Morgunblaðið - 19.05.1992, Side 25

Morgunblaðið - 19.05.1992, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1992 25 Viljum ræða samein- ingu við Landsbjörg - segir forseti Slysavarnafélagsins EINAR Sigurjónsson, nýkjörinn forseti Slysavarnafélags íslands, segir að á þingi félagsins um helgina hafi komið fram áframhaldandi vilji til samvinnu fyrir önnur samtök á sviði slysavarna og björgunar og að til að halda áfram viðræðum við Landsbjörg um sameiningu félaganna. Einar Siguijónsson segir, að á landsþingi Slysavarnafélagsins hafi komið fram vilji til þess að björgun- arsamtök í landinu hafi aukna sam- vinnu. Til dæmis gætu samtökin sameinast um stjórnstöð en Slysa- varnafélagið hefði yfir að ráða full- kominni slíkri stöð. Landsbjörg starf- rækti hins vegar góðan þjálfunar- skóla fyrir björgunarmenn. Þarna væri um að ræða tvo þýðingarmikla þætti, þar sem samvinna mætti vera meiri. Hann segir að enn fremur hafi komið fram vilji til að ræða sam- einingu samtakanna ef á því fyndist einhver flötur. Að sögn Einars var áhersla á það lögð á þinginu, að efla slysavarnir til dæmis í þágu barna. Einnig yrði lögð áhersla á átak sem hafið væri til að efla öryggi í landbúnaði. í því sambandi mætti nefna, að bifreið væri lögð af stað á vegum félagsins, sem ætti að fara um landið og að- stoða bændur, meðal annars við að setja hlífar á drifsköft, en alltof mörg slys hefðu orðið að undanförnu ' vegna óvarinna drifskafta. Hann segir að á þinginu hafi einn- ig komið fram áhyggjur vegna slysa á smábátum og ljóst væri að menn yrðu að sameinast um aðgerðir til að fækka þeim. Þá hefðu menn áhyggjur af ógnvænlegri tíðni slysa á ungum sjómönnum og lögð yrði áhersla á nýliðafræðslu í tengslum við hringferð Sæbjargar og Slysa- varnaskóla sjómanna. Sviss ætlar að sækja um aðild að EB: Staðfestir þá stefnu sem áður var boðuð - segir Jón Baldvin Hannibalsson Utanríkisráðherra segir að ákvörðun svissnesku ríkisstjórnarinnar um að sækja um aðild að Evrópubandalaginu skilgreini og staðfesti nánar stefnu hennar, sem áður hafi verið boðuð. Þessi ákvörðun stað- festi enn frekar að flest EFTA-ríkin hafi sett sér það mark að sækja um aðild en líklegt sé að þær umsóknir verði ekki afgreiddar fyrr en á síðari hluta þessa áratugs. „Hins vegar meta menn mjög mis- jafnlega líkurnar á að ákvörðun um umsókn um aðild að EES, sem fer fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu hjá þeim í desember, verði samþykkt þannig að ég mun engu slá föstu um þá niðurstöðu fyrr en hún liggur fyrir,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson. Hann segir að áhrif ákvörðunar svissnesku ríkisstjórnarinnar á EFTA til skamms tíma verði engin umfram það sem fyrir liggi. „Þessi ákvörðun staðfestir enn frekar að flest EFTA-aðildarríkin hafa sett sér þetta mark, það er að segja Austur- ríki, Finnland, Svíþjóð og nú Sviss auk þess sem vitað er um vilja for- ystu norska Verkamannaflokksins þó niðurstaða þeirrar ákvörðunar muni ekki liggja fyrir fyrr en í nóv- ember að öllu óbreyttu,“ segir Jón Baldvin. Hann segir hins vegar rétt að taka fram að bjartsýnustu vonir, til dæm- is forystumanna Svía, um að þeim muni auðnast að ljúka samningum um aðild í ársbyijun 1995 séu dregn- ar mjög í efa af öðrum. Jón Baldvin segir skiptar skoðanir um hvort Lichtenstein fari sömu leið og Sviss og sæki um aðild. „Þeir sem skoða málið utan frá telja sumir að ef Sviss fari þessa leið þá muni Lic- htenstein muni gera slíkt hið sama. Hins vegar hafa heyrst raddir óopin- berlega frá forsvarsmönnum í Lic- htenstein um að svo verði ekki.“ 230 fulltrúar sóttu 24. þing Slysavarnafélags íslands, sem haldið var í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði um helgina. Einar Siguijónsson kjörinn forseti Slysavamafélagsins Hannes Þ. Hafstein heiðraður fyrir starf að slysavörnum EINAR Sigurjónsson skipstjóri var kjörinn forseti Slysavarnafé- lags Islands á 24. landsþingi þess, sem haldið var nú um helgina. Örlygur Hálfdánarson, sem verið hefur forseti frá 1989 gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Á þinginu var Hannes Þ. Hafstein, fyrr- verandi forstjóri SVFÍ heiðraður fyrir 30 störf að slysavörnum. Um 230 manns sátu Landsþing Slysavarnafélagsins, sem haldið var í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Þingið hófst á föstudag með messu í Víðistaðakirkju og lauk síðdegis á sunnudag. Á þinginu var þess sérstaklega minnst að hundrað ár eru nú liðin frá því að skipulegt slysavarna- starf hófst hér á landi, en þá hóf séra Oddur V. Gíslason útgáfu slysavarnablaðsins Sæbjargar. Fjölmargir einstaklingar voru heiðraðir á þinginu fyrir störf að slysavörnum. Þeirra á meðal var Hannes Þ. Hafstein, fyrrverandi forstjóri SVFÍ, en hann var sæmd- ur æðsta heiðursmerki félagsins fyrir 30 ára störf að slysavörnum, en það höfðu aðeins tveir menn hlotið áður. Meginumræðuefni landsþings- ins var stefnumörkun félagsins til aldamóta. Örlygur Hálfdánarson, fráfarandi forseti, sagði í samtali við Morgunblaðið að niðurstaðan væri sú, að félagið þyrfti að stór- efla forvarnarstarf sitt, án þess þó að draga á nokkurn hátt úr björgunarþættinum. Meðal þeirra sviða, sem áformað væri að leggja aukna áherslu á, væru slys á börn- um og vinnuslys í landbúnaði. Þá væri einnig fyrirhugað að virkja félagsmenn betur í baráttunni við umferðarslys. Örlygur sem verið hefur forseti SVFÍ frá 1989, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Einar Sigurjónsson skipstjóri kjörinn í hans stað. Aðrir í stjórn voru kosn- ir Garðar Eiríksson, Selfossi, Gunnar Tómasson, Grindavík, Jó- hannes Briem, Reykjavík, Lára Helgadóttir, ísafirði, Sigurður H. Guðjónsson, Sandgerði og Svala Halldórsdóttir, Akureyri. Lands- hlutafulltrúar í stjórn voru kjörnir Ágúst Ólafsson, Patreksfirði fyrir Vestfirði og fyrir Austurland Bald- ur Pálsson, Fellabæ. Fyrir voru í stjórninni Þóranna Hansen frá Dalvík fyrir Norðurland, Ingi Hans Sverrir. Örlygur Hálfdánarson lét af störfum forseta Slysavarnafé- Iags íslands á landsþingi félags- ins um helgina. Jónsson frá Grundarfirði fyrir Vesturland og Ólafur Íshólm frá Selfossi fyrir Suðurland. RÝMUM FYRIR NÝJUM LÍNUM OQ BJÓÐUM FRÁBÆRT VERÐ Á EINSTÖKUM VÖRUTEGUNDUM FRÁ MIELE BOSCH OG BOSCH »o o rg O) 5 \ZORTtlÆO& Staðgrv. Staðgrv. Þú Dæmi: áður nú sparar Miele frystiskápur 184 I. 65.039,- 50.000,- 15.039,- Miele gaseining m/rafmagnsgrilli og djúpsteikingarpotti 129.426,- 95.000,- 34.426,- Bosch stálveggofn/keramikhelluborð/stjórnborð 142.929,- 103.388,- 39.541,- Bosch stálundirborðsofn/keramikhelluborð 127.855,- 92.292,- 35.563,- Bosch uppþvottavél til innb. úr stáli 77.017,- 64.262,- 12.755,- Bosch þvottavél, 1100 sn. vinda 90.695,- 73.235,- 17.460,- TILBOÐIÐ GILDIR Á MEÐAN B IRGÐI! R E N D A S T Á MEÐAN Á TILBOÐSDÖGUM STENDUR BJÓÐUM VIÐ 5% AUKAAFSLÁTT AF ÖLLUM ÖÐRUM TÆKJUM í VERSLUNINNI j,\ A, £ Lfrru VtÐ WA OKICUR íSUNDmo^Ci J ohann Olatsson óc Oo _ vœ> mcd tæww fvrir piqi CS3 (M) SUNDABORG 13 • 104 REYKJAVÍK • SÍMI 688588

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.