
verksmiðjunni, Heimaskaga og
Sigurði hf., en þessi fyrirtæki
runnu saman á tímabilinu. í fyrr-
greindu erindi komi fram að áætl-
uð kvótakaup HB nemi 405 millj-
ónum króna þegar í reynd voru
seld 105 tonn frá HB eftir samein-
inguna.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Þau sem veitt var viðurkenning ásamt fráfarandi stjórn STEF. Eirík-
ur Tómasson framkvæmdasljóri, Þorgerður Ingólfsdóttir, Valgeir
Guðjónsson, Áskell Másson og Haukur Morthens.
Aðalfundur STEF:
Þorgerði og Hauki
veitt viðurkenning’
Á AÐALFUNDI STEF um helgina var tveimur tónlistarmönnum,
Þorgerði Ingólfsdóttur og Hauki Morthens, veitt sérstök viðurkenn-
ing fyrir störf þeirra í þágu íslenskrar tónlistar. Þetta er í annað
sinn sem STEF veitir þessar viðurkenningar en nú var tekið tillit til
að í ár er Ár söngsins.
Valgeir Guðjónsson fráfarandi
varaformaður STEF segir að Þor-
gerður og Haukur séu vel að þess-
um viðurkenningum komin. „Þor-
gerður Ingólfsdóttir hlaut viður-
kenningu fyrir mikið og gott starf
síðustu tuttugu ár eða svo sem
stjórnandi kóra ungs fólks,“ segir
Valgeir. „Undir hennar stjórn hafa
þessir kórar flutt og frumflutt mik-
ið af íslenskri tónlist bæði hér heima
og erlendis. Hauk Morthens þarf
varla að kynna en hann hefur í
mannsaldur sungið sig inn í hjarta
þjóðarinnar. Hann hefur sungið
mikið af íslenskum lögum svo og
erlendum lögum með íslenskum
texta.“
Á aðalfundinum var kosin ný
stjórn STEF. í henni sitja Magnús
Kjartansson formaður, Áskell Más-
son varaformaður, en hann var for-
maður síðasta starfsár, og Eiríkur
Tómasson framkvæmdastjóri.
Könnun Þjóðhagsstofnunar á atvinnuhorfum:
Líklegt að atvinnuleysi
verði 3% á þessu ári
Atvinnuhorfur fyrir sumarið svipaðar og í fyrra
Hafsteinn O. Hannesson
er Kristín Bárðardóttir og eiga þau
þijú uppkomin börn.
LÍKLEGT er að atvinnuleysi að
meðaltali á þessu ári verði ná-
lægt 3% af mannafla á vinnu-
markaði, að því er fram kemur
í frétt frá Þjóðhagsstofnun, en
ekki 2,6% eins og stofnunin
hafði spáð áður. Sainkvæmt
könnun sem stofnunin hefur
gert á atvinnuástandi og horf-
um á vinnumarkaði í apríl-
mánuði vilja atvinnurekendur
fækka starfsmönnum um 500 á
landinu öllu eða um 0,6% af
mannafla, en það er mesta
fækkun sem mælst hefur á þess-
um árstíma. Aðeins einu sinni
áður hefur mælst fækkun í
apríl. Það var 1989 en þá vildu
atvinnurekendur fækka um 100
manns.
í könnuninni kom fram að at-
vinnurekendur vildu fækka í nær
öllum atvinnugreinum nema í fisk-
vinnslu á landsbyggðinni. Þar vildu
þeir fjölga um 70 manns og um
20 manns í sjúkrahúsum á lands-
byggðinni. Af einstökum atvinnu-
greinum vildu atvinnurkendur
fækka mest í byggingarstarfsemi
um 180 manns, í iðnaði um 130
manns, í þjónustu um 110 manns,
í verslun og veitingastarfsemi um
100 manns og í samgöngum um
70 manns.
Samkvæmt könnuninni er
ástandið mun verra á höfuðborgar-
svæðinu en á landsbyggðinni. Á
höfuðborgarsvæðinu vildu vinnu-
veitendur fækka um 440 manns
eða 0,8% af áætluðum mannafla.
Á landsbyggðinni vildu þeir hins
vegar fækka um 70 manns eða
0,2%.
í frétt Þjóðhagsstofnunar segir
að atvinnuleysi hafi verið 2,6% á
höfuðborgarsvæðinu í apríl, en það
sé mesta atvinnuleysi sem mælst
hafi í apríl frá upphafi. „Aukið
atvinnuleysi og/ vilji atvinnurek-
enda til frekari fækkunar starfs-
fólks gefa til kynna að atvinnu-
ástandið á höuðborgarsvæðinu
verði áfram erfitt.“
Þá segir að betur horfi með sum-
arafleysingastörf en gert hafí í síð-
ustu könnun sem fór fram í jan-
úar. Atvinnurekendur telji nú þörf
fyrir 12.400 sumarafleysingarstörf
í landinu öllu, 8.900 á höfuðborgar-
svæðinu og 3.500 á landsbyggð-
inni. Þetta séu svipaðar horfur um
atvinnu í sumar og kom fram í
könnuninni í apríl á síðaasta ári.
Aðalfundur Skáksambands íslands:
Guðmundur G. Þórar-
insson kjörinn forseti
GUÐMUNDUR G. Þórarinsson var kjörinn forseti Skáksambands
Islands á aðalfundi sambandsins, sem haldinn var á laugardaginn,
en Jón Rögnvaldsson fráfarandi forseti gaf ekki kost á sér til endur-
kjörs. Á aðalfundinum var samþykkt að senda sveit til keppni á
Olympíuskákmótið sem fram fer í Manila á Filippseyjum 7.-25.
júní næstkomandi.
Meirihluti fráfarandi stjórnar
Skáksambandsins gaf ekki kost á
sér til endurkjörs á aðalfundinum.
Auk Guðmundar voru kjörnir í
stjórnina þeir Margeir Pétursson,
Ríkharður Sveinsson, Þröstur Þór-
hallsson; Haraldur Baldursson,
Andri Áss Grétarsson og Andri
Hrólfsson, og á fyrsta stjórnar-
fundinum, sem haldinn var í gær,
var Margeir kjörinn varaforseti,
Þröstur ritari og Andri Áss gjald-
keri.
Að sögn Guðmundar G. Þór-
arinssonar fara sex keppendur
ásamt fararstjóra, liðsstjóra og
þjálfara á Olympíuskákmótið í
Manila, en tilkynnt verður á morg-
un hveijir þeir verða. Hann sagði
að önnur helstu verkefnin fram-
undan væru Norðurlandaskákmót
í júlí, sem jafnframt verður svæða-
mót, og íslandsmeistaramótið sem
haldið verður í haust. „Við höfum
fullar hendur með þetta ásamt fjár-
málunum, en nú er verið að afla
fjár til Olympíuferðarinnar. Það er
komið vilyrði frá menntamálaráð-
herra um að styðja við okkur alveg
sérstaklega vegna húsakaupanna,
en það léttir gríðarlega á Skáksam-
bandinu. Verkefnin eru því næg,
en ég vil taka fram að fráfarandi
stjórn hefur unnið mikið og gott
starf,“ sagði hann.