Morgunblaðið - 19.05.1992, Síða 32

Morgunblaðið - 19.05.1992, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1992 Þjóðfélag án þröskulda: Viðurkenningar veittar í hugmyndasamkeppni VIÐURKENNINGAR voru veittar í hugmyndasamkeppninni Þjóðfé- lag án þröskulda við athöfn á Bjargi, húsi Sjálfsbjargar á Akureyri, á laugardag. Aður höfðu fulltrúar úr ferlinefnd og bygginganefnd Akureyrar farið á hjólastólum frá Glerárkirkju að Bjargi. Samkeppnin var haldið meðal nemenda 11 ársf barna, þ.e. í 6. bekk grunnskóla, í þremur fræðslu- umdæmum landsins, Norðuriandi eystra, Suðurlandi og Reykjanesi. Ymsar upplýsingar voru sendar til skólabarnanna, m.a. myndband þar sem fjallað var um fatlaða stúlku í hjólastól og almennar upplýsingar um aðgengi fatlaðra. Börnin máttu senda teikningar Einsöngstón- leikar Sól- veigar Hjálm- arsdóttur eða ljóð í samkeppnina, en hún átti að endurspegla þeirra sýn á að- gengi fatlaðra í þjóðfélaginu. Ljóð Jónheiðar P. Halldórsdóttur úr Síðuskóla, „Ég er alveg eins og þú,“ hlaut fyrstu verðlaun í sam- keppninni á Norðurlandi eystra, í öðru sæti var teikning eftir Ingi- björgu Torfadóttur, Þelamerkur- skóla, og teikning eftir Jón Sturlu Jónsson, Barnaskóla Akureyrar, varð í þriðja sæti. Ymislegt hefur verið gert til að vekja athygli á málefnum fatlaðra á Akureyri í vikunni, m.a. sat Hall- dór Jónsson bæjarstjóri í hjólastól á þriðjudag í síðustu viku og fékk þá að kynnast af eigin raun hversu erfitt getur verið að ferðast á milli fyrirtækja og stofnana bæjarins í hjólastól. Morgunblaðið/Rúnar Þór Jóhann Pétur Sveinsson formaður Sjálfsbjargar og Pálina Snorradóttir ritari ásamt þeim sem hlutu viðurkenningar í hugmyndasamkeppninni Þjóðfélag án þröskulda, frá vinstri: Jón Sturla Jónsson, Barna- skóla Akureyrar, Ingibjörg Torfadóttir, Þelamerkurskóla, og mæðgurnar Ingunn Þórólfsdóttir og Amanda Eir, sem tóku við verðlaunum fyrir Jónheiði P. Halldórsdóttur, Síðuskóla. Einsöngstónleikar verða haldnir á sal Tónlistarskólans á Akureyri annað kvöld, miðviku- dagskvöldið 20. maí kl. 20.30, en þeir eru hluti af lokaprófi Sólveigar Hjálmarsdóttur, sópr- an, í 8. stigi söngnáms. Sólveig Hjálmarsdóttir er Dal- víkingur, en er nú búsett í Hrísey. Hún hóf söngnám við Tónlistar- skólann á Akur- eyri hjá Sigurði Demenz Frans- syni og síðar Páli Jóhannessyni. Sigurveig Hjalt- ested var kennari hennar í þrjú ár við Tónlistarskóla Ámessýslu og Katrín Sigurðar- dóttir við Söngskólann í Reykjavík. Síðastliðið ár hefur hún verið nem- andi Margrétar Bóasdóttur. Á efnisskrá tónleikanna eru ar- íur eftir Hándel og Mozart, íslensk einsöngslög, ljóðasöngvar eftir Gri- eg, Wolf og Bemstein og dúettar úr óperum og óperettum. Kór söng- deildar skólans og tveir nemendur, Óskar Pétursson og Jón Helgi Þór- arinsson, syngja með Sólveigu á tónleikunum og píanóleikari er Guðrún A. Kristinsdóttir. Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. (Fréttatilkynning) Sólveig Hjálmarsdóttir Allt sorp frá ríflega 20 þúsund manns verður urðað í Glerárdal ALLT SORP frá íbúum á Eyja- fjarðarsvæðinu, að íbúum Hríseyj- ar frátöldum, eða ríflega 20 þús- und manns verður urðað í Gler- árdal ofan Akureyrar. Bæjarráð samþykkti að verða við erindi oddvita Árskógs- og Svarfaðar- dalshrepps þar sem leitað var heimildar til að urða sorp í Gler- árdal og fyrir skömmu var gerður samningur við Ólafsfirðinga og Dalvikinga um hið sama. Um mitt síðasta ár var samið við önnur sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæð- inu. Guðmundur Guðlaugsson yfir- verkfræðingur hjá Akureyrarbæ sagði að þegar búið yrði að semja um urðun sorps frá Árskógs- og Svarfaðardalshreppi yrði sorp frá öllum sveitarfélögum á Eyjafjarðar- svæðinu urðað í Glerárdal, ef undan væri skilin Hrísey. Gert er ráð fyrir að um sé að ræða 4 til 5 þúsund tonn af sorpi árlega, sem urðað verð- ur á sorphaugum Akureyrar í Gler- árdal. Kennara vantar íbúöir til leigu Kennara, sem hafa verið ráðnir til starfa á Akureyri, vantar íbúðir til leigu, ýmist 2ja, 3ja eða 4ra herb. Þeir, sem hafa íbúðir til leigu, eru vinsamlega beðn- ir aó hafa samband við skólaskrifstofu Akureyrar, Strandgötu 19b. Sírni 27245. Skolafulltrui. Guðmundur sagði að samkvæmt úttekt sem Halldór Pétursson jarð- fræðingur vann á síðasta ári væri um álitlegt haugstæði að ræða á þessum slóðum tií einhvers tíma. Talið er að umrætt svæði dugi til sorpurðunar í 10 til 15 ár. Einungis er um að ræða heimilissorp sem flutt verður á hauga Akureyringa og er sveitarfélögunum gert að greiða ákveðið gjald, eða eftir höfðatölu hvers sveitarfélags. Hvert sveitarfé- lag um sig sér um flutning á sorpinu. Einn starfsmaður vinnur við sorp- haugana í Glerárdal. Áætlaður kostnaður á fjárhagsáætlun þessa árs við rekstur hauganna er um 11 milljónir króna, en búast má við að hann aukist lítillega eftir að sorp frá fjórum sveitarfélögum bætist við. Guðmundur sagði að næsta verk- efni sem snúa þyrfti sér að, væri að gera átak í að ná spilliefnum úr sorp- inu og koma þeim í eyðingu. Fyrsta íslenska píanó- hátíðin haldin á Akureyri FYRSTA píanóhátíðin á íslandi verður haldin í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju dagana 23. til 25. maí. Á hátíðinni verða fluttir fyr- irlestrar um ýmislegt er viðkemur íslenskri píanótónlist, haldnir tón- leikar og sýnt myndband. Þá er í tengslum við hátíðina gefin út bók, þar sem er að finna ritgerðir um íslenska píanótónlist. Hátíðin er haldin að frumkvæði Tónlistar- skóla Akureyrar. Píanóhátíðin verður sett á laugar- dag, 23. maí, kl. 10, en að loknum inngangstónleikum flytur Nína Mar- grét Grímsdóttir fyrirlestur um sögu og þróun íslenskrar píanótónlistar. Þá flytur Þorkell Sigurbjörnsson fjögur fslensk þjóðlög. Snorri Sigfús Birgisson gerir grein fyrir píanóverk- um sínum fyrir byrjendur, en kl. 15 verður opnuð málverkasýning og sýning frá íslensku tónverkamiðstöð- inni. Þá verða píanótónleikar Guðríð- ar St. Sigurðardóttur, en um kvöldið leikur Örn Magnússon á tónleikum. Að loknum inngangstónleikum á sunnudag flytur Marek Podhajski fyrirlestur um þjóðleg einkenni ís- lenskrar tónlistar og Halldór Har- aldsson um túlkun íslenskrar píanó- tónlistar. Karólína Eiríksdóttir flytur því næst þijú ljóð úr „Sumir dagar“ eftir Þorstein frá Hamri ásamt fleir- um. Elías Davíðsson kynnir hljóðfæri sitt kl. 14 á sunnudag, en um kvöld- ið verða tónleikar nemenda út tónlist- arskólum. Á mánudag verður fundur með tónskáldum með þátttöku tíu tón- skálda, þá verða tónleikar yngri nem- enda tónlistarskólans og um kvöldið verða tónleikar Kammersveitar Ak- ureyrar. Þar verður flutt tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson, John Speight og Oliver Kentish. Hljómsveitinni stjórnar Guðmundur Óli Gunnarsson. Einleikarar verða Kristinn Örn Krist- insson og Þórarinn Stefánsson. ♦ ♦ ♦ Ólafsfjörður; Kirkjukvöld KIRKJUKVÖLD verður haldið í Ólafsfjarðarkirkju annað kvöld, miðvikudagskvöldið 20. maí, og hefst það kl. 20.30. Yfirskrift þess er „Trúin og náttúr- an“ og er það liður í Vordögum kirkj- unnar sem nú standa yfir. Á kirkjukvöldinu mun Andrea Gylfadóttir söngkona syngja einsöng og Kirkjukór Ólafsfjarðarkirkju syngur nokkur lög undir stjórn Jak- obs Kovosovskys. Ræðumaður kvöldsins er Bjarni Guðleifsson, nátt- úrufræðingur á Möðruvöllum í Hörg- árdal. NÝTT SÍMANÚMER 12100 frá og með 19. maí fluqfélaq noróurlands lif.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.