Morgunblaðið - 19.05.1992, Side 29

Morgunblaðið - 19.05.1992, Side 29
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAl 1992 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1992 29 Pltrgii Útgefandi tstftfjifrtfeí Árvakur h.f., Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Lýðræði og öfgar í austri Upplausnin og óvissan sem ríkir í flestum ríkjum Austur-Evrópu og í Sovétríkjun- um sálugu kemur ekki á óvart. Sú alda taumlausrar bjartsýni sem reis á Vesturlöndum eftir hrun kommúnismans í Austur- Evrópu og endalok Sovétríkjanna er tekin að hníga. Sífellt verður mönnum betur ljóst það gífurlega uppbyggingarstarf sem óunnið er í austri auk þess sem nú blas- ir við að leiðin í átt til lýðræðis er grýtt og seinfarin í ríkjum þessum sem mörg hver hafa enga hefð að styðjast við í þeim efnum. í Póllandi, sem er ásamt Ung- verjalandi og Tékkóslóvakíu lengst komið á lýðræðisbraut- inni, ríkir nú allsheijar upplausn á stjórnmálasviðinu. Tæplega 30 stjórnmálaflokkar og samtök eiga fulltrúa í neðri deild þings- ins og þar er hver höndin uppi á móti annarri. Sundrungin og flokkadrættirnir hafa á skömm- um tíma getið af sér vaxandi efasemdir um gildi lýðræðisins í foðum almennings. Leeh Walesa forseti, sem farið hefur fram á aukin völd sér til handa með þeim rökum að annars taki alls- heijar stjórnleysi við, er nú vændur um hroka og valdafíkn. Starfsbróðir Walesa í Tékkóslóv- akíu, Vaclav Havel, er sömuleiðis vændur um að hafa glatað öllu sambandi við uppruna sinn og þar er umtalsverð hætta á því að landið klofni í tvennt. Hvergi er þó óvissan meiri en í Sovétríkjunum sálugu. Borís Jeltsín Rússlandsforseti hefur að eigin sögn neyðst til að taka að sér embætti forsætisráðherra, varnarmálaráðherra og yfir- manns heraflans til að veija lýð- ræðið. Samveldi sjálfstæðra ríkja, sem 11 fyrrum Sovétlýð- veldi stofnuðu með sér sem sam- starfsvettvang á sviði efnahags- og varnarmála, er nafnið eitt og ný herveldi eru í fæðingu. Sex ríki fyrrum Sovétríkjanna eru að mestu byggð múslimum og þar búa samtals rúmar 55 milljónir manna. Framtíð þessara ríkja mun ekki síst ráðast af samskiptum þeirra þjóðabrota sem þar búa og hvaða stefna verður mótuð í utanríkismálum, - einkum hvað varðar samskipti við önnur múhameðstrúarríki. Öfgamenn í Iran reyna nú ákaft að auka ítök sín í þessum heims- hluta og óttast önnur og hófsam- ari múhameðstrúarríki þá þróun mjög. Margir, þeirra á meðal stjórnvöld í ýmsum ríkjum í þess- um heimshluta, eru þeirrar skoð- unar að uppgangur íslamskrar bókstafstrúar sé engu minni ógn en kommúnisminn. Spenna fer víða vaxandi. Til- raun Ayaz Mútalíbovs forseta Azerbajdzhans og stuðnings- manna hans úr röðum kommún- ista til að koma á einræði í land- inu í síðustu viku varpar ljósi á það ótrygga ástand sem ríkir í nokkrum fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna. Er Mútalíbov hafði verið endurkjörinn forseti landsins með stuðningi kommún- ista var það hans fyrsta verk að boða að einræði yrði komið á í landinu. Forsetakosningpm í júní hefði verið frestað og starfsemi stjórnmálaflokka og annarra samtaka bönnuð. Stuðnings- menn forsetans, sem flestir voru kjörnir til setu á þingi í valdatíð kommúnista, fögnuðu ákaft er lýst var yfir kjöri Mútalíbovs en sjálfur sagði forsetinn við þetta tækifæri að hann vildi ekki ríkja sem einræðisherra. Reyndist það á hinn bóginn nauðsynlegt í þágu lands og þjóðar myndi hann ekki skirrast við það. Andstæðingar forsetans risu upp og hafa eftir því sem fréttir herma náð völdum í landinu. Atburðirnir í Azerbajdzhan eru til marks um þann óstöðug- leika er ríkir í þessum heims- hluta nú um stundir. Sérstaklega er það áhyggjuefni ef svo fer að öfgamenn í röðum múslima nái völdum í Asíulýðveldunum. Líkt og kommúnistar bera öfgafullir fylgismenn spámannsins enga virðingu fyrir mannréttindum og skilning hafa þeir engan á lýð- ræði og frelsi einstaklingsins. Ofstækismenn á þessu sviði eru andvígir öllum breytingum og nýjungum og framþróun er í raun óhugsandi þar sem völdin eru í höndum bókstafstrúarmanna. Siðlaus heimspeki hinna afvega- leiddu birtist að þeirra hyggju í hinum opnu samfélögum Vestur- landa, í vestrænu lýðræði og umburðarlyndi. Tíminn mun leiða í ljós hvort öfgamenn eða hófsöm öfl verða ofan á í valda- baráttunni, sem trúlega mun skipta sköpum um framvinduna í þessum heimshluta. Beri of- stækismennirnir og öfgaöflin sigur úr býtum verður ofbeldið helsta stjórntækið. Enginn eðlis- munur er á ofstæki og einræði hvort sem því er framfylgt í nafni spámannsins eða guðlausra trú- arbragða kommúnismans. Ekki er sjálfgefið að framhald verði á lýðræðisþróuninni í austri og á það ekki síst við um ríki þau er áður heyrðu Sovétríkjun- um til. í þeim samveldisríkjum þar sem múhameðstrúarmenn eru í meirihluta má vænta upp- gjörs milli öfgamanna og hóf- samari afla og það uppgjör mun ráða stöðu þessara ríkja í þeim gjörbreytta heimi sem við blasir. Jóhann Sigurjónsson rannsakar einn af búrhvölunum í Eiðisvík á sunnudag. Morgunblaðið/Ómar Hagnarsson Eiðisvík á Langanesi: Sjö búrhvalir koma á land Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar rannsökuðu og tóku sýni úr 7 búrhvölum í Eiðisvík á Langanesi á sunnudag. Jóhann Sigurjóns- son, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir athygli vekja að búrhvalirnir ásamt tveimur öðrum, er komið hafi á land í Bakka- firði fyrir skömmu, séu ininni en aðrir hvalir sem komið hafi hér á land. Hann segir einstakt að svona margir hvalir komi á land í einu. Slíkt þurfi þó ekki að þýða að um faraldur sé að ræða. Hugsan- legt sé að hópurinn hafi synt á land líkt og grindhvalir geri. Jóhann segir að kynþroska tarf- Stundum komi þó fyrir að þeir ar, sem ekki hafi öðlast forystusess í samfélagi búi'hvala, gangi norður í höf í ætisleit á vorin. Sjómenn verði töluvert varir við þá hér við land staka eða tvo og tvo saman. myndi hópa með smærri hvölum. Hvalirnir halda sig mest vestan, norðan og norðvestan við landið. Ekki síst á grálúðumiðum vestur á fjörðum. Þó svo að ekki þurfi að vera um faraldur að ræða segir Jóhann að vísindamenn séu ávallt með opin augu fyrir 'slíku. „Við vitum um selafárið í Norðursjó og Eystrasalti árið 1988 og höfrungana við strend- ur Spánar og Frakklands fyrir 1-2 árum,“ segir Jóhann. „Menn eru velta fyrir sér hvort slíkir faraldrar geti farið í aðrar tegundir sjávar- spendýra og eru því á varðbergi ef óvenjumikil tíðni er af rekum eða dauða,“ segir hann og nefnir að sýni geti ef til vill varpað ljósi á hvort um faraldur sé að ræða. Þau séu þó sennilega ekki nógu fersk til þess. Talið er að hvalirnir í Eiðisvík hafi komið á land fyrir nokkrum vikum. Þeir eru eins og áður sagði smáir af búrhvölum að vera. Um 10-11 m á lengd og gætu vegið 10-20 tonn að sögn Jóhanns. Allir eru hvalirnir tarfar og á mörkum þess að verða kynþroska. Þeir verða látnir rotna í Eiðisvík. Sjávarútvegsnefnd Alþingis mælir með útgreiðslum úr Verðjöfnunarsjóði; Tryggt verði að greiðslur breyti ekki hlutaskiptum sjómanna Sjávarútvegsnefnd Alþingis mæiir með samþykkt frumvarps um breytingar á lögum um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins sem gerir ráð fyrir útgreiðslu innstæðu hans til sjávarútvegsfyrirtækja og lifeyr- issjóða sjómanna. í áliti nefndarinnar frá því í gær, fyrir aðra um- ræðu um frumvarpið, beinir nefndin því til sjávarútvegsráðherra að við þá endurskoðun á frambúðarfyrirkomulagi sveiflujöfnunar í sjáv- arútvegi, sem nú stendur yfir, verði það tryggt að greiðslur í og úr sveiflujöfnunarsjóðnum hafi ekki bein áhrif á hlutaskipti sjómanna. Sjómannasamband íslands og Farmanna- og fiskimannasamband íslands mæltu gegn samþykkt frumvarpsins í núverandi formi í umsögnum um það til sjávarútvegs- nefndar. í ályktun Sjómannasambandsins kemur fram að það telur að verði frumvarpið að lögum sé verið að taka hluta sjómanna í innstæðum sjóðsins eignarnámi og ráðstafa honum á annan veg en núverandi lög gera ráð fyrir. Telur sambandið að með frumvarpinu sé verið að bijóta 67. grein stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttarins. „Ósanngjörn skipting" Farmanna- og fiskimannasam- band Islands bendir á í umsögn um frumvarpið að það liggi skýrt fyrir hvað lagt hefur verið til hliðar af aflahlut hvers sjómanns í Verðjöfn- unarsjóð, ef hann var starfandi á frystiskipi eða skipi sem seldi óunn- inn afla á erlenda markaði með sigl- ingum eða gámuni. Það sé með öllu óveijandi og fái ekki staðist að ætla að framkvæma eignaupptöku á sérgreiðslum einstakra sjómanna, sem geti verið skuldugir eins og útgerðarmenn en greiða útgerð og vinnslu út þeirra hluta. Bent er á að hluti skulda útgerðanna sé kom- inn til vegna kvótakaupa. FFSI bendir á þijú vandamál í uppskiptingu og tilfærslum á eigum Verðjöfnunarsjóðsins samkvæmt frumvarpinu sem snerti sjómenn. í fyrsta lagi sé skipting milli sjó- manna og fyrirtækja sjávarútvegs- ins ósanngjörn þar sem sjóðseign vegna landunninna botnfiskafurða komi ekki til skipta. Að mati FFSÍ ættu sjómenn að fá um 320 milljón- ir kr. af þeirri fjárhæð sem í heild nemur um 1.800 milljónum kr. í öðru lagi er bent á að þær 278 milljónir kr. sem renna eiga til líf- eyrissjóða sjómanna komi öllum fiskimönnum til góða, einnig þeim sem ekki hafa tekið þátt í inn: greiðslum í Verðjöfnunarsjóðinn. í þriðja lagi er bent á að í lífeyris- sjóði sjómanna er fjöldi einstaklinga sem ekki tilheyrir hópi fískimanna, það er farmenn og landverkafólk í hinum ýmsu blönduðu sjóðum sjó- manna og verkafólks víðsvegar um landið. Þessir einstaklingar komi til með að njóta peninganna, sem renna til lífeyrissjóðanna, í sama mæli og fiskimennirnir, sem tóku á sig þær byrðar sem fylgdu inn- greiðslum í sjóðinn. „Stærsta mál þingsins" Matthías Bjarnason formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis sagð- ist í samtali við Morgunblaðið í gær telja þetta mál stærsta mál þingsins og vonaði að það tækist að afgreiða það. Hann sagði að afstaða sjó- manna hefði komið fram við nefnd- ina. Hún legði eigi að síður til að frumvarpið yrði samþykkt en þeim tilmælum beint til sjávarútvegsráð- herra að við endurskoðun á fram- búðarfyrirkomulagi sveiflujöfnunar verði tryggt að greiðslur í og úr sveiflujöfnunarsjóðnum hafi ekki bein áhrif á hlutaskipti sjómanna. Matthías sagði að með frumvaip- inu væri verið að framlengja til áramóta það tímabil sem engar inn- greiðslur væru í sjóðinn. Hann sagði að gert væri ráð fyrir að hlutur sjó- manna, 278 milljónir kr., væri greiddur til lífeyrissjóða þeirra. Hann sagði að ýmis vandkvæði væru á endurgreiðslu beint til sjó- mannanna sjálfra, í þeim hópi hefðu til dæmis verið ýmsir sem komnir væru yfir móðuna miklu. Hann sagði að stefnan í þessu væri sú að útgreiðslur úr sjóðnum mynduðu ekki þenslu í þjóðfélaginu. Ráðstöf- un á inneignum fyrirtækjanna til greiðslu á gjaldföllnum skuldum þeirra og sköttum skapaði ekki þenslu. Það myndi hins vegar skapa þenslu ef þau fengju peninga til fjárfestinga eða eyðslu. Sama gilti ef greiða ætti inneign sjómanna beint, til þeirra, eins og samtök sjó- manna vildu. Matthías sagði að sú skoðun Sjó- mannasambands Islands að það fyrirkomulag á útgreiðslum úr sjóðnum sem frumvarpið gerir ráð fyrir stangaðist á við stjórnar- skrána, væri fullyrðing út í loftið. Hann sagði að sú hlið málsins hefði verið rækilega skoðuð í sjávarút- vegsráðuneytinu. Allir nefndarmenn í sjávarút- vegsnefnd standa að áliti nefndar- innar en fulltrúar stjórnarandstöð- unnar gera það með fyrirvara sem þeir gera grein fyrir við umræðu um málið. Ráðherrafundur EFTA hefst í Reykjavík í dag: Rætt um samskipti EFT A og EB eftir undirritun EES-samnings RAÐHERRAFUNDUR Fríversl- unarsamtaka Evrópu, EFTA, hefst í Reykjavík í dag og mun fundurinn standa fram á fimmtu- dag. Meðal mála sem eru á dag- skrá er samvinna EFTA og Evr- ópubandalagsins í kjölfar undir- ritunar samningsins um Evr- ópskt efnahagssvæði með tilliti Kvikmyndahátíðin í Cannes: Gullpálminn fór í ann- að sinn til Bille August íslensku kvikmyndirnar fengu góðar viðtökur SÆNSKA kvikmyndin „Den goda viljan", sem Daninn Bille August gerði eftir handriti Ingmars Bergman, hlaut Gullpálmann í Iokahófi kvik- myndahátíðarinnar í Cannes í gær. Pernilla August, eiginkona Bille, var valin besta leikkonan á hátíðinni fyrir leik sinn í myndinni. Banda- ríska myndin „The Player“ hlaut einnig tvenn verðlaun, sem féllu í skaut leikstjórans Roberts Altmans og leikarans Tims Robbins. íslensku kvikmyndirnar á hátíðinni tóku ekki þátt í keppninni, nema hvað Ásdís Thoroddsen var í hópi þeirra sem kepptu um Caméra d’or. Hins vegar eiga íslensku myndirnar góða möguleika á dreifingu í ýmsum lönd- um í kjölfar hátíðarinnar. Einn virt- asti söluaðili Frakklands hreifst mjög •af „Svo á jörðu sem á himni“ eftir Kristínu Jóhannesdóttur, og hefur falast eftir heimsrétti á myndinni. Verður myndin sýnd dreifingaraðilum í París eftir nokkrar vikur með sölu og dreifingu í huga. Aðstandendur myndarinnar fengu einnig tilboð frá fjölmörgum kvikmyndahátíðum. Að sögn Sigurðar Pálssonar, framleið- anda myndarinnar, verður fyrst og fremst reynt að koma henni á stærri hátíðir, en það verður hugsanlega gert í sami'áði við væntanlegan dreif- ingaraðila. „Ingaló", kvikmynd Ásdísar Thor- oddsen, fékk einnig fjölda tilboða á kvikmyndahátíðir og hefur þegar þeg- ið boð á tvær stórar hátíðir. Annars vegar í Toronto í Kanada í septem- ber, sem sögð er heimsins stærsta kvikmyndahátíð almennings, og hins vegar í Hof í Þýskalandi í október, sem er önnur stærsta kvikmyndahátíð Þýskalands. Umsögn um „Inguló“ verður vænt- anlega í næsta tölublaði Varíety, helsta fagtímariti kvikmyndaheims- ins. Þar verður einnig grein um „Svo á jörðu sem á himni“ á næstu vikum. Bæði Ásdís og Kristín sögðust mjög ánægðar með viðbrögð áhorfenda og fagfólks á hátíðinni. Þetta er í annað skipti á fimm árum sem Bille August hlýtur Gullpálmann, en hann fór einnig með sigur af hólmi fyrir „Pelle sigurvegara" árið 1988. Gullpálminn hefur aðeins einu sinni áður í 45 ára sögu hátíðarinnar farið tvívegis í sömu hendur, þegar Francis Coppola náði því afreki á áttunda áratugnum. „Den goda viljan" var sýnd sem þáttaröð í íslenska ríkissjón- varpinu um síðustu jól. Ingmar Berg- man byggði handritið á ævi foreldra sinna, en sagan er þó ekki að fullu sannsöguleg. Við afhendinguna í gær sagðist Bille August bæði undrandi og ánægður með verðlaunin, en hann sagðist umfram allt þakka Bergman fyrir að hafa treyst sér fyrir handriti sínu. Annar sigurvegari hátíðarinnar er bandaríska myndin „The Player". Ekki var búist við að myndin næði að sigra, þar sem bandarískar kvik- myndir hafa unnið Gullpálmann síð- ustu þijú árin. Robert Altman fékk verðlaun sem besti leikstjórinn, en hann hafði þegar unnið Gullpálmann fyrir MASH árið 1970, og Tim Robb- ins var valinn besti leikarinn. „The Player“ er meinfyndin satíra á kvik- myndaheiminn í Hollywood og var lík- lega vinsælasla mynd hátíðarinnar. ítalska myndin „Barnaþjófurinn” eftir Gianni Amelio fékk Grand Prix- verðlaun dómnefndar, en Prix-verð- laun hlutu spænska myndin „Ljósa- draumurinn" eftir Victor Enrice og rússneska myndin „Sjálfstætt líf“ eft- ir Vitali Kanevski. Þá hlaut James Ivory sérstök verðlaun í tilefni 45 ára afmælis hátíðarinnar fyrir mynd sína „Howards End“. Caméra d’or-verð- Iaunin sem veitt eru fyrir bestu frum- raun leikstjóra féllu í skaut John Turturro fyrir „Mac“, en Turturro var valinn besti leikarinn í fyrra fyrir „Barton Fink“. Afmælisbarnið með eiginmanni og 12 börnum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson 75 ára og á 15 börn á lífi ANNA Ólafsdóttir, fyrrum liúsfreyja á Öxl í Breiðavíkurhreppi, hélt upp á 75 ára afmæli sitt í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á sunnu- daginn. Fjöldi vina og ættingja heiðraði afniælisbarnið. Hún og eiginmaður hennar, Karl Eiríksson, eiga 15 börn. Öll eru börnin á lífi. Afmælið hófst með einsöngs- tónleikum Emilíu Karlsdóttur, dóttur hjónanna. Söng liún íslensk lög, trúarkvæði og óperuaríur. Á eftir var gestum boðið upp á veit- ingar í safnaðarheimili Víðistaða- kirkju. Tólf af 15 börnum Önnu og Karls komu í afmælið. Þau eru (f.v.) Sigurður Karl, Eiríkur, Emil- ía, Ölöf, Ingólfur, Guðbjörg Baid- vina, Steinar, Anna, Kristlaug, Kristjana, Guðrún og Jóhannes. Fjai’verandi voru Reimar, Ólafur og Elín. Fyrir framan hópinn sitja Anna og Karl sem er 82 ára gam- all. Hjónin eru ern og fylgjast vel með afkomendahópnum sem nú eru í 46 börn, barnabörn og barna- barnabörn. til fullgildingar og gildistöku samningsins. Á fimmtudag munu EFTA-ráð- herrarnir eiga fund með Frans Andriessen, varaforseta fram- kvæmdastjórnar EB, þar sem m.a. verður fjallað um bráðabirgðafyrir- komulag samskipta EFTA og EB þar til samningurinn um EES tekur gildi. Síðdegis á fimmtudag munu svo Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra og Frans Andriessen eiga fund til að ræða tvíhliða sam- skipti EB og íslands. Ráðherrafundir EFTA er haldnir tvisvar á ári. Mun Jón Baldvin Hannibalsson stýra fundinum í Reykjavík en ísland fer með for- mennsku í ráði EFTA fyrstu sex mánuði þessa árs. Að sögn Estrid Brekkan, upplýsingafulltrúa utan- ríkisráðuneytisins, munu á þriðja hundrað manns koma til landsins vegna fundahaldanna en auk ráð- herra og embættismanna EFTA verða haldnir fundir í þingmanna- nefnd EFTA og auk þess munu fulltrúar framkvæmdastjórnar EB koma til fundarins. í dag hefjast einnig fundir ráð- gjafanefndar EFTA, þingmanna- nefndar EFTA og sameiginlegur fundur ráðgjafarnefndar EFTA og Efnahags- og félagsmálanefndar EB. ur Jónsdóttir og una. u frá Islandi, en Erla er arinnar. Félagsmálaráðherra flyt- ur ávarp á ráðstefnu í Riga JÓHANNA Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðlierra lieldur ræðu á ráðstefnu í Riga í Lettlandi í byrjun september, þar seni rætt verður um reynslu kvenna í áhrifastöðum í stjórnmálum og viðskiptum. Ráðstefnan í Riga er haldin að frumkvæði Norrænu ráðherra- nefndarinnar og er tilgangur henn- ar að gefa konum í Eystrasaltslönd- unum tækifæri til að kynnast reynslu og viðhorfum kvenna á Norðurlöndunum sem gegna áhrifa- stöðum í stjórnmálum og viðskipta- lífi. Af Islands hálfu munu auk Jó- hönnu Sigurðardóttur Kristín Ein- arsdóttir, þingmaður Kvennalist- ans, og Sigríður Snævarr, sendi- herra í Svíþjóð, Finnlandi, Eistlandi og Lettlandi tala á ráðstefnunni. Norræna ráðherranefndin hefur einnig í tengslum við norræna jafn- launaverkefnið gefið út ritið „Lon efter fortjeneste?" þar sem fjallað er um starfsmat og þátt þeirrar aðferðar í baráttu fyrir launajöfnun. Höfundar bókarinnar eru frá öllum Norðurlöndunum, þar á meðal Hiid- Piltarréð- ust á mann FJÓRIR ungir piltar réðust á mann og börðu fyrir utan hús í Hraunbæ um klukkan hálfþrjú aðfaranótt sunnudags. Einn pilt- anna var að kasta af sér vatni utan í heimili mannsins þegar hann og kona hans komu heim og gerðu athugasemdir við pilt- inn. Hann og félagar hans svöruðu fyrst með óbótaskömmum og hót- unurn sem lyktaði með því að þeir sneru manninn niður og spörkuðu í hann. Síðan fóru þeir á brott í bíl, sem lögregla stöðvaði síðar um nótt- ina og lék grunur á að bæði ökumað- urinn og sá sem átti bílinn og hafði haft sig mest í frammi gagnvart manninum væru undir áhrifum áfengis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.